Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Blaðsíða 7
Inngangur.
Inlroduction.
1. Greinargerð um tilhögun verslunarskýrslnanna.
General statement.
Flokkun vörutegunda í verslunarskýrslum. 1. maí 1963 varð hin
svo nefnda Briissel-skrá (Briissel-nomenclature) grundvöllur tollunar
innfluttra vara, samkvæmt lögum nr. 7/1963, um tollskrá o. fl. Brussel-
skráin er alþjóðlegur tollskrárrammi, sem samþykkt var gerð um á al-
þjóðlegri ráðstefnu i Briissel i desember 1950. Var með henni stefnt að
samræmingu á tollskrám þeirra landa, sem að samþykktinni slóðu.
Um 1960 var svo komið, að öll lönd Vestur-Evrópu, önnur en Ísland, höfðu
lögleitt Brussel-skrána, og alls höfðu þá um 50 ríki telcið hana upp.
í inngangi þessum hefur mörg undanfarin ár verið gerð grein fyrir
Brussel-skránni og systurskrá hennar — hinni tölfræðilegu vöruskrá
hagstofu Sameinuðu þjóðanna — svo og fyrir tengslum íslensku toll-
skrárinnar við þessar alþjóðlegu skrár. Vísast til þess, svo og til greinar-
gerðar á bls. 37 i febrúarblaði Hagtíðinda 1977.
Á árinu 1975 kom ný endurskoðuð vöruskrá hagstofu Sameinuðu
þjóðanna (Standard Tnternational Trade Classification, Revision 2), og
jafnframt gaf Tollasamvinnuráðið i Briissel út nýja Briissel-skrá sam-
ræmda henni, og er hún nú nefnd CCC-skrá (eftir Customs Co-operation
Council í Brússel). í þessum skrám, hvorri um sig, eru rúmlega 1920
vöruliðir, og er þar um að ræða mikla fjölgun liða frá því, sem áður var.
I m’i tollskrárlög, nr. 120 31. desember 1976, sem tóku gildi i janúar-
hyrjun 1977, komu allir nýir og breyttir liðir i hinum tveimur endurskoð-
uðu vöruskrám frá 1975, auk þess sem eitthvað vnr um nýja og breytta
liði vegna innlendra þarfa. Fjölgaði vöruliðum i tollskránni úr ca. 2 160
í 2 934. Gætir þar langmest fjölgun liða í alþjóðlegu vöruskránum. Er
einkum mikil fjölgun á plastvöruliðum (39. kafli tollskrár), á fatnaðar-
vöruliðum (60. og 61. kafli tollskrár), og á ýmsum véla- og tækjaliðum.
— Það skal tekið fram, að á bls. 6* í inngangi Verslunarskýrslna 1976
og eldri árganga j>ess rits er sú villa, að tala vörunúmera i islensku toll-
skránni er sögð vera um 2 500. Hið rétta er, að tala vöruliða í tollskránni
var um 2 160 áður en þeim stórfjölgaði frá ársbyrjun 1977.
Samhliða aukinni vörugreiningu í hinni nýendurskoðuðu vöruskrá
hagstofu Sameinuðu þjóðanna, var vöruflokkun hennar breytt allmikið.
Miðað við flokkun á vörudeildastigi komu vörudeildir 71—79 (sjá meðal
annars töflu I á bls. 2) í stað vörudeilda 71—73, og vörudeild 86 var lögð
niður. I stað hennar koinu vörudeildir 87 og 88. Þessi breytta flokkun
vörutegunda er tekin í innflutningsskýrslur frá ársbyrjun 1977. Allt er
óbreytt í meginatriðum upp að vörudeild 71, en þar á eftir er, eins og
áður segir, um að ræða breytingar, þó ekki á vörudeildum 81—85, 89 og
9—.