Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 15.–17. júlí 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 15. júlí 16.30 Ástareldur 17.20 Músahús Mikka (20:26) 17.40 Violetta (10:26) e 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Melissa og Joey 7,1 (1:21) (Melissa & Joey IV) Bandarísk gamanþáttaröð. Stjórnmálakonan Mel situr uppi með frændsyskini sín, Lennox og Ryder, eftir hneyksli í fjölskyldunni og ræður mann að nafni Joe til þess að sjá um þau. Aðal- hlutverk leika Melissa Joan Hart, Joseph Lawrence og Nick Robinson. 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir Íþróttir dagsins í máli og myndum. 19.35 Hefðarsetur (1:2) (Great Houses with Julian Fellowes) 20.25 Hið ljúfa líf (1:6) 20.45 Hefnd (1:13) (Revenge III) Bandarísk þáttaröð um unga konu, Amöndu Clarke, sem sneri aftur til The Hamptons undir dulnefninu Emily Thorne með það eina markmið að hefna sín á þeim sem sundruðu fjölskyldu hennar. Meðal leikenda eru Emily Van Camp og Max Martini. 21.30 Golfið (1:7) Í þáttunum fjallar Hlynur Sigurðsson og hinar ýmsu hliðar golfiðk- unar á Íslandi.Dagskrár- gerð: og Hlynur Sigurðsson og Bendikt Nikulás Anes Ketilsson. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Góða nótt, mín kæra (1:3) (God natt, elskede) Norskur sakamálaþáttur um mann sem verður vitni að morði en í stað þess að afhenda lögreglu málið tekur hann það í sínar eigin hendur. Aðalhlutverk: Gard B. Eidsvold, Stig Henrik Hoff og Linn Skåber. Atriði í þátttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.20 Víkingarnir 8,6 (8:9) (The Vikings) Ævintýraleg og margverðlaunuð þáttaröð um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Aðalhlutverk: Travis Fimmel, Clive Standen og Jessalyn Gilsig. Leikstjóri: Michael Hirst. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. e 00.05 Leynimakk (3:4) (Hidden) Breskur sakamálaflokkur um lögmann sem þarf að horfast í augu við vafasama fortíð sína. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Meðal leikenda eru Philip Glenister, Thekla Reuten, Anna Chancellor og David Suchet. e 01.05 Fréttir Endursýndar Tíufréttir. 01.15 Dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 Pepsímörkin 2014 08:15 Pepsímörkin 2014 14:55 Pepsí deildin 2014 (Stjarnan - FH) 16:45 Pepsímörkin 2014 18:00 Sumarmótin 2014 18:40 KR - Celtic B 21:00 IAAF Diamond League 2014 23:00 KR - Celtic 13:45 HM 2014 (Brasilía - Kólumbía) 15:25 HM 2014 (Argentína - Sviss) 17:45 Premier League Legends 18:15 HM 2014 (Leikur um 3. sætið) 20:05 HM 2014 (Úrslitaleikur) 22:00 HM Messan 23:00 Premier League Legends 23:30 Football Legends 23:55 HM Messan 17:45 Strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr með óborganlegum uppátækjum. 18:15 Friends (5:24) 18:40 Seinfeld (8:22) 19:05 Modern Family (8:24) 19:30 Two and a Half Men (3:24) 19:50 Léttir sprettir 20:10 Hæðin (2:9) 21:00 Breaking Bad 21:50 Rita (8:8) 22:30 Lærkevej (6:12) 23:10 Chuck (2:22) 23:55 Cold Case (11:23) 00:40 Léttir sprettir 01:00 Hæðin (2:9) 01:50 Breaking Bad 02:35 Rita (8:8) 03:15 Lærkevej (6:12) 03:55 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 12:00 Straight A's 13:30 Working Girl 15:20 13 Going On 30 17:00 Straight A's 18:30 Working Girl Skemmtileg gamanmynd um Tess McGill sem er einkaritari og staðráðin í að nota gáfur og hæfileika til að afla sér fjár og frama. En yfirmaður hennar, glæsikvendið Katherine Parker, er útsmogin og hikar ekki við að leggja stein í götu stúlkunnar. McGill er hins vegar stúlka sem lætur ekki slá sig út af laginu. 20:20 13 Going On 30 22:00 The Lucky One 23:40 Wanderlust 01:20 Another Earth 02:55 The Lucky One 18:35 Romantically Challenged 19:00 Grand Designs (12:12) 19:50 Hart Of Dixie (22:22) 20:35 Pretty Little Liars (21:25) 21:15 Nikita (22:22) 22:00 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (7:22) 22:45 Revolution (19:22) 23:30 Tomorrow People (21:22) 00:10 Grand Designs (12:12) 01:00 Hart Of Dixie (22:22) 01:45 Pretty Little Liars (21:25) 02:25 Nikita (22:22) 03:10 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (7:22) 03:55 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (8:24) Endursýningar frá upphafi á þessum sívinsælu gam- anþátttum um Ray Barone og furðulegu fjölskylduna hans. 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:35 Design Star (1:10) 17:20 Dr. Phil 18:00 Katie The Science of Seeing Framhald af heimildamynd um Katie sem varð fyrir fólskulegri sýruárás. Læknar hafa þegar unnið kraftaverk á andliti hennar en flóknara gæti reynst að veita henni sjón á nýjan leik. Nýjustu tækni í augnlækningum var beitt til að fá sem besta niðurstöðu. 18:50 Kirstie (1:12) 19:15 Men at Work (1:10) Þræl- skemmtilegir gamanþættir sem fjalla um hóp vina sem allir vinna saman á tímariti í New York borg. Þeir lenda í ýmiskonar ævintýrum sem aðallega snúast um að ná sambandi við hitt kynið. Tyler kemur með þá snilldarhugmynd að skapa hina fullkomnu konu fyrir Milo með því að hjálpa honum að finna ástina á netinu. Gibbs kynnist nýrri hlið á Neal. 19:40 Happy Endings (5:22) Bandarískir gamanþættir um vinahóp sem einhvern- veginn tekst alltaf að koma sér í klandur. Það er róman- tík í loftinu en það er erfitt að líta vel út þegar maður þarf að vera með hjálm út af nýlegum heilahristingi. 20:05 30 Rock (3:22) 20:30 Catfish (4:12) 21:15 King & Maxwell (1:10) 22:00 Nurse Jackie (4:10) 22:30 Californication (4:12) 23:00 The Tonight Show 23:45 Royal Pains (13:16) 00:35 Scandal (3:18) Við höldum áfram að fylgjast með fyrrum fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins Oliviu Pope (Kerry Washington) í þriðju þáttaröðinni af Scandal. Fyrstu tvær þáttaraðirnar hafa slegið í gegn og áskrifendur beðið eftir framhaldinu með mikilli eftirvæntingu. Scandal þættirnir fjalla um Oliviu sem rekur sitt eigið al- mannatengslafyrirtæki og leggur hún allt í sölurnar til að vernda og fegra ímynd hástéttarinnar. Vandaðir þættir um spillingu og yfir- hylmingu á æðstu stöðum í Washington. 01:20 Nurse Jackie 7,6 (4:10) Margverðlaunuð bandarísk þáttaröð um hjúkrunar- fræðinginn og pilluætuna Jackie. 01:50 Californication (4:12) 02:20 The Tonight Show 03:05 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:25 Extreme Makeover: Home Edition (17:26) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (15:175) 10:10 The Wonder Years (16:24) 10:35 The Middle (9:24) 11:00 Á fullu gazi 11:35 The Newsroom (5:10) 12:35 Nágrannar 13:00 Cold Feet (7:7) 13:50 American Idol (8:39) 14:35 Covert Affairs (15:16) 15:30 Sjáðu 16:00 Frasier (4:24) 16:20 The Big Bang Theory 8,7 (1:24) Stórskemmtilegur gamanþáttur um Leonard og Sheldon sem eru af- burðasnjallir eðlisfræðingar sem vita nákvæmlega hvernig alheimurinn virkar. Hæfileikar þeirra nýtast þeim þó ekki í samskiptum við annað fólk og allra síst við hitt kynið. 16:45 How I Met Your Mother 8,6 (5:24) Sjöunda þáttaröðin um þau Lily, Robin, Ted, Marshall og Barney og söguna góðu af því hvenig Ted kynntist barnsmóður sinni. Vinirnir ýmist styðja hvort annað eða stríða, allt eftir því sem við á. 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Pepsímörkin 2014 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Back in the Game (4:13) 19:35 2 Broke Girls (5:24) 20:00 Heimur Ísdrottningarinnar 20:25 Anger Management 20:50 White Collar (6:16) 21:35 Orange is the New Black 22:35 Burn Notice (6:18) 23:20 Dallas (7:15) 00:05 Mistresses (5:13) 00:50 Believe (13:13) 01:35 Enlightened (2:10) 02:05 Bones (3:24) 02:50 Fringe (15:22) 03:35 Wrath of the Titans Spennandi ævintýramynd frá 2012 með Liam Neeson, Ralph Fiennes, Bill Nighy og Sam Worthington í aðal- hlutverkum. Perseus, hinn mannlegi sonur Seifs, hefur reynt sitt besta til að draga sig í hlé og lifir nú rólegu lífi í litlu sjávarþorpi. Á meðan hefur ólgan á milli guðanna og risanna farið vaxandi á ný og það er valdabarátta í aðsigi. 05:10 How I Met Your Mother 05:35 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. Tökur á Blóðbergi hefjast í ágúst Vesturport framleiðir kvikmynd Björns Hlyns Listrænt bootcamp í Tjarnarbíói Standa fyrir opinni sviðsþjálfun einu sinni í viku Í meðgöngu verður maður að ganga í níu mánuði þangað til barnið verður til, og það sama gildir um sviðslistir, allt þarfnast undirbúnings,“ segir Hrefna Lind Lárusdóttir, sem nú stendur fyrir op- inni sviðsþjálfun í Tjarnarbíói einu sinni í viku. Verkefnið nefnist Sam- ferða og er samstarfskona hennar Halldóra Mark, sem er nýútskrifuð úr Kvikmyndaskólanum. Yfirstíga hindranir „Þessi þjálfun sem við erum að standa fyrir er ákveðin grunnvinna til þess að búa til leikverk. Við sköp- um rými fyrir leikarann til þess að yfirstíga hindranir sínar, skapa flæði milli hugar og líkama, gefa leikar- anum tækifæri á því að leyfa sam- félagslegum grímum að renna af sér og komast sem næst sjálfum sér, hlusta á frumhvatann og bregðast við augnablikinu,“ segir Hrefna sem sjálf lærði í Boulder í Colorado, en er á leið til starfa í New York. Hall- dóra er hins vegar að læra að verða kundalini-jógakennari og kenn- ir líka í hinum nýstofnaða Sirkus Reykjavíkur. Þær hafa báðar sótt leikhóp sem er staðsettur á bóndabæ í Massachussettes og nefnist Dou- ble Edge, en hópurinn sækir mjög í kenningar pólska leikstjórans Grotowski. Trausti Ólafsson kenn- ir leikhúsfræði við Háskóla Íslands, meðal annars kenningar Grotowski, og lætur sig ekki vanta í Tjarnarbíó. Hann hefur einnig verið á námskeiði Double Edge: „Þegar ég var í sveitinni lærði ég hvað gerist þegar maður yfirstígur hindranir. Ég var hjá aðalleikkonu Grotowskis sem er nú orðin 78 ára gömul. Við vorum lokuð inni í hlöðu klukkutímum saman og ég upplifði hvernig röddin frelsaðist.“ Hrefna segir sömu sögu: Ég heyrði rödd sem ég hafði aldrei heyrt áður og vissi ekki að væri hluti af sjálfri mér.“ Jóga og leiklist Bæði Hrefna og Halldóra stunda jóga, en Grotowski sótti einmitt mik- ið í austrænar hugmyndir. „Hugleiðsla og jóga snýst um að hugurinn verði kyrr og elti kyrran líkamann, en hér er það öfugt, lík- aminn á að elta hugann,“ segir Hr- efna. Og hér er allt gert í hópum. „Maður sér sitt rétta sjálf, en ekki aðeins hugmyndina um sjálfan sig, með því að tengjast annarri mann- eskju.“ „Ég næ líka flæði í hversdagsleik- anum með því að hafa verið í þessari þjálfun,“ bætir Halldóra við. „Ég verð „spontant“ og sjálfsörugg, ég fer að treysta öðrum fyrir mér og fer sjálf- krafa að hjálpa öðrum.“ „Dagsdaglega er maður svo upp- tekinn af því að segja og gera ekki eitthvað vitlaust, en svo kemst mað- ur að því að það er bara allt í lagi,“ segir Trausti. „Eftir lengri tíma þá fer leikarinn að slaka meira á, treystir sjálfum sér og mótleikaranum betur,“ segir Hr- efna, „og saman upplifur hópurinn eitthvað nýtt og stundum mynd- ast svokölluð töfraaugnablik þar sem hvorki leikendur né áhorfend- ur vita hvað gerist næst, enda þurfa þeir það ekki því allir eru fyllilega til staðar í rýminu. Markmiðið með þjálfuninni er að koma hópnum á þann stað að þessi augnablik geti átt sér stað.“ Hrefna hefur einnig unnið út frá leikbókmenntunum, svo sem Shakespeare í stykkjatali sem var sýnt á ArtFart árið 2010. Kynntust í frystiklefa Hrefna og Halldóra kynntust í frysti- klefa á Snæfellsnesi á hátíðinni Rifi, en sóttu síðan um að vera með nám- skeið í Tjarnarbíói þar sem starfsem- in hefur verið með miklum blóma undanfarið. Á hverjum miðvikudegi klukkan sex er opið hús þar sem gestir og gangandi fá að taka þátt, og það er ótrúlegt til þess að hugsa að sumir hérna hafi komið beint inn af götunni, svo samstilltur er hópur- inn. 15 manns koma að jafnaði, þar af helmingur nýr í hvert sinn. Felix frá Þýskalandi er einn þeirra sem hafa rambað inn þenn- an daginn, hann er nýbúinn að klára leiklistarskóla í Köln og langaði til að sjá eitthvað á sviði hér. „En þetta var enn betra,“ segir hann. „Litla barnið í mér vill vera með, og það er gaman að leyfa öðrum að vera með,“ segir Halldóra. „Hér er að verða til vísir að samfélagi.“ Það er miklu styttra í barnið í fólki en marg- ur heldur,“ segir Trausti. Listrænt bootcamp Svokallað Sleepover verður haldið í stóra salnum hinn 25. júlí sem byrj- ar á miðnætti þar sem fólk getur mætt og stokkið inn í þjálfun, og það verða líka myndbönd og hljóðverk. Auðunn Lúthersson sér um tón- listina. „Þetta verður nokkurs kon- ar listrænt bootcamp,“ segir Hrefna. „Og svo er þetta miklu betra en að mæta í ræktina,“ bætir Halldóra við. n valurgunnars@gmail.com „Maður sér sitt rétta sjálf, en ekki aðeins hug- myndina um sjálfan sig, með því að tengjast annarri manneskju Leikið Skemmtileg upplifun. MYND GABRIELLE MOTOLA T ökur á fyrstu kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar, Blóð- berg, hefjast hinn 5. ágúst næstkomandi. Þær Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafs- dóttir framleiða myndina fyrir Vest- urport í samvinnu við 365 miðla og Pegasus. Erlingur Cassata stjórnar kvikmyndatökum og Lilja Snorra- dóttir hjá Pegasus meðframleiðir. Handritið byggist á fyrsta leik- riti Björns Hlyns, Dubbeldusch, sem Vesturport sýndi við miklar vinsæld- ir fyrir nokkrum árum. Myndin er gamansöm með alvar- legum undirtón um venjulegt fólk í mjög óvenjulegum aðstæðum. Myndin fjallar um hefðbundna ís- lenska fjölskyldu sem býr í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn skrifar sjálfshjálparbækur til hjálpar samlöndum sínum á meðan móð- irin vinnur sem hjúkrunarfræðing- ur á spítala og bjargar mannslífum. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Þó að allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu þá býr undir niðri gamalt leyndarmál sem bankar einn daginn upp á og þá breytist allt. Myndin verður öll tekin á Reykja- víkursvæðinu og í henni verða stór- ar hópsenur sem vantar fjölda aukaleikara í. Þeir sem hafa áhuga á því að leika í myndinni geta sent mynd á blodberg@vesturport.is og fylgst með á www.vesturport.com. n Blóðberg Björns Hlyns Myndin byggist á fyrsta leikriti Björns Hlyns, Dubbeldusch.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.