Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 30. september–2. október 2014
VIÐ ERUM GÓÐIR Í GÍRUM
• 0,12 - 200 kW
• 10 - 200.000 Nm
• 0,01 - 1.100 RPM
• Sniðið að þínum þörfum
Knarrarvogi 4 104 Rvk. Sími 585 1070
vov@vov.is www.vov.is
G
ra
fik
a 1
1
Áratuga reynsla og þýsk nákvæmni
Drifbúnaður
n Vill að fatlaðar konur fái að ráða hvort þær séu kynverur eða ekki
É
g þarf oft að rökræða það að það
sé ekkert að mér,“ segir Embla
Guðrúnar Ágústsdóttir, verk-
efnastýra hjá Tabú. Hún hélt
fyrirlesturinn Hið eilífa krútt
um samtvinnun kyns, kyngervis,
kynhneigðar og fötlunar á miðviku-
dag í Háskóla Íslands á vegum Mark,
Miðstöðvar margbreytileika- og
kynjarannsókna. Embla hefur vakið
mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir
réttindum fatlaðs fólks og hrein-
skilna og hispurslausa framgöngu
meðal annars í Druslugöngunni í
sumar. Í fyrirlestrinum notaði Embla
tækifærið og setti eigin upplifun í
samhengi við kenningar í kynja- og
fötlunarfræðum.
Hundsuðu læknana
„Þegar ég fæddist var strax mikil nei-
kvæðni og óvissa í gangi í minn garð,“
segir Embla og vísar þar til lækna og
annarra heilbrigðisstarfsmanna sem
ræddu við foreldra hennar á grund-
velli þess að þau gerðu sér engar
væntingar um líf Emblu. Emblu var
í raun ekki hugað líf og fæðingin var
erfið. Þrátt fyrir það var lítill sem
enginn grundvöllur til að byggja
þessa hræðslu á segir hún, enda var
enn ekki ljóst hver framtíð hennar
yrði, frekar en annarra barna sem
fæðast. „Í staðinn fyrir að gleðjast yfir
því að ég væri á lífi voru sérfræðingar
að fókusa á hvað ég gæti ekki og hvað
ég myndi ekki geta gert. Læknarnir
höfðu ekki hugmynd um það hvern-
ig líf mitt yrði, þeir gátu ekki vit-
að það og það vissu þeir sjálfir, en
þeir voru duglegir við að fullyrða
um það engu og síður,“ segir Embla.
„Þeir voru mjög uppteknir af því
að foreldrar mínir gerðu sér engar
væntingar.“ Foreldrar Emblu ákváðu
hins vegar að hundsa skoðanir lækn-
anna og ólu dóttur sína upp með það
að leiðarljósi að skerðing eða fötl-
un hennar stjórnaði ekki lífi hennar.
„Mamma var með gleraugu, pabbi
var með skalla. Ég var bara eins og ég
er,“ segir Embla.
„Sannað að ég væri klár“
Hún segist hafa áttað sig á því, eftir
því sem hún varð eldri, að samfé-
lagið gerði ekki ráð fyrir einstaklingi
eins og henni. „Annaðhvort var ég
eða allir hinir að misskilja lífið. Það
komu allir allt öðruvísi fram við mig
en alla hina,“ segir Embla og segir
að þessi viðbrögð hafi reynst henni
mjög hamlandi. „Fólk gerði ekki
sömu kröfur til mín og annarra. Þau
höfðu ekki sömu væntingar. Ég þurfti
stöðugt að sanna mig, sanna að ég
væri klár,“ segir hún. „Ég var að upp-
lifa það hvernig fordómar gegn fötl-
uðu fólki virka, á eigin skinni.“
Embla bendir á að hún lendi enn
í því í háskólanámi sínu að henni
finnist hún þurfa að gera bestu verk-
efnin til að sanna það fyrir kennar-
anum að hún „sé ekki fáviti.“ Embla
segir samfélagið hamlað af því sem
kallað er „ableismi.“ Það er sú hug-
myndafræði að það þurfi að laga
fatlað fólk og að það geti ekki ver-
ið hluti af samfélaginu sem þátttak-
endur og áhrifavaldar. Það felur í sér
að ófatlaðir líkamar eru skilgreindir
sem fullkomnir, en líkamar fatlaðs
fólks eru hugsaðir sem viðfangsefni
og hálfgerð almenningseign. Ófatl-
að fólk getur hins vegar gengið út frá
því sem vísu að þeirra hugur og lík-
ami séu viðurkennd í samfélaginu,
en fatlað fólk er hlutgert. Samfélag-
ið er hannað af ófötluðu fólki, fyrir
ófatlað fólk og fyrir vikið eiga fatlaðir
einstaklingar erfitt með að fóta sig og
finna sinn stað.
Þreytt á krúttstimplun
Hluti af þessum „ableisma“ er að
koma fram við fatlað fólk eins og það
sé alltaf glatt og í góðu skapi. Það sé
krúttvætt og stöðugt verið að hrósa
fyrir dugnað. „Þessi hugmynd um
að ég sé svo mikið krútt. Ég fæddist
krútt, var krúttlegt barn og svo krútt-
legur unglingur. Ég var svo þreytt á
þessum krúttstimpli. Hann var svo
hamlandi,“ segir Embla. „„Vá, hvað
þú ert dugleg,“ segja sumir við mig.
Ég er ekki dugleg að fara í Bónus.
Það er það enginn, það er ógeðslega
leiðinlegt.“
Má ég vera sexí?
Málin urðu svo töluvert flóknari
þegar hún varð unglingur sem, líkt
og aðrir unglingar, var að skapa sér
sjálfsmynd. „Þetta var mjög flók-
ið,“ segir Embla. Hún segir að ungar
stúlkur hugi margar hverjar að því
að vera vel til fara, byrja að mála sig
og ögra umhverfi sínu. Hún sem fatl-
aður einstaklingur upplifði það hins
vegar að vera kynlaust krútt. Staðal-
ímynd fatlaðra kvenna var í hennar
huga og samfélagsins frekar á þann
veg að konurnar klæddu sig í þægi-
leg föt, jogginggalla og væru almennt
frekar kynlausar. „Hvernig get ég
gert eitthvað rétt,“ spurði Embla sig.
„Þurfti ég að vera sexí, eða mátti ég
það ekki?“ segir hún og fór í upp-
reisn. „Ég testaði fólk. Fólki fannst
það mjög óviðeigandi að ég væri í
stuttum kjólum og með brjóstaskoru.
Því fannst ég ekki mega það,“ segir
hún. Hún bendir á að skortur á fyrir-
myndum hafi leikið þar stórt hlut-
verk. „Ég hélt að ég þyrfti að velja:
Ætla ég að vera kona og fagna því eða
vera fötluð og krúttleg í joggingalla?“
Hún segist í dag velja það sjálf að
ögra staðalímyndinni og velur að
bera sig eftir samfélagsímynd ófatl-
aðra kvenna. Það reyndist henni þó
stundum erfitt að réttlæta sig sem
femínista sem vilji gjarnan ögra sam-
félagsmyndinni.
Kynlaus kynvera
En það var ekki aðeins ætlað kyn-
leysi hennar sem var truflandi, held-
ur einnig sú staðreynd að samfélag-
ið gerði ráð fyrir því að hún hefði
ekki kynhvöt. Embla er samkyn-
hneigð og segist hafa þurft að rétt-
læta það. Hún þurfti ekki aðeins að
koma út úr skápnum, heldur gera
fólkinu í kring ljóst að hún hefði
kynhvöt. „Það var ótrúlega óþægi-
legt,“ segir hún. Hún notaði sem
dæmi heimsókn sína til læknis í eitt
skipti þegar hún var yngri og þurfti
að fá ávísað getnaðarvörn. „Læknin-
um fannst það ótrúlega vandræða-
legt. Samt koma væntanlega, oft á
dag, unglingsstúlkur í sömu erinda-
gjörðum. Hún sagði við mig: „Þú ert
ekkert að sofa hjá strákum er það?““
segir Embla. „Ég gat ekki sagt: Nei,
ég er samkynhneigð. Hún hefði
fengið áfall. Skyndilega var ég farin
að hugga lækninn.“ Embla segir oft-
ar en ekki gengið út frá því að fatlað
fólk sé ekki kynverur. Fötluð kona
sé álitin ófær um að eignast börn,
ósjálfbjarga, óaðlaðandi og ófær um
að sýna kvenleika eða kvenlega feg-
urð. Mestu púðri sé eytt í að tryggja
að fólk verði ekki fyrir kynferðis-
ofbeldi og koma í veg fyrir þungan-
ir. Þá séu þeir ófötluðu einstaklingar
sem laðist að fötluðu fólki oft skil-
greindir með geðröskun eða blæti.
„Ég vil geta farið á stefnumót og hitt
manneskju og gert upp hug minn
gagnvart henni. Ég vil að samfélag-
ið gangi ekki út frá því að ef einhver
laðist að mér þá sé hann sjúkur. Það
að þetta sé álitið geðröskun þýðir að
ég hef minni trú á því að ég sé að-
laðandi maki,“ segir Embla og segir
að breyta þurfi hugarfari og staðalí-
myndum fatlaðs fólks og gefa því
rými í samfélaginu í stað þess að
jaðarsetja það. „Þetta er alvarlegt,“
segir hún. n
„Má ég vera sexí?“
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég hélt ég þyrfti
að velja: Ætla ég
að vera kona og fagna því
eða vera fötluð og krútt-
leg í joggingalla?
Baráttukona
Embla segist reyna að
ögra staðalímyndum.
Mynd Sigtryggur Ari
„Annaðhvort
var ég eða allir
hinir að misskilja lífið
Kýldi og hár-
reitti konu
Lögreglustjórinn á Snæfellsnesi
hefur höfðað sakamál á hendur
konu sem sökuð er um að hafa
kýlt aðra konu og rifið í hár henn-
ar. Konan sem er ákærð er 21 árs
og fórnarlambið er tvítugt.
Í ákæru segir að konan hafi
kýlt fórnarlambið vinstra megin
á höfuðið og því næst rifið í hár
hennar með þeim afleiðingum
að sú yngri hlaut áverka á vinstra
eyra, kúlu og mar aftan við eyrað.
Þá reif hún hárlokk af höfði henn-
ar. Fyrirtaka var í málinu á mánu-
dag. Konan er ákærð samkvæmt
217. gr. almennra hegningarlaga
og á því yfir höfði sér dóm allt að
sex mánuðum eða sekt.
Breki hættir
hjá 365
„Þetta er náttúrlega hundfúlt, ég
var búinn að vinna þarna mjög
lengi með öllu þessu fólki,“ segir
Breki Logason sem hefur ákveðið
að hætta störfum hjá 365 miðl-
um eftir að ákveðið var að leggja
niður starf fréttastjóra Stöðvar 2.
Breki var gerður að fréttastjóra
Stöðvar 2 í janúar árið 2013 en
var settur af nýlega eftir að Krist-
ín Þorsteinsdóttir tók við sem að-
alritstjóri 365 miðla. Kristín bauð
Breka stöðu almenns frétta-
manns í staðinn sem hann hefur
ákveðið að taka ekki. Breki seg-
ist í samtali við DV ganga sáttur
frá borði, úr því sem komið er.
„Ég er stoltur af því sem ég er bú-
inn að gera þarna.“ Hann hyggst
einbeita sér að MBA-námi sem
hann stundar við Háskólann í
Reykjavík.