Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 3.–6. janúar 2014 Lífsstíll 41 Vill íslenskan hönnuð n Alberto Bonaldo sækir nýjar hugmyndir á ferðalögum n Á íslenska kærustu É g er stoltur af því að eiga fyrir­ tæki sem er meira en 75 ára gamalt,“ segir Alberto Bonaldo, framkvæmdarstjóri Bonaldo, sem er löngu orðið þekkt fyrir framleiðslu sína á húsgögnum. „Allt sem við gerum er eingöngu framleitt á Ítalíu af sérfræðingum á sínu sviði.“ Alberto Bonaldo var staddur hér á landi yfir áramótin ásamt Erlu Láru Ástvaldsdóttur, kærustu sinni, en þau hafa verið saman í eitt ár. Húsgagna­ fyrirtækið þykir meðal flottustu fyrir­ tækja sinnar tegundar í heiminum og hefur verslunin Casa í Skeifunni selt vörur þeirra í áratug. Alberto heim­ sótti Casa meðan dvöl hans stóð og skoðaði verslunina. Blaðamaður fékk sér sæti á stól frá Bonaldo og ræddi við framkvæmdastjórann um hönnun fyrirtækisins. Hönnuðir úr öllum áttum „Hönnuðirnir okkar koma alls stað­ ar frá,“ segir Alberto. „Línan okkar er gerð af 20 hönnuðum sem eiga það allir sameiginlegt að vera virtir í sínu starfi. Einn af þeim hefur unnið eftir­ sóknarverðustu hönnunarverðlaun Ítalíu og annar hefur verið valinn besti hönnuður Evrópu. Við erum mjög stolt af þessum árangri.“ Alberto ferðast um allan heim­ inn þar sem honum gefst tækifæri til þess að sækja sér innblástur og fá hugmyndir að nýjum vörum. Dag­ leg skrifstofustörf heilla Alberto lítið og á hann í miklum samskiptum við hönnuði fyrirtækisins um hvernig megi feta ótroðnar slóðir. Gefur ungum hönnuðum tækifæri „Á hverju ári gefum við ungum og upprennandi hönnuði tækifæri til þess að kynna nýja strauma fyrir okk­ ur,“ segir Alberto. „Á síðasta ári hann­ aði ungur hönnuður frá Japan tvö hús­ gögn undir okkar nafni. Hönnunin var frábær og hlaut mjög góðar viðtökur,“ en í hverri viku fær Bonaldo sendar allt að hundrað teikningar frá ungum hönnuðum sem vilja hrífa fyrirtækið. Ferðalangurinn hefur orðið var við mismunandi kröfur og væntingar viðskiptavina sinna um allan heim og telur hann mikilvægt að koma til móts við óskir þeirra. Sami stóllinn getur því verið úr mis­ munandi efni eftir heimsálfum til þess að þóknast markaðnum. Al­ berto vonast til þess að einn daginn muni húsgagnafyrirtækið opna verslun hér á landi. Hugsar út fyrir rammann „Hver veit nema einn daginn að svo verði,“ segir Alberto. „Ég hefði einnig áhuga á að vera með íslenskan hönnuð á okkar snærum. Við höfum verið með hönnuði alls staðar að úr heim­ inum og af hverju ekki að fá íslensk­ an hönnuð?“ segir hann og hefur orð á því að á markaðnum í dag sé hægt að finna svo margt að nauðsynlegt sé að hugsa út fyrir rammann til þess að vera með framsækna hönnun. n Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is Bifreiða- og vélaverkstæði • Álhellu 8 Hafnarfirði • Sími 577 6670 • velras.is Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? Allar almennar bílaviðgerðir – Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum, gerum við og förum með í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta. Metanbreytingar HÁTÆKNIBÚNAÐUR EINN VIRTASTI FRAMLEIÐANDI METANBÚNAÐAR Í EVRÓPU HRINGDU STRAX OG FÁÐU UPPLÝSINGAR Sparaðu bensín! Metanvæddu bílinn! Ástfangin Alberto er hér með unnustu sinni, hinni íslensku Erlu Láru. Þau eyddu áramótunum á Íslandi. Hönnun Verk eftir Bonaldo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.