Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Page 22
Vikublað 27.–29. maí 201422 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonHail Mary Pass við fréttir DV í vikunni Vinsæl ummæli P úað var á fulltrúa Rússlands í Eurovisionkeppninni. Það máttu hinar 17 ára tvíbura- systur þola. Að auki fannst mér athugasemdir íslenska kynnisins hæðnar og ósmekklegar. Væntanlega voru þær illa ígrund- aðar. Komið hefur í ljós að þær tóku púið mjög nærri sér enda væntanlega óharnaðar þótt þær væru fulltrúar stórveldisins Rússlands. Væntanlega hefur umrætt pú tengst bæði átökunum í Úkraínu og rússnesku lögunum sem vestræn- ir fjölmiðlar hafa kallað „Anti-Gay“. Hér ætla ég einungis að fjalla um það síðarnefnda og hvernig fjölmiðl- ar hafa mótað umræðuna og viðhorf almennings. Ekki bara almennings, heldur ráðamanna, listamanna og fleiri. „Anti-Gay“ umræðan hefst í N.Y. Times Mikið var fjallað um umrædd lög í kringum vetrarólympíuleikana í Sochi. Þau komu til framkvæmda með undirskrift Pútíns 29. júní 2013. Það sem markaði sporin í umfjöllun- inni um lögin var grein í N.Y. Times þrem vikum síðar, 21. júlí. Höfund- urinn var Harvey Fierstein, þekkt- ur sérfræðingur um málefni Rúss- lands. Greinin var tilfinningaþrungin og ónákvæm, uppfull af öfgakennd- um ályktunum. Hún var greinileg- ur útúrsnúningur á lögunum. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska rannsóknarblaðamannsins, Brian M. Heiss. Hann er sjálfur hommi og mikill baráttumaður fyrir réttindum samkyn-, tvíkynhneigðra og kynskipt- inga (LGBT). Hann sökkti sér niður í rannsóknir á lögunum, fyrst og fremst til að sanna að myndin sem fjölmiðl- ar drógu upp af þeim væri rétt. Annað kom á daginn og honum til furðu var hvergi hægt að nálgast enska þýðingu laganna. Hann fékk því sérfræðing, með fullkomið vald á rússnesku, til að þýða lögin fyrir sig. Skýrslan nefnist; „Russian Federation Anti-Gay Laws: An Analysis & Deconstruction“. Heiss tekur það skýrt fram að hann hafi ekki þegið neina greiðslu fyrir skýrsl- una svo trúverðugleiki hennar haldist óskertur. Samanburður í Bandaríkjunum og í Rússlandi Í lögum þessum er hvergi minnst á homma né lesbíur. Hins vegar er nokkrum sinnum minnst á börn, eða sex sinnum, lög nr. 135-FZ: Um áróður óhefðbundinnar kynhegðun- ar gagnvart börnum. Skýrslan leiðir margt athyglisvert í ljós. Ég vitna hér í nokkur atriði úr skýrslunni þar sem höfundur notar upplýsingar frá hinni virtu og óháðu greiningar- og upplýs- ingamiðstöð, SOVA Center í Moskvu: 1) Hatursglæpir gegn samkyn- hneigðum fyrir árið 2012 voru 12 í Rússlandi en 1.376 í Bandaríkjunum. 2) Árið 2003 fengu samkynhneigð- ir að gegna herþjónustu í Rússlandi en árið 2011 í Bandaríkjunum. 3) Í Rússlandi er brottrekstur úr starfi bannaður vegna kynhneigðar en ekki í Bandaríkjunum. 4) Síðan árið 1993 hefur samkyn- hneigð verið lögvernduð í Rússlandi meðan hún er ólögleg og glæpsamleg í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Fleira er hægt að tína til eins og réttinn til að gefa blóð. Þann rétt hafa bæði sam- og tvíkynhneigðir karl- ar síðan 2008 í Rússlandi en ekki í Bandaríkjunum. Barnavernd gegn skemmtana- iðnaðinum en ekki gegn samkyn- hneigðum En um hvað snúast þá lögin? Jú, um barnavernd, gegn upplýsingum eða áróðri sem skaðað getur heilsu og þroska barna. Fjölmiðlar hafa full- komlega flaskað á aðalatriði laganna sem er að vernda börn gegn kynlífsá- róðri en hefur ekkert með kynhegðun fullorðinna að gera. Hvergi er minnst á það í lögunum, að samkynhneigð eða þeir sem ásakaðir eru um hana, megi handtaka í Rússlandi. Hvers vegna hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna og fjölmiðlar stuðl- að að villandi upplýsingum um bann Rússlands gegn áróðri óhefðbund- innar kynhegðunar gagnvart börn- um? Svarið gæti legið í því gegn hverj- um lögin beinast. Til varnar skemmtanaiðnaðinum – Viacom Lögunum er fyrst og fremst beint gegn alþjóðlegum fjölmiðlasam- steypum, gegn lágu siðgæði banda- ríska skemmtanaiðnaðarins eins og Viacom, eins stærsta kvikmynda- og dreifingarétthafa heimsins. Þessi réttur nær m.a. til MTV Films, Nickel- edeon Movies, Paramount Ani- mation, Parmount Pictures og Vi- acom International. Möguleg brot gegn lögunum gæti þýtt allt að einni milljón rúblna sekt (30.572$) fyr- ir hvert brot. Enn fremur þýddi brot bann við allri starfsemi í Rússlandi í 90 daga. Slíkt yrði tilfinnanlegt, sér- staklega þar sem rússneski markað- urinn hefur vaxið mest allra. Færu bandarísk stjórnvöld ásamt fjölmiðlum, sem allir eru undir al- þjóðlegum samsteypum, í áróður- sstríð gegn rússnesku lögunum, til að verja þessi fyrirtæki gegn skaða? Heiss svarar þessari spurningu ját- andi. Níutíu daga starfsbann þýddi að áætlaðar tekjur Viacom lækkuðu er leiddi síðan til lægra hlutabréfaverðs og neikvæðra áhrifa lykilþátta banda- rísks efnahags. n Eru réttindi samkynhneigðra betur tryggð í Bandaríkjunum en í Rússlandi? Ari Tryggvason starfar á geðdeild LSH og strætó bs. Kjallari Má ekkert lengur? S tundum er lífið bara of flók- ið fyrir Svarthöfða. Íslendingar eru meistarar í að flækja hlutina og ekki skánaði það með til- komu internetsins, þar sem allir þurfa að tjá sig um allt, alltaf. Er Svarthöfði var fremstur með- al jafningja í heimsveldinu var ekkert internet. Ótrúlegt en satt þá voru Face- book, Twitter og öll þessi kommenta- kerfi ekki til í heimsveldinu. Helsti samskiptamátinn voru heilmynda- flutningar sem leyfðu mönnum að spjalla saman líkt og í raunheimi, þótt þeir væru fleiri ljósár í burtu. Það voru engir snjallsímar, ekk- ert Snapchat og svo sannarlega ekk- ert Youtube. Lífið var því einfaldara. Svarthöfði vorkennir valdamönn- um nútímans, þar sem hættan á PR-slysi er handan við hvert horn. Svarthöfða raunar hryllir við að hugsa til þess hvernig líf hans væri ef hann væri við völd. Svarthöfði átti það til dæmis til að kyrkja menn með notkun Mátt- arins í gegnum símtöl og stund- um í persónu. Þannig drap hann að minnsta kosti tíu starfsmenn í mötu- neyti Helstirnisins, af ýmsum sökum sem þættu léttvægar í dag. Ef ein- hver hefði sett status um það á Face- book, hvernig Svarthöfði kyrkti Jón- atan matsvein fyrir að hella upp á robusta-kaffi í morgunsárið, þá hefði líklegast verið illt í efni. Hvert áfallið á fætur öðru hefur dunið á Framsóknarflokknum. PR- slysin hrannast upp og það er engu öðru um að kenna en stefnuleysi og kaos í tæknivæðingunni. Svarthöfði lét byggja risastóra leysa sem gjör- eyðilögðu plánetur. Ekki einhvern fjandans iPhone. Ef framsóknar- menn missa eitthvað út úr sér núna þá er það strax komið út um allt, Facebook, Twitter og meira að segja á Bing.com. Ónefndur oddviti Framsóknar má ekki ýja að því að það eigi að út- rýma múslímum, þá verður allt brjál- að. Annar framsóknarmaður má ekki láta alífugla berjast til bana sér til skemmtunar. Þá verður allt brjálað. Hugur Svarthöfða er hjá þeim. Ef fólk brjálast út af smá hanaati og smá moskuhatri þá er varla að spyrja hver viðbrögðin yrðu ef það hefði til dæmis ratað á Youtube er Svarthöfði sprengdi plánetuna Alduin í tætlur. n Svarthöfði „Andstæðingar Framsóknar eiga bara að taka því rólega og leyfa þeim að tala óáreittum, oddvita Framsóknar í Reykjavík og Vigdísi Hauksdóttur. Á meðan heldur fylgi Framsóknar áfram að hrynja.“ Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, tjáir sig um netdeilur Egils Helgasonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. 11 „Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur hárrétt fyrir sér. Bygging mosku í hjarta Reykjavíkur er svo brennandi heitt mál að atkvæðagreiðsla á meðal borgarbúa er eðlileg og sjálfsögð krafa.“ Eiríkur Stefánsson er sammála Sveinbjörgu Birnu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, að borgarbúar kjósi um það hvort úthluta ætti lóð undir mosku í Reykjavík. 14 „Þá er ekkert annað í stöðunni en að kæra manninn fyrir brot á ýmsum lagaákvæðum hverjum sum liggur þung refsing við.“ Lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, með dýravernd sem sérsvið, tjáir sig um orð Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra þess efnis að hann ætli ekki að beita sér fyrir tafarlausri stöðvun á ólöglegum geldingum á grísum. 20 „Sjáið bara húsnæðisverð, fyrir 20 árum gat láglaunafólk keypt sér hús, núna er fátt annað í boði en rándýrt leiguhúsnæði. Núna safnar fólk sér ekki fyrir húsi, heldur þarf að safna fyrir þau „forréttindi“ að fá að leigja hús á uppsprengdu verði með litlum réttindum.“ Brot úr athugasemd Sveins Sigurðar Ólafssonar um stöðuna á húsnæðismarkaði á Íslandi. Sveinn skrifaði athugasemd við frétt sem fjallaði um skuldaniðurfellingar Framsóknarflokksins. 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.