Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 30
Vikublað 15.–17. júlí 201430 Sport HM 2014: Það besta og versta n Eftirminnilegu stórmóti lokið n Mótið gert upp n Skúrkurinn, efnilegasti leikmaðurinn, leikur mótsins og besti leikmaðurinn Skúrkurinn Luis Suarez n Augu margra fyrir mótið beindust að Luis Suarez, leikmanni Úrúgvæ, einum allra besta leikmanni heims í vetur. Eins og flestum er kunnugt hefur Suarez gengið í gegnum súrt og sætt á undanförnum árum; staðið sig frábærlega inni á vellinum en inn á milli misst stjórn á skapi sínu. Suarez hafði sýnt margar af sínum bestu hliðum áður en að leiknum gegn Ítölum í lokaleik D-riðils kom. Hann skoraði til dæmis tvö mörk gegn Englendingum sem að lokum fleyttu liðinu í 16 liða úrslit. Það vita allir hvað gerðist í leiknum gegn Ítölum. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini og hann missti af leiknum gegn Kólumbíu í 16 liða úrslitun- um. Hann varð ekki bara sjálfum sér til skammar með hegðun sinni heldur gerði hann svo gott sem út um vonir Úrúgvæ um að komast langt í keppninni. Leikur mótsins Brasilía 1-7 Þýskaland n Undanúrslitaleikur Brasilíu og Þýskalands fór í sögubækurnar og mun hans verða minnst um ókomna tíð. Áður en að leiknum kom bjuggust margir við jöfnum og spennandi leik enda tvö stórlið að mætast. Þjóðverjar höfðu ef til vill spilað betur en Bras- ilíumenn á mótinu en þar sem Brassar voru á heimavelli bjuggust margir við því að liðið myndi bræða þýska stálið. Raunin varð önnur – allt önnur. Staðan eftir tæpan hálftíma var 5-0 fyrir Þýskaland og fór svo að liðið landaði ótrúlegum 7-1 sigri. Margir bráðfjörugir leikir fóru fram á mótinu í ár en það er einfaldlega ekki hægt að líta framhjá þessum ótrúlega undanúrslitaleik. Flopp mótsins Spænska landsliðið n Spænska landsliðið eins og það leggur sig fær þann heiður að vera flopp mótsins. Heims- og Evrópumeist- ararnir voru ólíkir sjálfum sér á mótinu í Brasilíu og byrjuðu á að tapa 5-1 gegn Hollandi. Á eftir fylgdi tapleikur gegn Chile áður en liðið vann skyldusigur á Ástralíu í lokaleik riðlakeppninnar. Spænska liðið sat eftir í riðlinum með sárt ennið og olli gríðarlegum von- brigðum á mótinu. Stjörnur spænska liðsins voru eins og sprungnar blöðrur og sáu aldrei til sólar á mótinu. Áhorfandinn Axelle Despiegelare n Margir litríkir stuðningsmenn settu svip sinn á heimsmeistarakeppnina í Brasilíu. Einn vakti þó meiri athygli en aðrir, en það var hin sautján ára Axelle Despiegelare, stuðningsmaður belgíska landsliðsins. Þessi unga stúlka var mynduð í bak og fyrir á áhorf- endapöllunum á leikjum belgíska liðsins og fyrir helgi bárust fréttir af því að henni hefði verið boðið fyrir- sætustarf hjá snyrtivöruframleiðandanum L'Oreal. Síðar bárust svo fréttir af því að L'Oreal hefði sagt upp samningi sínum við hana. Hvað sem öllu þessu líður var Axelle glæsileg á pöllunum í Brasilíu. Litríkasti þjálfarinn Miguel Herrera n Þjálfari mexíkóska landsliðsins, Miguel Herrera, setti skemmtilegan svip á keppnina í ár. Þessi 46 ára fyrrverandi landsliðsmaður Mexíkó er ekki bara öflugur þjálfari heldur einnig frábær karakter. Her- rera fagnaði hverju einasta marki mexíkóska liðsins innilega og voru fjölmörg skemmtileg myndbönd sett á netið þar sem sjá mátti stuðið og stemn- inguna hjá Herrera á hliðarlínunni. Mexíkóska liðið kom nokkuð á óvart á mótinu og var mjög nálægt því að slá hollenska liðið úr keppni í 16 liða úrslitum. Tvö mörk frá Hollendingum á lokamínútum gerðu þó út um drauma Herrera og félaga. Athyglis- verðasta hárgreiðslan Rodrigo Palacio n Tískulöggur vissu vart hvort þær ættu að hlæja eða gráta þegar þeir sáu hárgreiðsluna sem Palacio bauð upp á í Brasilíu. Leikmaðurinn mætti til leiks burstaklipptur en með langt hang- andi, örþunnt, skott aftan í hnakkanum, öðrum megin. Skottið var fléttað, svo úr varð einhver sérkennilegasta hárgreiðsla sem sést hefur á knattspyrnuvellinum lengi. Ólíklegt verður að telja að hann hafi lært þetta á Ítalíu. Versta frammi staðan David Luiz n Frammistaða David Luiz á móti Þýskalandi verður lengi í minnum höfð. Luiz hafði við hlið Thiago Silva átt frábært mót og hafði vaxið í hverjum leiknum. En á móti Þýskalandi, í undanúrslitum, brást allt sem brugðist gat. Luiz verður ekki kennt um að leikurinn tapaðist 7-1 en hann var engu að síður afleitur í vörninni. Hann var aldrei í stöðu, var gjörsamlega á hælunum og var and- lega ekki í neinu standi til að eiga við leikmenn Þjóðverja. Hann gerði hver mistökin á fætur öðrum og vissi það sjálfur, enda brast hann í grát eftir leik, eins og margir liðsfélagar hans. Erfitt var í þessum leik að sjá að Luiz væri 50 milljón punda virði, en það er kaupverðið sem PSG greiddi Chelsea fyrir leikmanninn í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.