Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 13
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Fréttir 13 NeyðarástaNd á leigumarkaði n Húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu í ólestri n Félagslega kerfið sprungið n Konur slíta síður ofbeldissamböndum n Einstæðum foreldrum ráðlagt að leigja saman undir misrétti í samfélaginu. „Við sjáum það að erlendu konurnar okk- ar eiga alveg óskaplega erfitt með að fá íbúð á meðan íslensku konunum gengur betur. Ástandið eykur því enn á bilið milli nýrra og gamalla Ís- lendinga, ef svo má að orði komast. Konur af erlendum uppruna eiga erfitt uppdráttar á leigumarkaði. Við sjáum oft leiðinda framkomu gagn- vart þeim. Þeim er sagt að búið sé að leigja út íbúðina en þær frétta það síðan seinna að það hafi ekki ver- ið gert. Það liggur þá ljóst fyrir að ekki er vilji til að leigja þeim íbúðir þó að ekkert liggi fyrir nema nafnið þeirra,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, fræðslu- og framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins. Leigusalar farnir í þrot „Þetta kemur alveg afskaplega illa við okkar hóp. Þörfin á félagslegu húsnæði er mikil og eftirspurn- in er gríðarleg. Mjög margir hafa misst leiguíbúðirnar sínar, meðal annars vegna þess að leigusalarn- ir hafa misst íbúðirnar,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, í samtali við DV. Þess má geta að um 288 manns eru nú á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Brynju sem er Hússjóður Öryrkja- bandalagsins. Öryrkjar á götunni Ellen segist einnig merkja það að misjafnar áherslur eru notaðar til að meta hvort fólk sé í brýnni húsnæð- isþörf eða ekki. Hún nefnir dæmi um konu á sjötugsaldri sem hefur verið á biðlista eftir félagslegu hús- næði í rúmt ár. „Þetta er ekkja sem missti húsnæði sitt fyrir rúmlega ári síðan. Hún er ekki talin vera í mjög brýnni húsnæðisþörf því hún fær að sofa í bókaherbergi hjá vinkonu sinni. Hún á sér hins vegar ekkert einkalíf og getur eðlilega ekki boð- ið fjölskyldu sinni og vinum í heim- sókn. Þetta ástand þykir einhverra hluta vegna ásættanlegt,“ seg- ir Ellen og bætir við að hún viti um fleiri sambærileg dæmi meðal sinna skjólstæðinga. „Það sem er auð- vitað verst í þessu öllu er að það er fullt af fólki á götunni. Að fá að gista einhvers staðar á legubekk í bóka- herbergi, það er að vera á götunni. Það á ekkert að vera ásættanlegt í ís- lensku samfélagi árið 2014.“ Neyðarástand „Þetta er algjört neyðarástand. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona slæmt áður og þetta bitnar alltaf fyrst á þeim hópi sem er að- eins með einar tekjur,“ segir Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, í samtali við DV. Hún segir marga hafa leit- að til félagsins í brýnum húsnæðis- vanda en því miður séu ekki mörg úrræði í boði. Félagið sjálft hefur þurft að selja þær átta íbúðir sem það átti úti í Skeljanesi. Eftir stend- ur ein íbúð sem leigð er út til ein- stæðra foreldra en ein íbúð sinn- ir engan veginn þeirri þörf sem er meðal einstaklinga í þessum hópi. „Þetta kemur mjög illa við ein- stæða foreldra. Leiguverð er orðið svo gígantískt hátt og þar sem þessi hópur er bara með einar tekjur þá É g er búin að sofa á sófum og dýnum hér og þar. Ég hef ekki foreldra til að hjálpa mér en sem betur fer á ég ótrúlega gott fólk að sem ég er ævinlega þakklát,“ segir Marta Dröfn Björnsdóttir, förðunarmeist- ari og rithöfundur. Marta er 37 ára gömul og gengin 31 viku með sitt fyrsta barn. „Ég var á sófanum hjá ömmu sem er yndisleg en er ekki með aukaherbergi. Ljósmóðir- in bannaði mér að sofa á sófanum þar sem ég er ófrísk þannig að ég hef fengið að vera á dýnu hjá vin- konu minni,“ en Marta hefur um nokkurra mánaða skeið leitað að íbúð. Undanfarna tvo mánuði hef- ur Marta gist á dýnu hjá vinkonu sinni í 40 fermetra íbúð. Marta segir að vinir og ættingjar séu allir af vilja gerðir en búi sjálfir þröngt. Í einskis manns landi „Ég bjó úti á landi með barnsföð- ur mínum. Við hættum saman og ég flutti aftur til Reykjavíkur því þar er mitt bakland og mín nettenging ef maður getur sagt svo,“ en Marta hafði fram að því ekki verið á leigu- markaði frá árinu 2008. „Til að byrja með fékk ég að gista á sófum og dýnum hjá vinum og ættingjum en tókst svo að leigja mér herbergi í um tvo mánuði.“ Eftir að Marta missti herbergið fór að halla undan fæti þar sem hún hafði ekki búið í Reykjavík um skeið og átti því ekki rétt á félagslegri að- stoð. „Ég var í einskis manns landi eða í raun bara eins og útlendingur. Ég var hvergi skráð og átti ekki rétt þaðan sem ég var að koma og ekki í Reykjavík.“ Ótrúlegustu „holur“ Þar sem Marta er ólétt hefur reynst ómögulegt fyrir hana að finna vinnu eftir að hún flutti til Reykja- víkur. „Ég er því með þetta á bilinu 175–200.000 krónur og það er ekki í boði að greiða meira en 150.000 í leigu á mánuði. Það er meira að segja alltof mikið eins og gefur að skilja en það er bara ekkert í boði undir þeirri upphæð. Ef þú færð eitthvað undir 150.000 krónum þá ertu bara stálheppin eða þekkir einhvern góðhjartaðan.“ Marta segist hafa skoðað ótrú- legustu „holur“ frá því hún sneri aftur til Reykjavíkur. „Ég skoð- aði eina íbúð þar sem miðpunktur hennar var sameign. Maður gekk inn úr sameign í svefnherberg- ið, stofuna og klósettið. Hún var pínulítil og samt var leigan 130.000 krónur á mánuði. Þessi staða gerir það að verkum að fólk þarf að búa við undarlegustu aðstæður og er oft að leigja húsnæði sem er ekki einu sinni mannsæmandi.“ Fær loks aðstoð Marta hefur þurft að standa í miklu stappi til að fá rétt á félagslegri að- stoð í Reykjavík en það gekk loks- ins eftir fyrir skemmstu. Ástæðan er sem fyrr sagði sú að Marta hafði ekki verið skráð með lögheimili í Reykjavík nægilega lengi til að upp- fylla þær kröfur sem Reykjavíkur- borg geri. „Ég fór í endalaus viðtöl og mat á hinu og þessu. Því var synj- að og áfrýjað, synjað og áfrýjað en það hófst núna fyrir tveimur vikum og var mikill léttir,“ en Marta segir mikið andlegt álag hafa fylgt ferlinu. Fann íbúð Eftir að Marta ræddi við DV hafði hún samband á ný og hefur hún loksins fundið húsnæði. Marta seg- ir miklu fargi af sér létt. „Ég fann 33 fermetra íbúð og leigi hana á 90.000 krónur. Maður grípur það sem maður fær og sérstaklega eftir svona langa leit. Það er miklu fargi af mér létt en ég vona að saga mín og þessi umfjöllun opni augu fólks um hversu alvarlegt ástandið er.“ n asgeir@dv.is Ófrísk á sófanum er þetta bara orðið alvarlegt vand- ræðaástand.“ Sífellt fleirum hent út Oktavía segir marga hreinlega ekki ráða við hækkandi leiguverð og standa því ekki í skilum við sína leig- usala. „Þetta er mjög mikill vandi. Þeir sem eru á lægstu laununum eða á bótum, þeir fá jafnmikið útborgað og almennt leiguverð er á mánuði. Það er því enginn afgangur. Það er mjög brýnt að taka á þessum mál- um,“ segir hún. Hún segir erfitt að horfa upp á börn sem þurfi að alast upp við það að vera á hrakhólum og aldrei í öruggu húsnæði. Vandinn sé sívaxandi og sífellt fleiri einstæð- um foreldrum er hent út af heimil- um sínum því þeir eiga ekki fyrir leig- unni. „Ég er með nokkrar fjölskyldur núna sem eru svo að segja á götunni.“ Lenda alls staðar á biðlista Aðspurð hvort hún viti dæmi þess að einstæðir foreldrar taki sig til og leigi saman segir Oktavía: „Já, ég hef meira að segja farið út í það að benda einstæðum mæðrum sem koma hingað að leigja saman. En þá þarf samkomulag að vera mjög gott og það eru ekkert allir sem treysta sér til þess. Meira að segja þar sem tveir eru þar er fólk að tala um hversu erfitt það er að leigja. Þá er ekki óalgengt að þær taka bara minna húsnæði. Einstæð móð- ir með þrjú börn er kannski bara í fimmtíu fermetrum því hún getur ekki borgað fyrir meira.“ Oktavía segir húsnæðið sem fé- lagsþjónustan býður upp á ör- uggara en almennan markað. Ör- yggið sé fyrst og fremst fólgið í því að fólk heldur því húsnæði og á ekki á hættu að vera hent út. „En það er bara líka dýrt. Þar er líka biðlisti og þar komast ekki allir að.“ Hún seg- ir úrræði sem áður hafi virkað nú duga skammt. „Ég hef til dæmis hvatt einstæðar mæður til að fara í nám og þannig komið þeim að hjá Byggingafélagi námsmanna með bréfsendingum og hringingum. En núna er það ekki hægt lengur því það eru svo margir sem bíða.“ n n Marta Dröfn tókst á við kerfið og íbúðarleit n Mikið álag Framhald á næstu síðu  „Það sem er auðvit- að verst í þessu öllu er að það er fullt af fólki á götunni. Bílasmiðurinn hf Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.recaro-cs.com Tilboð 53.175 kr. Privia bílstóll & isOFiX festing  Nýr ungbarnabíl- stóll, sigurvegari í sínum flokki 0-13 kg.  ISOFIX festir stólinn á öruggan, fljótan og einfaldan hátt. aðrir sölustaðir Baby Sam og Brimborg Akureyri Marta Dröfn Er ein þeirra fjölda Íslendinga sem hafa upplifað mikinn vanda vegna stöðu húsnæðismála í Reykjavík. MyND HÖrður SveiNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.