Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 6.–8. maí 201412 Fréttir K jartan Gunnarsson innleiddi málið með því að vísa til fregna um kaup Kaupþings- Búnaðarbanka eða Jóns Ás- geirs Jóhannessonar á öllum eignum Jóns Ólafssonar, aðaleiganda Norðurljósa og tillögur um endur- skipulagningu félagsins sem hafa ver- ið ræddar opinberlega í framhaldi af því,“ segir í fundargerð Landsbanka Ís- lands frá 26. nóvember 2003 sem DV hefur undir höndum. Boðað var til fundarins gagngert til að ræða kaup Jóns Ásgeirs á Norðurljósum en nokk- uð misvísandi skilaboð höfðu borist um aðkomu hans að viðskiptunum. Á þessum tíma stóð Landsbanki Ís- lands frammi fyrir því að þurfa að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fjölmiðlafyrirtækisins Norð- urljósa, sem í dag heitir 365, vegna skulda þess við bankann. Fréttir höfðu borist af því að Jón Ásgeir Jóhannes- son væri að kaupa Norðurljós með aðstoð Kaupþings-Búnaðarbanka. Norðurljós skulduðu Landsbanka Ís- lands hins vegar um 1.100 milljón- ir króna og átti bankinn því verulegra hagsmuna að gæta inni í félaginu. Skuldirnar voru til komnar vegna lána sem veitt voru fyrir einkavæðingu Landsbankans. „Erfið umræða“ Haldin var sérstakur fundur um málið vegna þess að það var skoðun banka- ráðsins að það væri erfitt viðureignar. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðsins, var ekki á umræddum fundi og því stýrði Kjartan Gunnars- son honum. Á þessum tíma átti sér stað í samfé- laginu mikil umræða um Baugs málið svokallaða, rannsókn lögreglunn- ar á ætluðum lögbrotum stjórnenda Baugs, en Jón Ásgeir Jóhannesson var helsti stjórnandi og eigandi fyrir- tækisins. Talið var mögulegt að rót Baugsmálsins væri flokkspólitísk og að Sjálfstæðisflokkurinn stæði á bak við rannsóknina. Fréttir seinni tíma renndu svo stoðum undir þetta, meðal annars aðkomu Kjartans Gunnars- sonar, sem þá var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að fundahöldum um málið í húsakynnum Morgun- blaðsins. Einnig var mikið rætt um samþjöppun eignarhalds á fjölmiðla- markaði og voru valdamenn í Sjálf- stæðisflokknum sérstaklega smeykir við Jón Ásgeir Jóhannesson að því leyti en hann var einn umsvifamesti kaupsýslumaður landsins. Þá hafði Jón Ólafsson, þáverandi eigandi Norðurljósa, átt í erfiðu sambandi við Sjálfstæðisflokkinn. Viðskiptin snertu því tvo kaupsýslumenn sem ekki voru í náðinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Fundargerðin endurspeglar við- kvæmni þessarar stöðu þar sem sá sem sem stýrði bankaráðsfundinum var líka framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og einn nánasti bandamaður Davíðs Oddssonar um árabil. Orð- rétt segir í henni um viðskiptin með Norður ljós: „Athygli hefði vakið í því efni að forsvarsmenn Kaupþings-Bún- aðarbanka og Jón Ásgeir Jóhannes son virðast ósamstíga í yfirlýsingum um það hver sé raunverulegur kaupandi þessara eigna. Mál þetta hefur tengst erfiðri umræðu um hlutverk banka almennt og aðild aðila að mögu- legu undanskoti eigna Jóns Ólafsson- ar vegna víðtækrar skattrannsóknar á málefnum Norðurljósa og aðal- eiganda þess, Jóns Ólafssonar sem er nú nýlokið. Einnig hefur farið fram umræða um samþjöppun á fjölmiðla- markaði og sjónarmið komið fram, bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu, um mikilvægi þess að samþjöppun í eignarhaldi á fjölmiðlum yrði ekki meiri en nú er.“ Mögulegar milljónaafskriftir Í fundargerðinni eru hagsmunir bank- ans vegna lána til Norðurljósa teikn- aðir upp þannig að 800 milljónir væru með tryggðum veðum en að 150 millj- óna króna yfirdráttur og 150 milljóna skuldabréfaeign væri ótryggð. Þannig stóð bankinn frammi fyrir mögu- legu tapi vegna fjárhagslegrar endur- skipulagningar Norðurljósa. Þessa hagsmuni vildi bankinn verja. Kjartan Gunnarsson dró upp þá mynd af stöðu Landsbankans gagn- vart Norðurljósum að þrír kostir væru í stöðunni. Svo segir: „Í fyrsta lagi að kaupendur hefðu í huga að halda áfram rekstri félagsins með auknu hlutafé og greiða einfald- lega af skuldum. Í öðru lagi að nýir eigendur hygðust standa fyrir fjár- hagslegri endurskipulagningu, auka hlutafé og fá umbreytingu eða niður- fellingu hluta skulda. Í þriðja lagi að 80% niðurfærsla hlutafjár samhliða kaupum þýddu í raun að eigendur viðurkenndu að félagið stæði frammi fyrir gjaldþroti og endurskipulagn- ing rekstrar yrði framkvæmd með því að félagið færi í þrot og sambanka- eigendur yfirtækju lánin.“ Samkomulag forsenda Forsendan fyrir kaupum Jóns Ásgeir á Norðurljósum var sú að samkomulag næðist á milli hans, Kaupþings-Bún- aðarbanka og Landsbanka Íslands um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerðinni. Ef þessi fjár- hagslega endurskipu lagning gengi ekki upp þá ætti Jón Ásgeir sölu- rétt á félaginu, möguleikann á því að selja hlutinn í Norðurljósum, til Kaupþings-Búnaðarbanka. Aðkoma Landsbankans að endurskipulagn- ingu var því mikilvæg fyrir Jón Ás- geir og eins fyrir Landsbankann sjálfan þar sem hann átti verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Með því að vinna með Kaup- þingi-Búnaðarbanka var Jón Ásgeir því búinn að skapa sér góða stöðu gagnvart Landsbankanum. Bankinn hafði fjárhagslega hagsmuni af því að endurskipulagning Norðurljósa gengi upp. Þeir pólitísku og siðferði- legu hagsmunir sem lýst er í fundar- gerðinni varðandi samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði og pælingar um skattrannsókn á Jóni Ólafssyni lutu á endanum í lægra haldi fyrir þeim fjárhagslegu hags- munum sem voru undir í málinu. Samþykktu endurskipu- lagninguna Bankaráðið samþykkti fyrir sitt leyti að taka þátt í fjárhagslegri endur- skipulagningu Norðurljósa sem með- al annars fól í sér skuldaafskrift og var háð því skilyrði að nýtt hlutafé kæmi inn í félagið. Fjárhagslegir hagsmun- ir bankans voru hins vegar taldir vera tryggðir með kaupum á sambankaláni upp á 2.000 milljónir fyrir 1.000 millj- ónir. Af þessu sést í hve miklu lykil- hlutverki Kaupþing-Búnaðarbanki var í viðskiptunum með Norðurljós. Um þetta segir í fundargerðinni: „Staða málsins er þannig nú að Kaup- þing-Búnaðarbanki hefur boðið Landsbankanum að kaupa 2000 millj. kr. sambankalán á 1000 millj.kr. Er það gert til að greiða fyrir áframhaldandi endurskipulagningu fjármála félags- ins sem óskað er eftir að fari fram í samstarfi við Kaupþing-Búnaðar- banka og Landsbanka. Meginatriði þeirra tillögu er að allar skuldir fé- lagsins verði skrifaðar niður um 30%, þ.e. í 70%. Kaup Landsbankans á sam- bankaláni, á 50% af nafnvirði þess, gera bankanum fært að taka þátt í slíkri fjárhagslegri endurskipulagn- ingu, þannig að bankinn tapi engu af sínum ótryggðu eða tryggðu kröf- um. Þess í stað á bankinn möguleika á skuldauppgjöri sem tryggi bank- anum um 70 millj. kr. umfram kröf- ur auk mögulegs verðmætis í hluta- fé í félaginu að fjárhæð um 250 millj. kr. Ef ekkert er að gert blasir við að Landsbankinn gæti tapað á bilinu 100–200 millj. kr. ef til gjaldþrots eða nauðasamninga kæmi. Þessi endur- skipulagning myndi tryggja að skuld- ir félagsins lækkuðu úr 7 milljörð- um í 4,9 milljarða og miðað við að frjálst greiðsluflæði (EBITDA) félags- ins er áætlað um 700 millj.kr. má ætla að félagið geti vel staðið undir þeim skuldbindingum. Forsenda endur- skipulagningarinnar er þó sem fyrr að nýtt hlutafé að fjárhæð 1000 millj. kr verði greiddar inn í félagið.“ Þannig gat Landsbankinn tryggt sína hagsmuni með þátttökunni í viðskiptunum í stað þess að horfa fram á hugsanlegt tap upp á 1.000 til 2.000 milljónir. Vildu ekki samþykkja Jón Ásgeir Á fundinum var einnig ákveðið að samþykkja það fyrir hönd bankans sem kröfuhafa að Jón Ólafsson færi út úr Norðurljósum sem meirihluta- eigandi. Þetta gerði bankaráðið: „Eitt lykil atriði varðandi áframhald málsins er að Landsbankinn, þarf samkvæmt ákvæðum sambankalánssamnings, að samþykkja að Jón Ólafsson láti af meirihlutaeign í félaginu.“ Einnig lá fyrir beiðni frá Kaup- þingi-Búnaðarbanka um að banka- ráðið samþykkti að Jón Ásgeir Jóhann- esson keypti fjölmiðlafyrirtækið. Þetta vildi bankaráðið hins vegar ekki gera. „Fyrir liggur ósk Kaupþings-Búnaðar- banka, sem umboðsaðili lánsins, að Landsbankinn staðfesti slíka sölu til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Banka- ráð taldi ekki eðlilegt að Landsbank- inn kæmi á þessu stigi fram sem að- ili sem hefði áhrif á eða skoðun á væntanlegri samsetningu hluthafa í félaginu. Bankaráðið fól bankastjórn að haga samþykki á sölunni þannig að til Kaupþings-Búnaðarbanka yrði beint þeirri ákvörðun Landsbankans að samþykkja að Jón Ólafsson, Innuit Ltd. yrði ekki lengur meirihlutaeig- andi, án þess í sjálfu sér að taka af- stöðu til hlutafjárþátttöku nýrra aðila.“ Umrædd fundargerð sýnir samt, þrátt fyrir skort á vilja til að samþykkja Jón Ásgeir sem kaupanda, að Kjartan Gunnarsson kom að því sem vara- formaður bankaráðs Landsbanka Ís- lands að tryggja Jóni Ásgeiri yfirráð yfir Norðurljósum. Ekki er hægt að sjá nákvæmlega út frá fundargerðinni hvað Kjartani fannst um þetta en ætla má að honum hafi þótt nokkuð súrt að kyngja þessum viðskiptum. Liðkað til fyrir Rauðsól Með kaupunum á Norðurljósum, sem svo mynduðu grunninn í fjöl- miðlafyrirtækinu 365, var Jón Ásgeir Jóhannesson orðin eigandi stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækisins á Íslandi. Líkt og fundargerðin sýnir lék Kaupþing-Búnaðarbanki, sem á þeim tíma var stýrt af Hreiðari Má Sigurðssyni, lykilhlutverk í því að koma sölunni til hans á koppinn. Af fundargerðinni, sem og ýmsum öðrum fyrirliggjandi upplýsingum, má álykta að Kjartan Gunnarsson og forsvarsmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi ekki verið sérstaklega sáttir við þessa niðurstöðu. Landsbanki Íslands varð á næstu árum aðalviðskiptabanki 365 og er bankinn, eða arftaki hans, það enn í dag. Stjórnendur Landsbanka Íslands aðstoðuðu Jón Ásgeir svo við að halda yfirráðum sínum yfir 365 í kjölfar ís- lenska efnahagshrunsins 2008 með fléttu í gegnum félagið Rauðsól ehf. Merkileg tíu ára saga Einn af stjórnarmönnum 365, Árni Hauksson, sagði sig úr stjórn félagsins vegna þess hvernig staðið var að þeim viðskiptum en þá keypti félag í eigu Jóns Ásgeirs 365 af öðru félagi í hans eigu sem orðið var ógjaldfært að mati dómkvaddra matsmanna. Kaupverðið var 1.400 milljónir króna en skuldir móðurfélags 365 á þessum tíma voru um sex milljarðar króna. Til marks um hvað þetta er lágt verð þá vill Jón Ás- geir nú fá um átta milljarða króna fyr- ir fjölmiðlafyrirtækið – upphæð sem enginn er reiðubúinn að greiða. Rétt eins og árið 2003, þegar Jón Ásgeir eignaðist Norðurljós, voru Rauðsólarviðskiptin meðal annars framkvæmd með hlutafjáraukningu upp á milljarð; aukningu sem smá- sölurisinn Hagar fjármagnaði að stærstum hluta. Kröfuhafar félagsins sem seldi Jóni Ásgeiri 365 í nóvember 2008 enduðu á því að tapa um 3,7 milljörðum króna vegna viðskiptanna, samkvæmt út- tekt í Kjarnanum í síðustu viku. Kröfu- hafar félagsins, aðallega sjóðurinn Landsvaki, féllu í fyrra frá skaðabóta- máli á hendur stjórnarmönnum í 365 vegna sölunnar til Rauðsólar í ljósi þess að þeir greiddu hver um sig skaðabætur upp á tugi milljóna hver, samkvæmt því sem fram kom í Kjarn- anum. Jón Ásgeir heldur enn utan um eignarhaldið á 365 og verður ekki ann- að sagt, út frá þessum tveimur við- skiptasnúningum sem hér er lýst, að hann hafi verið ansi klókur í viðskipt- um sem snerta eignarhald félagsins. Fyrst hvernig hann komst yfir fyrirtæk- ið 2003 og svo eins hvernig hann hélt því árið 2008. n Bankaráðið vildi ekki samþykkja jón ásgeir n Sérstakur fundur haldinn um kaupin á Norðurljósum n Tveir viðskiptasnúningar Jóns Ásgeirs Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Með fulltingi Kaupþings Fundargerð bankaráðs Landsbankans sýnir vel fram á það lykilhlutverk sem Kaupþing-Búnaðarbanki var í þegar bankinn kom að því að tryggja kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Norðurljósum árið 2003. Pólitískum athugasemdum lýst Mest ber á ummælum Kjartans Gunnarssonar í fundargerð Landsbankans frá árinu 2003 þar sem rætt er um fjárhagslega endur- skipulagningu Norðurljósa. Bankaráðið vildi ekki samþykkja Jón Ásgeir sem kaupanda. leynigögn úr Landsbankanum – 3. hluti – „Einnig hefur farið fram umræða um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.