Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 15
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fréttir 15
þau eru að koma undir sig fótunum.
Jessica segir ákveðinn létti fylgja því
að vita að þau séu að fara.
„Við værum löngu farin til Noregs
ef við hefðum vitað að það ætti að
draga okkur svona á asnaeyrunum,“
segir hún og heldur áfram: „Þegar ég
kom hingað fyrst þá áleit ég Ísland
eitthvert besta land í heiminum til
þess að setjast að á. Síðar kom í ljós
að hér mátti Matti ekki giftast þeirri
sem hann vildi giftast. Síðan mátti
hann ekki búa í landinu sínu með
eiginkonu sinni. Þegar við fundum
svo út að ég var ófrísk þá kom í ljós
að það skipti engu máli þótt þetta
væri barnið hans. Það er ekki bara
ég – útlendingurinn – sem verð fyrir
þessu, heldur virðist hann engu máli
skipta og engin réttindi hafa.“ n
Bensínstöðin seld
á bak við tjöldin
Forstjóri N1 neitar að skýra söluna á bensínstöðinni á Ægisíðu
F
élagið er keypt af KPMG, bara
autt félag eins og gengur og
gerist. Ég kaupi það af þeim
og skrái á mig,“ segir Örn
Valdimar Kjartans son, fram-
kvæmdastjóri fasteignafélagsins FÍ.
DV greindi frá því fyrir mánuði síð-
an að félagið Ægisíða ehf. hefði fest
kaup á bensínstöð N1 á Ægisíðu.
Þá var greint frá því að endurskoð-
endafyrirtækið KPMG væri skráður
hluthafi félagsins en Örn Valdimar
Kjartansson væri stjórnarmaður.
Samkvæmt Erni er hins vegar um
að ræða persónuleg kaup hans á
húsnæðinu. Einu stjórnarmenn fé-
lagsins Ægisíðu ehf. eru Örn og son-
ur hans, Arnór Pálmi. Kaupverð er
sagt vera 260 milljónir króna. Salan
fór ekki fram í opnu ferli og seg-
ist Eggert Benedikt Guðmunds-
son, forstjóri N1, í samtali við DV
ekki geta sagt frá því nákvæmlega
hvernig það kom til að Örn Valdi-
mar keypti húsnæðið.
Bæði félög í eigu lífeyrissjóða
Örn er, líkt og fyrr segir, fram-
kvæmdastjóri FÍ en það félag
er í eigu lífeyrissjóðanna. N1 er
sömuleiðis í meirihlutaeign ým-
issa lífeyrissjóða landsins. „Þetta er
náttúrlega bara íbúðaverkefni, pæl-
ingin er að hafa þarna íbúðarhús-
næði. Ég starfa í fasteignasjóð sem
eingöngu snýr að fjárfestingum í
atvinnuhúsnæði í langtímaleigu
og ekkert íbúðarhúsnæði leyft í
því máli. Þannig að þessi kaup eru
ekkert tengd lífeyrissjóðunum að
neinu leyti. Fjárfestingarstefna FÍ
fasteignafélags er opinber og ein-
göngu einskorðuð við atvinnuhús-
næði,“ svarar Örn Valdimar spurð-
ur um hvort lífeyrissjóðirnir tengist
kaupunum.
Lífeyrissjóðir stórtækir á
leigumarkaði atvinnuhúsnæðis
Fasteignafélagið FÍ hefur verið
gífur lega stórtækt á íslenskum fast-
eignamarkaði nýverið og hefur
keypt fjöldann allan af stórum
húsakynnum víðs vegar um Reykja-
vík. Má þar helst nefna kaup á húsi
Íslenskrar erfðagreiningar, húsnæði
heilsugæslunnar í Glæsibæ, Ár-
múla 1 og húsnæði þar sem þýska
sendiráðið og enska eru til húsa. Í
gegnum félagið hafa lífeyrissjóð-
irnir því nýverið stækkað umsvif sín
umtalsvert á íslenskum leigumark-
aði atvinnuhúsnæðis.
„Það var bara ekki gert“
Athygli vekur að þrátt fyrir að vera
í meirihlutaeigu lífeyrissjóða þá var
bensínstöðin við Ægisíðu ekki seld í
opnu ferli. Raunar bárust fyrst tíð-
indi af sölunni þegar hún var til-
kynnt til Kauphallarinnar. Eggert
Benedikt Guðmundsson, forstjóri
N1, segist ekki geta sagt hvers
vegna salan hafi ekki farið fram í
opnu ferli. „Já, það er góð spurn-
ing. Það var bara ekki gert,“ svarar
hann spurður um hvers vegna það
hafi ekki verið gert. „Nei, ég held að
það borgi sig ekkert,“ svarar hann
spurður um hvort hann geti skýrt
betur hvernig salan fór fram.
Salan ekki auglýst
„Niðurstaðan var að selja þessa
fasteign,“ segir Eggert. Spurður um
hvort hafi komið á undan, tilboð
Arnar eða ákvörðun um að selja
bensínstöðina, segist Eggert ekki
geta svarað því. Hann segir að N1
auglýsi ekki endilega sölu á fast-
eignum. „Nei, þetta var ekki aug-
lýst. Við auglýsum ekkert endilega
svona hluti opinberlega. Það er svo
sem lítið um það að segja opinber-
lega, við erum búnir að segja að
búið sé að selja þetta og það er ljóst
að það var ekki auglýst. Það var gert
á einhvern annan hátt.“ n
„Við erum
búnir að
segja að búið sé
að selja þetta og
það er ljóst að það
var ekki auglýst
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Forstjóri N1 Eggert segist ekki geta skýrt
frá orsakasamhenginu bak við söluna á
bensínstöðinni. Hann segist ekki vita hvers
vegna salan var ekki auglýst.
Eignin Bensínstöðin við Ægisíðu
verður væntanlega rifin til að koma
fyrir íbúðarhúsnæði. Söluverð er 260
milljónir króna. myNd Hörður SvEiNSSoNS
Tengdur lífeyrissjóðum Örn Valdimar
segir að kaupin á bensínstöðinni séu sín
einkaviðskipti. Hann hyggst byggja íbúðar-
húsnæði á reitnum.
Fleiri hjónum sundrað
DV hefur undanfarið greint frá útlendingum sem
ekki hafa fengið dvalarleyfi hér á landi þrátt fyrir að
þeir hafi verið giftir íslenskum ríkisborgurum. Í öllum
tilvikum hefur verið um hælisleitendur að ræða og
eru málin því ekki algjörlega sambærileg máli þeirra
Matthíasar og Jessicu. Hins vegar er áhugavert
hversu mörg slík mál hafa komið upp að undanförnu.
Þannig má nefna að eiginmanni Dagnýjar Alberts-
dóttur, Samuel Eboigbe Unuko frá Nígeríu, var
nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Dagný hefur beðið um endurupptöku á málinu
en Samuel fer huldu höfði í Svíþjóð. „Mér er algjörlega misboðið, ég er alveg búin að fá
nóg,“ sagði Dagný í samtali við DV á dögunum.
Þá var Hassan Al Haj, eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur, vísað til Svíþjóðar á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í maí þrátt fyrir að þau væru gift. Hann er enn úti
í Svíþjóð. Þekktasta dæmið er eflaust Izekor Osazee frá Nígeríu, en hún var tekin frá
eiginmanni sínum, Gísla Jóhanni Grétarssyni, og færð í fangageymslur lögreglu þar sem
senda átti hana úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sú ákvörðun vakti upp
mikil og hávær mótmæli með þeim afleiðingum að hún var dregin til baka.
Eiga von á barni Matthías
Enok Hannesson og Jessica
Jacobs eiga von á barni í
haust. Þeim finnst eins og þau
hafi verið dregin á asnaeyr-
unum á milli stofnana ríkisins
síðasta árið. myNd Hörður SvEiNSSoN