Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 10
Vikublað 15.–17. júlí 201410 Fréttir
F
ramtíð íslensku geitarinn-
ar er í bráðri hættu. Rekstur
geitabús Jóhönnu Bergmann
Þorvaldsdóttur, langstærsta
geitfjárræktanda landsins, er
á leiðinni í þrot. Arion banki hefur
sent henni tilkynningu þess efnis að
fasteign hennar að Háafelli í Hvítár-
síðu, þar sem hún stundar geitabú-
skap og heldur heimili, verði boðin
upp og seld hæstbjóðanda í byrjun
september næstkomandi til lúkn-
ingar 46 milljóna skuldar búsins
við bankann. Það þýðir að 22 pró-
sent íslenska geitfjárstofnsins og 96
prósent hins kollótta hluta stofnsins
– 200 geitur í heildina – eru að lík-
indum á leiðinni í sláturhúsið. „Ég
tapa jörðinni í september, og öllum
geitunum með, ef ekkert gerist,“ seg-
ir Jóhanna í samtali við DV en hún
hefur stundað geitfjárrækt frá árinu
1999 án teljandi aðstoðar frá hinu
opinbera. Hvorki Arion banki né
stjórnvöld hafa sýnt nokkurn áhuga
á að hlaupa undir bagga með búinu,
að sögn Jóhönnu. „Okkur er neitað
um frekari frest,“ segir hún og eigin-
maður hennar, Þorbjörn Oddsson,
bætir við: „Ég fer bráðum að smala
þessu í sláturhúsið bara. Það er ekk-
ert annað sem liggur fyrir.“
80 þúsund á ári
Sem kunnugt er njóta sauðfjár- og
kúabændur ríkulegra styrkja frá
stjórnvöldum. Sem dæmi má nefna
að sauðfjárbóndi með tvö hundruð
gripi fær um tvær milljónir árlega
í beingreiðslu frá hinu opinbera.
Geitabóndar sitja við allt annað
borð. „Ég fæ áttatíu þúsund krón-
ur á ári í landbúnaðarstyrk.“ Fyr-
ir hverja geit? „Nei, fyrir allt heila
klabbið. Það er heildarupphæðin
sem ég fæ. Landbúnaðarkerfið virð-
ist einfaldlega ekki hafa pláss fyrir
geitur.“
Þrátt fyrir þetta hefur Jóhanna
ekki látið neinn bilbug á sér finna
og haldið ræktuninni til streitu og
skrimt. Til þess hefur hún þurft að
taka lán, til dæmis fyrir byggingu
fjóss á bænum. „Upphaflega voru
skuldirnar 24 milljónir – fyrir hrun.
En þær eru orðnar 46 milljónir
núna, og það ræður þessi innkoma
ekki við. Ég hef lagt allt í þetta, unnið
launalaust. Börnin mín fengu ekki
allt það sem vinum þeirra fannst
sjálfsagt; þetta hefur verið stöðug-
ur lífróður, “ segir Jóhanna og bætir
við: „Ef ég væri á sléttu fjárhagslega
þá myndi reksturinn standa undir
sér, ef við tökum túristaheimsókn-
Íslenska geitin
í bráðri hættu
n Geitabú Jóhönnu í þrot n Stórum hluta stofnsins slátrað n Ráðherra hyggst ekki bjarga búinu
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is „Ég tapa
jörðinni í
september, og öll-
um geitunum með,
ef ekkert gerist
Gjaldþrota geitabóndi Jóhanna
Bergmann Þorvaldsdóttir hefur helgað
íslensku geitinni líf sitt. Nú er búið henn-
ar, langstærsta geitaræktun landsins, á
leið á hausinn. Mynd SiGtryGGur Ari