Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 36
Vikublað 15.–17. júlí 201436 Fólk S kemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson íhugar nú að flytjast búferlum til útlanda ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir við­ skiptafræðingur, hyggur á dokt­ orsnám en ekki er ákveðið hvenær af því verður eða hvert fjölskyld­ an ætlar sér. „Þetta er allt saman í bígerð,“ segir Sverrir og heldur áfram: „Það hefur staðið til hjá okk­ ur fjölskyldunni að flytja til útlanda heillengi, eiginlega frá því að við kynntumst. Maður á ekki að búa á þessari eyju alla ævi.“ En hvert langar Sveppa að flytja? „Ég er til í hvað sem er. Ég er hins vegar ekki að fara strax. Ég er að taka upp bíómynd og frumsýni hana í haust, ég er með risatónleika í október og er bókaður í skemmtun í desember og mun vinna eitthvað í sjónvarpi. Þannig að það eru ýmsir lausir endar sem þyrfti að ganga frá áður en land verður lagt undir fót.“ Myndin sem um ræðir heitir Al­ gjör Sveppi og Gói bjargar málun­ um, en það er fjórða Sveppa­ myndin. Að þessu sinni reynir illmennið sem áhorfendur kynnt­ ust í fyrstu myndinni að ræna völd­ um á Íslandi, en Sveppi og félagar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þau áform. Leikstjóri myndarinnar er Bragi Þór Hinriks­ son sem skrifar einnig handritið ásamt Sverri. n baldure@dv.is Sveppafjölskylda til útlanda Vigdís Hauks naut lífsins í Flórens É g var svo heppin að vera boð­ ið í brúðkaup til Ítalíu. Var þar í sextán daga,“ segir Vig­ dís Hauksdóttir aðspurð hvað hún hafi verið að gera frá því að þingi var slitið. „Systursonur minn var að gifta sig í Flórens, það er yndis­ leg borg alveg hreint. Síðan er hún á svo góðum stað. Það er stutt að fara til annarra skemmtilegra borga. Við fór­ um til Feneyja, Pisa, niður til Napólí, Capri og Pompeii. Síðan enduðum við í Rómaborg.“ Kolféll Brúðguminn sem um ræðir heitir Haukur Logi Karlsson, doktorsnemi í lögum við European University Institute, en hann gekk að eiga Ás­ laugu Dögg Karlsdóttur að viðstödd­ um vinum og fjölskyldu, meðal annars Vigdísi, sem aldrei áður hafði komið til Ítalíu. Hún kolféll fyrir landi og þjóð „Þarna var góður matur og léttur í maga. Ítalir eru mjög vinaleg­ ir; mikil þjónustulund í þeim.“ Batteríin hlaðin Á þingi er Vigdís þekkt fyrir sköru­ lega framgöngu og átakasækni. Í frí­ inu forðaðist hún aftur á móti allt slíkt. Í Flórens hlóð hún batteríin fyrir áframhaldandi baráttu í haust. „Þarna gekk allt fyrir sig átakalaust. Annars var ég ekkert eftir mig eftir þingið. Maður gengur bara til hvers verks eins og það er á hverjum degi. Ég er búin að vera í þessu í fimm ár og orðin vön. Pásan er samt nauðsynleg. Það verða allir að hlaða batteríið og þess vegna erum við með fimm vikna lögbundið sumarfrí.“ Rótast í moldinni Þótt Vigdís sé í sumarfríi er hún ekki alveg laus við vinnuna, því skyld­ an kallar allt árið um kring. Þegar blaðamaður nær tali af henni er hún að undirbúa sig fyrir miðstjórnar­ fund Framsóknarflokksins sem fjall­ að er um framar í blaðinu. En er eitt­ hvað skemmtilegt fram undan hjá Vigdísi? „Ég kem til með að ferð­ ast innanlands. Svo stunda ég og María, systir mín, mikla garðrækt. Hún er bóndi fyrir austan fjall og við erum með garðrækt þar; rækt­ um allt okkar grænmeti sjálfar. Mág­ ur minn er með skógrækt á sömu jörð og ég hjálpa honum að klippa til og dedúa. Ég er mikið náttúru­ barn þannig að það hentar fulllkom­ lega að geta komist aðeins út til að rótast í moldinni í sveitinni á sumr­ in,“ segir Vigdís sem er lærður garð­ yrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og starfaði lengi vel sem slík­ ur í Blómavali. Þá var hún kennari við blómaskreytingabraut skólans. Semur fjárlög fyrir þjóðina Ljóst er, miðað við stuðið í sum­ ar, að Vigdís mætir fersk til leiks til næsta þings. Sem kunnugt er sat Vigdís í sérstökum hagræðing­ arhópi sem ríkisstjórnin setti á lagg­ irnar á síðasta ári. Sá hópur skilaði afar umdeildum niðurskurðartillög­ um. Hún er auk þess formaður fjár­ laganefndar Alþingis. „Fjárlög­ in verða númer eitt, tvö og þrjú hjá mér á næsta þingi. Ég ætla að vinna eins vel og ég get fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.“ n n Náttúrubarn sem rótast í moldinni n Hleður batteríin fyrir komandi átök Baldur Eiríksson baldure@dv.is Markaðs- nördinn Jónína Jónína Ben hefur löngum þótt klók markaðsmanneskja. Fróð­ leik sínum og innsæi deilir hún gjarnan með öðrum, til dæmis á Facebook. „Sat áðan í falleg­ asta umhverfinu með fallegasta fólkinu að horfa á leikinn. Hugs­ aði allt í einu sem svo „Áfram Völsungur“ fór upp á herbergi að sofa. Rosalega er þetta lélegur leikur!“ skrifar Jónína í véfréttastíl inn á Facebook­hópinn „Mark­ aðsnördar“. Líklegt verður að telja að skilaboðin hafi ratað inn í vit­ lausan hóp en þau vöktu alltént mikla athygli. Fyrstu viðbrögðin voru þessi: „ok“. Kósídagur Gylfa og Alexöndru Fyrrverandi fegursta fljóð Ís­ lands, Alexandra Helga Ívars­ dóttir, heldur úti vinsælu bloggi á vefsíðunni femme.is. Þar skrifar hún um líf sitt og tilveru í Lund­ únaborg, þar sem hún býr ásamt kærasta sínum, knattspyrnu­ kappanum Gylfa Þór Sigurðs­ syni. Hann spilar sem kunnugt er fyrir Tottenham Hotspurs og er mættur aftur til æfinga eftir sumarfrí. Um helgina tók hann því þó rólega með sinni heittelsk­ uðu. Alexandra skrifar: „Við hjúin erum búin að eiga ótrúlega kósý dag saman, en þetta er fyrsti frí­ dagurinn sem hann hefur fengið síðan æfingar hófust að nýju. Við fórum því í dinner í gær á uppá­ halds steikhúsið okkar en ég segi ykkur betur frá því seinna.“ n Íris Ösp, kona hans, hyggur á doktorsnám n Fjórða Sveppa-myndin frumsýnd í haust Sverrir Þór Sverrisson Sveppi og fjölskylda flytja hugsanlega af landi brott. Jógvan kvæntur Söngvarinn Jógvan Hansen gekk í það heilaga um helgina. Jógv­ an gekk að eiga Hrafnhildi Jó­ hannesdóttur í Hallgrímskirkju á laugardag. Veislan fór fram á Hilton­hótelinu í Reykjavík og var mikið fjölmenni. Mörg skyld­ menni Jógvans frá Færeyjum mættu í veisluna. Söngvararn­ ir Matti Matt, Pétur Örn Guð­ mundsson, Hreimur Örn Heim­ isson og Friðrik Ómar sungu í brúðkaupinu en sá síðastnefndi var einnig veislustjóri. Jógvan og Hrafnhildur hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman tvær dætur. Hrókur alls fagnaðar Vigdís hélt ræðu í brúðkaupi frænda síns í Flórens. Gaman í Flórens Vigdís skemmti sér ásamt fjölskyldunni á Ítalíu. Farið var til Flórens í brúð- kaup en einnig til Rómaborgar, Napólí, Capri, Pompeii og Pisa. Á fullu í garðrækt Vigdís ræktar grænmeti í garði systur sinnar í sveitinni og finnst gaman að róta í moldinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.