Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 30. september–2. október 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 L eiga á einkabílum getur verið varasöm, eins og DV hefur að undanförnu fjallað um. Passa þarf að öll tilskilin leyfi séu til staðar og bílar rétt tryggðir en vilji einstaklingar leigja bílana sína út verða þeir að hafa bílaleiguleyfi ef þeir skrifa sjálfir undir samninginn. Séu þeir hins vegar að leigja bílinn sinn til bílaleigu sem síðan leigir bíl- inn áfram til viðskiptavinar síns þarf eigandi bílsins ekki að vera með leyfi, enda mega bílaleigur áframleigja bíla hafi þær til þess leyfi. Viðgerð upp á milljón Ársæll Guðmundsson lenti í því í sumar að jeppi sem hann á og leigði út, varð fyrir slæmu tjóni. Bílinn hafði hann leigt út í gegnum fyrirtækið Car- renters, þar sem hann auglýsti bílinn til leigu og það voru tveir bandarískir menn sem vildu fá hann leigðan. „Það fór vatn inn á vélina og nú bíð ég eft- ir því að bíllinn komist á verkstæði. Þessir menn ætla að borga viðgerðina, en ég myndi giska á að viðgerðin kosti eina milljón,“ segir Ársæll. Hann segist ekki hafa kynnt sér skilmálana hjá Carrenters almenni- lega áður en hann auglýsti bílinn sinn til leigu, en viðurkennir að hans skilningur hafi verið sá að tryggingar myndu ná yfir tjón á bílnum. Hann tryggði bílinn sem bílaleigubíl, en í þessu tilfelli varð tjónið hins vegar með þeim hætti að bíllinn festist í á. Tryggingafélög greiða almennt ekki fyrir tjón á borð við þetta, þegar vatn flæðir yfir vél vegna aksturs yfir óbrúaða á. Ábyrgðin er ferðamannanna Ársæll segir að Carrenters hafi að- stoðað hann vegna málsins, en segir að þeir geri hins vegar ekki mjög mikið. „Þeir eru bara að sjá um sam- skiptin við þessa útlendinga, en það er bæði og, ég er í því sjálfur líka. Car- renters hefur ekki komið til móts við mig með peninga og segja að ábyrgð- in sé ferðamannanna. Ég á að sjá sjálf- ur um að kalla eftir þessum peningum frá ferðamönnunum og Carrenters er bara að að hjálpa mér við það,“ segir Ársæll. Telur Carrenters aðeins vera miðlun Eins og áður segir þurfa þeir sem ætla að leigja bílinn sinn í atvinnuskyni að vera með bílaleiguleyfi. Í þessu tilviki verður bílaleigan í atvinnuskyni þegar þriðji aðili hagnast á henni, en sá að- ili er Carrenters sem innheimtir gjald fyrir að auglýsa bílinn. Á heimasíðu Carrenters kemur að vísu mjög skil- merkilega fram að tryggingar bæti ekki vatnstjón af þessu tagi og þá lítur fyrirtækið aðeins á sig sem miðlun sem ekki þurfi bílaleiguleyfi. Því nái lög um bílaleigu ekki til þeirra. Ársæll segir að enginn frá Carrenters hafi bent honum á að hann þyrfti að vera með bílaleiguleyfi, sem rímar vel við það sem eigandi Carrenters, Guðmar Valþór Kjartansson, sagði við DV fyrir skemmstu um leigu á einkabíl. Hann telur að þessi leiga sé aðeins í eigin þágu og sé því undanþegin lögum. „Það stendur bara í fyrstu grein- inni. Við erum bara bókunarþjón- usta, eins og Airbnb er til dæmis. Þeir eru ekki með hótelrekstrarleyfi, held- ur eru bara bókunarþjónusta. Sjálf- ir erum við ekki með bílaleiguleyfi,“ sagði Guðmar. Hann segir það fara eftir viðskiptavininum hvort fyrirtæk- ið ráðleggi viðkomandi að verða sér úti um bílaleiguleyfi. „Við erum með bílaleigur sem viðskiptavini sem auð- vitað hafa leyfi og svo eru einstak- lingar sem hafa sótt um leyfi líka. Að mínu mati kemur það skýrt fram í fyrstu greininni að leiga í eigin þágu sé undanþegin,“ sagði Guðmar. n n Ferðamenn festu bílinn og vélin skemmdist n Tjónið fæst ekki bætt Tjón upp á milljón Ársæll Guðmundsson þarf að treysta á að leigutakarnir vilji borga viðgerðina. Myndin er úr safni. Mynd SigTryggur Ari Einkabíllinn eyði- lagðist í útleigu rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Carrenters hefur ekki komið til móts við mig með pen- inga og segja að ábyrgðin sé ferðamannanna. Fjölskyldan veit ekkert um ferðir Markus Hlé gert á formlegri leit en rannsókn lögreglu heldur áfram L ögreglu og björgunarsveitum hafa ekki borist nýjar vís- bendingar varðandi þýska ferðamanninn Christian Mathias Markus sem hefur verið leit- að undanfarna daga. Engin leit fór fram á sunnudag eða á mánudag, en víðtæk leit var gerð á laugardaginn þar sem 50 manns komu að henni. Leitað var við afar erfiðar aðstæður. Ákveðið var að gera hlé á leitinni þar sem hún hefur engu skilað. Markus hafði ekki upplýst fjöl- skyldu sína um ferðalagið til Íslands og vissi hún því lítið sem ekkert um ferðir hans. Það var engu að síður fjölskyldan sem hafði samband við lögregluna. Fjölskyldan fór að ótt- ast um Markus á laugardaginn fyrir rúmri viku og hafði því samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið. Vitað er að Markus fór frá hóteli í Breiðavík í Vesturbyggð þann 18. september. Hann var einn á ferð og ók bílaleigubifreið af tegundinni Suzuki Grand Vitara. Bíll hans fannst við Látrabjarg, en vegabréf hans á Austfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum heldur rannsókn sinni áfram og biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf Christians að láta vita. Ekki er talið að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti. Hafi einhver orðið var Markus frá 18. september óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450-3730 eða til neyðarlínunnar. n astasigrun@dv.is Erfiðar aðstæður Eftirgrennslan lög- reglu heldur áfram. Vilja að einstaklingar verði sektaðir Neytendasamtök Íslands hafa skorað á samkeppnisyfirvöld að beita refsiákvæðum samkeppnis- laga gagnvart einstaklingum í auknum mæli frekar en að fella háar sektir á brotleg fyrirtæki. Telja samtökin að háar sektir á fyrir- tæki í einokunarstöðu, líkt og MS, verði aðeins til þess að sektun- um verði velt út í verðlagið. Skaði vegna slíkra sekta endi því hjá neytendum en ekki hjá þeim sem „skömmina eiga,“ eins og segir í frétt á vefsvæði samtakanna. Þá krefjast samtökin þess einnig að allar undanþágur mjólkuriðnað- arins gagnvart samkeppnislögum verði afnumdar og hvetja þau jafn- framt neytendur til að sniðganga vörur frá MS eins og hægt er. Göngin lengdust um 65 metra Vinna við Vaðlaheiðargöng gengur vel, en fyrir skömmu var ákveðið að hefja gangagröft í Fnjóskadal. Ástæðan var erfiðar vinnuaðstæður í göngunum Eyja- fjarðarmegin, en þar var búið að grafa rúmlega tvo og hálfan kílómetra inn í Vaðlaheiði. Þar hefur heitt vatn streymt inn í göngin allt frá því í febrúar og gert vinnumönnum erfitt fyrir. Í síð- ustu viku lengdust göngin um 65 metra austan megin en á sama tíma var flokkur erlendra sér- fræðinga að störfum vestan megin í göngunum. Þeir voru þangað komnir til að stöðva flæði heita vatnsins inn í göngin en þeir taka að sér slík verk um allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.