Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 30. september–2. október 2014 Aðförin Að eftirlitinu skorin niður n Atlaga gerð að umboðsmanni og skorið niður hjá sérstökum Blóðtakan úr embætti sérstaks saksóknara Stór mál framundan og hrunmálum ekki lokið enn Embætti sérstaks saksóknara sætir meiri niðurskurði samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 2015 en dæmi eru um. Fjárveitingin, 292 milljónir króna, er aðeins liðlega fimmtungur upphæðarinnar sem embættið hafði umleikis árið 2012. Um er að ræða nærri helmings niðurskurð frá síð- asta ári, úr 566 niður í 292 milljónir króna. Við embættið hafa starfað um 50 sérfræðingar við rannsókn mála og undirbúning málssókna. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru 96 mál til rannsóknar og 187 mál eru á ákærustigi þar sem annað tveggja er verið að gefa út ákærur eða ákærumeðferð er yfirstand- andi. 14 mál bíða rannsóknar og önnur 10 mál eru til greiningar á sakarefnum. Þess má einnig geta að 33 málum hefur lokið án ákæru á starfstíma embættisins. Alls hefur embættið tekið fyrir 637 mál og þar af eru liðlega 200 tengd bankahruninu. Þung mál framundan Framundan eru stór dómsmál sem krefjast mikils mannafla hjá embætti sérstaks saksóknara. Má þar nefna Al-Thani málið sem kemur til meðferðar dómstóla í byrjun næsta árs. Fleiri stór Kaupþingsmál verða rekin vikurnar þar á eftir fyrir dómstólum. Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér voru stærstu fjárveitingarnar til embættis sér- staks saksóknara á fjárlögum árin 2011 og 2012, þremur til fjórum árum eftir hrunið. Athygli vekur að á þeim árum reyndust fjárveitingar ríflegar og því gat embættið lagt til hliðar til að mæta síðari tíma niðurskurði að einhverju leyti. Ætla má að úr málaþunganum dragi þegar rannsókn og málaferlum lýkur sem beinlínis tengjast hruninu. Samkvæmt framansögðu sér þó ekki enn fyrir endann á þeim málum og því er ljóst að helmings niðurskurður frá þessu ári þrengir mjög að getu embættisins til að ljúka málum. Atlaga úr ýmsum áttum Reglulega eru störf embættis sérstaks saksóknara til umfjöllunar og iðulega gerð tortryggileg. Þegar Eva Joly var fengin til ráðgjafar vegna mögulegra efnahags- brota í hruninu taldi hún víst að slíkt yrði reynt af hálfu verjenda sakborninga. Nýverið var embættið borið þeim sökum að hafa stundað ólöglegar hleranir í máli sem tengist meintum umboðssvikum Kaupþingsstjórnendanna Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Allir eru þeir ákærðir fyrir umboðssvik við 78 milljarða króna lánveitingar til sex félaga á Bresku Jómfrúaeyjum skömmu fyrir bankahrunið. Í kjölfarið hefur verjandi Hreiðars Más krafist frávísunar málsins vegna meintra lögbrota embættisins. Frávísunar hefur verið krafist í fleiri málum sem rekin eru af hálfu sérstaks saksóknara fyrir dómi. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort hlerunarmálin leiði til kæru eða hvernig slíkar kærur verða afgreiddar. Samantekið er að sjá sem sótt sé að embætti ríkissaksóknara úr tveimur áttum; frá stjórnvöldum annars vegar og hins vegar frá verjendum bankamanna og annarra sem embættið hefur haft til rannsóknar. Fjárveitingar til embættis sérstaks saksóknara Ár Fjárveiting Útgjöld (milljónir króna) 2009 288 227 2010 754 650 2011 1.249 999 2012 1.325 1.253 2013 849 1.191 2014 566 700 2015 292 (fjárlagfrumvarp 2015) Átakaembætti Ólafur Þ. Hauksson og samstarfsfólk hans hjá embætti sérstaks saksóknara hefur ekki siglt lygn- an sjó undanfarin ár. Mynd Sigtryggur Ari forsætis- og dómsmálaráðherra, undir gagnrýni Hönnu Birnu. Þannig gaf Sigmundur Davíð í skyn að umboðsmaður hefði brotið á mannréttindum innanríkisráðherra með því að birta bréfið opinber- lega: „Það eru mannréttindi allra, þar með talið ráðherra, að hafa and- mælarétt þegar þeir eru sakaðir um hluti.“ Þá gaf Bjarni Benediktsson í skyn að embættið hefði ekki gætt meðalhófs og sagði vinnubrögðin á skjön við annað verklag hjá um- boðsmanni Alþingis. Í kjölfarið héldu þingmenn ríkisstjórnarflokk- anna uppi sömu gagnrýni. Eins og fram hefur komið fékk Hanna Birna sömu meðferð og aðr- ir aðilar og stjórnvöld hvað varð- ar opinbera birtingu á bréfum um- boðsmanns. Embættið hefur um nokkra hríð haft það fyrir venju að birta opinberlega bréf vegna frum- kvæðisathugana á vef sínum, ýmist samdægurs eða daginn eftir að þau eru send. Bréfið sem stjórnarliðar eru óánægðir með að skyldi birtast var birt daginn eftir. Þannig má ljóst vera að gagnrýnin byggir ekki á mál- efnalegum grunni. Sagður hafa hótað umboðsmanni Fleiri áttu eftir að gagnrýna um- boðsmann Alþingis næstu daga. Þannig sagði ritstjóri Morgun- blaðsins til að mynda í Staksteinum að embættið hefði blandað sér af fljótfærni inn í mál sem þegar var til athugunar af öðrum bærum aðilum. Björn Bjarnason tók í sama streng og sagði embættið „leggja lykkju á leið sína til að rökstyðja aðkomu sína að málinu.“ Þá ýjaði hann að því að umboðsmaður smíðaði nýjar regl- ur í þeim tilgangi að koma með að- finnslur við ráðherra. Elliði Vignis- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skrifaði loks harðorðan pistil þar sem hann hjólaði í ríkissaksóknara, lögreglu og umboðsmann og kom fram með þá kenningu að þeir væru að styrkja „valdastöðu sína gagnvart stjórnmálamönnum“. Þá sagði hann „afstöðu“ umboðsmanns og „þrá- kelkni“ athyglisverða en vera kynni að hann hefði „hlaupið út undan sér.“ Ýmsir fleiri áttu eftir að fylgja þessari sömu línu í kjölfarið. Atlagan að embættinu nú er áhugaverð í ljósi sögunnar en um- boðsmaður Alþingis varð fyrir barðinu á Davíð Oddssyni í átökum um fjölmiðlafrumvarpið í maí 2004. Davíð Oddsson gegndi þá einnig embætti dómsmálaráðherra í fjar- veru Björns Bjarnasonar. Hann fékk um þetta leyti í hendur álit Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Al- þingis, um skipan Björns Bjarna- sonar á Ólafi Berki Þorvaldssyni, frænda Davíðs, í embætti hæstarétt- ardómara. Davíð mislíkaði niður- staða umboðsmanns og er sagður hafa haft í hótunum við hann í sím- tali. Tryggvi lýsti því svo við trúnað- armenn sína að Davíð hefði hótað að endurnýja ekki við hann ráðningar- samning enda gengi hann erinda annarra umsækjenda. Var Tryggva brugðið eftir símtalið og íhugaði að tilkynna málið til Alþingis, en emb- ættið heyrir beint undir Alþingi en ekki framkvæmdavaldið.n Framhald á næstu síðu  „Embætti sérstaks saksóknara sætir meiri niðurskurði en dæmi eru um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.