Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Side 12
Vikublað 27.–29. maí 201412 Fréttir
„er skrifaður inn í
eitthvert leikrit“
n Hilmar ætlaði að hjálpa fjölskylduvini n Safnaði liði til að útkljá málið
A
ðspurður segist Hilm-
ar Leifsson tvisvar sinn-
um hafa lent í útistöðum
við sama manninn. Í fyrra
skiptið var um að ræða
líkamsárás sem Hilmar varð fyrir
á kaffihúsinu Mílanó í Reykjavík. Í
seinna skiptið hitti hann manninn
á N1 við Ártúnshöfða. „Þar mætti
hann með hnúajárn,“ segir Hilmar
sem segir að ákveðið hafi verið að
hittast á Geirsnefi í kjölfarið. „Hann
vildi hitta mig á Geirsnefi, þá söfnuð-
um við fyrst liði. En þegar við komum
þangað þá var fullt af fólki, hunda-
eigendum og bílum. Þá bauð ég hon-
um að koma frekar upp í brekku,
þarna á Rjúpnahæð, þá værum við
ekki að trufla aðra,“ segir Hilmar um
mynd af sér og fleiri mönnum. Hilm-
ar segist hafa viljað flytja sig um set
þar sem þeir gætu útkljáð þetta í friði
fyrir öðrum. „Það er ekkert hægt að
bjóða fólki upp á annað,“ segir hann.
„Hann vildi stríð – hann bauð í stríð
þarna á Geirsnefi. En það gengur
ekki að láta svoleiðis innan um fólk.“
„Karlmennska að leysa málið“
„Þetta er hans taktík. Hann er frægur
fyrir að kýla menn og hlaupa í burtu.
Hann er algjör „sucker puncher“,“
segir Hilmar um manninn sem réðst
á hann á Mílanó og mætti honum á
N1.
„Það er ekki ég sem bauð upp
í þennan dans – alls ekki. Það er
enginn að fara að kýla mig í hnakk-
ann og hlaupa í burtu og komast
upp með það,“ segir Hilmar. „Þetta
var stútfullur staður [innsk. blm.
Mílanó] af fólki og börnum,“ segir
hann en sjálfur var Hilmar þar með
konu sinni og barni.
„Ég er skrifaður inn í eitthvert
leikrit. Þessi aðgerð er ekki mín,“
segir hann en segist hafa stóran
hóp af mönnum í kringum sig sem
séu reiðubúnir að leggja honum lið.
„Þessi maður á sér svo marga haturs-
menn,“ segir hann til útskýringar.
„Ég læt ekki kýla mig eitthvað og
hann kemst bara upp með það,“ segir
hann. „Það er bara karlmennska að
leysa málið. Gera út um þetta.“
„Það er ekki ég sem er að biðja um
þetta. Alls ekki. Ég geri það sem karl-
maður þarf að gera, alveg þar til það
er búið. En það er ekki óskastaða fyr-
ir fjölskyldumann að standa í þessu.“
„Þetta var engin innheimta“
Hilmar segist hafa farið á bílasöluna
til þess að ræða við mennina fyr-
ir fjölskylduvin sem hann hefur
þekkt frá barnæsku. „Þetta er góð-
ur og vammlaus maður. Hann bað
mig ekkert að nefna þetta neitt.
Bílasalinn startar þessu í rauninni
og maðurinn sem vinnur hjá hon-
um er lygaskunkur. Hann hefur svik-
ið alla. Það er slóð eftir hann. Ég fór
þarna því ég taldi bílasalann vera vin
minn. Ég bað þá um að gera eitthvað
fyrir þennan fjölskylduvin. „Ég bað
hann að gera eitthvað í þessu,“ seg-
ir hann. Þá neitar Hilmar því að Dav-
íð Smári hafi slegið manninn. „Þetta
var engin innheimta. Það er málið.
Það var enginn að rukka einn eða
neinn. Ég viðurkenni það að ég fór
og talaði við hann. Ég taldi mig vera
að ræða við vin og kunningja. Ég hélt
að ég gæti rætt þetta. Sannarlega
voru bílaviðskipti þarna sem ann-
ar maður þarf að borga fyrir,“ segir
hann. „Þá sagði hann bara nei, hann
myndi ekki borga neitt.“ Spurður um
það hvort hann myndi borga það
„með löppunum“ á manninum seg-
ir Hilmar: „Hann gerir ekkert sitjandi
á rassgatinu. Þú drullast á lappir og
gerir eitthvað. Menn þurfa að borga
skuldirnar sínar – það þurfa allir að
gera það,“ segir hann. Aðspurður
um hvað gerist ef skuldin verði ekki
greidd segir hann: „Það er ekki mitt
mál og ekki mitt að fylgja því eftir. Ég
bað hann bara að leysa þetta. Þeir
eru svo kærandi út um allt í staðinn
fyrir að laga þetta, en mér skilst að
það sé eitthvað verið að laga þetta.“
Sannleikurinn
„Sannleikurinn og sagan um Hilm-
ar Leifsson er tvennt ólíkt. Sagan um
Hilmar Leifsson, ég er hræddur við
hana sjálfur. Ég hef alið upp börnin
„Já, það þótti sniðugt á þeim tíma sem við vorum í
Fáfni,“ hafði MBL.is eftir Hilmari Þór Leifssyni úr
Héraðsdómi Reykjavíkur 25. nóvember á síðasta
ári, þar sem hann var spurður hvort hann hefði
verið með merki Vítisengla á hjóli sínu. Hilmar Þór
stefndi ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni
Trausta Reynissyni, fyrir dóm vegna umfjöllunar í
tekjublaði DV í ágúst árið 2012. Var Hilmar ósáttur
við að vera bendlaður við Vítisengla vegna veru
sinnar í mótorhjólasamtökunum Fáfni og stefndi
ritstjórunum fyrir meiðyrði.
Hilmar var í mótorhjólasamtökunum Fáfni sem
síðar fengu inngöngu í Vítisengla. „Ég hætti þegar
þeir fóru í þetta inngönguferli. Það var í kringum
2007,“ hafði MBL.is eftir Hilmari í réttarhöldunum og sagðist hann hafa prófað að ganga í
Fáfni því hann hafði gaman af akstri mótorhjóla. „Ég hafði hins vegar ekki áhuga á frekari
samskiptum og alls ekki að tengjast Hells Angels.“ Hilmar fór fram á tvær milljónir í miska-
bætur vegna umfjöllunar í tekjublaði DV og hins vegar vegna sömu umfjöllunar á DV.is.
Ritstjórar DV voru sýknaðir af kröfum hans en Hilmar áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.
Honum var gert að leggja fram málskostnaðartryggingu áður en áfrýjun var samþykkt.
Afneitaði Vítisenglum
Mótorhjól Hilmars var með merki Hells Angels
mín og þurft að útskýra sögurn-
ar um mig sem þau heyra um
pabba sinn. Ég er bara að
sinna mínu. Þetta er ekkert
klíkustríð, þetta er bara einn
þöngulhaus ásamt vitleys-
ingum,“ segir Hilmar. Þegar
blaðamaður spyr hvort fólk
eigi að vera hrætt við hann
segir hann: „Nei, alls ekki. En
þegar fólk lemur mig innan
um fjölskyldur, þar sem ég
þarf að sinna barni og konu
alblóðugur, það er ekki í
lagi. Hann kom þang-
að til þess að meiða
mig. Ásetningurinn
var ljótur,“ segir
hann. n
Boðað til slagsmála Tveir hópar ætluðu að hittast
og leysa málin sín á milli í Breiðholti. Þessa mynd sendu
Hilmar og félagar á meðlimi hins hópsins. Þegar hinn
hópurinn mætti á svæðið voru þeir hvergi sýnilegir fyrr
en sérsveitin kom líka á svæðið en þá komu þeir úr felum.