Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Síða 21
Umræða 21Vikublað 27.–29. maí 2014 Í apríl síðastliðnum kom út skýr- sla Barnaheilla um fátækt barna í Evrópu. Þar kom meðal annars fram að 16 prósent allra barna á Íslandi búa við fátæktarmörk. Þessi börn fara á mis við margt það sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Þessi börn forðast að mæta í afmæli því þau hafa ekki efni á afmælis- gjöfum, þau halda ekki eigin af- mæli, stunda ekkert eða takmarkað frístundastarf. Stórir hlutar samfé- lagsins eru þeim lokaðir. Samfélag sem vill stæra sig af því að allir hafi jöfn tækifæri þarf að huga að því hvernig börn sem al- ast upp við lítil efni geta tekið þátt á öllum sviðum samfélagsins. Það er meðal annars þess vegna sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á gjaldfrjálsa grunn- þjónustu við börn. Þar teljum við með gjaldfrjálsan leikskóla, gjald- frjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls frístundaheimili; því að við teljum að þetta sé besta leiðin til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri. Nú kynni einhver að benda á að ódýrari leið sé að gefa hinum tekju- lágu afslátt; tekjutengja gjöldin fyrir grunnþjónustuna og koma þannig til móts við efnaminni fjölskyldur. Á því er hins vegar mikill munur að byggja samfélag þar sem efnam- inna fólk getur sótt sér sérstaka fá- tækrastyrki eða bjóða einfaldlega upp á sömu grunnþjónustu fyrir alla óháð tekjum. Síðarnefnda hug- myndafræðin hefur verið undir- staða félagshyggju. Þannig voru grunnskólar byggðir upp á Norð- urlöndum; sem almannagæði sem ættu að standa öllum til boða óháð stétt og stöðu. Tilgangurinn? Hver annar en að mennta fólk til hags- bóta fyrir samfélagið en líka til að skapa hverjum og einum tækifæri til að bæta líf sitt, þroskast og kom- ast til manns. Langt er um liðið síðan grunn- skólamenntun varð almanna- gæði og margt hefur breyst. Til að mynda er leikskólinn nú viður- kenndur sem fyrsta skólastigið á Íslandi og langflest börn njóta þar frábærs starfs. Rannsóknir benda til þess að leikskóladvöl styðji mjög við börn í námi á síðari stigum og ekki síst þess vegna skiptir máli að við gerum leikskólann gjald- frjálsan, tryggjum þátttöku allra og viðurkennum í raun leikskólastigið sem fyrsta skólastigið. Þar með er ekki sagt að mikilvægt sé að bæta kjör leikskólakennara; það er svo sannarlega brýnt verkefni. Gjald- frjáls leikskóli útilokar það ekki, ekki frekar en nokkrum dettur í hug að hefja gjaldheimtu fyrir grunn- skólamenntun til að bæta kjör grunnskólakennara. Stór skref hafa verið stigin í al- mennu frístundastarfi barna; æ fleiri börn taka þátt í skipulögðu frístundastarfi sem verður stöð- ugt faglegra og metnaðarfyllra með aukinni háskólamenntun á þessu sviði og auknum rannsóknum. Það er mikilvægt að öll börn eigi þar jöfn tækifæri í raun. Síðast en ekki síst vil ég nefna skólamáltíðirnar sem til að mynda finnsk stjórnvöld tóku á sínum tíma ákvörðun um að hafa gjaldfrjálsar og tengja það við örvandi skólaumhverfi sem hefur skilað finnskum skólum miklum ár- angri. Skóli er samfélag. Þar er nám barna miðlægt og það skiptir miklu að við búum vel að okkar kennur- um með bættum kjörum og góðri menntun. Þar hafa ýmis skref ver- ið stigin á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Það er brýnt verkefni að bæta kjör kennara en getur ekki komið í veg fyrir að við stefnum að gjaldfrjálsri grunnþjón- ustu til að veita öllum börnum jöfn tækifæri og vinna með markvissum hætti gegn þeim vágesti sem fátækt barna er. Íslenskt samfélag á mikinn auð. Við eigum að nýta þann auð til að búa börnunum okkar sem besta og áhyggjuminnsta bernsku. Það skiptir margar fjölskyldur miklu máli að spara sér þau hundruð þúsunda sem á ári hverju renna í gjöld fyrir grunnþjónustu við börn. Grunnþjónustu sem á að vera fyrir öll börn. n Fyrir öll börn Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna Kjallari „Við eigum að nýta þann auð til að búa börnunum okkar sem besta og áhyggjuminnsta bernsku Ákveðið stílbrot Margrét Vilhjálmsdóttir um ferðalag inn um afturenda hvals. - DV Ég er hættur Jón Gnarr hefur fengið sig fullsaddan. - DV Hann er margdæmdur Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, er kunnugt um umboðsmann framboðsins. - DV 1 Börn látin borga skuldir foreldra sinna Um 90 prósent af heildarniðurgreiðslu verð- tryggðra húsnæðislána renna til fólks sem fæddist fyrir árið 1980. Þeir sem yngri eru munu hins vegar með beinum og óbeinum hætti greiða fyrir aðgerðirn- ar næstu ár og áratugi. 15.567 hafa lesið 2 Bragðaði mjöðm sína: „Það er ekki á hverjum degi sem maður getur borðað hluta af sjálfum sér“ Norski lista- maðurinn Alexander Selvik Wengshoel, 25 ára, sauð eigið mjaðmabein og innbyrti eigið hold eftir mjaðmaaðgerð. Fékk hann sér kartöflugratín með mjaðmabeininu og drakk vín með matnum. 12.179 hafa lesið 3 Hálsbrotinn eftir að hafa flúið lögreglu 19 ára ökumaður sem reyndi að flýja lögreglu varð valdur að sex bíla árekstri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á sunnudag. Mað- urinn og farþegar í bíl hans voru grunaðir um þjófnað úr verslun í Skeifunni og reyndu að flýja lögreglu með fyrrgreind- um afleiðingum. Ökumaðurinn ungi hálsbrotnaði í slysinu. 9.069 hafa lesið 4 „Sagðist ekki vita hvort einhver óuppgerð mál væru á milli okkar Birgittu“ Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þing- kona Hreyfingarinnar og frambjóðandi Dögunar, segir Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, hafa hringt í sig og reynt að fá sig til að hætta við prófkjörs- framboð í Kópavogi. 7.171 hafa lesið 5 Emma gefur brjóst: „Morgunmatur meistar- anna“ Bruce Willis og eiginkona hans, Emma Heming-Willis, eru ekki feimin við að sýna hversdagslegu hliðar lífsins en Bruce setti mynd af Emmu að gefa þriggja mánaða dóttur þeirra brjóst á Facebook-síðu sína. Lesið: 7.114 Mest lesið á DV.is Myndin Í spássitúr Hópur af hressum leikskólakrökkum gengu rösklega áleiðis í heimsókn í ráðhúsið á mánudag. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.