Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 55
Helgarblað 3.–6. janúar 2014 Fólk 47 Hamraborg 6a – Kópavogi www.natkop.is SÝNINGAR · RANNSÓKNIR · RÁÐGJÖF Nigella talaði um ásakanirnar S tjörnukokkurinn Nigella Lawson hefur ekki átt sjö dagana sæla undan­ farið. Skilnaður, dóms­ mál og meint eiturlyfja­ neysla hennar hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfar­ ið. Nú hefur hún tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um allt það sem gengið hefur á í hennar lífi undanfarið en árið hefur verið erfitt fyrir stjörnukokkinn. Erfitt að þola Nigella kom fram í bandaríska morgunþættinum Good Morn­ ing America í vikunni. Þar var hún spurð út í það hvernig hún færi að því að þola umfjöllun fjölmiðla um ásakanir um meinta eiturlyfja­ notkun hennar og að skilnað hennar við Charles Saatchi. Nigella mætti í þáttinn til þess að tala um nýja matreiðsluþáttinn sinn, The Taste. Með henni í þeim þætti verða kokkarnir Anthony Bo­ urdain, Marcus Samuelsson og Ludo Lefebvr. Ásakanir um fíkniefnanotkun Hún var þó ekki bara spurð um mat­ reiðslu enda hefur fátt verið meira í umræðunni í slúðurpressunni vestan hafs en einkalíf Nigellu. Hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn fyrrverandi að­ stoðarkonum sínum. Fyrir dómi kom fram ýmislegt persónulegt um Nigellu sem hún hefði líklega kosið að fólk fengi ekki að frétta. Til dæmis fullyrðingar um að hún væri háð kókaíni. Aðstoðarkonurn­ ar sögðu að Nigella hefði orðið háð efninu þegar fyrrverandi eiginmað­ ur hennar, John Diamond, barðist við krabbamein. Hún hefði haldið fíkniefnaneyslu sinni áfram en haldið henni leyndri fyr­ ir síðari eiginmanni sín­ um. Hún játaði fyrir dómi að hafa tekið kókaín sjö sinnum. Hún viðurkenndi einnig að hafa reykt kannabis þegar erfiðleik­ arnir í hjónabandi hennar og Charles voru sem mestir. Hún hefði hins vegar verið án fíkniefna síðan hún skildi við Charles. Vildi vernda börnin Í þættinum sagði Nigella að hún hefði haft það að markmiði þegar réttarhöldin fóru fram að vernda börn sín. „Ég var að reyna vernda börnin mín eins og ég gat,“ sagði hún í þættinum. Hún hefði reynt hvað hún gat til þess að þau kæmu ekki illa út úr þessu. Hún sagði einnig í viðtalinu að hún væri búin að borða mikið af súkkulaði til þess að reyna kom­ ast yfir erfiðustu tímana og versta umtalið. Það væri erfitt þegar einkalífið væri opinberað með þessu hætti. Hún sagði einnig í þættinum að hún hlakkaði til nýs upphafs og að árið hefði verið henni afar erfitt. n n Erfitt ár hjá stjörnukokknum Erfitt ár Nigella hefur án efa átt betri stundir en tíðum á nýliðnu ári. Nýr þáttur Nigella mætti í viðtalið til þess að kynna nýjan þátt sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.