Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Síða 36
34
Verzlunarskýrslur 1972
og makríl aðeins 2% sölukostnaður. Á öðrum isfiski og frystum fiski:
Löndunarkostnaður 80 au. á kg, tollur 8,4%, sölukostnaður 3,0%, hafnar-
gjöld o. fl. 2,1%. V.-Þýzkaland: Á isaðri síld og makril löndunarkostnaður
37 au. á kg, tollur 2,5%, sölukostnaður 4,3% og hafnargjöld o. fl.
1,5%. Á ísuðum karfa: Löndunarkostnaður 83 au. á kg, tollur 0,8%, sölu-
kostnaður 2%, hafnargjöld o. fl. 5%. Á öðrum ísfiski og frystum fiski:
Löndunarkostnaður 83 au. á kg, tollur 15%, sölukostnaður 2% og hafnar-
gjöldi o. 11. 5%. Danmörk: X ísaðri síld og makril 6% sölukostnaður.
Færeijjar: Á isaðri síld og makríl 2% sölukostnaður. Á öðrum ísfiski:
Löhdunarkostnaður 80 au. á kg, sölukostnaður 3%, og auk ]>ess hafnsögu-
gjald, sem var 5000 kr. fyrir hverja ferð togara og 1000 kr. fyrir bát.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran
hluta af andvirðinu lil kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl„ svo og til
greiðslu á skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefnd-
um frádrætti til útreiknings á fob-verðmæti. Skortir því mjög mikið
á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé skilað til bankanna.
Þrjú skip voru seld úr landi á árinu, að útflutningsverðmæti alls
54 534 þús. kr. Um var að ræða togarann Karlsefni til Bretlands, smíðaár
1947, 657 brúttólestir, litflutningsverðmæti 1 389 þús. kr. Vöruflutninga-
skipið Dísarfell til Belgíu, smíðaár 1953, 642 brúttólestir, útflutningsverð-
mæti 1 364 þús. kr„ og vöruflutningaskipið Ljósafoss til Frakklands,
smíðaár 1961, 1 831 brúttólest, útflutningsverðmæti 51 781 þús. kr.
Ofan greind skip voru öll úr stáli og talin með útflutningi desembermán-
aðar.
Á árinu 1972 var ein flugvél seld úr landi. Það var Snæfaxi Flugfélags
íslands, TF-FIP, sem seld var til Belgiu. Hún var að útflutningsverðmæti
7,4 millj. kr. og talin með útflutningi júnímánaðar.
1 6. yfirliti er sýnt verðmæti útfluttrar vöru síðan um aldamót, með
flokkun á atvinnuvegi. Þessi flokkun var endurskoðuð i ársbyrjun 1970
og varð þá til nýr flokkur: íslenzkar iðnaðarvörur. Nokkrar breytingar
voru gerðar á þeim flokkum, sem fyrir voru, en þær raska ekki samanburði
við fyrri ár. Hin nýja flokkun litflutnings eftir atvinnuvegum kemur fram
í töflu III á bls. 20—27. Flokkarnir þar eru liinir sömu og í 6. yfirliti, að
öðru leyti en því, að afurðir af hvalveiðum mynda ekki sérflokk i töflu
III, heldur eru þær með sjávarafurðum. Hér er um að ræða töluliði nr.
30, 40, og 41 i töflu III, og auk þess er eitthvað af hvalafurðum i nr. 49
(sjávarafurðir ót. a.).
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutnings 1972
skiptist á mánuði.