Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 3
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Fréttir 3 „Þetta er alveg stórfurðulegt“ Höfundur tölvupóstsins skilur ekki hvað Davíð Oddssyni gekk til V ið konan mín hlógum mik- ið að þessu um helgina,“ segir Tryggvi Gunnarsson kennari, sem sendi fjöl- miðlum, stjórnmálamönn- um og forseta Íslands afrit af harð- orðum tölvupósti hinn 30. janúar. Á laugardaginn var svo vitnað í tölvu- póstinn í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins og fullyrt að sendandinn væri alnafni kennarans, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Al- þingis og fyrrverandi nefndarmað- ur í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Sendi Hannesi bréfið „Ég skil ekki hvernig Davíð gat dottið í hug að umboðsmaður Al- þingis væri að senda bréf til fjöl- miðla, forseta og stjórnmálamanna. Þetta er alveg stórfurðulegt og dóm- greindarleysið algjört,“ segir bréfrit- arinn. Tölvupósturinn sem Morgun- blaðið vitnaði í var sent DV, Vísi, Stöð 2, RÚV, forsetanum og formönnum stjórnmálaflokka hinn 30. janúar. Morgunblaðið fékk ekki bréf- ið á þessum tíma, en Tryggvi segist hins vegar hafa sent Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni stjórnmálafræði- prófessor sama tölvupóstinn fyr- ir aðeins örfáum dögum. „Það hlýtur að vera þess vegna sem rit- stjóri Morgunblaðsins er að vitna í bréfið núna,“ segir Tryggvi sem tel- ur líklegt að prófessorinn hafi afhent Davíð tölvupóstinn. „Svo er vægast sagt sérkenni- legt að Davíð skuli tala um að aðr- ar fréttastofur hafi legið á þessum tölvupósti. Ætli hann haldi þá að fjölmiðlar séu í einhverju samsæri? Þagi um tölvupósta sem umboðs- maður Alþingis sendir? Þetta er al- veg furðulegt mál,“ segir Tryggvi sem jafnframt undrast að Mbl.is skuli halda því fram að tölvupósturinn sé falsaður. Í tölvupóstinum, sem send- ur er af netfanginu tryg49@hotmail. com, er hvergi gefið í skyn að bréfrit- ari sé umboðsmaður Alþingis. Samhengi hlutanna Alnafni bréfritara hefur gegnt emb- ætti umboðsmanns Alþingis frá ár- inu 1999 og hefur Davíð áður gert atlögu að honum. Hinn 14. maí árið 2004 greindi DV frá óhefðbundnum samskiptum Davíðs Oddssonar við Tryggva. Davíð var á þessum tíma forsætisráðherra og settur dóms- málaráðherra í fjarveru Björns Bjarnasonar. Í byrjun mánaðarins hafði Davíð tekið við áliti umboðs- manns þar sem athugasemdir voru gerðar við skipan Ólafs Barkar Þor- valdssonar, frænda hans, í embætti hæstaréttardómara. Davíð hringdi þá í Tryggva Gunnarsson og hafði í hótunum við hann. DV gerði mál- inu ítarleg skil en Davíð þverneitaði að svara fyrir það á þingi. Rúmlega fjórum árum síðar, 30. desember árið 2008, voru aðstæð- ur á Íslandi breyttar; Davíð Odds- son hafði fært sig af ráðherrastóli og komið sér fyrir í Seðlabanka Ís- lands. Íslenska fjármálakerfið var á hliðinni, Ísland einangrað á al- þjóðavettvangi og Seðlabankinn tæknilega gjaldþrota. Þennan dag skipaði forsætisnefnd Alþing- is þrjá menn í rannsóknarnefnd um aðdraganda og orsakir banka- hrunsins, þeirra á meðal Tryggva Gunnarsson. Skýrslunni var skilað hinn 12. apríl árið 2010, en í henni er meðal annars fullyrt að Dav- íð Oddsson hafi sem bankastjóri Seðlabanka Íslands sýnt af sér van- rækslu í starfi í aðdraganda banka- hrunsins. n „Ég skil ekki hvernig Davíð gat dottið í hug að umboðsmaður Al- þingis væri að senda bréf til fjölmiðla, forseta og stjórnmálamanna. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Ruglaðist Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var umboðsmaður Alþingis ranglega sagður höfundur tölvupósts sem sendur var fjölmiðl- um og stjórnmálamönnum í janúar. Fúll vegna frænda Davíð Oddsson hafði, sem settur dómsmálaráðherra, afskipti af umboðsmanni Alþingis þegar gerðar voru athugasemdir við skipan Ólafs Barkar Þor- valdssonar sem hæstaréttardómara. Rannsakaði hrunið Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sat í rann- sóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Safnar fyrir börn með sérþarfir Sjálfboðaliði í Suður-Afríku leitar að styrktarfé Þ essi drengur er yfirleitt kom- inn í þessa stöðu nokkrum mínútum eftir að hann er settur í stólinn sinn. Í stað ör- yggisbeltis er hann kirfilega bund- inn í stólinn með hálsbindi sem rennur upp undir rifbeinin á honum þegar hann sígur niður í stólnum. Mig langar mikið að bæta úr þessu!“ Þetta skrifar sjálfboðaliðinn Sólveig María Sigurbjörnsdóttir undir með- fylgjandi mynd á fjáröflunarsíðu til styrktar suður-afrískum skóla fyrir börn með sérþarfir. Sólveig er stödd í Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði í skóla sem ber heitið Elundini og er fyrir börn með fatlanir, bæði líkamlegar og and- legar. Samtökin sem hjálpa þessum skóla heita SAVE og eru suður-afrísk. Á Facebook-síðu fjáröflunarinnar segir Sólveig að aðstæður í skólanum séu mjög bágar – kennslustofurn- ar litlar og kaldar og útileiksvæðið ekkert nema malbik. Þá segir hún að hjálpartækin sem börnin noti séu úr sér gengin og skítug. „Þar sem svo margt vantar upp á til að Elundini-skólinn og aðbún- aður hans verði mannsæmandi er það ósk mín að geta safnað fé, sem fer í það að kaupa ný hjálpartæki og annað það sem skólann vantar,“ seg- ir Sólveig á fjáröflunarsíðunni. Hún segir stefnuna setta á að safna hund- rað þúsund krónum en nú þegar hafa safnast fjörutíu þúsund krónur. Pen- ingarnir munu meðal annars renna í göngugrind handa 3–4 ára gamalli stúlku sem og aukahluti í hjólastóla, svo sem sessur, vatnsheldar hlíf- ar á sessur og öryggisbelti. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta lagt pen- ing inn á eftirfarandi reikning – 0344- 26-007836 – sem er á kennitölu Sól- veigar – 221185-2269. n jonbjarki@dv.is Vill bæta aðstöðuna Sjálfboðaliðinn Sólveig María Sigurbjörnsdóttir leitar að fjármagni til þess að kaupa ný hjálpartæki fyrir börn með sérþarfir í Suður-Afríku. OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.