Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 3.–6. janúar 201424 Fólk Viðtal S igursteinn á heima í Kópa- vogi, í fallegu einbýlishúsi í kjarna bæjarins. „Kaffivélin er biluð,“ tilkynnir hann blaða- manni afsakandi símleiðis og því er bankað upp á með tvo kaffi- bolla í götumáli þótt Sigursteinn geti varla á sér heilum tekið að vera ekki með kaffivélina í lagi. Hann vill vera góður gestgjafi og það sést vel á híbýl- um hans sem eru hlýleg. Á stofugólf- inu eru tvö ræktar leg ólífutré sem virðast þrífast vel á norðurhjara ver- aldar. „Þau verða að vera tvö saman trúi ég, til að þau þrífist, enginn getur verið aleinn“ útskýrir hann. Jólaljós bera birtu inn í stofuna en annars er bleksvartur desembermorgunn. Vinnur að heimildamynd um Brasilíufara Sigursteinn er senn á leið til Kaup- mannahafnar. Hann leggur loka- hönd á heimildamynd um afdrif ís- lenskra Brasilíufara en frá árinu 2009 hefur Sigursteinn unnið ásamt Luci- ano Dutra að heimildamyndagerð um Brasilíufarana, hóp Íslendinga sem flutti búferlum til Suður-Brasilíu á ofanverðri 19. öld. „Ég heyrði fyrst af afdrifum þeirra hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni þegar hann var sendi- herra í Helsinki og varð forvitinn um hagi þessara Íslendinga. Ég sá seinna heimildamynd gerða af Önnu Björns- son og Jakobi Magnússyni sem vakti athyglina enn frekar og þá ákvað ég að kynna mér sögu þessa fólks betur. Svo kom upp úr dúrnum að það var hér brasilískur maður, Luciano Dutra, með íslenskt ríkisfang sem hafði verið í háskólanum að stúdera þessa sögu. Þegar ég kynntist honum varð ekki aftur snúið. Nú er þetta að klárast og hefur staðið yfir í fjögur ár. Þetta er mjög áhugavert og þó að þetta sé saga Ís- lendinga þá er hún líka hluti innflytj- endasögu í Ameríku. Þarna voru uppi hugmyndir um að vera með íslenska nýlendu með stóru sniði, á borð við Manitoba í Kanada. En það tókst ekki og við rekjum það hvers vegna það tókst ekki.“ Einn með mömmu Sigursteinn er alinn upp af einstæðri móður, Áslaugu Bergsteinsdóttur tónmenntakennara. Hann og faðir hans, Már Jónsson, eru ágætir kunn- ingjar í dag þótt þeir hafi ekki eytt miklum tíma saman í uppvexti Sigur- steins. Sigursteini er einmitt hugsað til föður síns þennan morgun þar sem hann liggur á sjúkrahúsi í Gautaborg eftir velheppnaða nýrnaígræðslu. „Aðgerðin lukkaðist vel og hann finn- ur strax góðar breytingar á sér. Ég hef verið að fylgjast með honum Ég hef verið að fylgjast með honum og var úti hjá honum í tvo daga en aðgerðin var núna í gær. Hann var búinn að bíða eftir vera á biðlista eftir nýju nýra í þrjú ár og orðinn tæpur til heilsunn- ar,“ segir Sigursteinn hugsi. „Ég ólst ekki upp hjá föður mínum, heldur hjá móður minni. Hún ól mig ein upp og við vorum mikið tvö ein. Svo var ég líka mikið á Laugarvatni hjá ömmu og afa. Þar var ég oft í fjóra mánuði á ári og undir mér vel í sveitinni.“ Sigursteinn var sáttur við hlut- skipti sitt þegar hann bar sig saman við vini sína. Hann og móðir hans voru góðir vinir og á tveggja manna heimili er ekki pláss fyrir leiðindi. „Ég man eftir því að mér fundust skrýtin þessi foreldrahlutverk hjá vin- um mínum. Mér fannst skrýtið þegar pabbarnir voru í meiriháttar stjórn- unarhlutverkum inni á heimilunum sem ég átti ekki að venjast. Þeir biðu í hægindastólunum eftir þjónustu. Þá fannst mér skrýtið ef samskipti við móðurina voru þvinguð eða í skip- unartón. Ég fékk gott atlæti og naut vináttu móður minnar. Við þurftum að ræða öll mál, það er ekkert pláss fyrir leiðindi á tveggja manna heimili. Ég var mjög sáttur þegar ég bar mig saman við vini mína. Það er ljómi yfir tilhugsuninni um stóra fjölskyldu en ég held að það geti líka verið erfitt. Það eru kostir og gall- ar við hvert fyrirkomulag. Aðalatriðið er hvernig fólki líður saman. Okk- ur leið vel saman og gátum talað um allt.“ Rólegur drengur með ríkulegt ímyndunarafl Sigursteinn veiktist ekki fyrr en á full- orðinsárum og var heilbrigður ung- ur drengur. Móðir hans segir hann hafa verið rólegan og þörf hans fyrir sögur og ævintýri kviknaði snemma. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir hann og tekur undir þá kenningu að kjarni flestra haldist óbreyttur frá æsku. „Ég hafði, held ég, snemma þörf fyrir að uppgötva sjálfur og segja sögur. Ég var mikið að dunda mér sem barn og gat verið tímunum saman með mínar sögur og ævintýri. Ég var sjálfum mér nógur og með ríkulegt ímyndunarafl. Það ræktaði ég á Laugarvatni þegar ég dvaldi hjá ömmu og afa, fór með leik- fangakarlana mína upp í fjall og bjó til mikil ævintýri í hellum og við læki og svona. Karakterinn er ótrúlega mót- aður snemma.“ Glíma unglingsáranna Á unglingsárunum tók rótleysi við. Á þessum tíma var lítið rætt um mál- efni samkynhneigðra og ef þau voru rædd, var umræðan oftar en ekki á neikvæðum nótum. Hann segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en mörgum árum seinna hversu erfið togstreita unglingsáranna var. „Sem unglingur var ég óánægður með mig. Mér fannst ég ljótur og bólugrafinn. Ringulreið unglings- áranna var byrjuð að trufla mig og á þessum tíma var engin umræða um samkynhneigð. Þetta er auðvit- að mjög breytt í dag. Þessi glíma við sjálfsmyndina er ekki jafn erfið í dag. Glíma mín stóð yfir í mörg ár og það er mikið álag á manneskju. Ég held að ég hafi ekki alveg áttað mig á því, hvorki þá né seinna, hvað sú innri togstreita var erfið.“ Erfitt að bæla tilfinningar Glíman reyndist Sigursteini sérlega erfið. Hann trúir því að niðurbældar tilfinningar hafi seinna rutt sér leið í fyrstu veikindum hans. Hann kyssti ekki strák fyrr en hann var orðinn 23 ára. „Maður náttúrlega bældi tilfinn- ingar sínar sem hentaði mér illa þar sem ég er mikil tilfinningavera. Ég er þeim ósköpum gæddur að ég get ekki tekist á hendur við verkefni öðruvísi en að ég hafi góða tilfinningu fyrir því að ég trúi virkilega að ég sé að gera rétt. Þetta var tímabil sem án efa hef- ur haft afgerandi áhrif seinna meir og brotist út með þessum hætti sem það gerði þegar ég veikist fyrst á geði 29 ára gamall.“ Hafði þroskann til að takast á við veikindin Hann þakkar fyrir að hafa verið orðinn fullorðinn þegar hann veikt- ist. Þroski fullorðinsáranna hafi orðið til þess að honum bar gæfa til að taka réttar ákvarðanir um heilsu sína. „Í raun og veru var mín gæfa sú að ég skyldi vera þetta fullorðinn og þrosk- aður þegar ég fór svona út af sporinu andlega. Þeir sem veikjast vantar oft reynslu og þroska til þess að takast á við þetta verkefni sem það er að glíma við sjúkdóm. Þeir þurfa að geta tek- ið réttu ákvarðanirnar, því það að ná bata af veikindum sem þessum snýst um lífsstíl. Það tekur tíma að átta sig á því. Því miður er alltof lítil umræða um árangurinn af því að taka ábyrgð á lífsstíl sínum. Það að heilbrigðisstétt- irnar skuli ekki hafa haft forgöngu um að benda á mikilvægi þess er ámæl- isvert. Það er mikilvægt að ná góð- um tökum á svefni, hreyfingu, matar- æði og samskiptum. Í raun og veru er ég að telja upp atriði sem skipta máli hvað varðar lífsgæði hvers og eins. Umræðan um mikilvægi góðs lífs- stíls var ekki vöknuð þegar ég veikt- ist, það örlar á henni nú en hún er alls ekki nægilega áberandi og heilbrigð- isstarfsfólk hefur ekki forgöngu um mikilvægi góðs og reglusams lífs. Enn þá segja læknar við sjúklinga að þeir megi borða allt sem þeir vilja. Enginn á að borða allt sem hann vill.“ Varð heltekinn af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Að fyrstu veikindum Sigursteins var þó nokkur aðdragandi. Hann hafði sökkt sér ofan í erfitt mál, Guðmund- ar- og Geirfinnsmálið og varð heltek- inn af því. Honum fannst sér fylgt eft- ir og upplifði öryggisleysi. Hann telur jafnvel að hann hefði getað forðað sér frá fyrsta veikindakastinu hefði hann ekki unnið að þessu tiltekna máli. „Ég hefði líklega ekki veikst jafn illa hefði ég ekki verið að vinna í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. Það mál náði á mér tökum og var miklu svakalegra en ég hefði getað ímynd- að mér. Ég var í erfiðri stöðu, í sam- félaginu voru þeir menn sem báru ábyrgð enn í sínum valdastöðum. Ég var orðinn heltekinn af rann- sókn málsins og þess vegna var þetta erfitt. Ég var sérlega upptekinn af þeirri vitneskju að íslenskt samfélag væri mjög spillt og lyti ekki lögum og reglum réttarríkisins. Hér væri hægt að taka fólk og pynda árum saman í einangrun án þess að nokkrar sann- anir eða vísbendingar væru til staðar sem tengdi það við glæp.“ Hélt að það væri fylgst með sér „Ég fylltist öryggisleysi og tengt mál- inu hentu atburðir sem gáfu mér fullt tilefni til þess að halda að það væri fylgst með hverju fótmáli mínu enda var allt undir, dómstólarnir, lög- reglan, rannsóknarlögreglan og sak- sóknaraembættið og allt heila klabb- ið. Öryggisleysið var að vissu leyti skiljanlegt ef fólk setur sig í mín spor. Ég skildi hversu langt menn höfðu gengið. Ekki af því þeir hefðu ætlað sér að vera vondir og breyta rangt. Heldur af því þeir fóru vitlaust af stað og gáfu sér vitlausar forsendur sem þeir komust ekki út úr. Þegar ég sá hversu langt menn voru tilbúnir að ganga langt í að verja afstöðu sína, þá missti ég öryggistil finninguna. Þegar maður skildi að þetta mál er eitt ljótasta réttarfarsklúður í sögu Vest- urlanda og það þurfti að fara aftur til tíma Francos á Spáni. Fólki fannst þetta svo ótrúlegt, ég meina mér fannst þetta ótrúlegt.“ Yfirmaður Stöðvar 2 bað Sigurstein afsökunar Sigursteini var sagt upp á Stöð 2 með- an hann vann að málinu í launalausu leyfi. Honum var gert að mæta til vinnu og vinna uppsagnarfrest í þrjá mánuði. Hann mátti hins vegar ekki skrifa fréttir og jafnvel ekki taka sím- töl. Hann segist hafa verið brotinn niður á kerfisbundinn máta. Meðan á uppsagnarfrestinum stóð voru æs- ingartímar á ritstjórninni og út braust eldgos. Á þeim tíma veiktist Sigur- steinn og fljótt varð ljóst að stefndi í erfið veikindi. „Ég hef verið beðinn afsökunar á því hvernig að þessu var staðið og þykir vænt um það,“ segir Sigursteinn og vill ekki nefna tiltekinn yfir mann á nafn. „Það var þáverandi yfirmaður minn sem gerði það. Ég met það mik- ils, ég erfi það ekki við neinn og hef alltaf fyrirgefið fordóma vegna geð- sjúkdóma. Ég var búinn að vera í launalausu leyfi í mánuð að vinna að lausn máls- ins þegar mér var sagt upp. En auð- vitað hafði ég verið mjög upptek- inn af þessari rannsókn og vinnslu heimildamyndarinnar áður en ég fór í þetta frí. Ég veiktist við þær að- stæður að mér var gert að vinna uppsagnarfrestinn án þess að mega svara í síma, skrifa fréttir eða gera nokkuð. Ég var brotinn niður kerfis- bundið. Ég man að eldgosið byrj- aði þarna, ég vappaði um fréttastof- una án þess að gera nokkuð á 11 tíma vöktum. Ég upplifði einnig mikla tog- streitu. Stöð 2 vildi kaupa sýningar- réttinn að þáttunum en þeir vildu ekki sýna þá. Þannig að þetta var allt saman mjög skrýtið. Þarna var einnig einn yfirmanna tengdasonur þáver- andi ríkis saksóknara og það var ekki til að auðvelda samskiptin,“ segir hann og brosir hæglátlega. Alsælutímabil í upphafi veikinda Þegar Sigursteinn hugsar til baka og er beðinn um að lýsa því hvernig aðrir gætu hugsanlega hafa séð hann veikan, segist hann oft hafa dansað á línunni. „Ég man eftir atvikum úr ferlinu áður en ég hætti þar sem ég dansaði Fyrirgefur ford an „Það er sammannlegt að veikjast á geði,“ segir Sigur steinn Másson. Hann er með geðhvörf og veiktist fyrst 29 ára þegar hann rannsakaði Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Hann varð heltekinn af málinu og fannst sem fylgst væri með hverju fótmáli sínu. Honum var sagt upp störfum á vinnustað sín- um, Stöð 2, og gert að vinna þriggja mánaða upp- sagnarfrest án þess að mega skrifa fréttir eða svara síma. Hann segist með þessu hafa verið brotinn niður kerfisbundið. Yfirmenn hans á Stöð 2 hafa beðið hann afsökunar og sjálfur erfir hann ekki neitt við neinn. Sigursteinn hefur náð tökum á sjúkdómnum og segir sögu sína í þeirri von að aðrir finni í henni styrk. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Glíma mín stóð yfir í mörg ár og það er mikið álag á manneskju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.