Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 44
36 Menning Helgarblað 3.–6. janúar 2014 S umir segja að það besta við jólin sé frumsýning nýrr- ar LOTR-myndar, eða í það minnsta segi ég það. Eins og á jólunum sjálfum er allt á sín- um stað, en ólíkt hátíðinni veldur Pet- er Jackson sjaldnast vonbrigðum og vekur upp góðar minningar frá því í fyrra. Hér er þó litlum tíma eytt í upp- byggingu. Okkur er dembt strax inn í eltingarleiki við varbirni, álfa og orka. Og varla eru grið gefin í þá næstum þrjá tíma sem myndin endist. Önnur hobbitamyndin er allt það sem bíó á að vera, hver sena er veisla fyrir augað og manni finnst merki- legt að bíó á þessum skala geti enn komið á óvart. Eltingarleikur í tunn- um niður á hefði sæmt flestum ævin- týramyndum vel sem lokaatriði, en hér er splæst í það strax í fyrri hálfleik. Í þeim seinni fáum við hins vegar að sjá drekann, og það vekur furðu að 20 árum eftir Jurassic Park er enn hægt að sýna eðlur sem vekja undrun. Það má helst finna myndinni til foráttu að tempóið er of hratt, persón- urnar of margar. Þessi mikli mynda- bálkur er byggður á stuttsögu sem í sjálfu sér er varla efni í nema eina mynd, og leikstjórinn Peter Jackson hefur verið helst til duglegur að bæta inn eins miklu og fjarmagnið leyfir. Og fáir fá meiri peninga til umráða en hann. Stephen Fry er skemmtilegur í aukahlutverki en hefði mátt vera meira, sama gildir um Gandálf og galdrakarlana. Orkarnir eru ógnvekj- andi í sjón og vel út færðir eins og allt hér, en reynast, þegar upp er stað- ið, ekki mikið hættulegri en herskar- ar Stormtrúpera, og Legolas heggur þá niður í hrönnum og hefur sjaldan dansað ballettinn betur. Hinn gallinn er sá að þetta er miðhluti þríleiks. Myndin byrjar í miðjum klíðum, og líklega ætti fólk helst að horfa á Hobbitann 1 á jóladag til að rifja upp hvað var á seyði. Enn ergilegra er að hún endar í miðjum klíðum líka, og manni finnst sem að minnsta kosti hefði mátt klára atriðið. Það segir þó sitt að helsti galli þriggja tíma myndar skuli vera sá að hún sé ekki enn lengri, og betri bíóupplifun hefur ekki boðist á þessu ári frekar dræmra stórmynda. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir The Hobbit: The Desolation of Smaug Leikstjóri: Peter Jackson Aðalhlutverk: Ian McKellen, Martin Freeman og Richard Armitage. Byggt á sögu JRR Tolkien Of mikið, en samt ekki nóg Myndin byrjar í miðjum klíðum Enn ergilegra er að hún endar í miðjum klíð- um líka, og manni finnst sem að minnsta kosti hefði mátt klára atriðið. Erindislitlar þingkonur n Grísk-íslensk bræðsla n Skemmtileg sviðsetning L eikhúsið er samtal, við áhorf- endur og samfélagið allt. Og það samtal er stundum djúpt og merkingarþrungið, stund- um grunnt og yfirborðslegt, harmrænt eða fyndið. En leikhúsið er líka samtal leikhúsmanna við sjálfa sig eða jafnvel samtímamenn höf- undanna sem þeir eru að setja á svið. Benedikt Erlingsson segir í leik- skrá að Þingkonunum að leikritið sé í hans huga hluti af samtali milli höfundarins Aristófanesar og heim- spekingsins Platons sem skrifaði Rík- ið og var á allra vitorði í Aþenu þegar leikritið var skrifað fyrir tæpum 2.400 árum. Uppsetning Benedikts á verk- inu núna er þá væntanlega líka brot af samtali leikstjórans við áhorf- endur sína um þær fyrirmyndir og forarpytti sem hugmyndir og kenn- ingar Platons um ríkið hafa verið mannkyninu og Aristófanes hæðist að í Þingkonunum. Spurningin er þó eins og endranær, hvort það samtal hafi tekist, hvort Þingkonurnar hafi haft erindi sem erfiði á stóra sviði Þjóðleikhússins? Karnivalískur kynjafarsi Efnislega fjallar þessi forngríski gam- anleikur um hóp kvenna sem tek- ur sig saman og dulbýr sig sem karl- menn til að fá aðgang að þinginu í borgríkinu Aþenu. Þær vilja hrinda ákveðnum hugmyndum í fram- kvæmd sem stuðla eiga að lýðræði, jöfnuði og ekki síst auknum réttind- um kvenna í samfélaginu. Konurnar telja sig hafa betra vit á stjórnun samfélagsins en karlarnir, ekki síst eftir það sem á undan er gengið en Aþeningar eru skítblankir eftir Pelópsskagastríðin við Spartverja og ný styrjöld við annað borgríki í Kor- inþu vofir yfir þeim. Höfundurinn gerir konurnar að málpípu skoðana sem herma má upp á Platon, eða öllu heldur notar konurnar til að snúa út úr og gera grín að hugmyndum hans um kommúníska framtíðarsýn ríkis- ins. Með trúðslátum og karnivalísk- um uppákomum teflir höfundurinn fram „mannlegu eðli gegn háleitum hugmyndum“ eins og leikstjóri segir í leikskrá og útkoman verður kynjaf- arsi þar sem klámfengið orðbragðið þvælist ekki beinlínis fyrir höfund- inum. Kristján Árnason þýðir verk- ið án þess að særa blygðunarkennd áhorfenda um of, en greinilegt er að á stöku stað hefur orði og orði verið hnikað til eða skipt út fyrir nútíma- legra málfar, enda er hér um leikgerð að ræða sem byggð er á þýðingunni. Reynsluheimur kvenna Leikritið er í sjálfu sér sundurlaus röð atriða, sem mynda ekki endilega eina sterka heild og þess vegna er áríðandi að leikstjórinn hafi sjálfur styrka sýn á verkið til að fleyta því yfir öll landa- mærin á leið þess úr fornöld Grikkja til nútímans á Íslandi, þar sem kon- ur hafa sannarlega tekist á við sömu hluti og Praxagóra og hennar kvenna- lið í Þingkonunum og það fyrir löngu síðan. Undirbúningsfundir Praxa- góru og umræður hennar kvenna minntu oft á undirbúningsfundi að stofnun kvennaframboða hér á níunda áratugnum, þar sem fram fór þjálfun í ræðulist, viðbrögðum og vörnum gegn væntanlegum árásum karlkynsins á nýstárlegar hugmyndir kvenna. Í ræðum Praxagóru má finna hagstjórnarhugmyndir sem m.a. lúta að reynsluheimi kvenna, þeim sama reynsluheimi og kvennaframboð- in hér lögðu áherslu á, þegar ljóst var að herská barátta Rauðsokka- hreyfingar m.a. gegn húsmóðurhlut- verkinu myndi ekki færa þeim völd í karlasamfélaginu. En Praxagóra og hennar lið ganga mun lengra en kven- réttindakonur hingað til, þær vilja nefnilega deila öllu jafnt meðal þegn- anna, ekki bara fjárhag ríkisins held- ur líka ástum, kynlífi og barneignum. Og í framtíðarsýn þeirra er ekki gert upp á milli ljótra og fallegra kvenna þegar kynlífið er annars vegar, þær munu allar fá sitt, ljótar og flatbrjósta á undan þeim fögru, gamlar og tann- lausar jafnt og þær ungu. Og það er helst þetta í stefnuskrá þeirra sem á að vekja kátínu og vera fyndið. Grísk-íslensk bræðsla Sú leið sem farin er til að koma fornri fyndni yfir öll landamærin í tíma og rúmi er að tefla saman því íslenska og gríska í sviðslausnum. Leikmynd Axels Hallkels er nákvæm eftirlík- ing af innvolsi Alþingishússins, þ.e. þingsalnum sem flestir þekkja úr sjónvarpinu og búningar Helgu Rósar V. Hannam eru einnig þokkalega ná- kvæm útfærsla á klæðaburði, skótaui og hárgreiðslu Forngrikkja eins og við þekkjum af myndum sem málað- ar voru á leirker og leirvasa á ritunar- tíma verksins. Íslenski þingsalurinn varð athafnasvæði alls leiksins, götur, torg, heimili og þingstaður. Annað sem hjálpar til við að brúa þessar vegalengdir er tónlist og söngvar Egils Þingkonurnar Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Leikarar: Atli R. Sigurðarson, Baldur T. Hreins- son, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Harpa Arnardóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Salóme R. Gunnarsdóttir, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Bachmann Tónlist: Egill Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Sviðshreyfingar: Steinunn Ketilsdóttir Sýnt í Þjóðleikhúsinu Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur Samruni menningarheima Allt myndaði þetta samruna menningarheima, grísk-íslenska bræðslu sem gaman var að horfa á að ógleymdum dönsum og sviðshreyfingum Steinunnar Ketilsdóttur. Mynd eddi@inTeRneT.iS Íslendingar í bíó Í dag, föstudaginn, 3. janúar, verður frumsýnd stórmyndin The Secret Life of Walter Mitty. Myndin mun vafalaust fá góð- ar viðtökur hér á landi enda er í henni umfjöllun um Ísland. Nokkrir íslenskir leikarar leika í myndinni, þeirra á meðal Ólafur Darri Ólafsson og Gunnar Helga- son. Myndin um Mitty var tekin upp víða um Ísland sumarið 2012 og gerist að stórum hluta hér- lendis. Þá kom sveitin Of Monsters and Men að lagasmíðum en lag þeirra ómar undir í mjög áhrifa- miklu atriði. Myndin fjallar um Walter (Ben Stiller) sem vinnur við próf- arkalestur fyrir tímarit, hann er ósjálfstæður og með lítið sjálfs- traust og flýr iðulega í heim draumóra þar sem hann er sigursæl hetja. Gullkistan á svið Gestir Kringlukrárinnar eiga á góðu von um helgina. Gullkistan stígur á svið bæði föstudags- og laugardagskvöld. Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson tína upp úr kistunni gamla gullmola rokk- sögunnar. Þetta er hefðbundin uppákoma hjá félögunum sem hefur slegið í gegn í upphafi árs. Ný ljóðaplata Út er kominn hljómdiskurinn Bláar raddir. Diskurinn inniheld- ur 10 lög Gísla Þórs Ólafssonar við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók Geir- laugs, Þrí- tengt sem kom út árið 1996. Upptök- ur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Bene- diktssonar. Gestir á plötunni eru harmonikkuleikarinn Jón Þor- steinn Reynisson og söngkonan Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Málverk á umslagi gerði Mar- grét Nilsdóttir. Bláar raddir er önnur sólóskífa Gísla Þórs en hann hefur áður gefið út geisladiskinn Næturgár- un undir flytjandanafninu Gillon og fimm ljóðabækur í eigin nafni. Hann er einnig bassaleikari í bandinu Contalgen Funeral sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, Pretty Red Dress. Geirlaugur Magnússon gaf út 17 ljóðabækur og þrjár þýðingar og kom hans fyrsta ljóðabók, Annaðhvort eða, út árið 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.