Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 28
Vikublað 15.–17. júlí 201428 Lífsstíll
Þ
egar Anna, sem átti Fríðu
frænku, hvíslaði því að mér
og eiginkonu minni, Haf-
dísi Þorleifsdóttur, að hús-
ið væri til sölu þá vissi ég
bara að við yrðum að opna Stof-
una hérna,“ segir Haukur Ingi Jóns-
son, einn eigenda Stofunnar, sem
nýlega var opnuð í Hlaðvarpan-
um þar sem verslunin Fríða frænka
var áður. Auk Hauks og Hafdísar
eiga þau Ása Dýradóttir og Ragn-
ar Hrólfsson hlut í Stofunni. Þau
hafa unnið hörðum höndum að því
undanfarna mánuði að gera hús-
næðið kaffihúsavænt.
Nýttu gamalt byggingarefni
„Þetta voru tveir mánuðir í hreinni
byggingarvinnu,“ segir Ragn-
ar. Gólfið var styrkt töluvert,
veggir rifnir niður og sett upp
klósett og eldhús svo eitthvað
sé nefnt. Við endurbæturn-
ar var mikið endurnýtt af því
byggingarefni sem rifið var
niður. „Borðin eru til dæmis
gólfþjalir úr risinu sem voru
sagaðar niður og pússaðar
og síðan gerðar að borðplöt-
um,“ segir Ragnar. „Panellinn
á veggjunum eru svo fjalirn-
ar úr loftinu þannig að flest
byggingarefnið er úr húsinu
sjálfu,“ segir Ragnar. „Síðan
komu í ljós þessir múrstein-
ar undir veggjunum þegar við
rifum þá niður og við leyfðum
þeim að halda sér,“ segir Hauk-
ur og bendir á múrsteinana á
veggnum.
Mublur með sál
Stemningin á Stofunni er einkar
heimilisleg og skemmtileg og hana
prýða gamlar mublur með sál. „Við
erum búin að vera út um allan bæ,
á nytjamörkuðum, Bland.
is og svo er fullt af þessu
líka frá Fríðu frænku
sem var hér áður í hús-
inu,“ segir Haukur en þau
leggja mikið upp úr að
hafa stemninguna nota-
lega.
Margir fastakúnnar
Búið er að vera fullt út
úr dyrum síðan opnað
var á nýja staðnum. „Við
ákváðum bara að opna
þótt það væri ekki alveg
allt tilbúið og við höf-
um ekki verið með neitt formlegt
opnunarpartí enn þá en þetta gekk
allt vonum framar,“ segir Hauk-
ur. „Eiginlega miklu betur en við
bjuggumst við, það er búið að vera
fullt út úr dyrum síðan við opnuð-
um. Það er þrefalt meira að gera
eiginlega,“ segir Ása. „Það er fullt
sem við höfum ekki haft tíma til að
klára en það er bara gott og kemur
bara,“ bætir Haukur við.
Fjölmargir fastakúnnar fylgdu
yfir á nýja staðinn. „Þeir komu með
okkur, reyndar fluttu þeir sjálfir
sum húsgögn yfir og svo eru komn-
ir alveg rosalega margir nýir kúnn-
ar,“ segir Ragnar.
Draugagangur
Húsið sem hýsir Stofuna var byggt
um miðja nítjándu öld og hef-
ur hýst ýmsa starfsemi. Er enginn
draugagangur í húsinu? „Jú, en það
eru góðir draugar!“ segir Ása og vís-
ar í atvik sem hún lenti í á dögun-
um. „Ég var fyrir utan og sá þá
mann niðri, ég hélt að annar hvor
þeirra væri kominn inn og ég kom
inn rosa hress og kallaði hæ! En það
var enginn inni, ég endaði með rör
inni á baði því ég hélt það hefði ein-
hver brotist inn en þá var enginn
hérna,“ segir hún. „En það er bara
góður andi hérna, það finna það
allir sem koma,“ segir Haukur. n
Heimilisleg stemning
og smá draugagangur
n Notaleg stemning á Stofunni í nýju húsnæði n Bara góðir draugar
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
„Þetta voru tveir
mánuðir í hreinni
byggingarvinnu.
Endurnýtt Græni panellinn í loftinu er endurnýttur úr risi hússins.
Mublur með sál Eigendurnir hafa verið á fullu út um allan bæ að sanka að sér gömlum
húsgögnum með sál.
Nóg um að vera Ása með súpuna sína sem er gerð eftir sérstakri leyniuppskrift.
Heimilisleg stemning Eins og sést er
stemningin heimilisleg enda lagt upp úr
því við hönnunina. MyNDir Sigtryggur Ari
Eigendurnir Ása, Haukur og Ragnar. Þau skipta með sér verkum og segja samstarfið ganga vel.
Faldir múrsteinar Múrsteinarnir á veggjunum
komu í ljós eftir að veggplötur voru rifnar
af. Þeir voru pússaðir upp og gefa hlýlegt y
firbragð.