Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Blaðsíða 29
Verslunarskýrslur 1977
27*
lenska álfélagsins frá upphafi talinn ineð öðrum innflutningi, enda var
útflutningur áls, er hófst á hausti 1969, tekinn með öðrum útflutningi.
Innflutningi þessa aðila á fjárfestingarvörum var hins vegar fram að
1977 sleppt í öllum töflum Verslunarskýrslna, en frá og með 1977 er
þessi innflutningur með talinn í öllum töflum Verslunarskýrslna. Raunar
nam þessi innflutningur aðeins 5,6 millj. kr. á árinu 1977. Yfirlit þau, er
birt hafa verið í inngangi Verslunarskýrslna um innflutning íslenska
álfélagsins, eru óbreytt í Verslunarskýrslum 1977, nema hvað innflutn-
ingur fjárfestingarvara er ekki hafður sér, heldur talinn með öðrum
innflutningi þessa aðila. — Þess slcal getið, að svo nefndar „verktaka-
vörur“ hafa aldrei verið teknar á skýrslu og því ekki meðtaldar í skýrslu
þeirri, sem hér fer á eftir. Er hér um að ræða tæki (þar með áhöld og
verkfæri, svo og fylgi- og varahluti) til mannvirkjagerðar o. f 1., sem ísl.
álfélagið hyggst flytja úr landi, þegar þar að kemur. Ef slíkar vörur eru
síðar seldar eða afhentar til innlends aðila, eru þær teknar í innflutnings-
skýrslur, en þá ekki sem innflutningur íslenska álfélagsins. Innflutn-
ingur til þessa fyrirtækis á árinu 1977 nam alls 8 251,6 millj. kr., þar af
aðeins 5,6 millj. kr. fjárfestingarvörur eins og' áður segir, en 8 246,0 millj.
kr. rekstrarvörur til álframleiðslu.
Ríkisstjórnin gerði á árinu 1975 samning við bandaríska fyrirtækið
Union Carbide Corporation um stofnun hlutafélags til byggingar og
rekstrar járnblendiverksmiðju á Grundartanga í Skilmannahreppi í Borg-
arfjarðarsýslu, sbr. lög nr. 10 26. apríl 1975. Voru á því ári haínar fram-
kvæmdir til undirbúnings mannvirkjagerð á Grundartanga, en með samn-
ingi 9. júlí 1976 gekk bandaríska fyrirtækið úr Járnblendifélaginu og
framseldi hlutabréf sín i því til ríkisstjórnarinnar. Var þá framkvæmdum
liætt i bili. Jafnframt fóru fram viðræður við Elkem-Spigerverket A/S i
Osló, og leiddu þær til samningsgerðar —- sem þó var ekki endanleg —
hinn 8. desember 1976. Gerðist þetta fyrirtæki hluthafi í Islenska járn-
blendifélaginu h.f., með 45% hlutafjáreign, á móti 55% hlutafjáreign
ríkissjóðs. Sett voru ný lög, nr. 18 11. maí 1977, um járnblendiverksmiðju
í Hvallirði, og um leið var gengið endanlega frá samningi við hinn norska
meðeiganda. Vinna til byggingar mannvirkja á Grundartanga hófst aftur
siðla árs 1976, og er stefnt að því, að fyrri ofn verksmiðjunnar verði tek-
inn í notkun í apríl 1979. Árleg framleiðslugeta verksmiðjunnar með ein-
um ofni er 25 000 tonn af kísiljárni (ferrosilikoni). — Frá og með maí
1977 er innflutningur til járnblendiverksmiðjunnar gerður upp mánaðar-
lega á sama hátt og það, sem flutt er inn af Landsvirkjun, íslenska ál-
félaginu og Ivröflunefnd. Innflutningur til járnblendiverksmiðjunnar á
tímabilinu maí—desember 1977 nam 289,7 millj. kr. en fyrir þennan
tíma var innflutningur fyrirtækisins ekki teljandi. Sömu eða svipaðar
reglur gilda lögum samkvæmt um niðurfellingu gjalda á innflutningi til
íslenska járnblendifélagsins og gilda um það, sem flutt er inn af fyrr
nefndum 3 aðilum, sem hafa sérstöðu i þessu sambandi.
Hér fer á eftir skýrsla um innflutning 1977 til Landsvirkjunar,
Kröflunefndar og Islenska járnblendifélagsins, og er hann greindur
á vörudeildir og eftir löndum. Fyrst er, fyrir hvern aðila um sig,
tilgreind nettóþyngd innflutnings i tonnum, síðan fob-verðmæti og
loks cif-verðmæti, hvort tveggja i millj. kr. Aftan við „önnur lönd“ er