Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Blaðsíða 8
6*
Verslunarskýrslur 1977
Flokltunarskrá útflutnings, sem er heimatilbúin, breytist ekki frá
ársbyrjun 1977, nema hvað vöruliður 18 í töflu III („niðursoðnar eða
niðurlagðar sjávarafurðir") flyst úr flokki sjávarafurða yfir í flokk iðn-
aðarvöru, og er heiti hans þar „lagmeti“. Þá breytist og heiti vöruliðs 23:
„önnur matarhrogn, söltuð“ verður „önnur matarhrogn sykursöltuð”.
Frá ársbyrjun 1977 fá vöruliðir í flokkunarskrá lítflutnings nýtt
númer samkvæmt vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna, að svo miklu
Ieyti sem breytingar hennar gefa tilefni til þess. Kemur þetta í Ijós í töflu
V, þegar alþjóðleg vörunúmer þar eru borin saman við samsvarandi númer
í fyrri Verslunarskýrslum.
Hin nýendurskoðaða vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna er
þannig uppbyggð: í 786 undirflokkum („subgroups“, táknaðir xxx.x)
á hver vara í milliríkjaviðskiptum sinn stað. Af þessum undirflokkum
eru 435 slciptir þannig að 1 573 númer („subsidiary headings“, táknuð
xxx.xx) ba tast við 786-^-435 númer, og verður heildartala vörunúmera þá
1 924. Hinir 786 undirflokkar skiptast á 233 vöruflolcka („groups“, tákn-
aðir xxx), og þeir ganga upp í 63 vörudeildir („divisions", táknaðar xx),
sem að lokum mynda 10 vörubálka („sections“, táknaðir x).
Verslunarskýrslur fyrir árið 1977 eru með sömu tilhögun og Versl-
unarskýrslur undanfarinna ára. Á það skal bent, að frá og með þessu
hefti Verslunarskýrslna eru lönd ekki sérgreind i töflum IV og V, nema
innflutningur frá þeim eða útflutningur til þeirra nemi minnst 500 þús. lcr.
Þetta mark var áður við 50 þús. kr. Stórfelld almenn verðhækkun gerir
þessa hreytingu sjálfsagða.
Aðaltafla innflutnings, tafla IV, er i tollskrárröð. Aðaltafla útflutn-
ings, tafla V, var frá og með Verslunarskýrslum 1970 sett í röð nýrrar
vöruskrár Hagstofunnar fyrir lítflutning, sem tekin var í notkun i ársbyrj-
un 1970. Töflu III var breytt til samræmis við þetta, og eru þvi útfluttar
vörur í henni í sömu röð og í töflu V, en saman dregnar, þannig að
verðmætistölur svara til 2ja fyrstu stafa hinnar 6 stafa tákntölu hvers
vöruliðs i vöruskrá útflutnings. Hér visast að öðru leyti til liðs 3 í skýr-
ingum við töflu V, á bls. 212. — Að öðru leyti eru aðaltöflur að mestu
óbreyttar frá þvi, sem verið hefur.
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og
útflutnings (V) vísast að öðru lejdi til skýringa i upphafi hvorrar töflu.
Einkum er vísað til liða 3—5 i skýringum við töflu IV.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 var innflutningurinn í versl-
unarskýrslum eingöngu talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru i útflutnings-
landinu (fob-verð), að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er
afferind á ákvörðunarstað. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og
vátryggingu. Siðan í Verslunarskýrslum 1951 hefur innflutningurinn
einnig verið gefinn upp á fob-verði i nokkrum töflum. Svo er nú i töfl-
um I og IV og i 2. yfirliti i inngangi. — í þeim kafla inngangsins, sem
fjallar sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verð-
mæti innflutningsins og mismun þess og cif-verðmætisins.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í ís-
lenska mynt á sölugengi, en útflutningstölur eru aftur á rnóti miðaðar
við kaupgengi.