Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Vikublað 27.–29. maí 2014
A
ftur til fortíðar! Hér má sjá
nokkra frambjóðendur í sveit-
arstjórnarkosningunum fyrir
mörgum árum síðan. Mynd-
irnar eru teknar fyrir aldamótin og
margt hefur breyst síðan þá. n
Frambjóðendur á árum áður
Dagur í sveiflu og Elsa auglýsir ilmvatn
Í sveiflu Hér má sjá Dag B. Eggertsson
í sveiflu í Rósenberg-kjallaranum forðum
daga.
Góðir taktar Degi er greinilega margt til
lista lagt, hér dansar hann eins og enginn sé
morgundagurinn.
Í ham
Björn
Blöndal
kann
þetta. Fyrirsæta Elsa Yeoman, borgarfulltrúi
Besta flokksins, pósar hér í ilmauglýsingu.
Von á öðru barni
Magnús Geir Þórðarson út-
varpsstjóri á von á sínu öðru
barni. Unnusta Magnúsar, Ingi-
björg Ösp Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri menningarhússins
Hofs, er ófrísk en fyrir á parið
saman soninn Árna Gunnar sem
er rúmlega eins árs. Ingibjörg
á auk þess þrjú börn af fyrra
hjónabandi svo þetta verður
fimmta barn hennar.
Í viðtali við DV í september
2012 sagði Magnús Geir að líf
hans hefði verið of einfalt fram
að þessu en þá áttu þau Ingi-
björg von á hans fyrsta barni.
„Það hefur verið gott líf – en auð-
vitað er raunverulega lífið það að
eiga fjölskyldu og horfa á börn
vaxa úr grasi.“
Malín Brand
keppti í rallíi
„Við unnum ekki en kláruðum
keppni sem er býsna gott,“ seg-
ir blaðamaðurinn og bíladellu-
konan Malín Brand sem tók þátt
í sínu fyrsta rallíi um helgina.
Malín var aðstoðarökumaður
en bíllinn er af gerðinni Toyota
Celica Gt4. Ekið var um Djúpa-
vatn og Hvaleyrarvatn. „Þetta
gekk mjög vel og er eiginlega
eitt það alskemmtilegasta sem
ég hef gert.“
Keppnin um helgina var að-
eins sú fyrsta af mörgum keppn-
um sumarsins sem Malín ætlar
að taka þátt í en hún hefur lengi
átt þann draum að keppa í rallíi.
Þórunn sá
Kim og Kanye
Fjölmiðlakonan og fagurker-
inn Þórunn Högnadóttir sá
óvænt raunveruleikastjörn-
una Kim Kardashian þegar hún
var á dögunum stödd í Par-
ís ásamt eiginmanni sínum,
Brandi Gunnarssyni. Þórunn
hefur viðurkennt að vera mik-
ill aðdáandi þáttanna um Kar-
dashian-fjölskylduna og var því
ánægð þegar hún sá stjörnuna.
Á Facebook-síðu sinni segir hún
frá því að ljósmyndarar og blaða-
menn hafi setið um Kim og eig-
inmann hennar, Kanye West, en
hjónakornin gengu einmitt í það
heilaga í París á dögunum.
„Draumur minn
var eyðilagður“
Langaði að halda upp á daginn með svuntuaðgerð
D
raumur minn var eyðilagð-
ur á einni nóttu. Ég skil ekki
af hverju hún gat ekki bara
hætt. Af hverju þurfti hún
að eyðileggja fyrir mér líka?“
spyr Dagný Ósk Arnarsdóttir, önn-
ur tveggja kvenna sem ætlaði að
taka þátt í raunveruleikaþætti Ásdís-
ar Ránar, Heimi Ísdrottningarinnar,
en hætt hefur verið við þáttinn í upp-
runalegri mynd „eftir röð atvika“.
Sagt upp í þættinum
Dagný Ósk kennir Maríu Ósk Jóns-
dóttur, hinni konunni sem valin hafði
verið í þáttinn, fyrir að eyðileggja fyr-
ir sér en María Ósk gagnrýndi Ásdísi
Rán og Stöð 2 harkalega fyrir helgi.
„Hún er að reyna að sannfæra sjálfa
sig og aðra um að hún hafi hætt í
þættinum en raunveruleikinn er sá
að okkur var sagt upp. Hún hringdi
stanslaust upp á 365 og gerði allt vit-
laust.
Ég er búin að komast að því að
hún er búin að vera að ljúga upp á
mig og aðra. Samkvæmt henni á Ás-
dís að hafa sagt okkur að ljúga til að fá
það sem við vildum. Það er ekki rétt.
Ásdís sagði okkur að vera hreinskiln-
ar og segja hvað það væri sem við
vildum. Það kæmi svo í ljós hvað væri
hægt að framkvæma.“
Svo nálægt draumnum
Dagný var himinlifandi þegar hún
fékk að vita að hún hefði verið valin
úr hópi kvenna til að taka þátt í raun-
veruleikaþættinum. „Þetta var „once
in a lifetime“-tækifæri. Við vissum
allan tímann að það væru lýtaaðgerð-
ir í boði og ég brosti hringinn þegar
það kom í ljós að ég fengi að fara í
svuntuaðgerðina. Í viðtalinu á 365
voru blöð sem við fylltum út og þar
kom fram að fegrunaraðgerðir væru
í boði. Við áttum sjálfar að taka fram
hvað það væri sem við vildum láta
laga og betrumbæta.
Af hverju þurfti María að blanda
mér í þetta mál? Hún hefði getað
hætt í þættinum og hleypt einhverri
annarri að í staðinn. Einhverri sem
þráði þetta jafn mikið og ég. Ég vildi
fara í svuntuaðgerð, laga munnvik-
in, komast í ræktina og spa, láta laga
í mér tennurnar og láta taka umfram
skinn á lærum. Þetta eru ekki ókeypis
hlutir og eitthvað sem ég mun aldrei
hafa efni á. Ég er öryrki og maður-
inn minn er atvinnulaus. Ég er með
brotna framtönn og ætlaði að láta laga
hana en ég hef ekki einu sinni efni á
að fara til tannlæknis. Hvað þá meira.
Ef allt hefði gengið upp væri ég
núna búin í aðgerðinni og væri orðin
fitt og flott. Mig langaði svo að gera
þetta fyrir fertugsafmælið mitt, sem
er á næstu dögum,“ segir Dagný Ósk
sem fór í hjáveituaðgerð 2007 og hef-
ur misst 70 kg síðan. „Ég er með fullt
af umfram skinni sem mig langar að
losna við. Ég var svo nálægt draumn-
um en hann var rifinn af mér – af
þessari konu. Ég er brjáluð yfir því að
hún skyldi blanda mér í þetta en ég er
ekki reið við Ásdísi Rán eða Stöð 2.“
Of gott til að vera satt
Dagný Ósk ætlar samt sem áður að
halda upp á fertugsafmælið þótt hún
geti ekki haldið upp á tímamótin með
svuntuaðgerð. „Ég get ekkert gert
því ég á enga peninga og get því ekki
haldið upp á þessi tímamót eins og
mig hafði dreymt um síðan ég fékk
þær fréttir að ég kæmist í þáttinn –
kannski var það bara einum of gott til
að vera satt. Auðvitað held ég upp á
afmælisdaginn, það er það eina sem
ég get.“ n
Ósátt
„Svo klikkað að ég gat ekki
tekið þátt í þessu“
Fyrir helgi steig María Ósk fram og
sagðist hafa hætt í þættinum. Hún
sagðist ósátt við að eiga að fara í lýta-
aðgerðir og að hún hefði viljað taka þátt
í þættinum á öðrum forsendum.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Svo nálægt
draumnum Dagný
Ósk fór í hjáveitu-
aðgerð árið 2007
og langaði mikið í
svuntuaðgerð til að
losna við umfram
húð. Mynd SIGtryGGur ArI
Ásdís rán Heimur Ísdrottningarinnar fer í
loftið í breyttri mynd samkvæmt Gísla Berg
Guðlaugssyni, framleiðslustjóra hjá 365.
„Ég brosti
hringinn
þegar það kom
í ljós að ég fengi
að fara í svuntu-
aðgerðina