Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 30. september–2. október 2014 Fréttir 3 Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk. Mikilvægast er að hlúa að börnunuM n Mariusz Brozio neitar að hafa valdið dauða eiginkonu sinnar n Glímdi við andleg veikindi M aðurinn sem úrskurðað­ ur var í gæsluvarðhald á sunnudag, grunaður um að hafa verið valdur að dauða eiginkonu sinnar, heitir Mariusz Brozio. Hann neitar sök í málinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Mariusz hafi ekki komið áður við sögu lögreglu vegna sakamála. Hann hefur hins vegar komið við sögu lögreglu vegna annarra mála og þá hefur hann verið vistaður á geðdeild vegna andlegra veikinda. Heimildir DV herma að veikindin séu nýtilkomin. Hlúa að börnunum Konan sem lést á heimili sínu að Stelkshólum 4 í Reykjavík síðast­ liðinn laugardag var 26 ára. Eigin­ maður hennar, Mariusz Brozio 28 ára, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október grun­ aður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að þrengt hafi verið að öndunarvegi hennar þannig að hún kafnaði. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru á heimilinu er móðir þeirra lést. Þeim hefur verið kom­ ið í viðeigandi umönnun hjá barna­ verndaryfirvöldum. Unnið er að því að koma börnunum fyrir hjá vina­ fólki hjónanna hér á landi og þá er bróðir konunnar kominn til lands­ ins. „Þetta er algjör harmleikur. Maður er alveg í öngum sínum yfir þessu, sérstaklega varðandi börnin. Það er númer eitt, tvö og þrjú núna að hlúa að þeim,“ segir aðstandandi mannsins í samtali við DV. Neitar sök Samkvæmt heimildum DV hringdi Mariusz í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði hon­ um að kona sín væri látin. Vinur­ inn hringdi í kjölfarið í lögreglu. Við komu á vettvang vaknaði strax grun­ ur um að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti. Mariusz neitar staðfastlega sök. Engu að síður ákvað hann að kæra ekki gæsluvarðhaldsúrskurð hér­ aðsdóms. Samkvæmt heimildum DV vill hann sýna lögreglu sam­ vinnu, auðvelda henni rannsóknina og vill að málið upplýsist sem fyrst. Mariusz hefur verið fluttur á Litla­ Hraun þar sem hann situr í einangr­ un. Frekari yfirheyrslur yfir honum munu fara fram á næstu dögum. Aðstandendur í áfalli Hjónin kynntust á Íslandi en koma bæði frá Póllandi. Þau giftu sig úti í Póllandi árið 2012 og höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan starfaði við ræstingar á hóteli en Mariusz starfar við að leggja ljósleiðara. Aðstandendur fjölskyldunnar eru harmi slegnir vegna málsins. Konunni er lýst sem fyrirmyndarmóður og góðri mann­ eskju af vinum. Þá sé Mariusz ekki þekktur fyrir ofbeldi. Jacques War­ ren Loxton, nágranni ungu hjón­ anna, segir þau hafa verið gott fólk, vinalegt og hjálplegt. „Þau voru glöð og góð. Börnin þeirra eru yndis­ leg,“ sagði hann í samtali við DV. „Þetta er mikið áfall. Við erum alveg í sjokki.“ n „Þau voru glöð og góð. Börnin þeirra eru yndisleg. Nágrannar í áfalli Við komu á vettvang vaknaði hjá lögreglu strax grunur um að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti. MyNd Sigtryggur Ari Áslaug Karen Jóhannsdóttir/ Ásta Sigrún Magnúsdóttir aslaug@dv.is / astasigrun@dv.is Neitar sök Mariusz Brozio leiddur fyrir hér- aðsdóm á sunnudag. MyNd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.