Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 3.–6. janúar 201430 Fólk Viðtal haustin. Þar vinna þá að jafnaði um 15 manns. Stefán Hrafn er búinn að færa út kvíarnar og kominn í samvinnu við Lax-á sem hefur byggt upp smáhýsi á landi hans þar sem veiðimenn, sem vilja veiða hreindýr eða fisk, geta gist sem og þeir sem vilja t.d. einfaldlega fara í gönguferðir upp á Grænlandsjökul. Þar er góð að- staða í tveggja manna bjálkahús- um sem og matsalur í sér húsi og er boðið upp á glæsilega rétti á hverju kvöldi. Þá er hægt að sitja við lang- eld á kvöldin og horfa á stjörnurnar, hlusta á dýrin eða láta sig einfald- lega dreyma. Byggði tvo flugvelli Hann segist vera mikið á ferðinni utan háannatímans í Isortoq; segir að hreindýrabændur séu ráparar í eðli sínu. Hirðingjar. „Útþráin liggur djúpt í eðli okk- ar. Við höfum gaman af að vera á ferðinni hvort sem það er á vél- sleða, í flugvél, á bát eða í bíl. Okkur líður vel þegar við erum á ferðinni – eins og hreindýrunum þegar þau eru að rápa á milli beitarsvæða. Þegar við erum á ferðinni yfir landsvæði – hvort sem það er á vél- sleða eða yfir sumartímann – þá gleypum við umhverfið í okkur. Við spáum í beitina, hvað vex á svæð- inu, við leggjum á minnið hvort þar er einir eða birki og hvaða grös vaxa þar og hvort hinum megin í hlíð- inni sé mest af hinu eða þessu. All- ar þessar upplýsingar sem við sog- um í okkur notum við svo þegar við förum um landið aftur kannski með hreindýrin.“ Stefán Hrafn er tiltölulega ný- kominn frá Svíþjóð þar sem hann aðstoðaði einn félaga sinn, hrein- dýrabónda, við slátrun. Sá er vanur að koma til hans í Isortoq til að að- stoða hann við sama verk. „Það vill svo til að sláturtíðin hjá okkur er yfirleitt mánuði á undan þeim í Skandinavíu. Menn bíða eft- ir því í Noregi og Svíþjóð að snjór- inn komi svo þeir geti rekið með vélsleða. Það hefur aukinn kostn- að í för með sér að nota þyrlu við að smala dýrunum saman. Ég var svo heppinn þegar ég fékk nýjan hluthafa inn í fyrirtæk- ið, Ingvar Garðarsson, sem leit- ar að ódýrum og góðum lausnum. Við byrjuðum í hittifyrra að nota paramótara við smölun sem virk- uðu en þeir eru frekar óþolnir fyrir vindi. Svo reyndum við gírókopter í fyrra sem virkaði svona rækilega vel. Ég fékk 14 daga til að byggja tvo flugvelli fyrir vélina. Mér var sagt að það þyrfti um 150 metra braut svo hún kæmist í loftið en við notum ekki nema um 60 metra braut. Besta flugvallarstæðið var inni í aðalvinnugirðingunni fyrir hreindýrin þannig að ég flutti bara girðinguna og byggði flugvöll. Kol- legum mínum í Skandinavíu fannst það vera syndsamlegt að setja flug- völl mitt inn í hreindýragirðingu.“ Hann hlær. Sænskur flugmaður flaug gírókopternum í sumar en Stefán Hrafn segir að nauðsynlegt sé þeim sem munu fljúga gírókopter við smölun að þekkja dýrin, hafa skiln- ing á atferli þeirra sem og að þekkja landslagið. Stefán Hrafn er með atvinnu- flugmannspróf og fer til Kanarí- eyja í byrjun nýs árs til að læra að fljúga gírókopterum auk þess sem það er á döfinni að útvega annan gírokopter. „Svo er mig farið að langa til að stíga á tindana á Kanaríeyjum; þess á milli sem maður er ekki að fljúga getur maður farið í gönguferðir upp um fjöll og firnindi og mokað í sig ólífum og mangóávöxtum sem vaxa á trjánum. Ég verð næstum því eins og Adam í Paradís.“ Ímynd um ákveðinn lífsstíll Stefán Hrafn stundaði nám í hrein- dýrarækt í Noregi og Svíþjóð, flug- nám í Kanda og hann lærði meira að segja skógarhögg. Bóndi, flug- maður, skógarhöggsmaður. „Ég tók atvinnuflugmannspróf í Kanada og það munaði hársbreidd að ég gerði það að atvinnu minni en á þeim tíma sem ég var nýútskrif- aður var mikið atvinnuleysi á með- al flugmanna. Ég var búinn að læra hreindýraræktina áður þannig að það voru eiginlega tvær raddir sem kölluðu á mig: Bæði rödd hreindýr- anna og rödd flugsins. Ef ég hefði hugsað mér draumatilveru þá gæti maður kannski verið að vinna í einn mánuð í senn sem flugmaður og hinn mánuðinn við að rækta hrein- dýr. Örlögin ollu því að það varð aldrei. Þegar ég var yngri og var að taka ákvörðun um hvað ég vildi vinna við þá vildi ég vinna við eitthvað sem fæli í sér útivist og hreyfingu. Það hafa hreindýrin gefið mér og svo get ég verið mikið úti í náttúrunni. Svo borða ég hollan og góðan mat eins og hreindýrasúpu og hreindýrasteik og ef maður fær leið á því að borða hreindýrakjöt þá getur maður slengt í sig einum og einum kjúklingi. Svo má taka leggbeinin af stór- um hreindýrum og saga skíf- ur og búa til trúlofunar- og gift- ingarhringa úr þessu öllu saman eða hálsfestar og eyrnalokka. Þetta hefur fjölnota gagn. Maður gæti ver- ið margkvæntur af því að borða eitt hreindýr.“ Hvað eru hreindýrin í huga Stef- áns Hrafns sem hefur einu sinni gengið í hjónaband – sem entist ekki? „Þau eru ímynd um ákveðinn lífsstíl. Þau eru ímynd hollustu. Þau eru ímynd léttleika – þau líða á skeiði um öræfin. Þau eru góðir félagar þó þau séu ekkert sérstak- lega mannelsk. Hreindýrin eru líka matur og næring. Það er mjög lágt kólesteról í þeim og þau eru járnrík. Þetta er holl og góð fæða.“ Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum í rekstrinum þótt Stef- án Hrafn hafi lagt áherslu á að byggja upp eftir efnum og aðstæð- um. Stundum hefur hann verið með fullar hendur fjár en svo fór að halla undan fæti fyrir um sex árum. Ástæðuna má m.a. rekja til loftslagsbreytinga og var dýrt að smala hjörðinni saman með þyrlu. Reksturinn hefur glæðst síðustu tvö ár og er farinn að bera sig aftur. Hreindýrabóndinn í Isortoq kveður jafnhressilega og hann hafði heilsað. Gengur út í íslenskan vet- ur. Hvít fjöllin blasa við; sem minna hann kannski eilítið á Grænlands- jökul sem blasir við þegar hann er í Isortoq. Ævintýrin bíða. n „Þau eru góðir félagar þó þau séu ekkert sérstak- lega mannelsk Ræktar hreindýr Þegar ég var yngri og var að taka ákvörðun um hvað ég vildi vinna við þá vildi ég vinna við eitthvað sem fæli í sér útivist og hreyfingu.Mynd SigtRygguR aRi „Maður gæti verið marg- kvæntur af því að borða eitt hreindýr Uppáhalds- rétturinn Stefán Hrafn borðar hreindýrakjöt þrisvar til fjórum sinnum í viku þegar hann er á Grænlandi. „Og það er í ýmsu formi. Mér finnst lasagna með hreindýrahakki vera besta lasagna á plánetunni; ég hef reyndar aldrei komið í önnur sólkerfi svo ég veit ekki einu sinni hvor það séu hreindýr þar. Það má einnig nota það í pítsur. Svo eru hreindýrahamborgarar mjög góðir. Ég nota líka hreindýrakjöt í pönnusteikur en þá tíni ég blóðberg sem ég nota sem krydd. Ég nota líka talsvert af hvönn auk þess sem hægt er að skera hana í bita og súrsa í ediki sem hægt er að hafa með steikinni ef það er ekki til ný hvönn.“ Stefán Hrafn segir að einn af uppáhalds- réttunum sínum sé þessi sem er fyrir tvo: 500 gr úrbeinað bógkjöt n salt n pipar n 1/2 laukur n 100 gr smjör n 1 hvítlauksrif n timjan (blóðberg) Kjötið er tekið úr frysti og skorið í næfurþunnar sneiðar eða nánast heflað á meðan það er frosið. Smjörið er sett á pönnu og brætt. Kjötsneiðarnar eru síðan settar á pönnuna sem og pressaður hvítlaukur og skorinn laukurinn. Kryddað með blóðbergi, salti og pipar. Hitinn er lækkaður þegar kjötið er steikt og það látið krauma. Borið fram með kartöflumús og títuberjasultu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.