Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Blaðsíða 39
Verslunarskýrslur 1977
37
flutningi, er hér mn ræðir, kemur fram í töflu III á bls. 20—27, og þar
sést staður hverrar útflutningsvöru i þessari flokkun. Þó er flokkunin i
töflu III önnur að því leyti, að afurðir af hvalveiðum mynda þar ekki
sérflokk, heldur eru þær með sjávarafurðum. Hér er um að ræða töluliði
nr. 30, 40, 41 og 48 i töflu III, og auk þess getur verið eitthvað af hval-
afurðum i nr. 49 (sjávarafurðir ót.a.). — Flokkun þessi á útfluttum vör-
um eftir uppruna, sem eins og áður segir kom til framkvæmda frá árs-
byrjun 1970, var ákveðin í sami’áði xdð landbúnaðarráðuneytið, sjávar-
útvegsráðuneytið og iðnaðarráðuneytið, og auk þess var flokkun þessi
borin undir þær stofnanir hinna þriggja aðalatvinnuvega, sem hér eiga
hlut að máli. — Frá og með árinu 1977 er lagmeti (nr. 18 í töflu III)
flokkað með iðnaðarvörum, en ekki sjávarvörum. Hafa tölur 6. yfirlits
um útfluttar afurðir af fiskveiðum og af iðnaði verið færðar til samræmis
við þessa breytingu árin 1971—70, en eldri tölur yfirlitsins eru látnar
standa óbreyttar.
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutnings 1977
skiptist á mánuði.
Vörusala íslensks markaðar h.f. íslenskur mai'kaður h.f. hóf í ágúst
1970 verslun með íslenskan varning í flugstöðinni á Keflavikurflugvelli.
Stærstu hluthafar i þessu fyrirtæki eru Samband ísl. samvinnufélaga
(28,6%) og Álafoss h.f. (24,3%). Glit h.f„ Osta- og smjörsalan og Slátur-
félag Suðurlands eiga lxvert um sig 10% hlutafjárins, en aðrir hluthafar,
um 20 talsins, eru aðallega framleiðendur iðnaðarvöru. Aðalviðskipta-
menn íslensks markaðar eru flugfarþegar, sem eru á förum úr landi, en
auk þess er nokkuð um, að kaupendur panti vörur og fái þær sendar i
pósti. Hvorki vörusala á staðnunx né póstsending til útlanda er tekin i
útflutningsskýrslur. Að meðaltali hefur um 90% sölunnar verið í erlend-
um gjaldeyri, og hefur sú sala numið sem hér segir (i þús. kr.). 1971:
09 274, 1972: 72 194, 1973: 82 725, 1974: 88018,' 1975: 158 784, 1976:
226 820 og 1977: 314 535.
Sundurgreining söluandvirðis eftir vörutegundum 1976 og 1977 fer
hér á eftir, í þús. kr. Númer samkvæmt flokkunarskrá útflutnings (sjá
töflu V) er tilgreint í sviga:
1976 1977
Grásleppuhrogn niðurlðgð (18.31) ............................... 3 993 4 665
Annað lagmcti úr sjávarafurðum.................................. 2 457 2 615
Rcyktur fiskur ót. a. (49.29)............................... 305 609
Kindakjöt fryst (51.10)......................................... 2 071 2 419
Ostur (57.10)................................................... 2 582 3 019
Aðrar landbúnaðarafurðir.................................... 436 509
Reyktur lax (79.41) ............................................ 2 519 2 942
Vörur úr loðskinnum (80.10) ................................... 10 012 12 631
Gærur fullsútaðar (81.10) ...................................... 5 088 5 082
UUarteppi (83.10).............................................. 10 236 11 991
Vettlingar prjónaðir (84.10) .................................. 28 622 39 994
Peysur prjónaðar (84.40)....................................... 57 268 76 937
Ytri fatnaður, prjónaður og ofinn (84.50 og 88.10)............. 51 978 87 038
Skrautmunir og liúsbúnaður úr postulíni (89.58) ............... 11 965 13 080
Silfur- og gullsmíðavörur (89.80.10)........................... 12 642 16 465
íslenskar iðnaðarvörur ót. a.................................... 7 963 10 933
Ýmsar vörur.................................................... 16 683 23 606
Alls 226 820 314 535