Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 12
Vikublað 15.–17. júlí 201412 Fréttir
NeyðarástaNd á leigumarkaði
n Húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu í ólestri n Félagslega kerfið sprungið n Konur slíta síður ofbeldissamböndum n Einstæðum foreldrum ráðlagt að leigja saman
H
úsnæðismál í Reykjavík eru
í miklum ólestri. Leigu-
verð er í hæstu hæðum og
fasteignaverð hækkar frá
mánuði til mánaðar. Fjöl-
margir greiða þorra ráðstafanatekna
sinna í leigu á mánuði en stand-
ast þrátt fyrir það ekki greiðslu-
mat á lánum sem bera lægri af-
borganir. Þau lán sem bjóðast bera
háa greiðslubyrði miðað við þró-
un launa og á sama tíma er skortur
á húsnæði sem hentar tekjulægstu
hópunum, bæði á leigu- og kaup-
markaði. Hátt leiguverð hefur
keðjuverkandi áhrif sem gerir það
ómögulegt fyrir marga að leggja til
hliðar fé til íbúðarkaupa.
DV leitaði eftir frásögnum fólks
á leigumarkaði en staðan er slæm
hjá stórum hópi fólks. Fólk lýsir
ástandinu eins og „frumskógi“ eða
„villta vestrinu“. Fólk á öllum aldri
og úr ólíkum starfsstéttum sendi
DV sögu sína. Fæstir treystu sér til
að koma fram undir nafni. Sumir
af ótta við að missa núverandi hús-
næði.
Félagslegar afleiðingar
Félagslegar afleiðingar versn-
andi aðstæðna á leigumarkaði eru
gríðarlegar. Hátt leiguverð kemur
meðal annars í veg fyrir að konur
slíti ofbeldissamböndum, því þær
hafa ekki efni á því að standa á eig-
in fótum. Öryrki á sjötugsaldri, sem
missti leiguíbúðina sína og hefur
gist á legubekk í bókaherbergi vin-
konu sinnar í rúmt ár, er ekki met-
inn í brýnni húsnæðisþörf og þá er
einstæðum foreldrum ráðlagt að
leigja saman íbúðir því einar tekjur
duga einfaldlega ekki fyrir leigu.
Þá eru 856 á biðlista eftir fé-
lagslegu húsnæði í Reykjavík, 329 í
Hafnarfirði og 237 í Kópavogi. 810
eru á biðlista hjá Stúdentagörðum
og á enn eftir að vinna úr yfir 100
umsóknum sem gætu skilað sér inn
á þann lista.
Bólumyndun á markaði
Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA
hefur á undanförnum misserum
keypt upp íbúðir á höfuðborgar-
svæðinu í stórum stíl sem hefur
leitt til hækkandi fasteignaverðs og
hækkandi leiguverðs en félagið hef-
ur verið nefnt sem stór áhrifavaldur
í þróun á leigumarkaði. Formaður
Fasteignafélags Íslands hefur meðal
annars gagnrýnt félagið í fréttum og
sagt það hafa bólumyndandi áhrif á
húsnæðismarkaði. Í maí síðastliðn-
um átti félagið um 350 íbúðir á höf-
uðborgarsvæðinu og í samtali við
Vísi sagði Gísli Hauksson, forstjóri
GAMMA, að til stæði að kaupa 850
íbúðir til viðbótar á næstu þremur
árum.
Þá sagði Jóhann Már Sigur-
björnsson, formaður Samtaka
leigjenda á Íslandi, í samtali við
Morgunblaðið að dæmi væri um
að 500 manns hefðu sótt um að
leigja sömu íbúðina. Þá sagði hann
stór leigufélög nýta sér ástandið og
hækka leigu íbúða um allt að 30.000
krónur á einu bretti.
Engin lausn í bráð
Engin lausn virðist vera á næsta leiti.
Reykjavíkurborg hyggst byggja á bil-
inu 2.000–3.000 íbúðir á næstu árum
og mun það líklega hafa dempandi
áhrif til lengri tíma litið. Í maí skilaði
verkefnisstjórn um framtíðarskip-
an húsnæðismála skýrslu til Eygló-
ar Harðardóttur, félags- og húsnæð-
ismálaráðherra. Þar var lagt til að
fjármögnun húsnæðislána verði
breytt, húsnæðissparnaður festur
í sessi og leigumarkaðurinn efldur
með margvíslegum aðgerðum. Eygló
Harðardóttur félagsmálaráðherra
er í sumarfríi um þessar mundir en
samkvæmt Matthíasi Imsland, að-
stoðarmanni ráðherra, hófst vinna
að frumvörpum byggðum á tillögun-
um strax og þær bárust. Vonir standa
til að þau verði lögð fyrir á komandi
haustþingi.
Konur slíta síður
ofbeldissamböndum
„Við vitum fjölmörg dæmi þess að
konur veigri sér við því að slíta of-
beldissamböndum því þær hafa
ekki efni á að búa einar. Þetta er líka
ástæða þess að þær fara aftur heim
eftir dvöl í Kvennaathvarfinu.“ Þetta
segir Sigþrúður Guðmundsdótt-
ir, fræðslu- og framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins, í samtali við DV.
Hún segir erfiðar aðstæður á leigu-
markaði verða til þess að konur sjá
sér þann kost skástan að búa áfram
við ofbeldi. Þetta blandist síðan inn
í aðrar ástæður þess að erfitt er að
slíta ofbeldissambandi. „Þær ýmist
fá ekki leiguhúsnæði eða leiguhús-
næðið sem býðst er svo dýrt að það
kostar allar tekjur þeirra,“ segir Sig-
þrúður.
Hrekjast á milli
skammtímahúsnæða
Sigþrúður segist óttast þróunina í
húsnæðismálum hér á landi. „Við
horfum upp á það á hverjum ein-
asta degi hvað það er ofboðslega
erfitt að koma sér í nýtt húsnæði.
Við sjáum konur, sem fara frá okk-
ur, hrekjast á milli skammtímahús-
næðis. Þetta þýðir til dæmis enda-
laus skipti á skólum og umhverfi
fyrir börnin, einmitt á tímum sem
þau þyrftu að búa við stöðugleika
og ró. Okkar konur kaupa sér yfir-
leitt ekki húsnæði, heldur leigja sér
húsnæði, eftir að þær fara frá okkur.
En leigumarkaðurinn hefur verið al-
veg gríðarlega erfiður. Hann er bæði
dýr og óvilhallur okkar konum, sem
eru oft erlendar konur eða konur úti
af vinnumarkaði. Einnig konur sem
eru giftar en búa samt sem einstæð-
ar mæður. Þær eiga til dæmis ekki
rétt á húsaleigubótum.“
Ýtir undir misrétti
Sigþrúður segir ástandið einnig ýta
Ásgeir Jónsson
Áslaug K. Jóhannsdóttir
asgeir@dv.is / aslaug@dv.is
„Þær ýmist fá ekki
leiguhúsnæði eða
leiguhúsnæðið sem býðst
er svo dýrt að það kostar
allar tekjur þeirra.
Leigumarkaðurinn óvilhallur okkar
konum Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu-
og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Gríðarlegur fjöldi á biðlista
H
já Félagsstofnun stúdenta eru 810 manns
á biðlista en 116 umsóknir eru enn í
vinnslu. Alls hafa því 926 manns sótt um
íbúð á Stúdentagörðum í haust. Guðrún
Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, segir athygl-
isvert að fjöldi umsókna er í takt við fjölda um-
sókna síðustu ára, þrátt fyrir að þrjú hundruð
nýjar íbúðir hafi verið teknar í notkun í fyrra.
„Við höfum aukið framboðið okkar um 37 pró-
sent en samt linnir ekki fjölda umsókna. Því mið-
ur búum við við það að vera með of lítið framboð
og þess vegna höfum við þurft að setja takmark-
anir. Ákveðnir hópar hafa því forgang,“ seg-
ir Guðrún. Hjá Byggingafélagi námsmanna eru
1.440 skráningar á biðlista, en möguleiki er á að
vera á fleiri en einum biðlista þar sem þeir skipt-
ast á milli hverfa og tegund húsnæðis. „Ég myndi
áætla að það væru á bilinu 500 til 600 einstak-
lingar og fjölskyldur á biðlista hjá okkur,“ segir
Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafé-
lags námsmanna. Hann segir eftirspurnina eft-
ir stúdentaíbúðum meiri en undanfarin ár. „Þá
er einnig minni hreyfing. Námsmenn sem eru
komnir inn fara ekki mikið annað meðan á námi
stendur. Núna er verðmunurinn orðinn það
mikill, og úrræðin á almenna markaðnum færri,
þannig að námsmenn sitja í íbúðunum meðan á
námi stendur.“
Hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags-
ins, eru 288 á biðlista. Björn Arnar Magnússon,
framkvæmdastjóri Brynju, segir fjölda umsókna
hafa aukist töluvert á síðasta ári og að fjöldi
fólks á biðlista hafi aldrei verið meiri en nú.
„Vandinn er mikill og sveitarfélögin virðast ekki
vera að bregðast við honum af fullum þunga.
Mesti vandinn er hérna í Reykjavík,“ segir Björn
Arnar.
Biðlistar eru víða að lengjast hjá sveitar-
félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverð
fjölgun hefur til að mynda verið á biðlista eft-
ir félagslegu leiguhúsnæði hjá velferðarsviði
Reykjavíkurborgar undanfarin ár. Í dag eru 856
manns á biðlista eftir leiguíbúðum hjá Reykja-
víkurborg sem er aukning um 5,8 prósent frá
síðasta ári. Þá eru 218 á biðlista eftir þjónustuí-
búðum og 184 á biðlista eftir sértækum búsetu-
úrræðum. Alls bíða því 1.258 manns eftir hús-
næði hjá Reykjavíkurborg.
Þá eru 237 manns á biðlista eftir félagslegu
húsnæði hjá Kópavogsbæ. Í Hafnarfirði bíða 329
eftir félagslegu húsnæði og 26 í Garðabæ. Níu
eru á biðlista hjá Mosfellsbæ auk fjögurra sem
eru í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélags-
ins en bíða eftir stærra húsnæði. Fjögur mál eru
óafgreidd. Fjórir eru á biðlista á Seltjarnarnesi.
Félagsstofnun stúdenta 810
Byggingafélag námsmanna 500–600
Brynja, hússjóður ÖBÍ 288
Reykjavík 856
Kópavogsbær 237
Hafnarfjörður 329
Garðabær 26
Mosfellsbær 9
Seltjarnarnes 4
Um 1.750 manns á biðlistum eftir að fá félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu