Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 30. september–2. október 20148 Fréttir Almenningur fjármAgnAr tækjAkost lAndspítAlAns S tór hluti fjármagns Landspítalans sem varið er til tækjakaupa kemur frá al- menningi og félagasamtök- um. Hægt er að fullyrða að ekki hefði verið hægt að bjóða upp á viðunandi þjónustu á spítalan- um síðustu árin, án þessa gjafafjár. Árið 2013 komu 23 prósent af öllu fé, sem varið var með beinum hætti til tækjakaupa, frá almenningi, eða 292 milljónir. Til viðbótar má ætla að það ár hafi almenningur gefið spítalanum búnað og tæki fyrir um 340 milljónir króna. Erfitt er að meta virði þeirra gjafa nákvæm- lega því spítalinn sér ekki sjálfur um kaupin. Er þá um að ræða allt frá lífsnauðsynlegum lækninga- tækjum til sófa og málningarvinnu. Samtals er því um að ræða gjafafé og gjafir að andvirði rúmlega 600 milljóna króna sem komu frá al- menningi á síðasta ári. Þarf líka að taka fé úr rekstrinum Árið 2013 varði spítalinn 1.292 milljónum króna til tækjakaupa. Gjafafé og gjafir, sem spítalinn hef- ur fengið, til viðbótar við fjárfram- lög ríkisins, hafa síðustu ár ekki dugað til kaupa á lífsnauðsynleg- um tækjum. Taka hefur þurft fé úr rekstrinum til að brúa bilið, en á síðasta ári var sá hluti 11 prósent af heildarútgjöldum vegna tækja- kaupa. Árin á undan var þessi pró- sentutala þó margfalt hærri. Árið 2007 voru til að mynda 62 pró- sent fjármagns til tækjakaupa tekin beint úr rekstrinum. Þegar fé er tek- ið úr rekstrinum með þessum hætti þarf að draga saman í starfsemi spítalans á einhverju sviði. Ástandið skánar vonandi Ástandið mun þó væntanlega skána á næstu árum, en á síðasta ári gerðu stjórnvöld, í samstarfi við Landspítalann, tækjakaupaáætlun til framtíðar. „Þetta hefur skánað síðustu tvö árin, því þessi ríkisstjórn og ríkis- stjórnin á undan hafa veitt meira fé í þetta. Ástandið er samt ekki orðið gott. Þeir lofa því að veita meira fé áfram og ef það loforð heldur þá þá verður þetta vonandi kom- ið í ásættanlegt horf eftir þrjú til fimm ár,“ segir Jón Hilmar Friðriks- son, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, en hann leiðir jafnframt tækjakaupaáætlun spítalans. Í ár og á næsta ári hefur spítalinn fengið um 1,5 milljarða króna frá ríkinu til tækjakaupa og þykir það viðunandi. „Spítalinn var kominn á þann stað að geta ekki veitt ákveðna þjónustu, á meðan féð var skorið við nögl,“ bætir Jón Hilmar við. Það að spítalinn hafi í fjölda ára neyðst til að taka mikið fé úr rekstrinum til tækjakaupa, segir hann einnig hafa verið falda hag- ræðingarkröfu. „Menn þurftu bara að kaupa tækin hvort sem þeir áttu fyrir þeim eða ekki, það var ekkert val. Annaðhvort þurfti að hætta að gera eitthvað eða taka úr rekstrinum. Með því að segja að spítalinn fái ekki nóg fyrir tækjum þá er verið að neyða hann til að taka fjármagn annars staðar frá. Það þýðir ein- faldlega að sá peningur verður ekki notaður í eitthvað annað.“ „Bara súrrealískt“ Aðspurður hvort það sé ekki óeðli- legt að almenningur sé að kaupa jafn stóran hluta af lífsnauðsynleg- um tækjum inn á spítalann og raun ber vitni, svarar Jón Hilmar játandi. „Þangað til síðustu tvö til þrjú ár var þetta bara súrrealískt. Stundum var gjafafé meira en það sem ríkið lagði fram og það þekkist bara ekki í vest- rænum heimi.“ Hann segir viðmiðið á Norður- löndunum vera þannig að þrjú til fimm prósent af rekstrarkostnaði fari í tækjakaup. Inni þeim tölum er bæði viðhald á eldri tækjum og kaup á nýjum og fullkomnari tækj- um. Ef þrjú prósent af rekstrarkostn- aði Landspítalans færu í tækjakaup þá væri sú upphæð um það bil 1,5 milljarðar króna. „Við höfum sagt að við þurfum 1,5 til 2,5 milljarða að jafnaði á hverju ári. Sum árin þegar þarf að kaupa mjög dýr tæki þarf þetta að vera meira, en önnur ár getur það verið minna.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu var ríkið aðeins að veita um 200 til 300 millj- ónum króna til tækjakaupa á ári, fram til ársins 2013. Það eru aðeins um tíu prósent af eðlilegum útgjöld- um spítala til tækjakaupa, miðað við það sem gengur og gerist í ná- grannalöndunum. Jón Hilmar bendir á að vegna fjársveltis í langan tíma sé uppsöfn- uð þörf á tækjakaupum nú mjög mik- il. Það sé því viðviðbúið að á næstu árum þurfi meira fé til kaupanna en ef aðstæður væru eðlilegar. Ríkið leggur ekki krónu í barnaspítalann Hann segir gjafafé til spítalans nýt- ast á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi er um gjafir og gjafafé sem eru ekki endilega til kaupa á lífsnauðsynleg- um tækjum. Þau tæki eru engu að síður nauðsynleg, bæði til að auð- velda sjúklingum dvölina og starfs- fólkinu vinnu sína. Í öðru lagi eru það gjafir, eins og til barnaspítal- ans, sem er tækjum búinn eins og fullkomnasti barnaspítali í heimi, en ríkið hefur ekki lagt krónu í hann áratugi. Þær gjafir hjálpa spítalan- um í heild því þá þarf barnaspít- alinn ekki að sækja í þessa takmörk- uðu sjóði sem til eru. Í þriðja lagi eru það þessar stóru gjafir, sem eru jafnvel forsenda breytinga. Eða hafa allavega orðið til þess að breytingar urðu mun fyrr en ella. Dæmi um það er söfnun fyrir svokölluðum aðgerðarþjarka, sem tekinn verður í notkun á næsta ári. Það hefði verið erfitt að fara í kaup á honum nema fyrir það söfnunarfé sem kom inn.“ Kaup á rúmum sitja á hakanum Jón Hilmar segir að þau tæki sem ekki flokkast sem lífsnauðsynleg Upplýsingar um tækjakaup síðustu árin n Tölur í milljónum króna 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 Fjárfesting til tækjabúnaðar 1.292 567 740 737 783 726 537 439 Styrkir til fjárveitingar í tækjabúnaði 292 93 185 181 29 115 14 6 Hlutfall 23% 16% 25% 25% 4% 16% 3% 1% Fjárveiting frá ríki 862 412 211 237 318 226 191 201 Hlutfall 67% 73% 28% 32% 41% 31% 36% 46% Framlag úr rekstri LSH 137 62 344 319 436 385 332 232 Hlutfall 11% 11% 46% 43% 56% 53% 62% 53% Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Vert er að taka fram að ekki var haldið utan um gjafafé til spítalans með skipulögðum hætti þangað til fyrir þremur til fjórum árum og skýrir það hve lágt hlutfallið var fyrir árið 2010. Hægt er að fullyrða að hlutfallið fyrir þann tíma sé stórlega vanmetið. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Ástandið var óásæattanlegt Gjafafé til Landspítalans var í mörg ár meira en það sem ríkið lagði til tækjakaupa.„Menn þurftu bara kaupa tækin hvort sem þeir áttu fyrir þeim eða ekki, það var ekkert val. Almenningi að þakka Hægt er að fullyrða að ekki hefði verið hægt að veita viðunandi þjónustu á Landspítalanum síðustu ár, nema vegna gjafa frá almenningi. mynd SigTRygguR ARi n Fékk lengi aðeins um 10 prósent af eðlilegum útgjöldum til tækjakaupa n Öll tæki á Barnaspítalans eru keypt fyrir gjafafé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.