Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 6.–8. maí 20146 F rá því að Eurovision- söngvakeppnin hóf göngu sína árið 1956 hafa mörg at- riði sem tekið hafa þátt í keppninni verið um- deild fyrir ýmsar sakir. Þó að keppnin hafi uppruna- lega verið hugsuð sem leið til að sameina Evrópu- búa, hafa þó margir þátt- takendur nýtt tækifærið og komið sínum málstað á framfæri, hvort sem er í pólitík eða mannréttind- um. DV tók saman nokk- ur atriði sem voru um- deild á sínum tíma og snerust þegar grannt var skoðað um eitthvað ann- að en fallegan söng. Franco tryggði Spáni sigur Árið 1968 sendi Spánn lagið La, la, la með söngkonunni Massiel í keppnina. Massiel gerði sér lítið fyrir og vann keppnina og skaut meðal annars lagi popparans Cliffs Richards ref fyrir rass. Úrslitin vöktu mikla athygli víða í Evrópu, sérstaklega fyrir þær sakir að lag Cliffs hafði náð miklum vinsældum fyrir keppnina og var talið gríðar- lega sigurstranglegt. Samsæriskenningar fóru á kreik og töldu margir að enginn annar en Francisco Franco og ríkisstjórn hans hefðu tryggt laginu sigur með keyptum atkvæðum. Ástæðan var sögð sú að Franco og hans hirð vildi auka ferðamannaiðnað lands- ins og eiga þeir að hafa talið að sig- ursæti í keppninni myndi gera það. Margir hafa þó líka dregið þetta í efa og ekki síst Massiel sjálf, sem hefur kallað ásakanirnar fárán- legar. Tapið fyrir Spáni tók víst mikið á greyið hann Cliff, sem sagði eitt sinn í viðtali að honum hafi fund- ist erfitt að lifa með þessum úrslit- um. „Það væri frábært ef einhver í keppninni myndi bara koma til mín og segja „Cliff, þú vannst þetta eftir allt saman,“ sagði Richards í viðtalinu Neituðu að viðurkenna sigur Ísrael Árið 1978, þegar keppnin var haldin í París, kom upp heldur furðulegt atvik þegar úrslit keppn- innar voru tilkynnt. Það árið vann Ísrael keppnina með laginu A-Ba- Ni-Bi, sem þýða mætti á íslensku sem Ég elska þig. Jórdanir voru ekki par sáttir við úrslitin, en lengi hefur andað köldu milli þeirra og Ísraela. Þegar keppnin var sýnd neituðu Jórdanir að sýna atriði Ísraela og sýndu þess í stað myndir af blómum. Þegar það var svo ljóst að Ísrael hefði unnið keppnina voru góð ráð dýr fyrir Jórdani. Brugðu þeir þá einfaldlega á það ráð að tilkynna Belga sem sigurvegara keppninnar, en Belgía hafði lent í öðru sæti þetta árið. Sigurinn olli líka fjaðrafoki meðal annara múslimaríkja, sem hættu einfaldlega að sýna frá keppninni þegar úrslitin fóru að verða ljós. Georgía fékk ekki að taka þátt Árið 2009 ákvað Georgía að framlag landsins í keppninni væri diskó- skotið popplag með hljómsveit að nafni Stephane & 3G. Atriðið olli þó það miklu fjaðrafoki á sínum tíma að Samband evrópskra sjón- varpsstöðva, sem heldur keppnina, ákvað að hafna því og banna þátt- töku þess. Ástæðan fyrir höfnun- inni var sögð vera sú að lagið væri of pólitískt til að geta tekið þátt, en slíkt er víst ekki leyfilegt í keppn- inni. Nafn lagsins var We Don't Wanna Put In, sem er orðaleik- ur og á að vísa til þess að Georgíu- menn vilja ekki sjá Pútín og Rússa taka völdin í landi þeirra, en Rússar höfðu nýlega gert innrás inn í Georgíu, sem vakti mikla athygli á heimsvísu og voru Rússar gagn- rýndir harðlega fyrir hernaðartil- burði sína. Georgía var beðið um að breyta texta lagsins, sem þeir neituðu að gera og héldu því fram að Rússar hefðu beitt þrýstingi sem olli því að landið fékk ekki að taka þátt. n jonsteinar@dv.is Atriði sem ollu fjaðrafoki n Framlag nokkurra landa í Eurovision hafa valdið titringi Söngkonan Massiel á sviðinu árið 1968 Einræðisherrann Franco var talinn hafa tryggt söngkonunni Massiel sigur. Izhar Cohen Framlag Ísraela árið 1978 átti ekk i upp á pallborðið hjá mörgum múslimaríkju m. Stephane & 3G Lag Georgíu þótti of pólitískt til þátttöku árið 2009. Vissir þú þetta um Eurovision? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Eurovision-söngvakeppnin var fyrst haldin árið 1956. DV tek- ur hér saman nokkrar skemmti- legar staðreyndir um þennan risastóra viðburð sem dregur tugi milljóna Evrópubúa að sjónvarps- skjánum á hverju ári. 125 milljónir! Já, talið er að um 125 millj- ónir horfi á aðalkvöld Eurovision á ári hverju. 38.000 Þetta er fjöldinn sem var við- staddur úrslitakvöld Eurovision á Parken í Kaupmannahöfn 2001. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir úrslitakvöld keppninnar. Oftast neðstir Frændur okkar Norð- menn hafa átt misjöfnu gengi að fagna í Eurovision í gegnum tíðina. Þeir hafa unnið þrisvar en njóta samt þess vafa- sama heiðurs að hafa oftast end- að neðstir, eða tíu sinnum. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá frændum vorum. Vildi endur- taka leikinn Árið 2011 reyndi hin þýska Lena að verja titilinn sem hún vann árið 2010. Þar með varð hún sú þriðja í sögunni til að reyna þann leik. Sigursælar þjóðir Írar eru sigur- sælasta þjóð Eurovision frá upphafi með sjö sigra. Lúx- emborg, Frakk- land, Svíþjóð og Bretland hafa unnið fimm sinnum. Þó að Írar séu sigursælastir hafa þeir ekki unnið síðan 1996. Þá hafa Frakk- ar ekki unnið síðan 1977, Bretar ekki síðan 1997 og Lúxemborg síðan 1983. Svíar unnu hins vegar síðast 2012. Enskan sigursæl Lög sungin á ensku hafa 24 sinnum unnið Eurovision- söngvakeppnina. Lög sungin á frönsku hafa unnið 14 sinnum. Aldrei unnið Portúgal er sú þjóð sem oft- ast hefur tekið þátt í Eurovision án þess að vinna, eða 47 sinnum. Kýpverjar hafa tekið þátt 31 sinni án þess að sigra og Íslendingar og Maltverjar 27 sinnum án þess að sigra. Aðr- ar þjóðir hafa sjaldnar tekið þátt eða tekist að sigra í keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.