Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Page 8
Vikublað 27.–29. maí 20148 Fréttir
Sprotafyrir-
tæki ársins
Tölvuleikjafyrirtækið Plain
Vanilla, sem þekktast er fyrir
spurningaleikinn QuizUp, var
valið sprotafyrirtæki ársins á
Nordic Startup Awards sem fram
fór í Ósló síðastliðinn fimmtu-
dag. Verðlaunin eru styrkt af
mörgum helstu tæknifyrirtækj-
um heims, svo sem Facebook,
Google og Microsoft. Dómnefnd
verðlaunanna samanstendur af
fulltrúum þessara fyrirtækja.
„Það er gaman að vera í
hópi fólks og fyrirtækja sem eru
að gera frábæra hluti. Tækni-
heimurinn sem áður einskorð-
aðist að stórum hluta við Síli-
kon-dalinn er orðinn dreifðari
en hann var. Skandinavía er á
góðri leið með að verða eitt af
lykilsvæðum í bransanum,“ er
haft eftir Þorsteini Baldri Frið-
rikssyni, framkvæmdastjóra
Plain Vanilla, í fréttatilkynningu
vegna verðlaunanna.
Kannabis á
Suðurnesjum
Kannabisræktun var stöðvuð í um-
dæmi lögreglunnar á Suðurnesj-
um um helgina. Í tilkynningu
kemur fram að mikla kannabis-
stækju hafi lagt á móti lögreglu-
mönnum þegar húsráðandi opn-
aði fyrir þeim. Hann heimilaði
síðan húsleit. Í húsnæðinu voru á
annan tug kannabisplantna í rækt-
un, auk kannabisefna í nokkrum
plastílátum. Einnig fannst slatti af
kannabisfræjum.
Húsráðandinn var handtek-
inn og játaði hann aðild sína að
málinu, sem telst upplýst. Plöntur,
efni, fræ, svo og tól og tæki voru
haldlögð og þeim eytt.
Launamunur
eykst
Óleiðréttur launamunur kynj-
anna var 19,9 prósent í fyrra sam-
kvæmt nýjum tölum frá Hag-
stofunni. Jókst hann um 1,8
prósentustig en hann var 18,1
prósent árið 2012.
Munurinn var 19,9 prósent á
almennum vinnumarkaði en 15
prósent hjá
opinberum
starfsmönn-
um. Þegar
horft er til at-
vinnugreina
er launa-
munurinn
mestur í fjár-
mála- og vá-
tryggingastarfsemi, eða 37,1 pró-
sent, og minnstur í heilbrigðis- og
félagsþjónustu, 9,1 prósent sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar.
Hér er launamun ur skil greind-
ur sem óleiðrétt ur þar sem ekki er
tekið til lit til skýr ing arþátta sem
geta haft áhrif á laun ein stak linga.
Dæmi um slíka skýr ing arþætti
eru starf, mennt un, ald ur, starfs-
ald ur og fleira. Þannig er ekki tek-
ið til lit til þess að starfs val kynj-
anna er oft og tíðum ólíkt.
Ósáttur við mengun
frá Nesjavöllum
n Örn Jónasson kallar eftir umræðu n „Ástæða til að hafa áhyggjur“
Þ
að hefur mikið breyst í vatn-
inu og á svæðinu á þeim 25
árum sem virkjunin hefur
verið starfrækt en það má
ekki ræða. Virkjunin á að
vera sú hreinasta í heimi,“ segir Örn
Jónasson, bóndi á Nesjum við Þing-
vallavatn. Fáir þekkja umhverfið
betur á þessu svæði en Örn sem er
fæddur og uppalinn á Nesjum. Örn
kallar eftir umræðu um áhrif virkj-
unarinnar á lífríki í og við vatnið
en hann segir kísilmengun streyma
undan hrauninu við vatnið.
Náttúrufræðistofa Kópavogs hef-
ur gert rannsóknir á svæðinu fyr-
ir hönd Orkuveitunnar en Hilmar
Malmquist, fyrrverandi forstöðu-
maður stofnunarinnar og vatnalíf-
fræðingur, segir fulla ástæðu til að
hafa áhyggjur af áhrifum virkjun-
arinnar á vatnið sem og mengunar
almennt. Hólmfríður Sigurðardótt-
ir, umhverfisfulltrúi hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, segir kísilmengunar
alltaf hafa gætt á svæðinu í einhverj-
um mæli fyrir tíma virkjunarinnar
og segir Orkuveituna vinna að því
að draga úr hitamengun vegna yfir-
borðsdælingar.
Streymir undan hrauninu
Örn segir frárennsli frá virkjuninni
streyma víðs vegar undan hraun-
inu í suðurenda vatnsins. „Á góð-
viðrisdegi sést hvítur botn tíu metra
frá landi. Það er kísill sem streym-
ir undan hrauninu frá virkjuninni.
Þetta var ekki svona áður en virkj-
unin kom.“
Örn segist ekki bjartsýnn um
framhaldið ef ekkert verði aðhafst.
„Ég get vel séð fyrir mér að enginn
fiskur verði eftir í vatninu eft-
ir 50 ár. Vatn sem var hér áður 6–7
gráðu heitt yfir sumartímann verð-
ur kannski 30 gráður þegar verst
er. Vatnið hérna við suðurendann
er ekki jafn tært og það var áður. Ef
maður kastar steini ofan í kísildrull-
una í botninum þá hverfur hann.“
Örn segir annað hafa breyst eftir
tilkomu virkjunarinnar. „Girðingar
hérna sem entust áður í 25 ár eru
ónýtar eftir tíu ár.“ Örn segir að eina
leiðin til að draga úr menguninni sé
að slökkva á virkjuninni.
Þingvallavatn undir högg að sækja
„Það er full ástæða til að hafa áhyggj-
ur af þessari þróun,“ segir Hilmar
Malmquist, fyrrverandi forstöðu-
maður Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs og vatnalíffræðingur. Hilmar,
sem er nú forstöðumaður Náttúru-
minjasafns Íslands, hefur ásamt
starfsfólki Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs rannsakað vatnið um árabil.
„Það er vel hugsanlegt að þess-
ir hvítu blettir sem Örn nefnir séu
kísilútfellingar. En það er erfitt að
segja til um það þar sem það hefur
ekki verið rannsakað sérstaklega.
Kísilútfelling er þó þekktur fylgifisk-
ur jarðvarmavirkjana,“ segir Hilm-
ar. „Þótt kísillinn sé ekki hættulegur
lífríkinu eru þarna breytingar, lík-
lega af manna völdum, á vernduðu
svæði sem eiga hreinlega ekki að
vera til staðar.“
Rannsóknir á hitamengun frá
Nesjavallavirkjun fóru fram árið
2003 en Hilmar segir að allt til ársins
2010 í það minnsta hafi vatnshiti á
svæðinu verið að hækka. „Áhrifin
eru vissulega mjög staðbundin og
ekki stórvæg enn sem komið er. En
þau eiga einfaldlega ekki að vera til
staðar og það er erfitt að segja til um
hver þau eru til lengri tíma.“ Hilmar
segir hitamengun hafa verið á svæð-
inu fyrir tíma virkjunarinnar en hún
hafi aukist til muna eftir að hún tók
til starfa. „Að auki hefur vatnshiti
í Þingvallavatni almennt verið að
hækka vegna loftslagsbreytinga.“
Þingvallavatn er ekki einungis
í hættu vegna hitamengunar. „Al-
mennt er köfnunarefni að aukast í
vatninu vegna mengunar. Sennilega
er eitthvað af því vegna mengunar
frá Evrópu sem og iðnaði hér heima.
Vegna aukinnar bílaumferðar og
fráveitumála. Vatnið er einstakt
á heimsvísu og þessu ber að taka
alvarlega.“
Unnið að því að
minnka hitamengun
Hólmfríður Sigurðardóttir, um-
hverfisstjóri hjá Orkuveitu Reykja-
víkur, segir hitamengun í vatninu
aðallega stafa af yfirborðslosun á
upphituðu vatni yfir sumartímann.
„Þetta er vatn úr Þingvallavatni sem
er hitað upp í virkjuninni til hús-
hitunar á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar lítil eftirspurn er eftir þessu
vatni að sumarlagi hefur það verið
losað á yfirborð.“ Hólmfríður segir
að kísiláhrifa hafi alltaf gætt í ein-
hverjum mæli fyrir tíma virkjun-
arinnar vegna heitavatnsáhrifa á
Hengilssvæðinu.
Í umhverfisskýrslu Orkuveitunn-
ar fyrir árið 2013 er að finna úttekt á
áhrifum virkjunarinnar en þar segir
meðal annars að í samráði við Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands sé stefnt
að því að yfirborðsdæling eða bor-
holuvatn verði „komin í viðunandi
lag árið 2016“.
„Náttúrufræðistofa Kópavogs,
sem er óháður aðili, hefur vaktað
svæðið að okkar beiðni undanfarin
ár og það er stefna Orkuveitunnar
að lágmarka áhrif virkjunarinnar á
náttúru og lífríki í og við vatnið eins
og unnt er.“ n
Ásgeir Jónsson
asgeir@dv.is
Hvítur botn Örn segir botninn á þessum stað áður hafa verið brúnleitan líkt og hann er við
bakkann en ekki hvítan eins og þar sem dýpkar.
Örn Jónasson, bóndi á Nesjum
Í vatninu neðan við Örn má sjá hvíta
bletti sem hann segir kísil. Örn segir
þá ekki hafa verið þarna fyrir tíma
virkjunarinnar. MyNdir SigtryggUr Ari
„Á góðviðrisdegi
sést hvítur botn
tíu metra frá landi.