Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Blaðsíða 10
8*
Verslunarskýrslur 1977
ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti sem þær kunna að vera teknar
til tollmeðferðar.
Þyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verslunar-
skýrslur. Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með
því ári voru þær taldar brúttó, þ. e. með vtri umbúðum. Ástæða þessarar
breytingar var aðallega sú, að illa gekk að fá nettóþyngdina upp gefna
i tollskýrslum, þar sem hún skipti ekki máli við tollafgreiðslu. Hins
vegar var brúttóþyngd yfirleitt tilgreind i tollskýrslu, vegna þess að vöru-
magnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum, sem komu
til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur
var látinn haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar
kvikmyndafilmur var lagður vörumagnstollur i stað verðtolls. Frá 1.
janúar 1977 var vörumagnstollur einnig felldur niður á þessuin vörum,
að undanskilinni gasolíu og brennsluolíu. — Vegna ýmissa annmarka á
að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að rcikna þgngd hans
nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom til framkvæmda. í
því sambandi er rétt að geta þess, að i verslunarskýrslum flestra landa
er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Farmgjöld stykkjavöru og önnur farmgjöld héldust óbreytt lengi
framan af árinu, en reiknað í íslenskum krónum voru þau sibreytileg
vegna breytinga á gengi viðkomandi gjaldxniðla, enda eru öll millilanda-
farmgjöld verðskráð í erlendum gjaldeyi-i. Gengissig islensku krónunnar
olli því, að farmgjöld fór hækkandi í krónum. Frá 30. september 1977 var
heimiluð 30% hækkun stykkjavörufai-mgjalda (i erlendum gjaldeyri).
Frá sarna tíma var ákveðin 30% hækkun á farmgjöldum stórflutnings
til landsins (svo sem timburs, járns, sements, áburðar), og sama gilti
um farmgjöld útfluttrar vöru. Hvorug þessara farmgjalda eru háð verð-
lagsákvæðum, en ]xau voru að þessu sinni látin hækka sama og stykkja-
vörufarmgjöld. Ekki var um að ræða frekari farmgjaldabreytingar til
áramóta, en sem fyrr fóru þau hækkandi i krónum vegna gengissigs. —
Að því er varðar stórflutning á frystum fiski, sem samið er um sérstak-
lega, varð sú brcyting, að farmgjöld hækkuðu 22. júli 1977 úr 85 doll-
urum í 93 dollara á tonn, og hélst svo árið út. Farmgjald þetta gildir
jafnt fyrir flutning frosins fisks til Bandaríkjanna og til Evrópulanda
annarra en Sovétríkjanna, og hefur svo verið síðan í ársbyrjun 1975 —
fvrir þann tima var þetta farmgjald hærra til Bandarik janna en til Evrópu-
landa. — Hér hefur aðeins vexáð getið meginbregtinga á farmgjöldum
1977, til þess að gefa mynd af þróun þessara mála í stórum dráttum. —
Þessar upplýsingar eru frá Eimskipafélagi Islands, en líkt mun hafa
gerst hjá öðrunx innlendum farskipaútgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 9* í inngangi Verslunarskýrslna 1976 er skýrt
frá brevtingum á g'engi íslensku krónunnar á árinu 1976. í árslok 1976
var dollargengi kr. 189,50 kaup og kr. 189,90 sala, en í árslok 1977 var
það kr. 212,80 kaup og kr. 213,40 sala. Þessi hækkun á gengi dollars
stafar af gengissigi, sem nam að meðaltali um 1% á mánuði 1977, hæg-
lara á fyrra hluta ársins en örar á síðara hluta þess. Að því er varðar
gengisbreytingar 1977 visast að öðru leyti til neðanmálsgreina við töflu