Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 30. september–2. október 201414 Fréttir Vilja Jónínu Ben út úr húsi Skúla n Hefur búið þar síðan 2003 n Deila um fjármuni Skúla sem á eignir upp á um 1,5 milljarða J ónína Benediktsdóttir athafna- kona, sem er einn af forvígis- mönnum detox-meðferðarinn- ar á Íslandi, hefur síðastliðin 11 ár búið án endurgjalds í tæplega 300 fermetra einbýlishúsi í Stigahlíð í Reykjavík. Húsið er í eigu byggingameistarans Skúla Magnús- sonar, sem fæddur er árið 1931, en hann á fjölmargar fasteignir á höfuð- borgarsvæðinu. Síðastliðin ár hefur Jónína búið í húsinu ásamt núver- andi eiginmanni sínum, Gunnari Þorsteinssyni, sem kenndur er við sértrúarsöfnuðinn Krossinn. Enginn þinglýstur leigusamning- ur er til hjá ríkisskattstjóra um bú- setu Jónínu og Gunnars í húsinu og DV hefur heimildir fyrir því að engir fjármunir hafi skipt um hendur vegna veru þeirra þar. Hefur sagt samninginn til Jónína hefur hins vegar haldið því fram að hún hafi sinnt Skúla, sem er tæpur til heilsunnar og hefur meðal annars greinst með Alzheimers, í gegnum árin og að hún hafi sannar- lega gert leigusamning við Skúla sem hann hafi ekki viljað þinglýsa. Sam- kvæmt því sem DV kemst næst hef- ur Jónína því haldið því fram að hún hafi greitt leigu skilmerkilega fyrir að vera í húsinu. Mun Jónína hins vegar telja að um einkamál á milli hennar og Skúla sé að ræða. Þau Skúli hafa umgengist talsvert á liðnum árum og hefur Jónína kall- að hann vin sinn og jafnvel haldið því fram að hún hafi gengið honum í dótturstað. Meðal þess sem þau hafa gert saman oft og tíðum er að fara í sund. Fasteignamat hússins er tæpar 102 milljónir króna en það var byggt árið 1989. Leiguverð á slíku húsi gæti numið um 350 til 400 þúsunda á mánuði á frjálsum leigumarkaði. Sviptur sjálfræðinu Skúli var sviptur sjálfræðinu í mars síðastliðnum og tók lögmaðurinn Hilmar Magnússon við utanumhaldi um eignir hans sem lögráðamað- ur hans. Þetta kemur fram í yfirliti um sjálfræðissviptinguna sem að- gengileg er hjá ríkisskattstjóra, með- al annars í gegnum Lánstraust. DV hefur heimildir fyrir því að ættingj- um Skúla hafi ekki þótt treystandi að hann færi áfram með yfirráð yfir eig- in eignum þar sem heilsu hans hefur hrakað nokkuð. Í yfirlitinu yfir eignir Skúla sem Hilmar skal hafa lagaleg yfirráð yfir sem fjárhaldsmaður kemur meðal annars fram umrætt hús við Stiga- hlíð 70 auk 11 annarra fasteigna, allt frá íbúðum til einbýlishúsa, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Skúli er barnlaus og því eru það systkini hans og börn þeirra sem hafa hlutast til um málefni hans sem erfingjar hans að lögum. Munu það hafa verið þau sem fóru fram á sjálf- ræðissviptingu Skúla, meðal annars í ljósi þess hvernig utanumhaldi um eignir hans var háttað. Einn af ættingjum Skúla, Ingi- björg Svava Ásgeirsdóttir, neitar í samtali við DV að tjá sig um málið þegar eftir því er leitað. Sagðist hafa „lánað“ Jónínu húsið Í samtali við vefmiðilinn Pressuna árið 2011 sagði Skúli Magnússon að hann hefði lánað Jónínu húsið í Stigahlíðinni eftir að hún lenti í erfið- leikum skömmu eftir síðustu alda- mót. „Ég er maðurinn sem lánaði henni húsið (…) Jónína var á þessum tíma í vandræðum og stóð á götunni með börnin. Við vorum málkunnug og hún hringdi í mig og spurði um húsið sem hún vissi að ég átti í Stiga- hlíð. Mér fannst ekki annað en sjálf- sagt að hjálpa henni því ég átti meira en nóg fyrir mig.“ Sú umfjöllun var í tengslum við brúðkaup Jónínu og Gunnars en Skúli leiddi hana inn í kirkjugólfið í athöfninni og héldust þau í hendur líkt og faðir og dóttir. Í frétt Pressunnar kom fram að ekkert fararsnið væri á Jónínu og Gunnari úr húsinu. Skúli sagðist hins vegar ekki líta á sig sem bjarg- vætt Jónínu Benediktsdóttir: „Ég lít nú ekki á mig sem bjargvætt Jónínu því hún hefur bjargað sér sjálf. Þetta er alveg einstök manneskja.“ Jónína þarf að fara 1. desember Eftir að sérstakur fjárhaldsmaður tók við eignaumsýslu fyrir hönd Skúla var Jónínu sagt upp leigu- samningnum. Fyrst var um að ræða þriggja mánaða uppsagnarfrest en hann var svo lengdur upp í sex mánuði. Samkvæmt nýja samn- ingnum þurfa Jónína og Gunnar að vera flutt út úr húsinu í Stigahlíð þann 1. desember næstkomandi. DV hefur heyrt að til standi að þau Jónína og Gunnar flytji í hús sem þau eiga í Kópavogi. Líkt og Ingibjörg Svava vill Jón- ína Benediktsdóttir ekki ræða málið opinberlega og getur því ekki svar- að spurningum DV um það. „Nei, ekki neitt. Þetta er ekki fjölmiðla- mál.“ Krafa Jónínu Fleiri angar eru hins vegar á málinu þar sem Jónína telur að hún eigi rétt á fjármunum úr búi Skúla vegna þeirr- ar aðstoðar sem hún hefur veitt hon- um í gegnum árin. Meðal annars mun vera um að ræða aðstoð við að kaupa í matinn og eins að elda og því um líkt auk þess sem ágreiningur mun vera um eignarhald á sumarhúsi sem Skúli lét byggja. Heimildir DV herma að Jónína hafi reynt að sækja þá fjármuni sem hún telur sig eiga inni hjá Skúla með því að beina sérstöku erindi til sýslumannsins i Reykjavík. Sú upp- hæð sem Jónína krefst hleypur á tug- um milljóna króna. Hingað til hefur kröfugerð Jónínu ekki borið árangur. DV hefur heimildir fyrir því að samanlagðar eignir Skúla Magnús- sonar gætu numið um 1,5 milljörð- um króna. Óljóst hvað verður Eins og er þá er óljóst hvernig sam- skiptum Jónínu Benediktsdóttur og ættingja Skúla Magnússonar mun ljúka. Ljóst er að Jónína og Gunnar munu flytja úr húsinu á næstu mánuðum þar sem þau geta ekki búið þar áfram nema með sam- þykki fjárhaldsmanns Skúla. Húsið er þinglýst eign Skúla og hefur verið í meira en 25 ár. Eftir stendur hins vegar kröfu- gerð Jónínu gegn búi Skúla. Að sama skapi munu ættingjarnir vera að athuga með hvaða hætti samskipti þeirra Skúla og Jónínu voru ná- kvæmlega, til dæmis hvort þau hafi átt í viðskiptum með frekari efnisleg gæði sem Skúli á en hann er fjár- sterkur maður líkt og áður segir. Sem stendur vilja deiluaðilarnir hins vegar ekki ræða málið við DV. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Storma- söm ár Jónína Benediktsdóttir er fyrir löngu orðin þjóðþekkt kona. Þó að hún hafi verið þekkt fyrir síðustu aldamót eftir að hafa verið líkamsræktarfrömuður þá var það í tengslum við sakamál sem nafn hennar varð flestum kunnugt. Hún var nefnilega í sérstakri stöðu í miðju Baugsmálinu sem eins konar brú á milli á þeirra tveggja fylkinga sem höfðu verið stríðandi í því máli. Jónína var ástkona Jóhannesar Jóns- sonar í Bónus um skeið en svo þegar sambandi þeirra lauk hófust deilur á milli þeirra. Jónína tók svo virkan þátt í því fjölmiðlaati sem Baugsmálið var þar sem aðilar úr innsta kjarna Sjálf- stæðisflokksins og helstu forsvars- menn Baugs og viðhengi þeirra deildu svo árum skipti. Baugsmálið sjálft var auðvitað langvinnt sakamál sem fór fram fyrir dómi en á meðan fór fram PR-stríð sem ekki var síður hart og langt. Tölvupóstur á milli Jónínu Bene- diktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, rataði á síður Fréttablaðsins eftir að hafa að sögn verið stolið úr tölvu Jónínu. Pósturinn var æsilegur á köflum og gaf samsæriskenningum um vonda trú Morgunblaðsmanna og harða kjarnans í kringum Davíð Oddsson byr undir báða vængi. Jónínupósturinn átti stóran þátt í því að snúa almenn- ingsálitinu á Íslandi nokkuð á sveif með forsvarsmönnum Baugs. Síðan þá má segja að Jónína hafi verið nær stöðugt í fjölmiðlum. Bæði vegna detoxmeðferða og svo síðar vegna hjónabands hennar og predikarans Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum en ýmislegt hefur gengið á í þeim sértrúarsöfnuði á liðnum árum og hefur Gunnar meðal annars verið vændur um meinta óeðlilega kynferðislega háttsemi gagnvart konum í Krossinum. Þannig varð eróbikk- og detoxfrömuðurinn Jónína Benedikts- dóttir að leikmanni og þátttakanda í einu stærsta fjölmiðla- og sakamáli Íslandssögunnar. Jónína er ennþá í kastljósi fjölmiðla og verður það líklega áfram. „Ég er maður- inn sem lánaði henni húsið Velgjörðarmaður Skúli Magnússon er vel- gjörðarmaður Jónínu. Hann leiddi hana upp að altarinu í brúðkaupi hennar og Gunnars Þorsteinssonar árið 2011. MyndIr SIgtryggur ArI Á að flytja Jónínu hefur verið gert að flytja úr Stigahlíðinni. Hún hyggst flytja í Kópavog.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.