Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 6.–8. maí 201422 Lífsstíll A ð komast á breytinga- skeið á ekki vera eitthvað skömmustulegt held- ur eitthvað sem ber að fagna,“ segir Margrét Jóns- dóttir Njarðvík, varaformaður ný- stofnaðs Áhugamannafélags um breytingaskeið kvenna en félag- ið stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag, þriðjudag, milli 13 og 17. Rjúfa þagnarmúrinn Margrét segir þöggun einkenna breytingaskeið kvenna. „Það viður- kennir enginn að vera á breytinga- skeiði og afar fáar konur tala um eigin upplifun heldur upplifun annarra kvenna. Nú er kominn tími til að rjúfa þagnarmúrinn. Við höfum hugsað okkur að tala þetta orð upp og sýna fram á hversu skemmtilegt breytingaskeiðið getur verið.“ Margrét og tvær vinkonur henn- ar, Edda Arinbjarnar og Eyrún Inga- dóttir, stofnuðu Facebook-hóp fyrir ári sem einfaldlega heitir Breytinga- skeiðið. „Grúppan var hugsuð fyr- ir vinkonur okkar en áður en við vissum af voru meðlimir hópsins orðnir 100, svo 200, 400 og eru núna yfir 2.000. Við finnum því til gríðar- legrar ábyrgðar og munum opna vefsíðuna breytingaskeid.is í dag. Inni á Facebook-síðunni hafa skapast margvíslegar umræður. Margar eru að tala um kynlíf og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margar eru opinskáar. Sumar tjá sig en aðrar lesa bara. Það er líka allt í lagi. Konur eru svo fjölbreyttar. Það er ekkert eitt sem hentar öllum,“ segir hún og bætir við að æ fleiri konur geri sér grein fyrir að sú þekking um breytingaskeið sem var í boði fyrir örfáum árum sé nú orðin úrelt. Geðheilsan best eftir tíðahvörf „Nýjar rannsóknir sýna að konur þurfa að taka sérstaklega upplýsta ákvörðun um notkun hormóna og annarra lyfja þegar þær ná breytingaskeiðinu. Svo er kom- in fram kynslóð kvenna sem lítur vinnumarkaðinn öðrum augum því þær gera kröfur um að störf þeirra passi við gildi þeirra. Þessi kynslóð er upptekin af því að vera höfundur í lífi sínu á seinni helmingi þess. Þess vegna hætta mjög margar þeirra, jafnvel kon- ur í stjórnendastöðum, í vinnunni og fá sér nýja vinnu og ákveða að héðan í frá ætli þær algjörlega að lifa í takt og sátt við gildin sín. Rannsóknir hafa líka sýnt að geðheilsa kvenna er aldrei betri en eftir tíðahvörf. Þetta tímabil í lífinu er miklum breytingum háð, bæði hjá körlum og konum, ef litið er til líkamsstarfseminnar. Meginþorri kvenna á þessum aldri er einnig að upplifa að börnin eru að fara að heiman og þar opnast tækifæri til „Breytingaskeið á ekki að vera feimnismál“ n Þöggun einkennir breytingaskeið kvenna n Nýstofnað Áhugamannafélag um breytingaskeið kvenna heldur ráðstefnu 1 Þú verður að vita hvar peningarnir þínir eru. Í hverju hefur þú fjárfest? Hvar fjárfestir þú? 2 Þú verður að vita hversu mikil ávöxtun er á fénu þínu og hversu miklar tekjur það færir þér. Ekki gleyma sköttum og vertu viss um að reikna með tekjum eftir skatta. 3 Ef þú finnur afbragðs fjármálaráð-gjafa sem þú treystir þá er hann hverrar krónu virði. Vertu viss um að skilja hvernig ráðgjafi þinn er launaður. Fær hann til dæmis prósentur af því sem hann selur þér? Taktu 2 eða 3 í viðtal. 4 Hversu mikið kostar að reka heimili þitt mánaðarlega? Það skiptir sköp- um fyrir framtíð þína. Reiknaðu út hverjar mánaðartekjur þínar verða þegar þú ferð á eftirlaun. Finndu út hver forgangs- röðun þín er, hvað er nauðsynlegur kostnaður og í hvað þú vilt geta eytt – eitt- hvað sem skiptir þig máli. 5 Ekki gleyma að meðalævilengd lengist sífellt. Bættu við um það bil tíu árum þegar þú reiknar út lífsstandard þinn á eftirlaunum. 6 Ekki stunda áhættufjárfestingar með pening sem þú hefur ekki efni á að tapa. Ef þú hefur efni á því þá er betra að gefa pening til einhvers samfélags- legs málefnis. Þá ertu viss um að njóta gleðinnar við að styrkja samtök eða góð málefni og losnar við vonbrigðin sem fylgja því að léleg fjárfesting gufi upp. 7 Fyrir utan fjárfestingu í heimili þínu – ekki vera með öll eggin í sömu körfu. Dreifðu fjárfestingum þínum. 8 Eyddu tíma í að semja um betri kjör á tryggingum, síma og öðrum fasta- kostnaði. Það getur margborgað sig. 9 Ef þú hefur efni á að borga niður húsnæðislánin – gerðu það! 10 Borgaðu alltaf upp kreditkortin þín í hverjum mánuði. Það er alltaf hægt að fá hagstæðari lán en með kreditkorti. Heimild: Bókin The Second Half of Your Life eftir Jill Shaw Ruthers 10 ráð: Peningar og breytingaskeið Margrét Jónsdóttir Njarðvík Margrét stofnaði Facebook-grúppu um breytingaskeið fyrir ári. Í dag hafa hún og vinkonur hennar stofnað félag áhugamanna um breytingaskeið kvenna. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Við höfum hugsað okkur að tala þetta orð upp og sýna fram á hversu skemmtilegt breytinga- skeiðið getur verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.