Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Side 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 27.–29. maí 2014 V eislan er að hefjast, það er búið að gíra almenning inn á Brasilíu 2014, samba, hita og svita, í risastórri og geggj- aðri fótboltaorgíu. Í ,,hjarta“ fótboltans, landinu sem getið hefur af sér snillinga eins og Pele, Socrates, Zico, Ronaldo, Romario, Ronaldinho og nú síðast, Neymar. Alls munu 32 þjóðir hefja leik þann 12. júní og lýkur þessu ekki fyrr en nýir heimsmeistarar verða krýndir um mánuði síðar. Alls eru tólf borgir sem koma við sögu leikanna og ekk- ert er til sparað af hálfu stjórnvalda, enda er Brasilía stærsta og voldug- asta land Suður-Ameríku, um 8,5 milljónir ferkílómetrar að stærð, eða álíka stórt og Evrópa. Talið er að kostnaður við heimsmeistaramótið geti numið um 13–16 milljörðum dollara, en einnig er talið að mótið gefi af sér tekjur fyr- ir brasilískan efnahag upp á tugi millj- arða dollara. Efnahagslegur upp- gangur hefur verið mikill í Brasilíu á undanförnum árum og hefur verið um 3–5% hagvöxtur að meðaltali frá árinu 2000. Landið tilheyrir hópi landa sem kölluð hafa verið BRICS, en auk Bras- ilíu er þá verið að tala um Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríku. Brasilía á skjánum! Brasilía mun frá og með miðjum næsta mánuði verða í beinni útsendingu og í hverjum einasta íþróttatíma fjöl- miðla. Þá verða mestu fótboltahetj- ur fastagestir á skjáum landsmanna. Við eru að tala um menn sem lifa ekki á lágmarkslaunum, heldur synda margir hverjir í peningum í skjóli „feitra“ samninga við félög og styrkt- araðila. Því er nefnilega ekki að leyna að HM er ekki bara knattspyrnuhá- tíð, heldur líka hátíð Mammons, Guðs peninga – hvort sem manni líkar bet- ur eða verr. En það er tvær hliðar á HM-pen- ingnum: Önnur snýr að þeirri glæsi- legu umgjörð og þeirri hátíð sem þessi keppni verður eflaust. Hin snýr að því að þrátt fyrir mikla efnahags- lega velgengni á síðustu árum er það staðreynd að Brasilía er land mis- skiptingar, gríðarlegrar fátæktar og fé- lagslegra vandamála. Einnig virðast miklir hnökrar vera á undirbúningi HM, ef marka má fréttir, meðal annars vegna mikillar spillingar. Í stórborgum Brasilíu, þar sem búa um 200 milljónir manna, er að finna gríðarstór fátækrahverfi, með öllu því sem slíku fylgir; vændi, eit- urlyfjum, skipulagðri glæpastarfsemi, skorti á heilsugæslu, menntun og svo framvegis. Nægir að líta til fræg- ustu borgar landsins, Rio de Janeiro, þar sem tæplega sjö milljónir manna búa. Leit er að glæsilegra bæjarstæði, með einni frægustu strönd heimsins, Copacabana, og háum, en sérkenni- legum fjöllum í kring. Á einu þeirra er meðal annars að finna risastyttu af Jesú Kristi, sem vakir yfir borgarbúum. En í hlíðum borgarinnar eru einnig risastór fátækrahverfi, „favelas“ sem er portúgalska og þýðir einfaldlega fá- tækrahverfi eða „slum“ á ensku. Portú- galska er tungumál landsins, enda var landið portúgölsk nýlenda fyrrum. Almenningi ofbauð Að undanförnu hafa mótmæli bloss- að upp í Brasilíu og fyrir ári kom til alvarlegra árekstra milli yfirvalda og mótmælenda meðan á Álfukeppn- inni í knattspyrnu stóð. Almenningi ofbauð eyðslan í umgjörð keppninn- ar, á meðan til dæmis fargjöld í al- menningssamgöngum voru hækkuð. Um tvær milljónir manna mótmæltu í fjölda borga og leiddu mótmælin til átaka og dauðsfalla. En þau ristu dýpra en að vera bara mótmæli gegn hækk- un fargjalda, þau snerust líka að stór- um hluta um lélega félagslega þjón- ustu, en félagsleg þjónusta er nokkuð sem fjölmargir íbúar landsins eru án. Þá er fátækt gríðarleg og talið að um 40 milljónir manna (af um 200 millj- ónum) lifi í fátækt, eða um 20 prósent íbúanna. Stjórnvöld hafa verið með sérstakt átak í gangi til þess að vinna gegn þessari þróun, en ekki gengið sem skyldi. Stefnir í hneykSli n Brasilía er land fegurðar og misskiptingar n Um 40 milljónir búa við fátækt Brasilía er landið þaðan sem „samba- fótboltinn“ kemur og þegar litið er yfir knattspyrnusögu landsins kemur í ljós að það hefur fætt af sér hvern snillinginn á fætur öðrum. Í raun er erfitt að setja upphafspunkt fyrir upptalningu sem þessa, en til að byrja einhvers staðar er ekki galið að hefja leikinn á einum besta knattspyrnumanni allra tíma; Pele. „Ég heiti Ronald Reagan, en þú þarft ekki að kynna þig, því allir vita hver Pele er,“ sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, þegar hann hitti Pele á sínum tíma. Pele hafði stórkostlega boltatækni og er eiginlega táknmynd brasilísks fótbolta. Aðrir snillingar sem mætti telja upp eru; Zico, Romario og Socrates, sem hollenski snillingurinn Johan Cruyff sagði vera einn albesta leikmann allra tíma. Af yngri leik- mönnum mætti telja upp Ronaldo, Ron- aldinho, Kaka, og nú síðast Neymar, sem spilar með Barcelona. Hann var valinn knattspyrnumaður Suður-Ameríku árið 2011 og besti leikmaður Álfukeppninnar 2013, þar sem Brasilía vann úrslitaleikinn +3–0 gegn Spáni. Sjálfsagt verður mikil pressa á þessum flotta sóknarmanni í keppninni, en hann er aðeins 22 ára. Sjálf- sagt mun þessi „framleiðsla“ á snillingum bara halda áfram í Brasilíu. Útungunarstöð fyrir snillinga „Friðaraðgerðir“ Og það hafa fleiri átaksaðgerðir ver- ið í gangi, sérstaklega vegna HM og Ólympíuleikanna 2016, en Brasilía mun einnig halda þá. Sérsveitir lög- reglu og hers hafa undanfarin miss- eri staðið í „friðaraðgerðum“ í fá- tækrahverfum Brasilíu, sem eru ein þau hættulegustu í heimi. Sum eru svo hættulega að þangað fer lögregla helst ekki inn, heldur læt- ur hinar alræmdu BOPE-sérsveitir um verkið. Þess- ar sérsveitir eru umfjöllun- arefni í kvik- myndunum Tropa de Elite 1 og 2. Í þessum grimmilegu kvik- myndum er skyggnst inni í heim fátækrahverfanna og þar sést hvers konar grimmdarveröld um er að ræða. Þessar myndir eru taldar gefa mjög raunsanna mynd af ástandinu í fátækrahverfum Bras- ilíu. Fleiri athyglisverðar kvikmynd- ir hafa komið frá Brasilíu um félags- leg málefni og má þar nefna myndir á borð við City of God, sem fær 8,7 á kvikmyndasíðunni IMDb.com, sem er með því mesta sem gerist þar. Myndin gerist í Rio de Janeiro. Enginn þaggar niður í mér! Fyrrverandi fótboltastjarnan Romario, sem varð heimsmeistari með Brasilíu árið 1994 (vann Ítalíu 3–2, eftir víta- keppni), hefur látið samfélags(vanda) mál til sín taka, en hann er núna þing- maður á brasilíska þinginu. „Nú er kominn tími til þess að vakna,“ lét hann hafa eftir sér um ástandið sem skapaðist fyrir ári. „Við erum að horfa upp á spítala án rúma, þar sem fólk liggur á gólf- inu, og skóla án máltíða fyr- ir nemendur og enga loftkælingu,“ var haft eftir hon- um í New York Times. Hann hefur sagt að FIFA, Al- þjóða knattspyrnusambandið, undir stjórn Sepps Blatter (sem margir telja eins konar „einræðis- herra“ fótboltans), hafi fengið það sem það vildi í Brasilíu; peninga. „Þeim er síðan alveg sama hvað verður eft- ir,“ sagði Romario við NYT. Hann hef- ur einnig lýst knattspyrnusambandi Brasilíu sem „hörmung“ og telur að spillingin í landinu sé hrikaleg og að það sé verið að reyna að þagga niður í honum. „En það mun ekki takast,“ seg- ir hann: „Enginn segir mér að þegja, það mun aldrei takast. Ég var einn sá besti í boltanum, ég verð það kannski ekki í stjórnmálum, en ég mun ekki láta þagga niður í mér,“ sagði þessi forni kappi, sem ef til vill er á meðal tíu til tuttugu bestu knattspyrnumanna heims í gegnum tíðina. Pele: Þetta er hneyksli Romario er ekki einn um að láta í sér heyra í sambandi við mál sem snúa að HM. Goðið sjálft, Pele, sagði í sam- tali við þýska blaðið Sport Bild að undirbúningur HM væri hneyksli, en margir þeir vellir sem á að leika á, eru enn ekki tilbúnir. Landið fékk keppn- ina árið 2007. „Hið pólitíska ástand er erfitt, ég hef áhyggjur af þessu. Það hefur verið nægur tími til þess að klára vellina. Þetta er hörmulegt, þetta er hneyksli,“ sagði Pele í samtali við Sport Bild. En fellur ekki allt í ljúfa löð þegar HM hefst? Nei, það eru ákveðnar lík- ur á að um mótmæli verði að ræða meðan á keppninni stendur. Á Face- book er að finna síðu sem heitir Mótmælahreyfing Brasilíu (Brazili- an Protest Movement) og þar er sagt frá mótmælunum. Líklegt verður að teljast að þau haldi áfram, þó svo að meirihluti íbúanna telji bæði HM og ÓL jákvæða viðburði fyrir landið. Það eru bara ekki allir sammála því og heildarmyndin er örlítið flóknari en bara sól, sandur og sæla. n Landið var portúgölsk nýlenda, sem Portúgalar námu árið 1500 og því tala íbúarnir portúgölsku. Landnemarnir kölluðu Brasilíu „land krossins“ en sjómenn kölluðu það „land páfagaukanna.“ Nafnið er dregið af mikið notaðri viðartegund í landinu, „pau-brazil.“ Fyrstu tvær aldirnar eftir landnám voru mikil átök á milli landnema og innfæddra. Í dag eru um 50% íbúanna hvít á hörund og um 40% eru lituð. Flestir eru kaþólskrar trúar. Landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1822 og þá kom til stríðs við Portú- gali, sem þeir töpuðu. Fyrstu öldina eftir sjálfstæði var herinn með mikil ítök í landinu og á árunum 1965–1985 var landið undir herstjórn, en nú ríkir þar lýðræði. Landið er sjötta stærsta efnahagskerfi heims, höfuðborgin heitir Brasilía og er þekkt fyrir nútímalega hönnun. Forsetinn er kona, Dilma Roussef, og er hún 36. forseti landsins. Um 200 milljónir búa í Brasilíu, en spáð er að þeir verði um 260 milljónir árið 2060. Brasilía í hnotskurn Ber í borðið Goðið Romario er þingmaður í dag og hikar ekki við að láta í sér heyra. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Róa sig! Lögreglumaður reynir að róa mótmælanda áður en til óeirða kom fyrir úrslitaleikinn í Álfukeppninni í júní í fyrra. n Einangrun fer illa með fanga n Sálrænar og líkamlegar afleiðingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.