Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 21
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fréttir Erlent 21
þriðja stórsóknin á gaza sex árum
n Ísrael beitir hátæknihergögnum gegn Hamas n Þúsundir á flótta á Gaza n Yfir 200 látnir n Spurt og svarað um Hamas n Heil öld af átökum
11. júlí síðastliðinn. Þann sama dag
kallaði hann út 33.000 manna varalið
ísraelska hersins. Um 177.000 manns
eru í virkri herþjónustu í Ísrael, en
talið er að varaliðar séu allt að 500.000
manns. Þetta er langt umfram það
sem andstæðingarnir í Hamas hafa
undir vopnum.
Ísraelsmenn hafa einnig uppgöt-
vað að Hamas hafa mun fleiri og öfl-
ugri eldflaugar en þeir hafa hing-
að til talið. Hafa þeir
varpað tilkynningum
til almennra borgara í
norðurhluta Gaza þess
efnis að innrás sé yfir-
vofandi. Hræðslan er
líka notuð sem vopn
og hefur þetta leitt
til þess að þúsund-
ir manna hafa flúið til
suðurhluta Gaza og í
áttina að Egyptalandi.
Friðartilboð lík-
lega gagnslaust
Ný stjórnvöld í Eg-
yptalandi komu síðan fram í byrjun
þessarar viku með friðartilboð, sem
ísraelsk stjórnvöld studdu. Mark-
mið þess er að stöðva átökin sem
hafa staðið yfir síðan 7. júlí. Hamas-
samtökin neituðu þessu tilboði og í
yfirlýsingu þeirra segir að það hafi
aðeins verið „til þess að beygja okk-
ur og knésetja“. Þá sagði einnig í til-
kynningu frá samtökunum að „bar-
áttan gegn óvininum muni aðeins
aukast“.
Taka verður með í reikninginn
að friðartilboð frá Egyptum kemur
frá stjórnvöldum sem hafa á undan-
förnum misserum knésett Bræðra-
lag múslima í Egyptalandi og bolað
fulltrúa þeirra, Mohammed Morsi,
fyrsta kjörna forseta Egyptalands, frá
völdum í fyrra. Því líta Hamas-sam-
tökin ekki með velþóknun á stjórn-
völd í Egyptalandi, enda er Hamas
afsprengi Bræðralags múslima.
Skemmst er frá því að segja að
þetta friðartilboð féll gjörsamlega
um sjálft sig og stóð einhliða vopna-
hlé Ísraelsmanna aðeins í um sex
klukkustundir og þá byrjuðu átökin
af sama krafti aftur.
Lítið hægt að gera
En hvað er hægt að gera í málinu?
Eins og staðan er núna virðist það
ekki vera mikið og friðarviljinn nánast
hverfandi. Það er ekkert nýtt í þessari
deilu að höfuðandstæðingarnir virð-
ast vera fullkomlega vanhæfir um
að taka á málinu. Hatrið og öfgarn-
ar virðast stjórna og allt sem alþjóða-
samfélagið gerir virðist gagnslaust.
Enginn hlustar til dæmis á yfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna, sem hljóma
eins og veikburða hróp í myrkri. Þá
hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldi í
öryggisráði SÞ í nánast öllum tillög-
um sem snúa að Ísrael. Og munu ör-
ugglega gera það áfram. Því má í raun
segja að þetta sé stríð án endis. n
Hvað er Hamas?
Hamas-samtökin ráða lögum og lofum á Gaza-svæðinu og voru stofn-
uð árið 1987. Þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af ESB,
Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum. Enda hafa samtökin það á
stefnuskrá sinni að eyða Ísrael og hafa haft frá upphafi. Hér koma
nokkrar spurningar og svör um Hamas.
Hvernig eru samtökin skipulögð?
Hamas sér um ýmsa félagslega þjónustu á Gaza, enda um tveggja
milljóna samfélag að ræða, sem þarf að reka sem slíkt. Flestir þeir sem
urðu flóttamenn í átökunum í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis árið 1948
(um 750.000) og afkomendur þeirra búa nú á Gaza. Hernaðararmur
Hamas, Al-Kassam-sveitirnar, er sá aðili sem stendur í hinni vopnuðu
baráttu gegn Ísrael. Helstu vopn þeirra eru skammdrægar eldflaugar,
framleiddar í Sýrlandi eða Íran, að kínverskri fyrirmynd. Íranar hafa
stutt Hamas dyggilega í gegnum tíðina, gegn erkióvini sínum, Ísrael.
Hamas-liðar framleiða líka sínar eigin eldflaugar, meðal annars úr
áburði. Þeir fá mest af vopnum sínum í gegnum fjölda jarðganga við
landamærin að Egyptalandi, en einnig í gegnum sjóleiðina.
Hver er leiðtogi Hamas?
Leiðtogi þeirra síðan 2004 heitir Khaled Mashal. Hann er fæddur árið
1956, nálægt borginni Ramallah í Ísrael, en flutti þaðan til Kúveit og
hóf þar háskólanám sem lauk með gráðu í eðlisfræði. Hann var virk-
ur í háskólastjórnmálunum á námsárum sínum og síðan gekk hann í
Bræðralag múslima árið 1971. Khaled starfaði einnig við kennslu að
loknu námi í Kúveit. Hann flutti frá Kúveit þegar Íraksher réðst inn í
landið árið 1991. Frá árinu 1984 hefur hann helgað sig baráttunni um
Palestínu og árið 1996 gerðist hann meðlimur í stjórnmálaráði Ham-
as og tók við forystu samtakanna árið 2004, en þá var hann fluttur til
Damaskus í Sýrlandi. Vegna borgarastríðsins í Sýrlandi flutti Mashal
aftur til Kúveit árið 2012 og stjórnar samtökunum þaðan. Leyniþjón-
usta Ísraels, Mossad, reyndi að taka hann af lífi árið 1997, en mistókst.
Hvað eru Hamas með marga undir vopnum?
Erfitt er að finna nákvæmar tölur um fjölda liðsmanna í Al-Kassam-
sveitunum, en af myndum frá Gaza að dæma hafa þúsundir karl-
manna sést undir vopnum. Samtökin standa fyrir herþjálfun ungra
drengja og hafa staðið fyrir fjölda árása á Ísrael, meðal annars sjálfs-
morðsárása. Fjölmargir liðsmenn og leiðtogar samtakanna hafa verið
teknir af lífi í aðgerðum á vegum ísraelska hersins og Mossad.
Hvernig eldflaugar notar Hamas?
Eldflaugar þær sem Hamas ræður yfir eru í raun mjög ófullkomnar
og eru næstum því eins og stórar íslenskar áramótarakettur á sterum.
Þær eru ekki með fullkomnum stýribúnaði og er skotið af frumstæð-
um skotpöllum. Þær lenda því hvar sem er í rauninni. Ísraelsmenn búa
hins vegar yfir öllum fullkomnustu vopnum sem völ er á, enda njóta
þeir dyggilegs stuðnings Bandaríkjanna og hafa gert í gegnum tíðina.
Nóvember 2004
Yassir Arafat deyr og
Mahmoud Abbas tekur við
sem leiðtogi Palestínu-Araba.
Desember 2005
Ísraelsmenn ráðast inn á
Gaza til þess að stöðva
eldflaugaárásir og
vopnasmygl til Gaza.
Sama gerist árið 2008.
2012 Ísraelsmenn
ráðast á Gaza og
gera árásir á 1.500
skotmörk. 133 falla
á Gaza, sex í Ísrael.
Hamas skjóta eld-
flaugum í fyrsta sinn
á borgina Tel Aviv.
2014
Stríðsátök
brjótast
út á Gaza í
kjölfar morða
á þremur
ísraelskum
drengjum.
Forsætisráðherrann fyrr-
verandi sérsveitarmaður
Netanyahu stundaði nám í arkitektúr í Bandaríkjunum
Hann er kallaður „Bibi“ og var aðeins
47 ára þegar hann tók við embætti
forsætisráðherra Ísraels, þá sá yngsti
sem hafði gegnt embættinu. Hann
er fyrrverandi sérsveitarmaður og
þykir harður í horn að taka, en er ekki
flokkaður sem „haukur“, en við slíka
þarf hann að glíma við í sinni eigin
ríkisstjórn. Hann er einnig fyrsti for-
sætisráðherra landsins sem er fæddur
í Ísrael, sem var stofnað árinu áður en
Netanyahu fæddist. Hann er formaður
Likud-flokksins í Ísrael, sem er til hægri
og var upphaflega stofnaður sem
bandalag frjálslyndra og hægri flokka,
enda oft einnig kallað Likud-bandalagið. Faðir
Netanyahu var sagnfræðingur og eldri bróðir hans,
Yonatan, féll í frægri árás Ísraelsmanna á Entebbe-
flugvelli í Úganda árið 1976, þegar gíslar PLO-sam-
takanna í þotu Air France (sem samtökin rændu)
voru frelsaðir. Sjálfur særðist Netanyahu á öxl í einni
af þeim aðgerðum sem hann tók þátt í.
Netanyahu bjó um tíma í Bandaríkjunum og
stundaði meðal annars nám í arkitektúr. Hann talar
því mjög góða ensku, með Fíladelfíu-hreimi. Eigin-
kona hans heitir Sara og eiga þau tvo drengi. Net-
anyahu er bæði talinn einn af áhrifamestu gyðingum
heimsins og áhrifamestu stjórnmálamönnum heims.
1949 Fæðist í Tel Aviv.
1967–73 Gegnir herþjónustu, meðal annars í ísraelskum sérsveitum.
1984 Verður sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum
1988 Kemst á þingið, Knesset, og verður ráðherra.
1996 Forsætisráðherra í fyrsta sinn, sá yngsti í sögu Ísraels.
1999 Tapar í þingkosningum.
2002–3 Verður utanríkisráðherra.
Febrúar 2003 til ágúst 2005 Gegnir embætti fjármálaráðherra, en sagði af sér
vegna þess að Ísrael dró sig til baka frá Gaza.
Desember 2005 Verður aftur leiðtogi Likud-flokksins (tók við af Ariel Sharon,
fyrrverandi forsætis- og varnarmálaráðherra, sem lést í kjölfar heilablóðfalls í janúar
á þessu ári).
Mars 2009 Tekur við embætti forsætisráðherra í annað sinn.
Janúar 2013 Tekur við embætti forsætisráðherra í þriðja sinn.
Upphafið Ránið og morðið á þessum þremur unglingum, 16–19 ára, fyrir um mánuði síðan, var sá atburður sem í raun setti allt af stað á Gaza aftur.
Sífellt minna í hluta Palestínu-Araba Þessi mynd sýnir hvernig landamæri
og stærð svæða hafa breyst í Ísrael/Palestínu á tæpri öld. Lengst til vinstri er svæðið
eins og það leit út árið 1918 og er gula svæðið á þeim hluta það sem þá var Palestína
í heild sinni. Lengst til hægri er svo staðan eins og hún er í dag, í kjölfar allra þeirra
átaka sem geisað hafa á svæðinu og tilkomu svokallaðra landnemabyggða gyðinga.
Gaza er fyrir miðju, til vinstri, á myndinni lengst til hægri.