Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 6.–8. maí 20144 Fréttir
50% afsláttur af nammibarnum
alla föstudaga og laugardaga
Ódýrasti
ísinn í
hverfinu!
Söluturn
Ísbúð
Vídeóleiga
Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424
Kúlan
KÚLAN KLIKKAR EKKI
Sjö milljónir króna
hurfu af reikningi
Dularfullar millifærslur frá dótturfélagi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi
E
kki er um það deilt að efni
reikningsyfirlitsins gaf til-
efni til skoðunar og fer slík
skoðun nú fram af hálfu
stjórnar SSNV eins og þér hef-
ur verið gerð grein fyrir,“ segir í bréfi
frá Bjarna Jónssyni, formanni stjórn-
ar Sambands sveitarfélaga á Norð-
vesturlandi, sem dagsett er þann 16.
apríl. Bréfið er stílað á bæjarfulltrúa á
Blönduósi, Oddnýju Maríu Gunnars-
dóttur, sem barst í hendur reikn-
ingsyfirlit frá Atvinnuþróunarfélagi
Norðurlands vestra í janúar síðast-
liðinn þar sem fram koma millifærsl-
ur af reikningi félagsins árið 2013 sem
henni þóttu óeðlilegar.
Síðastliðna mánuði hefur far-
ið fram skoðun á því hjá Sambandi
sveitarfélaga á Norðvesturlandi
hvernig skýra megi millifærslurnar
af reikningum félagsins upp á sam-
tals um sjö milljónir króna. Endur-
skoðunarfyrirtækið KPMG var beðið
að vinna greinargerð um málið. Í
bréfi sem Oddný María skrifaði sveit-
arstjórn Skagafjarðar þann 15. apríl
síðastliðinn óskaði hún eftir ítarlegri
greinargerð um málið sem ekki hef-
ur verið unnin enn. „Í meginatriðum
snýst málið um ráðstöfun tæplega 7
Mkr á árinu 2013 af bankareikning-
um Atvinnuþróunarfélags Norður-
lands vestra sem var sameinað SSNV
árið 2005. Þessir fjármunir eru sagð-
ir vera eftirstöðvar tiltekins verkefn-
is sem hófst árið 2004 en lauk með
fullnaðaruppgjöri við alla þátttak-
endur 2009.“
Oddný María vill aðspurð ekki tjá
sig um málið. Hún segir að beðið sé
eftir niðurstöðu í athugun á því hvað
varð um peningana og af hverju. At-
vinnuþróunarfélagið er í eigu sveitar-
félaga á svæðinu.
Millifært á einstaklinga
Í reikningsyfirlitinu sem Oddný Mar-
ía hafði undir höndum kemur fram
að millifært hafði verið af reikningi fé-
lagsins inn á einstaklinga sem tengj-
ast félaginu, samtals nokkrar milljón-
ir króna, auk þess sem millifært er inn
á reikninga þar sem ekki er tilgreint
hver eigandinn er. Oddný María
spurði sérstaklega um slíkar millifær-
slur í bréfi sínu til Sambands sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra: „Hvers
vegna er fjárstreymi á kennitölu, þar
sem engin er skráður í fyrirsvari og
engar upplýsingar er að finna um í
ársreikningi SSNV?“ Eftir að reikn-
ingurinn var tæmdur var honum eytt.
Í svörunum sem KPMG fékk frá
stjórnendum Atvinnuþróunarfé-
lags Norðurlands og greint er frá í
erindi frá KPMG, sem vinnur nú að
greinargerð um málið sem ekki hef-
ur verið send í endanlegri mynd til
Sambands sveitarfélaga á Norð-
urlandi vestra, eru ekki veitt skýr
svör við þeim spurningum af hverju
millifært var af reikningi félagsins
og inn á einstaklinga og óþekkta að-
ila. Samt var meðal annars talað við
þá einstaklinga sem millifært var
inn á og vísar KPMG í svör þeirra.
Eftirstöðvar af styrkjum
Í gögnum málsins kemur fram að
peningarnir sem eftir voru í reikn-
ingi félagsins hafi verið síðustu
milljónirnar af styrkjum sem félag-
ið fékk vegna þátttöku í verkefni,
svokölluðu NORCE-verkefni, á ár-
unum 2005 til 2009. Í einum tölvu-
póstinum sem DV hefur undir
höndum bendir Oddný María hins
vegar á að því verkefni hafi lokið
með fullnaðaruppgjöri árið 2009.
Þar af leiðandi geti millifærslurn-
ar sem um ræðir út af reikningi At-
vinnuþróunarfélags Norðurlands
vestra ekki verið vegna kostnað-
ar við það verkefni, líkt og kemur
fram í máli forsvarsmanna félagsins
í þeim niðurstöðum sem KPMG er
búið að viða að sér.
Enn fremur kemur fram í gögnun-
um að svo virðist sem Bjarni Jónsson,
stjórnarformaður Sambands sveitar-
félaga, telji ekki að þau svör sem nú
þegar liggja fyrir um ástæðurnar fyr-
ir útgreiðslu fjármunanna séu full-
nægjandi. Í tölvupósti frá Oddnýju
Maríu spyr hún Bjarna hvort hann
líti svo á að það sé trúverðugt að pen-
ingarnir hafi farið í að greiða kostn-
að vegna verkefnis sem lokið var við
að gera upp árið 2009 en Bjarni svar-
ar fyrirspurn hennar hvorki játandi
né neitandi og bendir þess í stað á
að KPMG vinni greinargerð um mál-
ið. Sú niðurstaða er enn ekki komin.
Í samtali við DV vill Bjarni ekki tjá sig
efnislega um málið heldur vísar hann
fyrirspurnum blaðamanns til Lög-
manna Höfðabakka sem sér um mál-
ið fyrir hönds Sambands sveitarfé-
laga á Norðvesturlandi á þessu stigi.
„Stjórnin setti málið bara í eðlilegan
farveg hjá endurskoðanda og þessari
virktu lögmannsstofu.“
Tekið skal fram að Bjarni er ekki
einn af þeim einstaklingum sem kom
fram í bankayfirlitinu um millifærslur
af reikningnum en þar er hins vegar
að finna nafn stjórnanda hjá Atvinnu-
þróunarfélagi Norðurlands vestra. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Engin svör Engin skýr
svör er að finna í fyrirliggj-
andi gögnum um af hverju
peningar sveitarfélaganna
á Norðurlandi vestra voru
millifærðir til einstaklinga. „Hvers vegna er
fjárstreymi á
kennitölu, þar sem engin
er skráður í fyrirsvari.
Féð millifært á einstaklinga Bjarni
Jónsson stjórnarformaður kom að því að
setja KPMG í að rannsaka millifærslurnar.
Tekið skal fram að Bjarni er ekki einn af þeim
einstaklingum sem millifært var á.
„Erfitt að sækja sér hjálp“
Stígamót opna netspjall fyrir skjólstæðinga
V
ið viljum auka valmögu leika
fólks á að nálgast okkur og
fá hjálp,“ segir Guðrún Jóns-
dóttir, talskona Stígamóta,
en á dögunum tóku sam-
tökin í notkun netspjall fyrir skjól-
stæðinga sína. Netspjallið er liður
í því að breyta og útvíkka þjónustu
Stígamóta, grasrótarsamtaka sem
berjast gegn kynferðisofbeldi og veita
aðstoð fólki sem hefur verið beitt kyn-
ferðisofbeldi. Guðrún bendir á að
það sé oft erfitt að stíga fyrsta skrefið
í þessum málum og leita sér aðstoð-
ar, en með þessu sé hægt að feta sig
áfram í leit að aðstoð hafi viðkomandi
orðið fyrir kynferðisofbeldi.
„Þetta er fyrir alla,“ segir hún og
bendir á að fólk utan höfuðborgar-
svæðisins eða í útlöndum geti sér-
staklega notið góðs af þessari þjón-
ustu. „Fólk sem kannski treystir sér
ekki í fyrstu tilraun til þess að hitta
einhvern, heldur langar til þess að
ræða nafnlaust við ráðgjafa, jafnvel
forvitnast.“
Netspjallið er opið á skrifstofu-
tíma, en einnig er hægt að senda inn
skilaboð utan hans og þá mun ráð-
gjafi hafa samband við viðkomandi.
Netspjallið er gamall draumur starfs-
fólks Stígamóta sem nú hefur orðið
að veruleika að sögn Guðrúnar. „Það
hefur sýnt sig að það er erfitt að stíga
það skref að sækja sér hjálp og þetta
er ein leið til þess að lækka þrösk-
uldinn,“ segir hún. n astasigrun@dv.is
2.409 viðtöl
í fyrra 358
einstaklingar
leituðu í fyrsta
sinn til sam-
takanna í fyrra.
Mynd SIgtryggur ArI
Faldi sig á
verönd
Lögreglan á Suðurnesjum veitti
kyrrstæðri bifreið athygli um
helgina, þegar lögregluþjónar
voru við hefðbundið eftirlit. Í
bílnum voru farþegar en enginn
ökumaður og kannabisþefur
mætti lögregluþjónum þegar bíll-
inn var opnaður. Við leit í bílnum
fundust þrír pokar af kannabis-
efni og nokkuð af amfetamíni.
Hófst þá leit að ökumanni bíls-
ins, sem hafði flúið af vettvangi.
Hann fannst í nágrenninu, þar
sem hann faldi sig á verönd við
fjölbýlishús. Hann viðurkenndi
að hann væri eigandi þeirra efna
sem fundust í bílnum.
Reyndi að tæla
ungan dreng
Karlmaður á stórum bíl reyndi að
tæla dreng í Háteigsskóla upp í
bíl sinn síðdegis á föstudag, þann
2. maí síðastliðinn. Drengurinn
stundar nám við Háteigsskóla og
er á yngsta skólastigi. Maðurinn
mun hafa stöðvað bifreiðina við
gangstétt í Stakkahlíð. Hann bauð
drengnum að koma með sér og
lofaði honum sælgæti ef hann
hlýddi. Drengurinn brást hár-
rétt við. Hann hljóp af stað heim
til sín og sagði foreldrum sínum
frá þessu. Þá gaf hann þeim góða
lýsingu á manninum og bílnum,
en vissi þó ekki bílnúmerið. Mál-
ið er rannsakað hjá lögreglu sem
biður þá sem vita eitthvað um
málið að hafa samband. Mikil-
vægt sé að brýna fyrir börnum að
fara ekki upp í bíl með ókunn-
ugum.