Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 26
Helgarblað 18.–21. júlí 201426 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonÞessi eini sanni Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Staðreyndin er sú að Ísland er láglaunaland,og staða þess fer sífellt versnandi. Nú þykist ég vita að einhverjir munu stökkva upp og mótmæla. Fyrir venjulegan launþega held ég að erfiðara sé að ná endum saman en var fyrir 40 árum,“ segir Jón Kristinsson í athugasemd við frétt DV um neyðarástandið á leigumark- aðnum á Íslandi. DV greindi frá fólki á öllum aldi sem berst í bökkum og er að sligast undan hárri leigu. „Bíddu, bíddu!! Allnokkur vitni að atburðinum en engin gerir neitt!! Hvað er í gangi?“ spyr Eiríkur Barkarson í athugasemd við frétt DV um tvítugan ungan mann sem hef- ur verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Maðurinn var gestur á Bråvalla-tónlist- arhátíðinni og er grunaður um að hafa nauðgað sautján ára stúlku í miðjum áheyrendaskara á miðjum tónleikum. Fjöldi vitna var að árásinni. „Og mér finnst allt þetta mál algjörlega drepfyndinn farsi,“ segir Anna Pétursdóttir. Tilefnið er viðtal við Tryggva Gunnarsson kennara sem Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, taldi vera Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis. Ástæðan var bréfaskriftir kennarans til fjölmiðla. „Jáhá, það er greinilega ekki að ástæðulausu að þessi drengur fór í stjórnmál. Hann sómir sér greinilega vel í jafningahópi,“ segir Haraldur Magnússon. Hann skrifar athugasemd við frétt DV þar sem greint er frá því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrði að frétt Reykjavíkur Vikublaðs gefi ranga mynd af samtali sem hann átti við blaðamann, í tengslum við lekamálið svokallaða, í síðustu viku. „Þetta er þá allt satt og rétt með þessa Klópötru. Hún er þá alveg eins og Jesú!“ segir Smári Sverrisson, í athugasemd við frétt sem snýst um opið bréf Nancyar R. Gunnarsdóttur. Í bréfinu fjallar Nancy um deilur innan fjölskyldu sinnar, sem stofnaði Gunnars Majones, og rekstur fyrirtækisins. Sem kunnugt er varð fyrirtækið gjaldþrota á dögunum. 4 13 13 6 2 N ú vilja tækifærissinnar fá hing- að til lands bandaríska risa- verslun sem ætlar að selja guðaveigar og sterakjöt til grunlausra íslenskra neytenda. Þetta finnst þeim sem leggja fæð á íslensk- an landbúnað og yfirburði hans frá- bær hugmynd. Talað er um „aukna samkeppni“ og „jákvæð teikn á lofti í efnahagsmálum“ en enginn hugsar til þess að risinn horfir til Íslands með glýjuna í augunum tilbúinn að gleypa markaðinn í einum munnbita. Hann ruglar íslenska neytendur með loforðum um stærðarinnar nautasteikur, aspirín-pillur í tonna- tali og allt það áfengi sem hugurinn girnist hvenær sem er dags gerir fólk bara ruglað. Svarthöfði er vel sigld- ur um heimsins höf og hefur víða drepið niður fæti. Hann fer þó ávallt með nesti með sér og nýja skó, enda margt sem ber að varast á ókönnuð- um slóðum. Þegar hann heimsækir Bandaríki Norður-Ameríku fer hann sérstak- lega varlega. Þar ber að forðast vín- ber á stærð við golfkúlur, appelsínur á stærð við fótbolta, kjúklingabring- ur sem gætu mettað ellefu manns og síðast en ekki síst steraskornar nautasneiðar. Forsætisráðherra vor, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur bent á þessar staðreyndir og borið í bætifláka fyrir samstarfskonu sína, hina margreyndu framsóknar- konu Sigrúnu Magnúsdóttur. Sig- rún var óneitanlega fórnarlamb slæ- legrar vinnubragða fjölmiðils sem klippti saman viðtal á niðurlægjandi hátt. Allt er gert til að tryggja að „virk- ir í athugasemdum“ fái örugglega nægju sína. Ísland þarf ekki Evrópu og Ísland þarf alls ekki Bandaríkin eða þau gylliboð sem þaðan berast. Þetta vita Sigmundur Davíð og Sigrún. Höfum við kannski gleymt framkomu Bandaríkjamanna við Íslendinga þegar bandaríski her- inn settist hér að, ágirntist land- svæði og kvenfólk og fór svo með allt hafurtaskið þegar það hentaði þeim? Það hefur Svarthöfði ekki. Skömm þeirra er ævarandi. Íslendingar eiga að neita að taka þátt í stríðinu gegn íslenskum landbúnaði og styðja þess í stað við íslenskar verslanir. Hlustið a Sigmund Davíð - leyfið ekki Golíat að sigra. Aspirín-risinn og Ísland Svarthöfði H eimsmeistaramótið í knattspyrnu hafði jákvæð áhrif á samfélagið og hafði ýms- ar birtingarmyndir. Ég sem kem víða við og hitti marga varð þess áskynja hvað þessi jákvæðu áhrif skil- uðu sér inn á vinnustaði, dvalarheim- ili og hjá fólki á förnum vegi. Hvar sem ég kom í kaffistofur var búið að setja upp lista þar sem spáð var fyrir um úrslit mótsins og vegleg verðlaun sums staðar í boði. Menn áttu sín uppáhaldslið og kappsfullar umræð- ur, glettni og grín fylgdi umræðunni sem skilaði sér í jákvæðni á vinnu- staðinn og í enda dagsins betri afköst- um og skemmtilegri vinnustað. Í erli dagsins er gott að hafa eitt- hvað uppi í erminni og hlakka til að hitta vinnufélagana sem máttu lúta í gras í kappleiknum kvöldið áður. Spennan jókst þegar liðunum fækk- aði og „potturinn“ varð heitari. Fólk safnaðist jafnvel saman á torgum og opnum svæðum til að horfa á átrún- aðargoðin sín og stolt þjóða sinna spila knattspyrnu. Ekki var áhuginn eða jákvæðnin minni á dvalarheimil- um þar sem eldri borgarar tóku ekki minni þátt í keppninni en væru þeir sjálfir búnir að reima á sig takkaskóna á heitum völlum Brasilíu. Þar mættu menn jafnvel í treyju liða sinna fyrir framan sjónvarpið til að kynda und- ir rífandi stemningunni sem konur og karlar tóku virkan þátt í. Á þenn- an hátt hafa íþróttir jákvæð áhrif á allt samfélagið. Hver þekkir það ekki á sjálfum sér sem búið hefur í samtaka samfélagi hvað andinn í bænum létt- ist þegar liðið sigrar í leik svo ekki sé talað um þegar landað er meistara titli. Á mínum æskuslóðum mátti lesa í bæjarbraginn eftir gengi ÍBV í fót- bolta eða handbolta. Fátt er meira rætt á hafnarvoginni og kaffistof- um en gengi liðsins. Þegar vel geng- ur þá smitar það út í allt samfélagið og meiri gleði og jákvæðni ríkir. Ég held því fram að Íslandsmeistaratitill ÍBV í handbolta hafi haft jákvæð áhrif á úrslit kosninganna í Eyjum í vor og hefði hjálpað hvaða bæjarstjórn sem var við völd. Slíkur er máttur íþrótt- anna. Þannig eru íþróttirnar ekki að- eins góðar fyrir þá sem þær stunda heldur hafa íþróttir jákvæð áhrif á allt samfélagið í kringum sig. Það er mik- ilvægt að við leggjum rækt við gleðina, vonina og það góða sem í okkur býr. Nógur er barlómurinn og neikvæðu fréttirnar sem góðu tíðindin og já- kvæðu fréttirnar verða að víkja fyrir í umræðunni. Fátt gleður okkur meira en að geta orðið að liði. Vera ærlegir þegn- ar, skila okkar og leggja öðrum lið. Þetta upplifið ég í liðinni viku ásamt 400 öðrum góðum konum og körlum. Þessi hópur hefur hist á Þorláksmes- su að sumri og borðað saman kæsta skötu til góðs fyrir þá sem þurfa að- stoð eða að tekið sé á með þeim undir hornið á vagninum og honum komið yfir erfiðan hjalla á lífsleiðinni. Til að gera þetta mögulegt hafa fyrirtæki og einstaklingar lagt sitt af mörkum ásamt þeim sem greiða sig inn og töluverður sjóður verð- ur til sem notaður er til styrktar góð- um málefnum. Í lok borðhaldsins eru styrkirnir afhentir af viðstöddum öll- um þeim sem tóku þátt í verkefninu. Á þann hátt upplifa allir þátttöku sína í góðu verki og við göngum saman út í sumarnóttina glöð í bragði yfir betra samfélagi í dag en í gær. Það er sannarlega verkefnið að við leggjum okkur fram um betra samfélag. Reiðin og hatrið, skömmin og þunginn í um- ræðu síðustu ára bætir ekki samfélag- ið. Með því að efla forvarnir og íþrótt- ir, taka þátt í hjálpsömu og glaðværu samfélagi verður lífið okkur léttara og við sjálf ánægð og gleðjumst yfir framlagi okkar til betra lífs fyrir alla. Er það ekki verkefnið okkar allra? n Glaðværð, gleði og jákvæð þátttaka„Á þennan hátt hafa íþróttir jákvæð áhrif á allt samfélagið Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.