Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 6.–8. maí 201418 Neytendur Grái fiðringurinn Það er að ýmsu að huga þegar keyptur er nýr bíll. Litavalið er á meðal þess og Íslendingar velja gráa bíla í miklum meirihluta. Mynd RóbeRt Reynisson Ekki fá þér gráan bíl Ef þú vilt skera þig úr í umferðinni á Íslandi Þ að er ólýsanleg tilfinning að setjast inn í nýjan bíl sem keyptur er beint úr kassanum. Þó er fátt meira svekkjandi en að leggja nýja bílnum í stæðið heima og sjá að nágranninn sem þú ert alltaf að metast við er kominn á alveg eins bíl. Ef þú vilt skera þig úr og synda gegn straumnum þegar kemur að bílamálum þá gætir þú byrjað á að endurskoða litavalið. Það væri til dæmis ráðlegt að fá sér ekki gráan bíl ef þú ert að spá í það. Grár er nefnilega sá litur sem Ís- lendingar eru hrifnastir af og er hann með eindæmum vinsæll á nýjum bílum. Af rúmlega sjö þús- und nýskráðum fólksbifreiðum í fyrra voru á fjórða þúsund gráir. Nærri helmingur allra nýrra bíla á Íslandi í fyrra var grár að lit. Sam- kvæmt upplýsingum úr Árbók bíl- greina 2014, þar sem birt er tafla yfir litasamsetningu nýskráðra bifreiða samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu, eru þetta ekki nýjar fréttir því grár hefur lengi verið vinsælasti litur á ökutækj- um hér á landi. Næstvinsælastur lita árið 2013 var hvítur, svo vekur athygli að brúnir bílar eru vinsælli en rauðir, svartir og bláir. Gráir bílar, þá sérstaklega þeir ljósgráu, þykja þægilegir í um- gengni hvað þrif varðar. Hvimleið óhreinindi á borð við ryk og aðra minniháttar drullu eru ekki jafn sýnileg og á til dæmis svörtum bíl- um svo eigandinn þarf ekki alltaf að vera með þvottakústinn á lofti. Það er því ákveðið hagræði í lita- valinu líka. n mikael@dv.is Tólf milljónir bíla innkallaðar Þó aðeins séu liðnir fjórir mánuðir af árinu 2014 þá hafa nokkrir stærstu bílaframleið- endur heims þegar innkallað tólf milljónir bíla til að lagfæra galla. Fjallað er um málið í grein á vef Félags íslenskra bifreiða- eigenda á dögunum þar sem segir að þó að árið stefni hrað- byri í sögubækurnar hvað þetta varðar þá þurfi eitthvað mikið að gerast til að það nái metárinu 2004 þegar rúmlega 30 milljón- ir bíla voru innkallaðar í heim- inum. Nú síðast innkallaði BMW hálfa milljón bíla vegna vélargalla en þar áður höfðu Mazda (42 þúsund), Chrysler vegna Dodge og Jeep (650 þús- und), Nissan (eina milljón bíla) og Toyota (6,4 milljónir) þurft að innkalla bíla. Alvarlegasta innköllunin er þó vafalaust hjá General Motors sem innkallaði 2,6 milljónir bíla eftir að hafa viðurkennt galla í kveikilásum þeirra. Kom í ljós að að forráða- menn fyrirtækisins höfðu vitað af gallanum í áratug en hann lýsti sér í því að bílar áttu það til að drepa á sér á fullri ferð á veg- um úti. Þarf vart að taka fram hversu hættulegt það er. Segir í grein FÍB að GM bíði erfiðir tím- ar þar sem dómsmál og himin- háar sektir séu yfirvofandi. CE er ekki gæðastimpill Það er algengur misskilningur að CE-merking á vörum sé einhvers konar gæðastimpill frá Evrópu- sambandinu og segi eitthvað um endingu vörunnar. CE-merk- inguna er að finna á nánast öllum vörum sem snerta okkar daglega líf, hvort sem um er að ræða leik- föng eða aðrar barnavörur eða raftæki. Það sem CE- merkingin er hins vegar er yfirlýs- ing ábyrgðaraðila um að viðkom- andi vara uppfylli grunnkröfur þeirra Evróputilskipana sem um hana gilda og að við mat á samræmi hafi verið beitt þeim aðferðum sem tilteknar eru í viðkomandi tilskipunum. Varan er ekki gæða- prófuð eða yfirfarin á nokkurn hátt af ESB. CE-merkingin er ekki eingöngu yfirlýsing um að varan uppfylli kröfur tiltekinnar tilskip- unar heldur allra Evróputilskip- ana sem um viðkomandi vöru kunna að gilda og kveða á um CE-merkingu. Í mörgum tilvikum tengjast grunnkröfur tilskipana öryggi og heilsuvernd en einnig getur verið um að ræða kröfur sem tengjast umhverfi, virkni og fleiri þáttum. CE-merkingin er skrásett merki og um hana gilda ákveðnar reglur varðandi stærð, lögun og þess háttar samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu. Við borðum eplin sem ESB bannar n Meðhöndluð með umdeildu efni sem gæti valdið krabbameini N ý tilskipun Evrópusam- bandsins sem bannar inn- flutning á bandarískum eplum mun hafa áhrif á íslenskar matvöruversl- anir. ESB hefur ákveðið að banna innflutning á eplum hefðbund- inna framleiðenda vegna notkunar á efninu dífenýlamín, einnig þekkt sem DPA. Efnið er notað til að verja eplin skemmdum en ekki hefur tekist að útiloka að það geti verið krabbameinsvaldandi þegar það brotnar niður. Íslenskir innflytjendur og mat- vöruverslanir sem þeir þjónusta hafa selt bandarísk epli um árabil sem meðhöndluð eru með efninu. DV grennslaðist fyrir um málið hjá nokkrum umsvifamiklum innflytj- endum hér á landi sem ætla að hafa þau áfram á boðstólum þar til annað kemur í ljós. DV fékk þær upplýsingar frá Matvælastofnun að hin nýja reglugerð ESB muni fljót- lega taka gildi hérlendis. efnið bannað innan esb Matvælaöryggisstofnun Evrópu óskaði eftir því árið 2008 að fram- leiðendur DPA sýndu fram á skað- leysi efnisins sem notað hefur verið um árabil að verja epli skemmdum þar sem þau eru geymd í kæliskáp- um eftir tínslu. Eitt og sér er DPA ekki talið skaðlegt en það getur mögulega brotnað niður í krabba- meinsvaldandi efnasambönd sem kallast nítrósamín. Af þeim sökum vildu evrópskir eftirlitsaðilar meiri upplýsingar. En þar sem framleið- endur gátu ekki með óyggjandi og fullnægjandi hætti sýnt fram á skaðleysi efnisins, eða þeirra efna sem það getur myndað við niður- brot, ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2012 að banna notkun DPA á eplum og öðr- um ávöxtum sem ræktaðir eru inn- an aðildarríkja þess. Lokað á bandaríkin Ekki var látið þar við sitja því frá og með mars síðastliðnum var ákveðið að setja afar ströng viðmið um hversu mikið magn DPA má mæl- ast í eplum og perum sem flutt eru inn í ESB og það lækkað niður í 0,1 mg/kg. Það er miklu lægra en há- markið í Bandaríkjunum sem er 10 mg/kg. Nýjasta rannsóknin á notk- un DPA í Bandaríkjunum, frá ár- inu 2010, sýndi að DPA fannst í 80 prósentum þeirra epla sem könnuð voru og magnið var að meðaltali fjórfalt á við ný viðmið ESB um inn- flutt epli. Þetta þýðir í raun að ESB er búið að setja bandarískum út- flutningsaðilum stólinn fyrir dyrn- ar og banna innflutning á banda- rískum eplum. Bandarísk stjórnvöld áætla að þessar nýju hömlur í tilskipun ESB geti kostað bandaríska epla- ræktendur um 20 milljónir dala í útflutningstekjur á ári eða sem nemur rúmlega 2,2 milljörðum króna. Innan Bandaríkjanna hafa þrýstihópar á borð við The Environ- mental Working Group (EWG) skorað á Umhverfisverndunar- stofnun Bandaríkjanna (EPA) að stöðva notkun á DPA-efninu þar til nýjar rannsóknir sýni fram á skað- leysi þess. Áfram seld á Íslandi „Við erum að selja epli sem hafa verið meðhöndluð með þessu efni, þ.e.a.s. þau epli sem koma frá Bandaríkjun- um,“ segir Jón Hannes Stefánsson, innkaupastjóri ferskvöru hjá Kaupási sem á og rekur meðal annars Krón- una og Nóatún, í svari við fyrirspurn DV. „Samkvæmt okkar upplýsingum er notkun á þessu efni samkvæmt bandarískum reglum og reglur hér á Íslandi leyfa sölu þessara vara.“ Hann segir að bandarísk epli verði áfram í verslunum Kaupáss ásamt úrvali af evrópskum eplum og bendir á að tímabili bandarískra epla fari senn að ljúka. „Ef þessir Evrópustaðlar verða teknir upp hér á landi þá munum við að sjálfsögðu fylgja þeim.“ Undir þetta tekur Sigurður Á. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Búrs ehf., sem einnig flytur inn banda- rísk epli sem meðhöndluð hafa verið með DPA. sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Samkvæmt okk- ar upplýsingum er notkun á þessu efni samkvæmt bandarískum reglum og reglur hér á Ís- landi leyfa sölu þessara vara. eplabann esb Í mars síðastliðnum bann- aði ESB innflutning á bandarískum eplum sem meðhöndluð hafa verið með DPA. Framleiðendur hafi ekki getað sýnt fram á skaðleysi efnisins. Notkun á því var bönnuð innan ESB árið 2012. Mynd siGtRyGGuR ARi Ver eplin skemmdum Epli eru meðhöndluð með ýmsum efnum til að verja þau og auka geymsluþol. Fjallað hefur verið um vaxhúðina sem sögð er skaðlaus. DPA er eitt þessara efna sem á að varna því að brúnir blettir myndist á hýðinu. Mynd siGtRyGGuR ARi JóhAnnesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.