Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 18.–21. júlí 201412 Fréttir Vilja hætta að hvíslast á um fóstureyðingar n Skrifa bók um reynslu kvenna af fóstureyðingum n 1.000 konur fara í fóstureyðingu á ári U m eitt þúsund fóstur- eyðingar eru framkvæmd- ar árlega á Íslandi. Þrátt fyrir þennan fjölda er lítið rætt um slíkar aðgerðir og um þær liggur hálfgerður þagnar- og leyndarhjúpur. Helst er rætt um sið- ferðislegan grundvöll slíkra aðgerða, en sjaldnar um ákvarðanatökuna og hvað það er sem leiðir til þess að konur velja þessa leið. Tilfinningarn- ar sem tengjast slíkum aðgerðum og ástæðurnar sem liggja að baki því að þessi ákvörðun er tekin eru marg- slungnar og flóknar, en umræðan fær sjaldan mikið vægi. Þær Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir hyggj- ast skrifa bók um fóstureyðingar og reynslusögur íslenskra kvenna af þeim. Hugmyndin er að vekja um- ræðu um þennan valkost kvenna og lyfta hulunni – enda þarf að standa vörð um yfirráðarétt kvenna yfir eig- in líkama, segja þær Steinunn og Silja. „Ég hef verið að hugsa um þetta mjög lengi,“ segir Silja Bára. Vendi- punktur varð þegar vinkona þeirra Steinunnar skrifaði svo mastersrit- gerð um baráttuna fyrir því að fóst- ureyðingar yrðu heimilaðar á Íslandi og Silja viðraði þessa hugmynd við Steinunni. Í kjölfarið vildi Steinunn taka þátt í verkefninu. „Ég hringdi bara í hana og sagði henni að þetta væri eitthvað sem ég vildi taka þátt í,“ segir Steinunn. Hætta að hvísla „Fyrir nokkrum árum fór vinkona mín í fóstureyðingu og talaði mjög opinskátt um það eins og hún gerir um allt í sínu lífi. Hún upplifði það þá að margar konur ræddu ekki um það að hafa farið í fóstureyðingu, þrátt fyrir að þær deildu sömu reynslu. Það kom alltaf sama línan: „Ég hef nú ekkert rætt þetta, en ég fór einu sinni í fóstureyðingu“,“ segir Silja og segir að um leið og einhver opni á umræðuna fari boltinn að rúlla og konur byrji að deila sögum sínum. „Þetta er eitthvað sem margar kon- ur vilja tala um, en upplifa að þær þurfi að hvísla. Við viljum breyta því.“ Þegar hafa borist til þeirra reynslu- sögur sem þær vona að verði svo enn fleiri. „Margar konurnar lýsa því að sé rætt í hálfum hljóðum og hvíslað um þessa reynslu,“ segir Silja. Ekki frjálsar Silja og Steinunn benda á að fyr- ir tæpum fjörutíu árum börðust ís- lenskar rauðsokkur fyrir frjálsum fóstureyðingum, en þó séu þær ekki frjálsar. „Á Íslandi eru fóstureyðingar ekki frjálsar. Til þess að fá að fara í fóstureyðingu þurfa konur að ráð- færa sig við tvo lækna eða lækni og félagsráðgjafa. Þegar ég hef sagt frá þessari staðreynd í hópi kvenna bregður mörgum þar sem þær höfðu ekki áttað sig á því að í raun eru fóst- ureyðingar ekki frjálsar þó að praxís- inn sé kannski þannig,“ segir Silja. „Ef horft er á kort yfir fóstur- eyðingarlöggjöf er Ísland ekki með þá kvenvænustu. Það eru ofboðs- lega margir sem stökkva til og segja að auðvitað eigi þetta ekki að vera of auðvelt og það megi ekki misnota þetta. Mér finnst þetta vera grund- vallaratriði; yfirráðaréttur kvenna yfir eigin líkama. En á öllum þessum fjörutíu árum höfum við lítið rætt þetta.“ Vilja að konur geti speglað sig Þær segjast vona að með þessum bókaskrifum verði til rit þar sem kon- ur sem eru að ganga í gegnum þetta ákvarðanatökuferli geti gripið til, les- ið og speglað sig í sögum annarra kvenna sem hafa staðið í svipuðum sporum. Einnig að þær sem hafa far- ið í fóstureyðingu en hafi ekki unnið úr þeirri reynslu sjái að þær eru ekki einar. Þá segja þær að það sé áhyggju- efni að fjörutíu árum eftir að lögin voru sett upplifi konur og pör það sem skammarlegt og jafnvel neyðar- úrræði að fara í fóstureyðingu. „Það er tabú í kringum þessa umræðu sem þarf að brjóta upp. Það er bæði skömm en svo eru einnig konur sem upplifa það að fá sektarkennd vegna þess að þær skammast sín ekki. Við sjáum það í sögunum sem við höf- um fengið sendar að ástæðurn- ar fyrir því að konur fara þessa leið eru mjög ólíkar,“ segir Steinunn. Þær benda á að sú mýta er lífseig að kon- ur velji fóstureyðingu aðeins sem neyðarúrræði. Það sé ekki raunin heldur séu ástæðurnar mjög marg- þættar. Margar tilfinningar „Sumar upplifa eftirsjá, en aðrar létti. Þær eru margar ástæðurnar, en konurnar eiga allt það sameiginlegt, þessa reynslu að hafa farið í fóstur- eyðingu. Þetta er ekki einfalt. Sumar konurnar voru í ofbeldissambandi, sumar höfðu kannski verið að reyna lengi að eignast barn en aðstæð- ur þeirra voru skyndilega breyttar, aðrar höfðu ekki heilsu til að ganga með barn, aðrar gengu í gegnum sambandsslit eða óttuðust að sam- bandið þyldi ekki að parið eignaðist barn. Stundum tengist þetta einn- ar nætur gamni eða þá að konurnar vildu bara ekki eignast barn. Ástæð- urnar eru margslungnar og þær eru mun fleiri,“ segir Steinunn. Hún bendir á að oft sé ástæð- unum fyrir því að konur fari í fóst- ureyðingu skipt í tvo hópa. Annars vegar „góðar fóstureyðingar“ og svo „vondar“. „Konur sem fara í „góða“ fóstureyðingu gera það vegna þess að þær hafa orðið fyrir nauðgun eða vegna þess að fóstrið er ekki líf- vænlegt. Í „vondu” fóstureyðingarn- ar fara svo til dæmis mæður, sem ekki vilja eignast fleiri börn, kon- ur sem hafa farið í tæknifrjóvgun og vilja hætta við, eða konur sem verða óléttar eftir skyndikynni,“ seg- ir Steinunn og segir þetta mikla ein- földun á flókinni ákvarðanatöku. „Það eru rosalega margar kon- ur sem eiga erfitt með að taka þessa ákvörðun einar og miða bara við sínar eigin þarfir. Oftast spila þarfir allra í kringum þær inn í. Það flæk- ir svo málin að þetta er sjaldan rætt á opinskáan hátt,“ segir Silja Bára og Steinunn bætir við að það sé félags- legt taumhald í samfélaginu sem fyrirskipi að það að eignast börn sé bæði göfugt og þýðingarmikið. Þau sem velji barnleysi verði oft fyrir miklum fordómum. Breytist hratt Í nágrannaríkjum Íslands er nú rætt um breytingar á fóstureyðingarlög- gjöf og yfirleitt snýst umræðan um það að gera lagarammann þrengri eða jafnvel banna fóstureyðingar al- veg. „Undanfarið hefur mér fund- ist sú umræða sem þar fer fram, og hefur fram til þessa verið einangr- uð við Bandaríkin, verið byrjuð að teygja sig til nágrannaríkja okkar,“ segir Silja, og segir það vera bakslag varðandi yfirráðarétt kvenna yfir eig- in líkama. „Það er eins og það sé ótti í samfélaginu um að ef við ræðum þetta of mikið verði þetta notað eins og getnaðarvörn. Eins og það sé svo auðvelt að fara í fóstureyðingu frekar en að nota getnaðarvarnir, sem er fjarri lagi.“ En breytingarnar gerast hratt í ná- grannaríkjum okkar. Fyrir nokkrum árum var löggjöf um fóstureyðingar gerð rýmri á Spáni en nú stendur til að breyta því. Nú síðast var lagt fram frumvarp þar í landi þar sem réttur kvenna til þess að fara í fóst- ureyðingar er lítill sem enginn og aðgengi þeirra að slíkri heilbrigðis- þjónustu mjög takmarkað. Fari fram sem horfir mega konur á Spáni að- eins fara í fóstureyðingu hafi þær lagt fram kæru vegna nauðgunar eða ef heilsu þeirra er ógnað á með- göngunni. „Það virðast vera margir sem eru tilbúnir til þess að ganga gegn þess- um rétti, sem mér finnst alveg gíf- urlega mikilvægur. Ég óttast þessa þróun,“ segir Silja og Steinunn tek- ur undir. „Þetta eru tæplega þúsund konur á ári. Þetta er mjög stór hópur, ein fóstureyðing fyrir hverjar fjórar til fimm fæðingar. Við þurfum að ræða þetta,“ segir hún. n „Þetta er eitthvað sem margar konur vilja tala um, en upplifa að þær þurfi að hvísla. Við viljum breyta því. Þú getur sent söguna þína Þær konur sem hafa áhuga á að senda sögur sínar til þeirra Steinunnar og Silju Báru er bent á netfangið sogurkvenna@ gmail.com. „Við viljum fá sögur frá sem flestum konum og frá ólíkum tímaskeið- um,“ segja þær. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Vilja að konur geti speglað sig Þær segjast vona að með þessum bókaskrifum verði til rit þar sem konur sem eru að ganga í gegnum þetta ákvarðanatökuferli geti gripið til, lesið og speglað sig í sögum annarra kvenna sem hafa staðið í svipuðum sporum. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.