Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 3.–6. janúar 201410 Fréttir Bók Össurar veldur ólgu í Samfylkingu n Margt sem Samfylkingarfólki sárnar n „Hún er ekki að öllu leyti sanngjörn“ B ók Össurar Skarphéðins­ sonar, Ár drekans, hefur valdið nokkrum titringi innan Samfylkingarinnar. Í bókinni, sem byggir í grófum dráttum á dagbókarfærsl­ um Össurar, er fjallað með opin­ skáum hætti um átök milli ráð­ herra og þingmanna sem áttu sér stað árið 2012, til að mynda um landsdómsákæruna gegn Geir H. Haarde og framlög til þróunarað­ stoðar. DV hefur heimildir fyrir því að bókin fari mjög í taugarn­ ar á ýmsum núverandi og fyrr­ verandi þingmönnum flokksins, enda þyki mörgum sem dregin sé upp ósanngjörn mynd af þeim Jó­ hönnu Sigurðardóttur og Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndu störf­ um forsætisráðherra og fjármála­ ráðherra í tíð síðustu ríkisstjórnar. Kosið eftir sannfæringu Í Ári drekans segir Össur að þriðj­ ungur þingflokksins hafi hótað Jó­ hönnu Sigurðardóttur að segja sig úr þingflokknum ef það gengi eft­ ir að ákæran gegn Geir H. Haar­ de yrði afturkölluð. Össur vildi að ákæran yrði dregin til baka og Geir hlíft, en segir Jóhönnu hafa þving­ að þingmenn til að falla frá stuðn­ ingi við afturköllun ákærunn­ ar. DV hefur rætt við fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem segja þetta ekki eiga við rök að styðjast. „Það var alveg á kristal­ hreinu að hver og einn ætti að kjósa eftir eigin sannfæringu og engu öðru. Það er enginn fótur fyrir því að Jóhanna hafi þvingað þingflokkinn til eins né neins,“ seg­ ir fyrrverandi þingmaður sem DV ræddi við. Einn núverandi þing­ maður tekur í sama streng en vill ekki tjá sig um bók Össurar. „Æi, ég leiði þessa bók bara hjá mér,“ segir hann, aðspurður hvort rétt sé að bókin hafi valdið ólgu meðal sam­ fylkingarfólks. Jóhanna og femínisminn „Ég skemmti mér yfir þessari bók enda er Össur sniðugur penni. En hún er ekki að öllu leyti sann­ gjörn,“ segir einn af fyrrverandi þingmönnum flokksins í samtali við DV. „Mér finnst einna furðu­ legast hvernig hann fer með kon­ urnar í Samfylkingunni, til dæmis Jóhönnu og Oddnýju,“ segir hann. Dæmi um þetta eru orð hans í bók­ inni um að sú ákvörðun að gera Oddnýju að fjármálaráðherra hafi verið liður í femínískri baráttu Jó­ hönnu, frekar en „liður í fjármála­ festu“. „Þetta er frekar skrítið, því Oddný þykir hafa staðið sig með prýði sem formaður fjárlaganefnd­ ar og ég sé ekki hvaða karlmaður hefði hentað betur í embætti fjár­ málaráðherra,“ segir maður sem gegnt hefur trúnaðarstörfum inn­ an Samfylkingarinnar og fylgdist náið með störfum flokksins á síð­ asta kjörtímabili. Deilt um þróunaraðstoð Jóhanna Sigurðardóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa gagnrýnt söguskýringar Össurar óbeint í stöðuuppfærslum á Facebook. Í bókinni fullyrðir Össur að þær hafi þrýst á um að dregið yrði úr þróunaraðstoð á fjárlagaárinu 2013, en hann hafi sjálfur komið í veg fyrir það. Þessu hafna þær. „Aldrei kom annað til greina en að hækka framlag til þróunarað­ stoðar og aldrei um annað rætt í ríkisstjórninni, ráðherranefnd um ríkisfjármál eða í þingflokki Sam­ fylkingarinnar,“ skrifaði Oddný fyrr í mánuðinum og tók Jóhanna undir með henni: „Það er hárrétt hjá Oddnýju að aldrei hafi komið til greina að lækka framlög til þró­ unaraðstoðar. Hún var frábær fjár­ málaráðherra. Passaði líka vel upp á framlög til barna­ og vaxtabóta, ólíkt því sem núverandi fjármála­ ráðherra gerir.“ Össur og „elítan“ Á síðu 163 í bókinni kemur fram að þann 19. maí árið 2012 hafi Öss­ ur verið í flugvél á leið til Banda­ ríkjanna á leiðtogafund NATO. Þá hafi hann spjallað við utan­ ríkisráðherra Lúxemborgar og sagt við hann: „Við gerum báðir ráð fyrir því að í Frakklandi vinni Francois Hollande góðan sig­ ur.“ Staðreyndin er hins vegar sú að Francois Hollande var kjörinn forseti Frakklands þann 6. maí. Kjartan Valgarðsson, formaður fulltrúaráðs Samfylkingarfélaga í Reykjavík bendir á þetta á Face­ book­síðu sinni og skrifar: „Það er útilokað að Össur hafi skrif­ að þetta í dagbók sína þennan dag.“ Þá furðar Kjartan sig á því að Össuri skuli vera tíðrætt um „elítu“ og „flokkseigendafélag“ í bókinni þegar hann er sjálfur fyrsti for­ maður flokksins, fyrrverandi ráð­ herra og oddviti í Reykjavík. „Grand old man“ „Það virðist dálítið í tísku þessa dagana hjá gömlum stjórnmála­ mönnum að skrifa bækur og slá sig til riddara. En hjá Össuri er svolítið um leiðindi í garð samstarfsfélaga hans. Hann getur auðvitað skrifað eins og hann lystir, en ég mundi ekki gera svona,“ segir þingmaður í stjórnarandstöðu sem DV ræddi við. Þá segir fyrrverandi þingmað­ ur að túlka megi margt í bókinni sem einhvers konar sáttaviðleitni gagnvart Sjálfstæðisflokknum vegna landsdómsmálsins, en í bókinni er Össuri tíðrætt um af­ stöðu sína gagnvart ákærunni á hendur Geir H. Haarde. „Össur er skemmtilegur karl. Dálítill svona „grand old man“ á þinginu,“ segir einn viðmælenda. Bókin hefur fengið góða dóma þótt ekki geti allir fallist á söguskýringarnar sem þar koma fram. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Mér finnst einna furðulegast hvern- ig hann fer með konurnar í Samfylkingunni, til dæmis Jóhönnu og Oddnýju. Össur gegn Jóhönnu Samfylk- ingarfólki sem DV hefur rætt við þykir Össur draga upp ósann- gjarna mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur í bók sinni Ár drekans. MynD SiGtryGGur Ari Stormasamt kjörtímabil Tekist var harkalega á í þingflokki Samfylkingarinnar meðan flokkurinn var í ríkisstjórn. Fleiri skip úr landi Í lok síðasta mánaðar bárust fregnir af fjöldauppsögnum sjómanna bæði í Hafnarfirði og á Sauðárkróki. Vænta má fleiri uppsagna í sjávarútvegin­ um miðað við frétt sem birtist á vef LÍÚ. Þar kemur fram að fleiri útgerðarfyrirtæki stefni á að selja togara úr landi. Má þar nefna að Þorbjörn hf. í Grinda­ vík hyggst selja frystitogarann Hrafn og að Brim hf. muni selja Skálaberg til Grænlands. Auk þess hefur Ögurvík sett skipið Frera á sölu og seldi HB Grandi togarann Venus í desember. Ætla má að uppsagnahrina sjó­ manna muni því halda áfram. Rafmagns- laus áramót í Árneshreppi Íbúar í Árneshreppi misstu af áramótaskaupinu þetta árið en rafmagnslaust var í hreppnum frá um klukkan þrjú síðdegis á gamlársdag til þrjú aðfara­ nótt nýársdags. Í fréttatilkynn­ ingu Orkubús Vestfjarða kemur fram að ástæðan fyrir þessum truflunum var lína sem slitn­ aði á Trékyllisheiði. Viðgerðar­ menn komu á svæðið að sögn nokkrum klukkustundum eftir að rafmagn fór af og eftir bráða­ birgðaviðgerð var rafmagni komið á í hreppnum. Slæmt veður var á svæðinu og höfðu alls fimm rafmagnsstaurar brotnað í óveðrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.