Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 36
Vikublað 15.–17. júlí 201436 Fólk
S
kemmtikrafturinn Sverrir
Þór Sverrisson íhugar nú að
flytjast búferlum til útlanda
ásamt fjölskyldu sinni. Kona
hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir við
skiptafræðingur, hyggur á dokt
orsnám en ekki er ákveðið hvenær
af því verður eða hvert fjölskyld
an ætlar sér. „Þetta er allt saman
í bígerð,“ segir Sverrir og heldur
áfram: „Það hefur staðið til hjá okk
ur fjölskyldunni að flytja til útlanda
heillengi, eiginlega frá því að við
kynntumst. Maður á ekki að búa á
þessari eyju alla ævi.“
En hvert langar Sveppa að flytja?
„Ég er til í hvað sem er. Ég er hins
vegar ekki að fara strax. Ég er að
taka upp bíómynd og frumsýni
hana í haust, ég er með risatónleika
í október og er bókaður í skemmtun
í desember og mun vinna eitthvað í
sjónvarpi. Þannig að það eru ýmsir
lausir endar sem þyrfti að ganga frá
áður en land verður lagt undir fót.“
Myndin sem um ræðir heitir Al
gjör Sveppi og Gói bjargar málun
um, en það er fjórða Sveppa
myndin. Að þessu sinni reynir
illmennið sem áhorfendur kynnt
ust í fyrstu myndinni að ræna völd
um á Íslandi, en Sveppi og félagar
gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að stöðva þau áform. Leikstjóri
myndarinnar er Bragi Þór Hinriks
son sem skrifar einnig handritið
ásamt Sverri. n
baldure@dv.is
Sveppafjölskylda til útlanda
Vigdís Hauks naut
lífsins í Flórens
É
g var svo heppin að vera boð
ið í brúðkaup til Ítalíu. Var
þar í sextán daga,“ segir Vig
dís Hauksdóttir aðspurð hvað
hún hafi verið að gera frá því
að þingi var slitið. „Systursonur minn
var að gifta sig í Flórens, það er yndis
leg borg alveg hreint. Síðan er hún á
svo góðum stað. Það er stutt að fara til
annarra skemmtilegra borga. Við fór
um til Feneyja, Pisa, niður til Napólí,
Capri og Pompeii. Síðan enduðum
við í Rómaborg.“
Kolféll
Brúðguminn sem um ræðir heitir
Haukur Logi Karlsson, doktorsnemi
í lögum við European University
Institute, en hann gekk að eiga Ás
laugu Dögg Karlsdóttur að viðstödd
um vinum og fjölskyldu, meðal
annars Vigdísi, sem aldrei áður hafði
komið til Ítalíu. Hún kolféll fyrir landi
og þjóð „Þarna var góður matur og
léttur í maga. Ítalir eru mjög vinaleg
ir; mikil þjónustulund í þeim.“
Batteríin hlaðin
Á þingi er Vigdís þekkt fyrir sköru
lega framgöngu og átakasækni. Í frí
inu forðaðist hún aftur á móti allt
slíkt. Í Flórens hlóð hún batteríin
fyrir áframhaldandi baráttu í haust.
„Þarna gekk allt fyrir sig átakalaust.
Annars var ég ekkert eftir mig eftir
þingið. Maður gengur bara til hvers
verks eins og það er á hverjum degi.
Ég er búin að vera í þessu í fimm ár og
orðin vön. Pásan er samt nauðsynleg.
Það verða allir að hlaða batteríið og
þess vegna erum við með fimm vikna
lögbundið sumarfrí.“
Rótast í moldinni
Þótt Vigdís sé í sumarfríi er hún ekki
alveg laus við vinnuna, því skyld
an kallar allt árið um kring. Þegar
blaðamaður nær tali af henni er hún
að undirbúa sig fyrir miðstjórnar
fund Framsóknarflokksins sem fjall
að er um framar í blaðinu. En er eitt
hvað skemmtilegt fram undan hjá
Vigdísi? „Ég kem til með að ferð
ast innanlands. Svo stunda ég og
María, systir mín, mikla garðrækt.
Hún er bóndi fyrir austan fjall og
við erum með garðrækt þar; rækt
um allt okkar grænmeti sjálfar. Mág
ur minn er með skógrækt á sömu
jörð og ég hjálpa honum að klippa
til og dedúa. Ég er mikið náttúru
barn þannig að það hentar fulllkom
lega að geta komist aðeins út til að
rótast í moldinni í sveitinni á sumr
in,“ segir Vigdís sem er lærður garð
yrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla
ríkisins og starfaði lengi vel sem slík
ur í Blómavali. Þá var hún kennari við
blómaskreytingabraut skólans.
Semur fjárlög fyrir þjóðina
Ljóst er, miðað við stuðið í sum
ar, að Vigdís mætir fersk til leiks
til næsta þings. Sem kunnugt er
sat Vigdís í sérstökum hagræðing
arhópi sem ríkisstjórnin setti á lagg
irnar á síðasta ári. Sá hópur skilaði
afar umdeildum niðurskurðartillög
um. Hún er auk þess formaður fjár
laganefndar Alþingis. „Fjárlög
in verða númer eitt, tvö og þrjú hjá
mér á næsta þingi. Ég ætla að vinna
eins vel og ég get fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar.“ n
n Náttúrubarn sem rótast í moldinni n Hleður batteríin fyrir komandi átök
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Markaðs-
nördinn
Jónína
Jónína Ben hefur löngum þótt
klók markaðsmanneskja. Fróð
leik sínum og innsæi deilir hún
gjarnan með öðrum, til dæmis
á Facebook. „Sat áðan í falleg
asta umhverfinu með fallegasta
fólkinu að horfa á leikinn. Hugs
aði allt í einu sem svo „Áfram
Völsungur“ fór upp á herbergi
að sofa. Rosalega er þetta lélegur
leikur!“ skrifar Jónína í véfréttastíl
inn á Facebookhópinn „Mark
aðsnördar“. Líklegt verður að telja
að skilaboðin hafi ratað inn í vit
lausan hóp en þau vöktu alltént
mikla athygli. Fyrstu viðbrögðin
voru þessi: „ok“.
Kósídagur
Gylfa og
Alexöndru
Fyrrverandi fegursta fljóð Ís
lands, Alexandra Helga Ívars
dóttir, heldur úti vinsælu bloggi á
vefsíðunni femme.is. Þar skrifar
hún um líf sitt og tilveru í Lund
únaborg, þar sem hún býr ásamt
kærasta sínum, knattspyrnu
kappanum Gylfa Þór Sigurðs
syni. Hann spilar sem kunnugt
er fyrir Tottenham Hotspurs og
er mættur aftur til æfinga eftir
sumarfrí. Um helgina tók hann
því þó rólega með sinni heittelsk
uðu. Alexandra skrifar: „Við hjúin
erum búin að eiga ótrúlega kósý
dag saman, en þetta er fyrsti frí
dagurinn sem hann hefur fengið
síðan æfingar hófust að nýju. Við
fórum því í dinner í gær á uppá
halds steikhúsið okkar en ég segi
ykkur betur frá því seinna.“
n Íris Ösp, kona hans, hyggur á doktorsnám n Fjórða Sveppa-myndin frumsýnd í haust
Sverrir Þór Sverrisson
Sveppi og fjölskylda flytja
hugsanlega af landi brott.
Jógvan
kvæntur
Söngvarinn Jógvan Hansen gekk
í það heilaga um helgina. Jógv
an gekk að eiga Hrafnhildi Jó
hannesdóttur í Hallgrímskirkju
á laugardag. Veislan fór fram á
Hiltonhótelinu í Reykjavík og
var mikið fjölmenni. Mörg skyld
menni Jógvans frá Færeyjum
mættu í veisluna. Söngvararn
ir Matti Matt, Pétur Örn Guð
mundsson, Hreimur Örn Heim
isson og Friðrik Ómar sungu í
brúðkaupinu en sá síðastnefndi
var einnig veislustjóri. Jógvan og
Hrafnhildur hafa verið saman
í nokkur ár og eiga saman tvær
dætur.
Hrókur alls fagnaðar Vigdís hélt
ræðu í brúðkaupi frænda síns í Flórens.
Gaman í Flórens Vigdís
skemmti sér ásamt fjölskyldunni
á Ítalíu. Farið var til Flórens í brúð-
kaup en einnig til Rómaborgar,
Napólí, Capri, Pompeii og Pisa.
Á fullu í garðrækt Vigdís ræktar grænmeti í garði systur sinnar í sveitinni og finnst gaman
að róta í moldinni