Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Page 27
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Lífsstíll 27
S
amkvæmt nýrri rannsókn
offita ekki skammtastærð að
kenna. Í rannsókninni kemur
fram að þótt Bandaríkjamenn
séu mun þyngri í dag en þeir voru
árið 1988 sé það ekki vegna þess að
þeir borði meira í dag. Ástæðan sé
sú að þeir sitji meira í dag en áður.
Í ljós kom að kalóríuinntaka
hefur verið nánast sú sama frá ár-
inu 1988 til 2010. Hins vegar hækk-
aði tala þeirra sem sögðust ekk-
ert hreyfa sig úr 19 prósentum upp
í 52 prósent á meðal kvenna og úr
11 prósentum í 43 prósent á meðal
karla. Þetta kemur fram í Los Ang-
eles Times.
Aðrir vísindamenn hafa gagn-
rýnt rannsóknina og segja kalóríu-
fjölda vissulega skipta máli. „En
við verðum að skoða hreyfinguna
líka. Vandamálið liggur ekki aðeins
í matnum. Ótrúlegur fjöldi hreyfir
sig aldrei, keyrir í vinnuna og vinn-
ur sitjandi.“
Hlutfall of þungra einstaklinga á
tímabilinu hækkaði úr 25 prósent-
um í 35 prósent á meðal kvenna og
úr 20 prósentum upp í 35 prósent
á meðal karla. Ritstjóri tímaritsins
American Journal of Medicine seg-
ir baráttuna við offitu alls ekki svo
einfalda að það dugi að segja fólki
að standa upp úr sófanum. „Ef all-
ur tími og orka fólks fer í að þræla
fyrir kaupi svo fjölskyldan geti lifað
mannsæmandi lífi er ekki skrítið að
hreyfing og líkamsrækt sitji á hakan-
um.“
Í viðtali við Guardian tjáir sér-
fræðingur hjá World Obesity Feder-
ation sig um rannsóknina. Hann
segir matarvenjur þurfa að breyt-
ast í takt við kyrrsetulífsstíl nútím-
ans. „Þótt það sé hægt að auka við
hreyfingu svo hún vegi á móti matn-
um sem þú borðar er það allt ann-
að en auðvelt. Skilaboðin verða enn
þá að vera „minnkaðu kalóríufjöld-
ann“ eða kannski enn frekar, „láttu
kalóríufjöldann vega á móti hreyf-
ingunni“.“ n
indiana@dv.is
Ekki skammtastærð að kenna
Kyrrseta er stærsti þátturinn þegar kemur að offitu
Ipad er líka fyrir ketti
n Forrit fyrir afþreyingu katta n Ekki bara fyrir mannfólk
Þ
eir sem eiga ketti líta gjarn-
an á þá sem börnin sín og
vilja þeim allt það besta.
Mannfólk vill því eft-
ir fremsta megni að kettir
þeirra njóti lífsins og hafi gaman af
tilvist sinni. Í heimi þar sem tækni
er orðin helsta afþreying mannfólks-
ins, er engin ástæða til að gera ketti
undanskilda. Til er fjöldinn allur af
forritum í Ipad sem eru hugsaðir fyr-
ir ketti, eða forrit sem bæði mann-
fólk og kettir hafa gaman af.
1 Magic Piano Forritið Magic Piano var uppruna-
lega búið til fyrir mannfólk en hefur
notið mikilla vinsælda meðal katta.
Hægt er að stilla á mörg lög og setja
á ýmsar stillingar þar sem smádrop-
ar flökta um skjáinn fyrir kisurn-
ar að ná. Einnig er hægt að stilla á
hefðbundna píanóstillingu og getur
kötturinn búið til skemmtilegt lag
með því að ýta á takkana.
2 Cat fishing 2 Friskies hef-ur gefið út nokkur forrit sem
sérstaklega eru ætluð köttum. Cat
fishing 2 er afar einfaldur og hentar
fyrir hvaða kött sem er. Fiskar í skær-
um litum synda um skjáinn og það
er verkefni kattarins að ná þeim til
þess að safna stigum. Friskies held-
ur úti alþjóðlegri samkeppni þar
sem kettirnir með mesta stigafjöld-
ann fá verðlaun. Það sinnir þó frekar
keppnisskapi eigenda, enda eru
veraldlegar samkeppnir ekki efstar í
huga katta dagsdaglega.
3 Happy Wings Happy Wings er einnig gert af Friskies
og sérstaklega fyrir ketti. Kötturinn
hefur takmarkaðan tíma í hverju
borði til þess að ná fyrirbærun-
um sem fljúga yfir skjáinn eins oft
og hann getur. Í hverju borði kem-
ur nýtt fyrirbæri, ýmist skordýr eða
fugl. Í hvert sinn sem kötturinn
snertir fyrirbærið fyllist skjárinn af
glimmeri sem kisa á til með að finn-
ast afar spennandi.
4 Game for Cats Þetta forrit inniheldur í raun tvo leiki með
möguleika á fleirum. Fyrsti leik-
urinn inniheldur laserljós sem fær-
ist yfir skjáinn svo kötturinn geti elt.
Í seinni leiknum eltir kötturinn mús
um skjáinn. Ef það nægir ekki, er
hægt að borga 2 dollara til þess að fá
aðgang að fleiri borðum. Ef köttur-
inn fær fljótt leiða á leikjunum er
þetta forrit tilvalið fyrir fjölbreytni.
Kósí Músaborðið í Game for Cats er
skemmtilegt.
Magic Piano Þessi leggur allt undir í Magic Piano.
Stórsniðugt Ýmis
spjaldtölvuforrit eru
sérhönnuð fyrir ketti.
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
VILTU
YNDIS-
LESTUR?
Spaugileg, pirrandi og
ástrík samskipti
NOTALEG
SUMARLESNING ...