Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 15.–17. júlí 201414 Fréttir É g missti íbúðina sem ég leigði fyrir mánuði og er búin að vera á götunni með þrjú börn síðan,“ segir einstæð móðir sem hefur haldið til í hjólhýsi í sumar. „Ég hef ekkert net í kringum mig og ég er inni á vinkonu minni í hjólhýsi því það er enga íbúð að hafa,“ en konan segir öll þrjú börn- in vera með erfiðar greiningar á borð við einhverfu. „Félagslega kerfið er sprungið. Ég er á biðlista en fæ engin svör. Nú fer skólinn að hefjast og óvissan og þessar aðstæður hafa af- gerandi áhrif á börnin.“ Konan segir enga lausn vera í sjónmáli. Ómögulegt að eiga gæludýr „Það sem er erfiðast við leigumark- aðinn er að finna íbúð sem leyf- ir gæludýrahald,“ segir 24 ára gam- all nemi. „Ég var meira en hálft ár að finna mína íbúð en hana er ég að leigja svart á 90.000 krónur á mánuði með skóla. Sem þýðir engar húsaleigubætur fyrir mig. Íbúðin sem ég fann er um 30 fermetrar og það er hægt að finna margt að henni. Ég hef verið hér í tvö ár þrátt fyrir að vera alltaf að leita.“ Flytur einu sinni á ári „Ég er 44 ára kennari með dóttur á 16. ári á framfæri. Ég missti hús- næði mitt í kjölfar hrunsins og hef verið á leigumarkaðnum í nokkur ár. Ég hef þurft að flytja um það bil einu sinni á ári síðan,“ segir einstæð móð- ir sem segist ekki fá neina hjálp frá yfirvöldum. Hún hefur lent í því að fá ekki tryggingu vegna leigu endur- greidda frá leigusala og segir mark- aðinn vera eins og fumskóg. Konan á fjögur systkini og þrjú þeirra eru flutt til Norðurlandanna vegna þess ástands sem er á húsnæðismarkaði. Hún segir úrræði umboðsmanns skuldara engu hafa breytt og að hún sé með of háar tekjur til að fá aðstoð frá félagsmálayfirvöldum. „Jafnvel þótt ég sé langt undir tekjumörkum sem velferðarráðuneytið gefur upp um mína fjölskyldustærð. Ég veit um mörg svipuð dæmi í kringum mig þar sem miðaldra fólk býr inni á foreldrum sínum.“ Konan er að missa núverandi íbúð sem hún leigir og þarf því enn á ný að flytja. Hún segir umrótið mjög slæmt en þakkar fyrir að eiga góða að sem geta hjálpað henni að leggja út fyrir tryggingu vegna næstu íbúð- ar. Býr í „ógeðslegri holu“ „Ég er ein með tvö börn og var í stökustu vandræðum með að finna íbúð með tveimur svefnherbergj- um á undir 180.000 þúsund krón- um á mánuði ,“ segir einstæð móð- ir sem segist á endanum hafa neyðst til að taka íbúð í slæmu ástandi. „Ég er að leigja ógeðslega holu á 160.000 á mánuði. Það eru pöddur þarna og allt í niðurníðslu.“ Hún er í fæðingar- orlofi og allar hennar ráðstöfunar- tekjur fara í leigu. Til baka fær hún húsaleigubætur og framfleytir fjöl- skyldan sér á þeim. „Oftast er ekk- ert eftir um mánaðamót. Það er engin hjálp í félagsþjónustunni því þar er allt yfirfullt. Mér líður eins og ég sé föst í þessari ógeðslegu holu,“ en konan segist viss um að raka- skemmdir séu í íbúðinni þar sem heilsa sex mánaða sonar hennar hafi versnað mikið eftir að þau fluttu inn. Ómögulegt að vera einn „Leigumarkaðurinn býður varla upp á að einhleypur einstaklingur geti leigt. Leiguverð og trygginga- gjald er bara svo hátt,“ segir Sunna sem er ung kona. „Ég flutti úr náms- mannaíbúð í október 2013 og fann enga íbúð. Ég þurfti því að flytja aftur heim til foreldra minna.“ Sunna fann að lokum 20 fermetra stúdíóbúð í Fossvogi sem hún leigði á 90.000 krónur á mánuði. Sökum óreglu ná- granna þar sem lögregla var tíður gestur neyddist Sunna til að flytja. Hún hugðist leigja ásamt vini sín- um en ómögulegt reyndist að finna þriggja herbergja íbúð þar sem eftir- spurn er svo mikil. „Nú bý ég hjá vin- konu minni sem á tvö börn. Óskin er að komast í eigið húsnæði en það er nánast ómögulegt.“ Réttindalaus og einstæður „Ég er einstæður fjögurra barna faðir og á ekki bíl. Ég þurfti að selja hann þar sem ég gat ekki rekið hann. Ég flokkast með meðaltekj- ur og er að borga 170.000 krónur á mánuði fyrir 82 fermetra íbúð án hita og rafmagns. Sá peningur sem ég á umfram fer í rekstur á heimilinu og börnin,“ segir einstæður ungur maður sem vill ekki láta nafns síns getið. „Ég hef mikinn áhuga á veiði en ég hef ekki getað stundað það áhugamál lengi. Það er það besta og skemmtilegasta sem ég veit um.“ Hann segir að óvænt útgjöld séu ekki í boði. „Tannlæknir? Ég veit ekki einu sinni hvað það er.“ Að auki hefur hann staðið í for- ræðisdeilum en hann vekur einnig athygli á því hversu höllum fæti ein- stæðir feður standa. Þrátt fyrir að umgangast og greiða með börnum sínum fær hann hvorki húsaleigu- né barnabætur vegna þeirra. n asgeir@dv.is Fólk á öllum aldri berst í bökkum Sögur fólks sem hefur misst húsnæði eða er að sligast undan hárri leigu Fjölbreyttur hópur fólks Fólk á öllum aldri berst í bökk- um. Ástandið er verst hjá einstæðu fólki en það gerir það einnig að verkum að ómögulegt er fyrir marga að spara fyrir húsnæðiskaupum. Myndin er sviðsett. Mynd HöRðuR SveinSSon Eftirspurnin meiri en framboðið 34 fermetra stúdíóíbúð hækkað um 40.000 krónur á þremur árum L eiguverð hefur hækkað um 8,5 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Ís- lands. Vísitala leiguverðs íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 100 í janúar 2011 en í maí 2014 var hún komin upp í 133,2. Sé tekið dæmi um 34 fer- metra stúdíó íbúð í Reykjavík, milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar, kostar leigan í dag 103.088 krónur á mánuði sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Í janúar 2011 var sama stúdíóíbúð á 57.494 krónur á mánuði. Tveggja herbergja íbúð, 60 fermetrar, í Kópavogi er á 135.060 krónur á mánuði í dag en var í janúar 2011 á 88.560 krónur á mánuði. Þá er leiga á þriggja herbergja, áttatíu fermetra, íbúð í Reykjavík, vest- an Kringlumýrarbrautar og Sel- tjarnarness, í dag 154.240 krónur á mánuði en í janúar 2011 hefði sama íbúð verið á 117.520 krónur á mánuði. Í hagsjá hagfræðideildar Lands- bankans frá 11. júní síðastliðn- um kemur fram að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé meiri en fram- boð, sérstaklega eftir minni íbúð- um. Hækkandi leiguverð fylgir hins vegar í hendur við hækkandi húsnæðisverð, en verð á íbúð í fjöl- býli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 12,8 prósent á einu ári. En á meðan byrði húsnæð- iskostnaðar allra heimila hefur verið nokkuð stöðug, jafnvel farið lækkandi, á síðustu tíu árum hef- ur húsnæðisbyrði leigjenda aukist töluvert á þessum tíma, eða um rúm fimm prósent af ráðstöfunar- tekjum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.