Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 25
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Neytendur 25
Gerðu Góð kaup á
sumarútsölunum
n Sumarútsölurnar í fullum gangi n Allt að 80 prósenta afsláttur n Hér getur þú gert góð kaup
ir fullorðna. Í Polarn O.Pyret er 30–50
prósenta afsláttur en þar er meðal
annars að finna úlpur og snjógalla á
afslætti. Í Name it er sömuleiðis 30–
50 prósenta afsláttur á útsöluvörum
og hjá Englabörnunum er hægt að fá
flíspeysur og yfirhafnir á börnin á 50
prósenta afslætti.
Víða er hægt að fá skó á góðu
verði. Hjá Kaupfélaginu er 40 pró-
senta afsláttur af völdum vörum,
Steinar Waage býður upp á 30–40
prósenta afslátt af völdum vörum
og þá er 30–50 prósenta afsláttur af
völdum skóm hjá GS skóm.
Útivistar- og íþróttavörur eru jafn-
an dýrar og því ekki úr vegi að nýta
sér sumarútsölurnar. Sem dæmi
má nefna að Útilíf býður upp á 30–
70 prósenta afslátt af völdum vör-
um í verslunum sínum og þá er 25–
50 prósenta afsláttur í Cintamani í
Kringlunni. n
Ábending til verslunareigenda
Neytendastofa hefur vakið athygli á eftirfarandi atrið-
um sem verslanir verða að gæta að í tengslum við útsöl-
ur. Verslanir þurfa að taka skýrt fram í auglýsingum og
á sölustöðum hvaða vörur eru seldar á lækkuðu verði.
Útsölu, tilboð og lækkað verð má einungis auglýsa þegar
um raunverulega verðlækkun er að ræða og skýrt þarf
að koma fram hvert sé fyrra verð vörunnar. Varan þarf að
hafa verið seld á því verði sem er tilgreint sem fyrra verð
áður en útsalan byrjaði þannig að það má ekki hækka
verð í þeim eina tilgangi að geta lækkað það á útsölu.
Þegar vara hefur verið seld á lækkuðu verði í sex
vikur þá er útsölu- eða tilboðsverðið orðið venjulegt
verð vörunnar. Það er því ekki leyfilegt að hafa vörur á
útsölu eða tilboði allan ársins hring því þá er ekki um
að ræða betri kjör til neytenda en gengur og gerist.
Neytendastofa hefur eftirlit með því að verslanir
fari eftir þeim reglum sem gilda um útsölur og fylgir
eftir ábendingum frá neytendum telji þeir reglurnar
brotnar. Brjóti verslanir gegn lögunum er stofnuninni
heimilt að beita þær stjórnvaldsviðurlögum.
Vegfarendur á
flakki í Kringlunni
Félagarnir Viktor Freyr og Svanur Þór
gáfu sér tíma til að ræða
við blaðamann á rölti um
Kringluna. Viktor Freyr
hafði fundið sér takkaskó á
tilboði en Svanur Þór hafði
enn ekki fundið neitt. Hann
ætlaði samt að halda
áfram að skoða. „Það var
ekkert svakalegur afsláttur
af þessum skóm. Eiginlega
enginn,“ segir Viktor Freyr í
samtali við DV sem lét það
ekki aftra sér við kaupin.
„Nei, ég er ekki að skoða
útsölurnar,“ segir
Þórhildur í samtali
við DV. „Ég er bara að
versla fyrir afmælið
mitt. Ég var að koma
frá útlöndum, annars
myndi ég örugglega
kaupa mér eitthvað.“
„Við erum bara að flýja rigninguna. Ég
er ekki búin að kaupa mér
neitt,“ segir Einhildur en hún
er stödd í Kringlunni ásamt
tveimur systrum sínum sem
vildu ekki vera með á mynd.
„Við fórum bara í Kringluna
að skanna útsölurnar af því
að það er svo mikil rigning.“
„Við komum nú ekki hingað til að fara
á útsölurnar. Við vorum
búnir að ákveða hvað við
ætluðum að kaupa áður
en við komum,“ segir Karl
sem er staddur í Kringlunni
ásamt syni sínum, Kristjáni
Helga. „Ég fékk takkaskó og
legghlífar en við fengum 30
prósent afslátt af legghlíf-
unum,“ segir Kristján Helgi.
„Já, ég keypti mér háhæl-aða skó og er rosalega
ánægð með þá. Fékk þá með
40 prósent afslætti,“ segir
Eva Björk sem er greinilega
hæstánægð með kaupin. „Nú
er ég að leita mér að naglalakki
í stíl við fótsnyrtinguna sem ég
fékk mér í morgun.“ Eva sagðist
ekki ætla að nýta útsölurnar
til að kaupa jólagjafirnar, enda
væri mjög langt í jólin.
Jólagjafakaup í júlí
n Hagsýnir viðskiptavinir athugið
Margir nýta tækifærið og byrja á jólagjafakaupum á sumarútsölum. Því fylgja bæði kostir
og gallar. Kostirnir eru þeir að á útsölunum færðu vörur á töluvert lægra verði en í jólaösinni
í desember. Einnig er gott fyrir sálarlífið að vera hagsýnn og eiga ekki eftir að kaupa allar
gjafirnar korteri fyrir jól. Hins vegar fylgja hagsýninni nokkrir gallar. Skilafrestur verður til að
mynda löngu runninn út þegar gjöfin verður opnuð á aðfangadag og því þarf að vanda valið
vel. Barnabörnin gætu tekið vaxtarkipp í október og passa því ekki lengur í klæðin sem keypt
voru sumarið áður. Því er gott að hafa í huga að kaupa frekar of stór föt á börnin í stað þess
að reyna að hitta á rétta stærð.
Ódýrt fyrir heimilið
Undir 100 krónum í IKEA
Útsalan er einnig í full-
um gangi í IKEA en þar má
finna ýmslegt nytsamlegt
fyrir heimilið á góðu verði.
Sjaldgæft er núorðið að
fá eitthvað á undir hund-
rað krónum en það er hægt
í IKEA. Þar er til dæmis
hægt að fá garðkönnu á 45
krónur, mjúkdýr fyrir börn-
in á 95 krónur og drykkj-
arkönnur, diska, skálar og
ísmolabakka á 95 krónur.
Einnig er hægt að fá húsgögn á góðu verði. Sem dæmi má nefna tveggja sæta
sófa sem kostaði áður 179.900 krónur en kostar nú 129.900 krónur, rúmgrind
á 17.950 krónur en kostaði áður 30.950 krónur og fallegan skenk sem hefur
lækkað um tíu þúsund krónur og kostar nú 29.950 krónur.
Garðhúsgögn á afslætti í Rúmfatalagernum
Útsölur eru mjög árstíða-
bundnar. Á sumarútsöl-
um er yfirleitt hægt að gera
bestu kaupin á sumarvör-
um á borð við reiðhjól, golf-
vörur og sumarfatnað. Í
Rúmfatalagernum er til að
mynda 40–50 prósenta af-
sláttur af öllum garðhús-
gögnum og sessum. Hægt er
að fá garðhúsgagnasett, sem
inniheldur borð, fjóra stóla
og sessur, á 79.990 krónur
en það kostaði áður 129.990 krónur. Húsgögn eru einnig með miklum af-
slætti hjá Rúmfatalagernum en Dixie-tungusófinn þeirra hefur til að mynda
lækkað um hundrað þúsund krónur og kostar nú 129.950 krónur.