Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 34
26 Menning Sjónvarp Vikublað 6.–8. maí 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport James Cameron og David S. Goyer vinna saman að verkefninu Endurgera Fantastic Voyage Miðvikudagur 7. maí 14.25 Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva Upp- taka frá fyrri forkeppninni í B&W höllinni Kaupmanna- höfn. Framlag Íslands, Engir fordómar með hljómsveitinni Pollapönk var flutt. Kynnir er Felix Bergsson. e. 16.25 Ljósmóðirin (Call the Midwife II) Breskur mynda- flokkur um unga ljósmóður í fátækrahverfi í austurborg London árið 1957. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Jessica Raine og Pam Ferris. e. 17.20 Disneystundin (16:52) 17.21 Finnbogi og Felix (16:26) 17.43 Sígildar teiknimyndir (16:30) 17.50 Herkúles (16:21) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Nýsköpun - Íslensk vísindi III 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.00 Í garðinum með Gurrý II (2:6) (Skrautgarður, kryddjurtir og laukar) Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorf- endum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Em- ilsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.30 Neyðarvaktin 7,0 (20:22) (Chicago Fire II) Bandarísk þáttaröð um slökkvi- liðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Lauren German og Monica Raymund. 21.15 Í mat hjá mömmu (7:7) (Fri- day Night Dinner II) Bráð- fyndin verðlaunaþáttaröð frá BBC um tvo fullorðna bræður sem venja komur sínar í mat til mömmu og pabba á föstudagskvöld- um. Meðal leikenda eru Tamsin Greig, Simon Bird og Paul Ritter. 21.40 Svellkaldar konur 2014 Ístöltkeppni kvenna í Skautahöllinni í Laugardal sem fram fór í mars. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Roman Polanski: Eftir- sóttur og eftirlýstur 7,4 (Roman Polanski: Wanted and Desired) Margverð- launuð heimildamynd um hinn umdeilda leikstjóra Roman Polanski og ástæðu þess að hann yfirgaf Bandaríkin í skyndi. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.00 Kastljós 00.20 Fréttir 00.30 Dagskrárlok ÍNN Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 Premier League 2013/14 11:30 Messan 12:30 Premier League 2013/14 14:10 Ensku mörkin - úrvals- deildin (37:40) 15:05 Destination Brazil 15:35 Ensku mörkin - neðri deild 16:05 Premier League 2013/14 17:45 Inside Manchester City 18:35 Premier League 2013/14 20:00 Björn Bjarnason Skoðana- fastur að venju 20:30 Tölvur,tækni og kennsla. Ólafur Kristjánsson og gestir. 21:00 Í návígi Umsjón Páll Magn- ússon.Gestur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 21:30 Á ferð og flugi Flóðbylgja ferðamanna byrjar að rísa. 17:40 Strákarnir 18:05 Friends (12:24) 18:30 Seinfeld (8:24) 18:55 Modern Family (11:24) 19:20 Two and a Half Men (16:19) 19:45 Hamingjan sanna (6:8) 20:25 Örlagadagurinn (14:14) 21:00 Twenty Four (22:24) 21:40 Chuck (6:13) 22:25 Cold Case (2:23) 23:10 Without a Trace (9:24) 23:55 Curb Your Enthusiasm 00:30 Hamingjan sanna (6:8) 01:05 Örlagadagurinn (14:14) 01:45 Twenty Four (22:24) 02:30 Chuck (6:13) 03:15 Cold Case (2:23) 04:00 Tónlistarmyndbönd 10:20 Hook 12:40 Glee: The 3D Concert Movie 14:05 Notting Hill 16:10 Hook 18:30 Glee: The 3D Concert Movie 19:55 Notting Hill 22:00 Cloud Atlas 00:50 Prometheus 02:50 Blood Out 04:20 Cloud Atlas 16:35 American Idol (32:39) 17:55 American Idol (33:39) 18:15 Malibu Country (5:18) 18:35 Bob's Burgers (13:23) 19:00 Junior Masterchef Australia (19:22) 19:45 Baby Daddy (8:16) 20:10 Revolution (11:22) 20:50 Arrow (21:24) 21:35 Tomorrow People (12:22) 22:15 The Unit (13:22) 23:00 Hawthorne (10:10) 23:40 Supernatural (13:22) 00:25 Junior Masterchef Australia (19:22) 01:10 Baby Daddy (8:16) 01:35 Revolution (11:22) 02:20 Arrow (21:24) 03:05 Tomorrow People (12:22) 03:50 The Unit (13:22) 04:40 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle 08:30 Wipeout 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (31:175) 10:20 Spurningabomban (20:21) 11:05 Touch (1:14) 11:50 Grey's Anatomy (12:24) 12:35 Nágrannar 13:00 Veistu hver ég var? 13:50 Up All Night (18:24) 14:10 2 Broke Girls (14:24) 14:35 Go On (20:22) 15:00 Sorry I've Got No Head 15:30 Tommi og Jenni 15:55 UKI 16:00 Frasier (4:24) 16:25 Mike & Molly (2:23) 16:45 How I Met Your Mother 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Svínasúpan (2:8) Frábærir grínþættir í leikstjórn Ósk- ars Jónassonar. Leikendur eru Auðunn Blöndal Krist- jánsson (Auddi), Sverrir Þ. Sverrisson (Sveppi), Pétur Jóhann Sigfússon, Sigurjón Kjartansson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jón Gnarr. 19:45 The Middle (24:24) 20:10 How I Met Your Mother (3:24) Níunda og jafnframt síðasta þáttaröðin um vin- ina Lily, Robin, Ted, Marshall og Barney og söguna góðu af því hvenig Ted kynntist barnsmóður sinni. 20:35 Heimsókn 20:55 Grey's Anatomy (22:24) Tíunda sería þessa vinsæla dramaþáttar sem gerist á skurðstofu á Grey Sloan spítalanum í Seattle-borg þar sem starfa ungir og bráðefnilegir skurðlækn- ar. Flókið einkalíf ungu læknanna á það til að gera starfið ennþá erfiðara. 21:40 Believe 7,7 (7:13) Glænýjir þættir sem fjalla um unga stúlku sem fæddist með einstaka hæfileika. Hún er orðin 10 ára og óprúttnir aðilar ásælast krafta hennar. Hugmyndasmiður, höfundur og leikstjóri þáttanna er Alfonso Cuarón sem leikstýrði m.a. Gravity og Harry Potter and the Prisoner of Azkaban. 22:25 Falcón (1:4) Spennuþættir um Falcón sem er afar hæfileikaríkur rann- sóknarlögreglumaður sem fær til rannsóknar ýmis flókin mál. En í einkalífinu ganga hlutirnir ekki eins vel, og Falcon er þjakaður af skuggalegum leyndarmál- um fortíðarinnar, sem minna á sig við hvert fótmál. 23:10 The Blacklist (20:22) 23:55 NCIS (11:24) 00:40 Person of Interest (14:23) 01:25 The Killing (8:12) 02:10 The Killing (9:12) 02:55 It's Alive 04:20 Grey's Anatomy (22:24) 05:05 The Middle (24:24) 05:30 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (4:16) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:15 Psych (1:16) 17:00 Once Upon a Time (17:22) 17:45 Dr. Phil 18:25 The Good Wife (13:22) 19:10 America's Funniest Home Videos (29:44) 19:35 Everybody Loves Raymond (5:16) 20:00 Gordon Ramsay Ultima- te Home Cooking (17:20) 20:25 Solsidan (5:10) Sænsku gleðigosarnir í Solsidan snúa aftur í fjórðu seríunni af þessum sprenghlægilegu þáttum sem fjalla um tannlækninn Alex og eig- inkonu hans, atvinnulausu leikkonuna Önnu, sem flytja í sænska smábæinn Saltsjöbaden þar sem skrautlegir karatkerar leynast víða. 20:50 The Millers (18:22) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 21:15 Unforgettable 6,5 (11:13) Bandarískir sakamálaþættir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru samræður, andlit eða atburð- ir, er líf hennar; ógleymanlegt. Veisla á vegum borgarstjór- ans fer úr böndunum þegar hópur glæpamanna hertekur bygginguna og Carrie þarf að nota hörðustu Die Hard- taktana sína til að hindra illvirkjana. 22:00 Blue Bloods (18:22) 22:45 The Tonight Show 23:30 Leverage (1:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. Nate og félagar eltast við fram- kvæmdastjóra skipafélags en svívirðilegar sparnað- arráðstafanir hans leiddu til hörmulegs flugslyss. 00:15 Unforgettable (11:13) Bandarískir sakamálaþætt- ir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru samræður, andlit eða atburðir, er líf hennar; ógleymanlegt. Veisla á vegum borgarstjórans fer úr böndunum þegar hópur glæpamanna hertekur bygginguna og Carrie þarf að nota hörðustu Die Hard- taktana sína til að hindra illvirkjana. 01:00 Blue Bloods (18:22) 01:45 The Tonight Show 02:30 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 11:45 Þýsku mörkin 12:15 Spænski boltinn 2013-14 13:55 Spænsku mörkin 2013/14 14:25 Meistaradeild Evrópu 16:05 Moto GP 17:00 Pepsí deildin 2014 18:50 Spænski boltinn 2013-14 21:00 Pepsímörkin 2014 22:15 Spænski boltinn 2013-14 23:55 Spænski boltinn 2013-14 S taðfest hefur verið að leikstjór- inn og framleiðandinn James Cameron hyggist endurgera kvikmyndina Fantastic Voyage, frá árinu 1966. Upprunalega myndin, sem er vísindaskáldsaga, fjallar um hóp vísindamanna sem smækkaðir eru niður í stærð atóma og sprautað inn í blóðrás hermanns sem liggur í dái til að bjarga honum frá dauða. Cameron hefur ásamt kvik- myndaveri Fox fengið David Goyer til að skrifa handrit myndarinnar. Goyer er stórt nafn í Hollywood um þessar mundir en hann hefur til að mynda skrifað handrit margra af stærstu myndum síðustu ára og má þar helst nefna Dark Knight-myndirnar, Bat- man Vs. Superman og Blade-mynd- irnar. Þó svo að skriður sé kominn á framleiðsluna er þetta ekki í fyrsta skipti sem fréttir þessa efnis hafa birst í fjölmiðlum. Margir leikstjórar hafa áður verið orðaðir við verkefnið, til dæmis Paul Greengrass og Roland Emmerich, en ekkert varð úr því. Söguþráður myndarinnar ætti kannski að koma mörgum kunnug- lega fyrir sjónir en hann hefur oft ver- ið notaður sem efniviður í aðra þætti, til dæmis Futurama og Family Guy. nJolie og Pitt vinna að nýrri bíómynd N ýjustu fregnir úr Hollywood herma að stjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie muni sjást saman á hvíta tjaldinu bráðlega, en það verður í fyrsta skipti síðan þau léku á móti hvort öðru í grínhasarmyndinni Mr. & Mrs. Smith fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki borið þeirri mynd vel söguna fékk hún góðar undirtektir hjá bíógestum og halaði inn tæpan hálfan milljarð Bandaríkjadala. En þó að þau muni koma að verkefninu saman er ekki víst hvaða hlutverkum þau gegna í framleiðslunni. Jolie skrifaði handrit myndarinnar en ekki er vitað hvort hún muni leika í myndinni eða hvort hún haldi sig alfarið á bak við myndavélina. Sömu sögu er að segja um Pitt, en það er alls óvíst hvort áhorfendur fái nokkuð að berja hann aug- um, en líklegt er að fyrirtæki hans, Plan B Entertainment, framleiði myndina. Undanfarið hefur þó verið nóg að gera hjá þeim skötuhjúum, sem eiga sex börn saman, en Pitt fékk til að mynda Óskarsverðlaun fyrir 12 Years a Slave, en hann framleiddi myndina. Jolie leikstýrði og fram- leiddi kvikmyndina Unbroken og lék einnig aðalhlutverkið í Dis- ney-myndinni Maleficent, sem fjallar um hina illskeyttu drottn- ingu sem flestir þekkja úr sögunni um Þyrnirós. n Íslenskir Ástríðuglæpir Stöð 2. Sýndir á sunnudögum Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Pressa David S. Goyer Goyer kemur til með að skrifa handritið en hann á farsælan feril að baki sem handritshöfundur og skrifaði með- al annars handrit Dark Knight-myndanna. Vinna saman að mynd í fyrsta skipti í áratug Brad Pitt og Angelina Jolie Vinna saman að nýju verkefni. Hvað ætlar þú að gera? Á hugi minn á glæpum hef- ur stundum verið litinn hornauga samferðamanna minna. Sjálf lýsi ég þessu sem glæpablæti, en það þýðir að ég drekk í mig bækur, kvik- myndir og sjónvarpsþætti – svona „glæpóefni.“ Þegar ég sat áfanga í afbrotasál- fræði í menntaskóla versnaði þetta svo um helming. Þá vaknaði áhugi minn á sönnum sakamálum. Þetta er alveg vandræðalegt, enda er þekking mín á raðmorðingjum skuggalega mikil, fyrir utan það að ég er yfirleitt búin að leysa flestar gátur í þáttum og bókum löngu áður en á síðari hlutann er kom- ið. Í hjarta mínu bærist von um að FBI fylgist það vel með netnotk- un minni að þeir átti sig á því að ég væri frábær „profiler“ fyrir þá og bjóði mér vinnu. En hvað um það. Vegna þessarar áráttu minn- ar verð ég alltaf mjög spennt (já, kannski vandræðalega) þegar ég heyri af íslenskum sakamálaþátt- um. Ekki misskilja mig, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að um er að ræða mannlega harmleiki, eitthvað sem enginn á skilið að upplifa eða ganga í gegnum. Þegar ég horfi á þætti sem varða „sönn íslensk sakamál“ þá velti ég því alltaf fyrir mér: hvar klikkuðum við. Af hverju áttaði nærsamfélagið sig ekki á því í hvað stefndi. Íslendingar eru mjög forvitnir, en oft virðumst við vera of hræddir við að grípa inn í aðstæður sem augljóslega eru skaðlegar eða víst er að stefni í óefni. Undanfarin tvö eða þrjú ár hafa bæði Stöð 2 og Skjár Einn stað- ið sig vel í því að framleiða þætti sem snúa að íslenskum sakamál- um. Þættirnir Sönn íslensk saka- mál, þættir um íslensk mannshvörf og óupplýst lögreglumál hafa verið fínir og eflaust eru fleiri en ég sem hafa fylgst með þeim af áhuga, sval- að forvitninni. Nú hefur þátturinn, Íslenskir ástríðuglæpir, hafið göngu sína á Stöð 2. Um er að ræða virkilega vandaða þætti sem segja erfiðar sögur af mikilli nærgætni, eða það bera fyrstu tveir þættirnir með sér. Báðir hafa fjallað um fólk í ömur- legri stöðu, hræddar konur sem virðast króaðar af í samböndum. Það er erfitt að fjalla um mál eins og þessi, það þekki ég vel. Styrk- leiki þáttanna tveggja sem sýndir hafa verið felst þó sérstaklega í því að fá aðstandendur þessara mála til að tjá sig og segja söguna, eitthvað sem oft getur reynst mjög erfitt og sársaukafullt, enda sitja þeir oft eft- ir með spurningar sem þeir geta ekki svarað og jafnvel kenna sjálf- um sér um það sem gerðist. Það er sársaukafullt og erfitt. Engu og síð- ur finnst mér það einmitt vera um- hugsunarefni fyrir áhorfandann. Þegar þættir sem þessir heppnast best, skilja þeir okkur einmitt eft- ir með þessar samviskuspurningar eins og: hvað ætla ég að gera ef ég veit af svona aðstæðum? n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.