Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 32
24 Menning
Þ
að er ekki að ástæðulausu að
Kristján Þórður Hrafnsson
kýs að gefa leikriti Arthurs
Miller The Crucible nýjan tit-
il á íslensku. Aðalpersónur
leiksins ganga í gegnum sannkallaða
eldraun eins og enska orðið getur þýtt.
Og það er engin venjuleg eldraun, líf
þeirra er í deiglunni í margvíslegum
skilningi, sannleiksást og heilbrigð
skynsemi brædd niður með ofsóknum
og dómsmorðum. Þjóðleikhúsið sýnir
nú þetta fræga verk bandaríska leik-
ritaskáldsins í þriðja sinn (hét áður Í
deiglunni) enda talar það beint inn í
okkar tíma og reyndar alla tíma þar
sem heimska og móðursýki ná völd-
um í pólitík og mannlífi. Til að sýna
okkur þetta sækir Miller hugmyndina
að leikritinu í galdraofsóknirnar í Sal-
em í Massachusettsfylki á öndverðri
sautjándu öld, en þær skírskota jafn-
framt til ofsóknanna gegn kommún-
istum í Bandaríkjunum á sjötta áratug
síðustu aldar sem kenndar voru við
herferð öldungadeildarþingmanns-
ins Josephs McCarthy á hendur þeim.
Heimska og múgsefjun
Í leikriti Millers snýst meginatburða-
rásin um ofsóknir gegn bóndanum
John Proctor og konu hans Elisabet
sem er ranglega sökuð um galdra.
Uppsprettu ofsóknanna gegn hjónun-
um má rekja til ungu vinnukonunnar
Abigail Williams sem hefur átt í ástar-
sambandi við John Proctor en hann
vill slíta gegn hennar vilja. Abigail fer
fyrir hópi ungra stúlkna sem hafa kom-
ist í annarlegt ástand fyrir áhrif galdra
og kenna eldri konum í þorpinu um.
Meðal stúlknanna er dóttir prestsins
sem liggur í dái af sömu sökum og það
líður ekki á löngu þar til þorpið fer á
annan endann af vænisýki. Djöfullinn
gengur laus, það þarf að finna söku-
dólga og nornaveiðarnar hefjast. En
eins og vænta má býr leikrit Millers yfir
fleiri þráðum, þar sem margar persón-
ur koma við sögu í óvæginni og harðri
þjóðfélagsádeilu sem einkum beinist
gegn spilltu stjórnar- og réttarfari og
þröngsýni kirkju og kristni. Ádeilan
gegn trúarlegu ofstæki, sýndarréttlæti
og múgsefjun er skýr, þar sem einstak-
lingar játa á sig falskar sakir. Leikrit
Millers talar þannig beint inn í sam-
tíma okkar og varpar nýju ljósi á of-
sóknir strangtrúaðra gegn saklausum
borgurum, hvort heldur í stjórnmál-
um, trúmálum eða kynferðismálum,
en þær eru nær daglegt brauð úti um
allan heim.
Dúndurgóður leikhópur
Þjóðleikhúsið fær nú öðru sinni til
liðs við sig breska leikstjórann Stefan
Metz en hann gerði rómaða sýningu
af Kákasíska Krítarhringnum eftir B.
Brecht með leikurum hússins 1999,
sýningu sem margir telja eina af
eftir minnilegustu sýningum í sögu
þess. Og hann bregst ekki heldur í
þetta sinn, leikhópurinn bókstaflega
blómstrar í höndum hans og nær að
stilla saman strengi eins og gömul og
góð hljómsveit sem spilar klassík af
þekkingu og öryggi. Hópurinn flyt-
ur okkur texta Millers í einstakri túlk-
un, þar sem allt virðist hárrétt, tónn,
styrkur, hraðabreytingar og blæ-
brigði. Það sem einkennir leikinn er
kærkomið áreynsluleysi og slökun
jafnt í radd- sem líkamsbeitingu. Allir
vita hvað þeir eru að gera, eru í „rétt-
um“ takti við efni og innihald leiks-
ins og miðla því verkinu af merkingu
og skilningi til áhorfandans. Í raun
er þetta sjaldgæf reynsla þegar jafn
stór leikhópur er annars vegar, því
allt of oft finnur maður fyrir streitu og
spennu þegar kemur að því að miðla
miklum texta af leiksviðinu. Það er
því ekki ofsögum sagt að margir af
okkar bestu leikurum hafi þarna leik-
ið „ofar“ sinni getu, styrkur þeirra er
auðfundinn og gefur til kynna góða
samvinnu við leikstjórann. Hilmir
Snær hefur sjaldan verið betri en sem
hinn sannleiksleitandi John Proctor,
Margrét Vilhjálmsdóttir sömuleiðis
sem hin trygga og einlæga eigin-
kona hans. Elma Stefanía Ágústs-
dóttir sýndi vel að hún er ört vaxandi
leikkona, var óhugnanleg og haturs-
full óhemja í hlutverki Abigail. Arnar
Jónsson átti dúndurgóðan leik í hlut-
verki Danforths fylkisstjóra sem ræð-
ur lífi og örlögum þorpsbúa og ekki
má gleyma að minnast á afgerandi
gervi hans. Auk leikaranna í aðal-
hlutverkunum verð ég að nefna Lilju
Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Stefán Hall
Stefánsson og Friðrik Friðriksson
sem hvert með sínu lagi kom á óvart
með túlkun sinni og bætti enn nýrri
fjöður í sinn leikarahatt.
Bókstaflegt moldviðri
Einkennandi fyrir verkið og alla úr-
vinnslu þess er yfirvegun og fágun í
sviðsetningu og stíl og þar eiga leik-
mynd og búningar Seans Mackaoui
ekki svo lítinn þátt. Mackaoui er
þekktur myndlistarmaður og leik-
mynd hans ber merki hugvits í lát-
leysi sínu og einfaldleika. Sviðsgólfið
er bókstaflega þakið mold sem þyrl-
ast upp í hvert sinn sem einhver átök
eiga sér stað og moldin verður óað-
skiljanlegur hluti af þeirri eldraun
sem persónurnar ganga í gegnum.
Smám saman verður barátta þeirra
merkt jörðinni sem að bókstaflega
togar líkama þeirra til sín í vanmætti
gegn afleiðingum ofsókna. Hár og
mikill bakveggurinn í upphafi skilur
að heimili og þorp, settur saman úr
breiðum borðum sem leggjast saman
eins og dragspil og mynda réttar-
sal, yfirheyrsluherbergi og fangelsi í
seinni hluta verksins með nákvæmri
og myndrænni lýsingu Ólafs Ágústs
Stefánssonar. Til að minna okkur á
miskunnarlaus átök lífs og dauða,
eldraunina sem leikrit Millers fjallar
ekki hvað síst um, hefur Mackaoui
komið fyrir gamaldags eldavél með
háum strompi öðrum megin á sviðinu
þar sem konurnar standa við elda-
mennsku og brauðbakstur en hinum
megin leynist dauðinn í lágreistum
bæjarvegg. Samspil þessara þátta í
lokaatriði verksins þegar gálginn nær
yfirhöndinni, gaf verkinu og uppsetn-
ingunni allri aukið gildi og rými til að
hugsa út fyrir síðasta punktinn í skrif-
um höfundarins.
Textaleikhús í hæsta gæðaflokki
Þeir Stefan Metz og Sean Mackaoui
hafa kosið að sýna okkur sígilt verk
Millers í umgjörð sem tekur ekki
beinlínis mið af neinum sérstökum
tíma. Þó blandast ýmsir tímar saman
eins og í búningum ungu stúlknanna
sem minntu á sjötta áratuginn, ritun-
artíma verksins. Allar stöður, sviðs-
hreyfingar og umferð um leiksviðið
einkenndust af sama áreynsluleysi
og flutningur textans, engin til-
gerð, engar uppstillingar, en hafði
þó áhrif með lágværð og látleysi.
Til að stækka áhrif yfirheyrslunnar
yfir Proctor-hjónunum er leiksviðið
teygt aftur fyrir áhorfendasalinn þar
sem óvægin rödd Danforths fylkis-
stjóra þrumaði spurningum yfir
hausamótum áhorfenda og gerði þá
um leið að vitnum í nornaveiðun-
um. Eldraunin í Þjóðleikhúsinu er
tvímælalaust leikhús í hæsta gæða-
flokki. Sýningin reynir vissulega á
einbeitingu og hlustun áhorfandans,
enda er hún fyrst og fremst textaleik-
hús, þar sem hugsun og orð leik-
skáldsins, ádeilan gegn heimsku og
illsku manna vegur þyngst í frábærri
þýðingu og túlkun leikaranna. Svona
á gott Þjóðleikhús að vera. n
Vikublað 6.–8. maí 2014
Eldraunin
Leikstjórn: Stefan Metz
Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti
Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Elma S.
Ágústsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðrún
S. Gísladóttir, Hilmir S. Guðnason, Lilja G.
Þorvaldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Salóme R. Gunnarsdóttir, Sigurður
Skúlason, Stefán H. Stefánsson, Svava Sól
Matthíasdóttir, Thelma H. Sigurdórsdóttir,
Vigdís H. Pálsdóttir, Þórhallur Sigurðsson
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur
Ferskur ananas á Copacabana
Dómur um tölvuleikinn FIFA World Cup 2014 Brazil
H
eimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu í Brasilíu er handan
við hornið og eins og venjan
er hefur EA Sports nú gefið út
samnefndan leik, FIFA World Cup
2014 Brazil. Í leiknum geta spilar-
ar látið HM-draumana rætast; spil-
að í undankeppninni, tryggt þátt-
tökurétt í lokakeppninni og hampað
sjálfum heimsmeistaratitlinum. Að
sjálfsögðu er hægt að spila á netinu,
vináttuleiki þar á meðal, en einnig er
hægt að taka þátt í mótum á þeim 12
leikvöngum sem munu hýsa sjálfa
lokakeppnina í sumar.
Þeir sem hafa spilað nýjasta
FIFA-leikinn, FIFA 14, munu ef til
vill ekki finna fyrir miklum breyting-
um á sjálfri spiluninni. Þó er aðeins
búið að fínpússa ákveðin atriði eins
og sendingar og móttöku á bolta. EA
Sports ákvað af einhverjum ástæð-
um að gefa leikinn einungis út á PS3
og Xbox 360 og því geta PS4 og Xbox
One-eigendur ekki notið leiksins
sem er miður.
Til að gera langa sögu stutta er
hér um ágætis viðbót í FIFA-flóruna
að ræða. Í leiknum getur þú stýrt öll-
um þeim 203 þjóðum sem tóku þátt í
undankeppni lokakeppninnar sem er
fín viðbót við annars tilbreytingars-
nautt landsliðsúrval í FIFA-leikjun-
um. Allir íslensku strákarnir eru á
sínum stað og virðist ágætis vinna
hafa verið lögð í að gera útlit leik-
manna raunverulegt. Grafíkin í PS3-
vélunum nær vissulega ákveðið langt
en stenst ekki samanburð við FIFA 14
í PS4 sem dæmi. Þó virðist EA Sports
hafa spilað út öllum sínum trompum
til að gera leikinn flottan.
Áhersla er lögð á að fanga stemn-
inguna í kringum mótið; áhorfendur
eru sýndir horfa á risaskjái úti á göt-
um þegar mörk eru skoruð og mik-
ið er lagt upp úr að sýna vellina sem
keppt er á.
Þar sem leikurinn er byggður á
sigurformúlu FIFA 14 er spilunin
allt að því hnökralaus; hér er um að
ræða raunverulegasta fótboltaleik
sem gerður hefur verið fyrir utan
FIFA 14 á nýjustu kynslóð leikjatölva.
FIFA World Cup 2014 er sem fyrr
segir fín viðbót í FIFA-safnið. Það er
virkilega gaman að geta stýrt eigin-
lega öllum heimsins þjóðum og tek-
ist á við áskoranirnar sem því fylgja.
Að öðru leyti er þetta sami leik-
ur og FIFA 14 hvað spilun varðar
nema með örlítið öðru en skemmti-
legu sniði. Þetta er dálítið eins og
að fá sér ferskan ananas í sólinni
á Copacabana – endurnærandi en
gerir lítið fyrir þig til lengri tíma. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
FFIFA World Cup 2014 Brazil
Spilast á: PS3 og Xbox 360
Metacritic 76
Tölvuleikur
Hressandi HM-leikurinn frá EA Sports er skemmtileg viðbót í FIFA-flóruna.
Í moldviðri
ofsókna og illsku
Góð frammistaða
Hilmir Snær hefur sjald-
an verið betri en sem
hinn sannleiksleitandi
John Proctor og Elma
Stefanía sýnir að hún er
ört vaxandi leikkona.
„Eldraunin í Þjóðleik-
húsinu er tvímælalaust
leikhús í hæsta gæðaflokki