Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 27.–29. maí 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Geirfuglsegg að gjöf Veiðifélag Bjarnareyjar í Vestmannaeyjum færir Náttúruminjasafni gjöf V eiðifélag Bjarnareyjar í Vest- mannaeyjum færði Náttúru- minjasafni eftirlíkingu af geir- fuglseggi að gjöf í síðustu viku. Eggið er nákvæm eftirlíking af eina raunverulega geirfuglsegginu sem til er hér á landi og er varðveitt á Nátt- úrufræðistofnun. Eggið verður nýtt við sýningarhald á safninu. Frá þessu er sagt á vef safnsins, nmsi.is. Það var breski fuglaáhugamað- urinn Stewart Smith sem fékk hug- myndina að gjöfinni ásamt félögum í veiðifélagi Bjarnareyjar en Stewart hefur komið til Vestmannaeyja undanfarin 15 ár og dvalið í Bjarnar- ey á vorin. Stewart hafði samband við samlanda sinn og listamann, Tony Ladd, sem hefur sérhæft sig í endurgerð fuglseggja. Þorvaldur Björnsson, hamskeri og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, var veiðifé- laginu einnig innan handar við verk- ið sem og Erling Ólafsson, líffræðing- ur á Náttúrufræðistofnun. Geirfuglarnir voru eftirsótt bráð á öldum áður vegna stærðar sinn- ar en þeir voru um 70 sentímetrar að hæð og nærri 5 kíló. Ekki hjálpaði það geirfuglinum í þeirri baráttu að vera ófleygur og hægfara á landi. Síð- asta geirfuglsparið er talið hafa verið drepið við Eldey 3. júní 1844. Geirfuglinn sem er í vörslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands var drep- inn árið 1821 við Hólmsberg á Miðnesi að því fram kemur í frétt á vef nmsi.is. Danski greifinn Raben er sagður hafa veitt honum bana- högg með bátsár en fuglinn var í eigu Raben-fjölskyldunnar þar sem Finn- ur Guðmundsson keypti hann á upp- boði Sothesby's í London fyrir 9.300 pund árið 1971. Sú upphæð var á þeim tíma andvirði þriggja íbúða. n asgeir@dv.is Nákvæm eftirlíking Gísli I. Þorsteinsson Bjarnareyingur afhendir Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni Náttúruminjasafnsins, geirfuglseggið. MyNd NáttúruMiNjasafN ÍslaNds Hraðbraut fær ekki peninga frá ríkinu n Skuldajöfnun á milli Hraðbrautar og ráðuneytisins n Verða að veita leyfi Þ að eru engin fjárframlög. Þetta er bara leyfi sem við verðum að veita samkvæmt lögum,“ segir Þorgeir Ólafs- son, upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins, aðspurð- ur um að til standi að opna Mennta- skólann Hraðbraut á ný í haust eftir tveggja ára hlé. Skólinn hætti starf- semi eftir að menntamálaráðuneytið ákvað að stöðva fjárveitingar til hans. Ólafur Hauksson sendi frá sér til- kynningu í síðustu viku þar sem hann fjallaði um leyfisveitinguna. Orð- rétt sagði hann þar: „Ráðherra hefur staðfest að umsókn skólans uppfylli skilyrði og jafnframt veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs á náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.“ arðgreiðslur og lán Ástæðan fyrir því að skólanum var gert að hætta var svört skýrsla Ríkis- endurskoðunar um starfsemi skól- ans. DV hafði þá greint frá því að Ólafur Johnson hefði greitt sér tug- milljóna króna arð út úr skólanum, að hann hefði fengið ofgreiddar á annað hundrað milljónir króna frá ís- lenska ríkinu og að 50 milljóna króna lán hefði verið veitt út úr rekstrinum. Þetta þýðir að Hraðbraut verður nú alfarið fjármagnaður með skóla- gjöldum og engu opinberu fé líkt og hann var áður. Komið hefur fram op- inberlega að stjórnendur skólans ætli sér að innheimta 890 þúsund krónur í skólagjöld á hverju ári eftir að hann verður opnaður á ný. Ástæðan fyr- ir þessu er auðvitað sú að Hraðbraut fær enga fjármuni frá ríkinu. synjað um þjónustusamning Í mars síðastliðnum var Hraðbraut synjað um nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið, líkt og DV greindi frá. Í bréfinu frá mennta- málaráðuneytinu til stjórnenda Hraðbrautar sagði orðrétt: „Áætlun vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2015 veitir ekki svigrúm til fjárveitinga vegna nýrra þjónustusamninga við einkaskóla á framhaldsskólastigi. Með vísan til þess að ráðuneytið ráð- gerir ekki að veita auknu fé til nýrra þjónustusamninga við framhalds- skóla á árinu 2015 er beiðni yðar um viðurkenningu og þjónustusamning hafnað.“ Leyfið sem skólinn fær nú er veitt í kjölfar þessarar synjunar og í raun afleiðing af henni. Leyfið fyrir starf- semi skólans er einungis viðurkenn- ing á því að skólinn verði starfræktur sem einkarekinn skóli. Með leyf- inu fylgir það skilyrði að Hraðbraut lagi starfsemi sína að aðalnámskrá. „Leyfið er veitt með fyrirvara að þau lagi námskrá sína endanlega að aðal- námskránni,“ segir Þorgeir. skuldajafnað á móti nemendum Ein af þeim spurningum sem hefur komið varðandi Hraðbraut er hvort Ólafur hafi greitt til baka þá fjármuni sem voru ofgreiddir frá íslenska rík- inu. Samkvæmt svari frá Þorgeiri var uppgjörið á þessum fjármunum með þeim hætti að Hraðbraut og mennta- málaráðuneytið skuldajöfnuðu kröf- um sem þessir aðilar áttu hvor á annan. Menntamálaráðuneytið átti kröfu á Hraðbraut vegna þess að skólinn hafði fengið of mikið greitt frá íslenska ríkinu og svo átti Hrað- braut kröfu á menntamálaráðuneytið vegna nýrra nemenda sem tekn- ir höfðu verið inn í skólann eftir að Hraðbrautarmálið kom upp án þess að skólinn hefði fengið greitt fyrir þá sérstaklega. „Þessu var bara skulda- jafnað,“ segir Þorgeir. n ingi freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þessu var bara skuldajafnað fær leyfi frá ráðuneytinu Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefur fengið leyfi frá menntamálaráðuneytinu fyrir því að opna skólann á ný. Fótbrotnaði í hjólreiðaslysi Karlmaður á fertugsaldri fót- brotnaði þegar reiðhjól sem hann var á og bifreið skullu saman. Í dagbók lögreglu kem- ur fram að slysið hafi orðið rétt eftir klukkan 21 á sunnudags- kvöld á gatnamótum Reykja- víkurvegar og Flatahrauns. Lögreglan sinnti fleiri verkefn- um á sunnudagskvöld og að- faranótt mánudags. Rétt eftir klukkan 22 var akstur bifreiðar stöðvaður á Hjallabraut. Tveir karlar voru í bílnum í annarlegu ástandi, en í bifreiðinni fund- ust fíkniefni. Ökumaðurinn var færður til sýnatöku en farþeg- inn, sem lét ófriðlega, var látinn gista í fangageymslu lögreglu. Lokað vegna gruns um kynferðisbrot Starfsemi sumardvalarheimilis fyr- ir fatlaða sem nú er til rannsóknar vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn tveimur fötluðum konum sem þar dvöldu hefur verið hætt. Þetta kemur fram í bréfi frá Grími Hergeirssyni, lögmanni rekstrar- aðila heimilisins. Greint var frá því á sunnudag að bæjaryfirvöld í Árborg stæðu ráðþrota frammi fyrir því að ekki væri hægt að loka heimilinu þrátt fyrir grun um kyn- ferðislegt ofbeldi. Sveitarstjórnar- yfirvöld geta ekki lokað slíkum heimilum þar sem þau eru ekki starfsleyfisskyld. Lögreglan á Sel- fossi hefur haft til rannsóknar kyn- ferðisbrot gegn konum sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Þær eru báðar þroskaskertar og önnur með aðra fötlun að auki og hafa dvalið á heimilinu yfir sumartímann. Mað- urinn, sem er tengdur rekstraraðila heimilisins fjölskylduböndum, neitar sök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.