Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 15.–17. júlí 2014
Kaleo orðin
að gulli
Fyrsta plata íslensku hljómsveit-
arinnar Kaleo er orðinn að gull-
plötu en hún hefur selst í yfir
5.000 eintökum. Platan er sam-
nefnd hljómsveitinni sem kemur
frá Mosfellsbæ. Í henni eru fjór-
ir ungir menn og urðu þeir fyrst
vinsælir með tökulaginu Vor í
Vaglaskógi.
Hljómsveitin hefur spilað er-
lendis en í maí á þessu ári fór
Kaleo í tónleikaferð til Danmerk-
ur, Eistlands og Lettlands. Kom
sveitin meðal annars fram í ein-
um stærsta sjónvarpsþætti Eista
ásamt fjölda útvarpsþátta.
Hlómsveitin er þegar byrjuð
að vinna að næstu plötu og kem-
ur smáskífa af þeirri tilvonandi
plötu út núna í sumar.
Glæpsamlega vannýtt risaeðlugeimvélmenni
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmynd
Transformers: Age of
Extinction
IMDb 6,3 RottenTomatoes 17% Metacritic 32
Leikstjóri: Michael Bay
Aðalhlutverk: Mark Wahlberg og Stanley Tucci
Handrit: Ehren Kruger
165 mínútur
M
ark Wahlberg, sem áður hef-
ur vingast við bæði apa og
bangsa, þarf nú að takast á
við geimvélmennin. Hann
býr á bóndabæ ásamt Megan Fox
þessa árs, en tvistið er að sú er ekki
kærasta hans heldur dóttir. Uppeld-
isaðferðir hans eru í anda talíbana og
hann er misheppnaður uppfinninga-
maður, sem kemur ekki frekar við
sögu nema að einn bíllinn sem hann
er að fást við reynist geimvélmenni.
Um tíma virðist sem við séum
hér komin með lágstemmda Trans-
formers-mynd, enda tekur hún sinn
tíma í að komast í gang. Áður en yfir
lýkur er þó búið að leggja Hong Kong
í rúst, og þarna er Michael Bay kom-
inn eins og við þekkjum hann.
Um tíma var ég undrandi yfir því
hvers vegna Transformers-myndirn-
ar uppskera svo mikið hatur gagn-
rýnenda á meðan ofurhetjumyndir
eru almennt lofaðar. Við hverju býst
fólk eiginlega frá myndum sem eru
byggðar á leikföngum frá 9. áratugn-
um?
Kannski er þetta vegna algers
skorts á persónusköpun á alla bóga.
Vélmennin eru öll þreytandi hörku-
tól svo engan mun má sjá á milli, og
mannlegu persónurnar ekki mik-
ið skárri. Það er helst Stanley Tucci
sem, eins og Alan Rickman í Robin
Hood, gerir sér grein fyrir að hann
er staddur í skelfilegri mynd og reyn-
ir að hafa gaman af þessu. Öðru máli
gegnir um Kelsey Grammer, sem
er, ólíkt öðrum persónum hans, ill-
menni sem er alveg laus við húmor.
Eða kannski er það díalogurinn,
sem fær mann á stundum til að óska
þess að Transformers 4 væri þög-
ul mynd. Eða kannski er það plottið,
sem fer út um allt og vont fólk ger-
ir eitthvað vont og gott fólk reyn-
ir að þvælast fyrir þeim. Uppruna-
sagan um útrýmingu risaeðlnanna
lofar góðu en gleymist fljótt, og risa-
eðlugeimverurnar, sem eru einn
helsti sölupunkturinn hér, eru van-
nýttar mjög.
Við þurfum ekki að fara út í
kynjapólitíkina, sem nær hápunkti
sínum þegar faðir afhendir nýjum
manni eignarhald yfir dóttur sinni.
Síst af öllu áttar maður sig á því hvers
vegna myndin er tveir og hálfur tími á
lengd. Með svo langan sýningartíma
hefði þurft að ráða dugandi hand-
ritshöfund til starfa. Slagsmálasen-
urnar eru þó, sem endranær, talsvert
fyrir augað og Hong Kong er ágætis
tilbreyting frá stórborgum Norður-
Ameríku. Sem er jafnframt það frum-
legasta við myndina. n
Ný plata frá
Grísalappalísu
Hljómsveitin Grísalappalísa hef-
ur vakið mikla athygli undanfar-
ið. Hljómsveitin var að gefa út
nýja plötu sem ber nafnið Rökrétt
framhald. Nýtt lag af plötunni er
komið í spilun á útvarpsstöðvum
landsins en lagið ber nafnið Ný-
lendugata-Pálsbæjarvör-Grótta
og vísar til ósýnilegrar almenn-
ingssamgönguleiðar. Samkvæmt
fréttatilkynningu frá hljóm-
sveitinni þá dregur textinn fram
„mynd af mannlífinu við Reykja-
víkurhöfn, skærlituðum skokkur-
um, vinnuvélum etc.“ en lagið er
óður til Bruce Springsteen.
„Lifnar mikið
yfir bænum“
n Listahátíðin LungA er í fullum gangi n Haldin í fimmtánda sinn
M
arkmið hátíðarinnar hefur
frá upphafi verið að kynna
menningu og listir fyr-
ir ungu fólki,“ segir Aðal-
heiður Lóa Borgþórsdótt-
ir, framkvæmda- og fjármálastjóri
Listahátíðarinnar LungA, í sam-
tali við DV. Hátíðin, sem hófst um
helgina, er nú haldin í fimmtánda
sinn og mun Seyðisfjarðarkaupstað-
ur iða af lífi og listum alla vikuna.
Mikil aðsókn
Aðalheiður er gjarnan kölluð
„mamma LungA“, enda hefur hún
staðið að skipulagningu listahá-
tíðarinnar frá upphafi, en hátíðin var
einmitt hugarfóstur hennar og dóttur
hennar, Bjartar Sigfinnsdóttur. Að-
alheiður segir aðsóknina á hátíðina
aukast með hverju árinu.
„Það seldist upp í listasmiðjurn-
ar á fjórum dögum. Það hafa ver-
ið endalausar fyrirspurnir og lang-
ur biðlisti í smiðjurnar,“ segir hún
og bætir við að fjölbreytileikinn sé
mikill, en auk listasmiðjanna er boð-
ið upp á svokölluð ungmennaskipti
þar sem erlend ungmenni koma til
landsins á vegum Evrópu unga fólks-
ins til að taka þátt í LungA.
„Í ár heitir verkefnið You, Me and
Society og snýst um að skoða hvern-
ig þú getur haft áhrif á þitt samfélag
og hvernig samfélagið hefur áhrif á
þig. Þátttakendur eru alls staðar að
úr heiminum. Þetta er mjög breiður
hópur og fólkið í ungmennaskipti-
hópunum kemur frá listaháskólum
víðs vegar um heim; Bretlandi, Nor-
egi, Danmörku og Íslandi svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Breytilegt eftir árum
Í ár er boðið upp á sjö smiðjur og
kennir þar ýmissa grasa. Í smiðjunni
RAFALVAF verður rafsorp til dæm-
is skoðað í nýju ljósi og því fundinn
nýr tilgangur. Þá verður boðið upp á
danssmiðju, vídeósmiðju og gjörn-
ingasmiðju svo eitthvað sé nefnt.
„Venjulega er verið að fást
við eitthvert grunnelement og
listasmiðjurnar eru flestar byggðar
upp þannig að það er mjög mikil til-
raunamennska,“ útskýrir Aðalheiður.
„Þetta er mjög breytilegt eft-
ir árum og það er regla hjá okkur að
hafa aldrei sama leiðbeinandann oft-
ar en þrjú ár í röð, það er algjört há-
mark. Og við skiptum þeim mjög oft
út.“
Góð áhrif á bæjarlífið
Hátíðinni lýkur með uppskeruhá-
tíð og tónleikum á laugardaginn,
þar sem fram koma Retro Stefson,
Hermigervill, Moses Hightower, Cell
7, Sin Fang og Prins Póló.
„Það er lögð áhersla á að vera svo-
lítið í jaðrinum og kynna unga tón-
listarmenn,“ segir Aðalheiður um
tónlistarvalið en bætir við að þó séu
gjarnan þekktari tónlistarmenn í
bland við þá nýrri, líkt og nú er raun-
in.
„Yfirleitt er fullt hús á öllum við-
burðum hátíðarinnar. Þetta eru um
3.500 til 4.000 gestir yfir alla vikuna
og á laugardeginum hafa verið að
koma um þúsund manns á lokatón-
leikana.“
Aðalheiður segir hátíðina hafa
góð áhrif á bæjarlífið á Seyðisfirði.
„Þetta er mjög skemmtilegt og það
lifnar mikið yfir bænum sem fyllist af
ungu fólki.“ n
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
Listsköpun Í ár
er boðið upp á sjö
ólíkar listasmiðjur.
MynD ALísA KALyAnoVA
stuð og fjör Á laugardaginn
lýkur hátíðinni með glæsilegum
tónleikum. MynD ALísA KALyAnoVA
Sirkusinn
farinn vestur
Sirkus Íslands hefur slegið í
gegn undanfarið en um 9.500
manns hafa séð sýningar hóps-
ins á Klambratúni undanfarn-
ar þrjár vikur. Nú hefur Sirkus-
inn pakkað saman og heldur á vit
nýrra ævintýra. Næst er ferðinni
heitið á Ísafjörð. Næstu áfanga-
staðir þar á eftir eru Akureyri,
Selfoss, Reykjanesbær og svo
aftur Reykjavík. Sirkusinn sam-
anstendur af 25 sirkuslistamönn-
um sem ganga í öll störf er snúa
að sirkusnum og eru sýndar þrjár
sýningar; S.I.R.K.U.S, Heima er
best og Skinnsemi – fullorðins-
sirkus.