Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Side 8
Helgarblað 3.–6. janúar 20148 Fréttir Ríkið greiddi kostnað fyrir maka ráðherra Ferðakostnaður ráðherranna níu nemur fjörtíu og þremur milljónum króna frá kosningunum síðastliðið vor R áðherrar í ríkisstjórn Fram­ sóknar og Sjálfstæðisflokks hafa ferðast fyrir meira en fjörtíu milljónir króna frá kosningum. Þetta kemur fram í gögnum sem ráðuneytin tóku saman að beiðni DV. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið í flestar ferðir, eða tíu talsins, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í níu. Dýrasta ferðin sem farin hefur verið frá kosningum var ferð Gunnars Braga og fjögurra fylgdarmanna til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en ráðuneytið pungaði út 3,75 milljónum fyrir hana. Milljón á ferð Að jafnaði kostaði hver ferð ráð­ herranna um milljón krónur. Alls voru farnar fjörtíu og fimm ferð­ ir, samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir, og var heildarkostnað­ ur þeirra 43 milljónir króna. Gögnin ná mislangt aftur í tímann en ráðu­ neytin svöruðu hvert í sínu lagi og á mismunandi tímum. Gögnin ná þó yfir allar ferðir sem ráðherrarn­ ir fóru á kostnað ráðuneytanna á tímabilinu frá því að ný stjórn tók við völdum í maí til loka nóvember­ mánaðar í fyrra. Konan í boði ráðuneytisins Í gögnunum kemur fram að einu sinni hafi verið greitt fyrir maka ráð­ herra. Það var þegar Bjarni Bene­ diktsson, fjármála­ og efnahags­ ráðherra, fór til Washington D.C. í Bandaríkjunum vegna ársfundar Al­ þjóðagjaldeyrissjóðsins. Eiginkona Bjarna, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, fór með í ferðina sem stóð í þrjá daga. Heildarkostnaður ráðuneytis­ ins vegna ferðarinnar var 1,25 millj­ ónir króna. Aðeins eitt annað dæmi er í gögnunum um að maki hafi verið með í för þegar ráðherra ferðað­ ist til útlanda en í það skipti borg­ aði ríkið ekki undir viðkomandi. Það var þegar Illugi Gunnars­ son, mennta­ og menningarmála­ ráðherra, fór með eiginkonu sinni, Brynhildi Einarsdóttur, til Feneyja á Ítalíu til að vera viðstödd Feneyjat­ víæringinn. Í þeirri ferð fóru þau tvö saman án fylgdarmanna og kostaði ferðin 230 þúsund krónur samtals. Kíktu á leik í Zagreb Ein af fjórum ferðum Illuga til útlanda frá kosningum var til Zagreb í Króatíu. Þá fór hann ásamt aðstoðarmanni sínum, Magnúsi Ragnarssyni, til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu í undankeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Leikurinn endaði með tapi Íslendinga en þar með var HM draumurinn úti. Ferðin kostaði 273 þúsund krónur en enginn gisti­ kostnaður var greiddur af ríkinu í ferðinni samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Það er ekki einsdæmi að ráðherr­ ar sæki landsleiki Íslands en ekki er vitað til þess að ráðherrann hafi sótt aðra leiki í undankeppninni erlend­ is. Hann á þó fast sæti í heiðurs­ stúkunni á Laugardalsvelli og getur fylgst með öllum heimaleikjum ís­ lenska knattspyrnulandsliðsins. Gögnin sem tekin voru saman voru tekin saman í hverju ráðuneyti fyrir sig. Öll ráðuneytin fengu sams konar upplýsingabeiðni og höfðu öll nema eitt svarað fyrirspurninni um jólaleyti. Innanríkisráðuneytið svaraði á nýju ári. n Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra Hefur farið í tíu ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 14,59 milljónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherra Hefur farið í níu ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 9,35 milljónum. Ragnheiður E. Árnadóttir Iðnaðarráðherra Hefur farið í fimm ferðir frá því að hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnað- ur hennar og fylgdarmanna numið 3,79 milljónum. Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, umhverfisráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnaður hans og fylgdarmanna numið 3,22 milljónum. Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 2,89 milljónum. Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 2,69 milljónum. Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra Hefur farið í þrjár ferðir frá því að hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hennar og fylgdarmanna numið 2,21 milljón. Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra Hefur farið í eina ferð frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 565 þúsundum. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Hanna Birna Kristjánsd. Innanríkisráðherra Hefur farið í fimm ferðir frá því hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnaður hennar og fylgdarmanna numið 3,99 milljónum króna. Á ferð og flugi Ráð- herrar ríkisstjórnarinn- ar hafa farið í fjörtíu ferðir frá kosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.