Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 29
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fólk Viðtal 29 Íslandi, Bylgjan. Ég var í þessum upp- hafshóp sem byrjaði á Bylgjunni. Það var afskaplega skemmtilegur tími, langsamlega skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað var á Bylgjunni. Þá vann maður eins og skepna frá sex á morgnana til miðnættis alla daga vik- unnar. Það þótti bara sjálfsagt. Svo var einhverjum launum hent í mann. Í tvö ár var ég þarna í þessum skemmtilega félagsskap. Við unnum á fréttastof- unni, vorum með útvarpsþætti og allt saman; það gengu allir í allt.“ Á Bylgj- unni sló Karl í gegn og úr útvarpinu lá leið hans í sjónvarp, þar sem hann kleif metorðastigann. „1988 var ég ráðinn á Stöð 2 sem fréttamaður og var þar samfellt til 2004. Fyrst sem fréttamaður, síðan varafréttastjóri og loks varð ég fréttastjóri.“ Árið 2004 urðu eigendaskipti á Stöð 2, einu sinni sem oftar. Jón Ólafs- son seldi móðurfyrirtæki stöðvarinn- ar, Norðurljós, til fjögurra fjárfestinga- hópa með Jón Ásgeir Jóhannesson í broddi fylkingar. Nýju eigendurn- ir voru ekki lengi að reka Karl. „Okk- ur var bara sópað út,“ segir Karl og á þar við sjálfan sig og aðra meðlimi yfirstjórnar stöðvarinnar. „Þá var svona til siðs að hreinsa út allt sem til- heyrði yfirstjórn á hverjum tíma. Ég fékk reisupassann ásamt öðrum yfir- mönnum.“ Rak og var rekinn Þar með lauk tæplega tuttugu ára samferðalagi. „Auðvitað var þetta erfitt, sérstaklega vegna þess að mað- ur var búinn að vinna svona gríðar- lega lengi á sama stað með sama fólkinu. En fjármál Stöðvar 2 voru í miklum ólestri allan þennan tíma sem ég vann þarna. Þegar ég sjálfur var fréttastjóri stóð ég frammi fyrir miklum niðurskurði og þurfti að segja upp gríðarlega mörgu góðu fólki, jafnvel mínum bestu vinum. Auðvit- að verður maður að vera viðbúinn því sama þegar kemur að manni sjálfum.“ Þessi óbeysna fjárhagsstaða fjöl- miðla á Íslandi – þessi eilífi lífróður – með tilheyrandi eigendaskiptum og uppsögnum er eitthvert helsta vanda- mál samfélagsins að mati Karls. „Þetta er svo stór hluti af okkar lýðræði, að fjölmiðlar sinni sínu hlutverki með sæmd. Ef við höfum ekki fjölmiðla sem gagnrýna þá er þetta þjóðfélag ekki að virka eins og það á að virka. Þetta [slæmur fjárhagur, innsk. blm.] er vandamál fjölmiðla á Íslandi og hefur alltaf verið og veldur ákveðnu ósjálfstæði fjölmiðla og blaðamanna. Fjölmiðlar ná ekki að halda í sitt besta fólk vegna þess að þeir hafa ekki efni á því, eða telja sig ekki hafa efni á því, sem verður til þess að fjölmiðlun á íslandi nær aldrei að byggja sig upp. Það er mjög slæmt.“ Annað sem ógnar frelsi og sjálf- stæði fjölmiðla eru afskipti eigenda af fréttaflutningi. Fræg er greinin sem Magnús Halldórsson skrifaði um „litla karlinn“ Jón Ásgeir Jóhannes- son. Þar gagnrýndi Magnús afskipti Jóns af fréttastofu Stöðvar 2 og vændi hann um að hafa ítrekað reynt – með „ósmekklegum hætti“ – að setja þrýsting á blaðamenn sem skrifuðu fréttir af málum honum tengdum. „Sérstaklega hefur hann verið við- kvæmur fyrir fréttum af málum þar sem hann mun mögulega, eða hef- ur þurft, að svara fyrir sakir frammi fyrir dómara“, skrifaði Magnús sem skömmu síðar sagði upp störfum Nýtt líf Karls hjá 365, og fylgdi þar í kjölfar Þórðar Snæs Júlíussonar, viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins, og fleiri ósáttra starfs- manna. Símtal frá Sigurjóni Sjálfur hefur Karl orðið fyrir svipuð- um þrýstingi og látið undan. Í ágúst 2003 hringdi Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og einn eigenda Norðurljósa, í Karl og bað hann um að birta ekki frétt, sem búið var að vinna, um að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, hefði farið í laxveiði í boði Kaupþings Bún- aðarbanka. Fréttastjórinn Karl ákvað að fresta birtingunni um „óákveðinn tíma“. Við það varð allt vitlaust á stöð- inni og sumir fréttamenn hótuðu að hætta störfum. Vegna mótmælanna og umræðunnar sem spratt upp í kringum málið var fréttin á endanum send út. Sér Karl eftir að hafa beygt sig í duftið? „Já, ég sé eftir því. Það voru mistök. En í svona stöðu lítur þú á heildarhagsmuni fyrirtæksins og heildarhagsmuni fréttastofunn- ar. Þetta er svo sem ekkert nýtt í fjöl- miðlum en auðvitað eiga fjölmiðlar ekki að láta undan í svona málum, það er gífurlega mikilvægt. Það var ekki Jón Ólafsson sem hafði samband við mig heldur annar minni eigandi. Hann hafði áhyggjur af því að þess frétt gæti komið sér illa fyrir fréttastof- una; framlög til fréttastofunnar gætu minnkað. Fréttin fór síðan út tveimur dögum síðar vegna mótmæla blaða- manna meðal annars. Þeir höfðu al- veg rétt fyrir sér; fréttin átti að fara út og hún fór út á endanum.“ Snælduvitlausir stjórnmálaforingjar Karl segir þetta hafa verið í eina skipt- ið sem eigendur reyndu að hafa áhrif á störf hans sem fréttastjóra. Hann minnist þess ekki að hafa fengið sím- tal frá Jóni Ólafssyni allan þann tíma sem hann gegndi starfi fréttastjóra. „Formenn stjórnmálaflokka hringdu hins vegar oftsinnis í mig brjálað- ir út af einhverjum fréttum. Ég vona að þetta sé ekki svona lengur því að þetta er skelfilegt. Þeir mega að sjálf- sögðu gera athugasemdir við fréttir en ég lenti í því að brjálaðir formenn hringdu í mig eftir fréttatíma Stöðvar 2 og þeir voru oft gjörsamlega tryllt- ir vegna frétta um flokkinn þeirra.“ Hvaða formenn voru það? „Ég nefni engin nöfn.“ Blaðið og Bjöggi Þótt brottreksturinn hafi reynst hon- um erfiður lét Karl ekki deigan síga og ákvað að halda áfram í fjölmiðl- um. Í félagi við Sigurð G. Guðjónsson og Stein Kára Ragnarsson stofnaði hann nýtt fríblað, Blaðið, sem átti að veita hinu sístækkandi veldi Frétta- blaðsins samkeppni. Tveimur árum síðar seldu þeir Morgunblaðinu Blað- ið, sem síðar fékk nafnið 24 stund- ir. „Morgunblaðið hafði áhuga á að fara inn í þennan fríblaðarekstur. Björgólfur Guðmundsson, sem þarna var valdamikill innan Morgun- blaðsins, og hans fólk keypti okkur út rétt fyrir hrun.“ Nálægð sýnir bresti Tímasetning viðskiptanna – korteri fyrir hrun – hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga sem fengu ágæta summu í aðra hönd. Hún veitti Karli frelsi til að draga sig í hlé frá vinnu- markaði og njóta lífsins með kærustu sinni og sambýliskonu til margra ára, Lindu Björk Loftsdóttur, og börnum þeirra. „Ég fór ásamt fjölskyldunni til Ástralíu og við vorum þar í hálft ár. Síðan vorum við á flakki um heiminn. Fórum meðal annars í hjólreiðarferð frá Kanada til Mexíkó.“ En nálægðin varpaði nýju, eða kannski frekar áður óséðu, ljósi á sam- bandið. Í því sáust brestir sem hasar- inn í vinnunni og barnauppeldið hafði áður sveipað hulu. „Þegar fólk er búið að vera lengi saman og börnin uppkomin þá áttar fólk sig stundum á því að það á kannski ekkert sameigin- legt lengur; að það hefur vaxið í sund- ur án þess að fatta það,“ segir Karl en fyrir tveimur árum komust hjónaleys- in að því að sambandið væri komið á endastöð og slitu samvistir. „Auðvit- að var það erfitt. Þegar þú ert búinn að vera með einstaklingi í 25 ár þá er erfitt að hætta því allt í einu. Það eru mikil viðbrigði að fara úr sambandi og byrja að búa einn. Þetta er öðru- vísi líf. Sameiginlegi vinahópurinn splundrast og maður fer að umgang- ast annað fólk.“ Nýtt líf Á þessum stutta tíma hafði líf Karls umturnast, bæði í vinnunni og heima. Hann var hvorki fjölmiðlamaður né fjölskyldumaður. Hann þurfti að byrja aftur á byrjunarreit; hefja nýtt líf. „Já, það má segja það. Ég var nú orðinn rúmlega fimmtugur og ekki seinna vænna að fara að byrja nýtt líf, þetta voru eiginlega síðustu forvöð,“ seg- ir Karl, hlær og heldur áfram, ívið alvörugefnari: „Auðvitað var þetta mjög stór biti að kyngja á stuttum tíma. En ég held að báðir þessir hlut- ir, svona eftir á að hyggja, hafi verið réttir. Það krefst kjarks að byrja á ein- hverju nýju og það eru ekki allir sem þora því. Það er svo auðvelt að vera alltaf í sömu hjólförunum, hreyfa sig aldrei og sætta sig bara við það sem er þótt maður sé í raun og veru ekki sáttur við það. Það er ekki fyrr en maður losnar og tekur þetta skref sem alltof fáir taka en fleiri ættu að taka – að byrja upp á nýtt – sem maður átt- ar sig almennilega á því hvað það er gott. Fólk þarf að þora að gera það sem það heldur að sé því raunveruleg fyrir bestu.“ Þótt stakkaskiptin hafi verið erfið meðan á þeim stóð kann Karl ágæt- lega við líf hins einhleypa þingmanns. En er ekki erfitt að geta ekki hallað sér að kærustu sinni og fjölskyldu eft- ir erfiða daga á Alþingi, sérstaklega vegna þeirrar gagnrýni sem starfinu fylgir? Að vera ekki bara blautur á bak við eyrun – heldur baklandslaus í þokkabót? „Jú, það er ekki auðvelt. En samband mitt við son minn er mjög gott. Við erum rosalega miklir vinir og hann líka áhugamaður um þjóðmál. Ég er alveg sáttur við þetta hlutskipti í dag. Þetta venst eins og allt annað.“ Linda er kominn með nýjan mann, en Karl segist aðspurður ekki vera byrjaður að slá sér upp né hafi áhuga á því. „Nei, nei, ekkert slíkt. Það er meira en nóg að gera hjá mér í öðru.“ Viðbúin fylgistapi Við söðlum um, frá ástamálum yfir í þjóðmálin. Framsóknarflokk- urinn náði óþekktum hæðum í al- þingiskosningunum 2013 en fylgið er núna í frjálsu falli og að óbreyttu stefnir í brotlendingu í næstu kosn- ingum. Karl hefur ekki teljandi áhyggjur af fylgistapinu og segir það ekki hafa komið honum, né öðrum flokksmönnum, á óvart „Við töluðum um það eftir kosningar, innan flokks- ins, að þetta gæti gerst og vorum því viðbúin,“ segir Karl sem er þó bjart- sýnn á að fylgið aukist smám saman eftir því sem fleiri sjái árangur verka meirihlutans. Sumir þingmenn, meðal annars bæði formaður flokksins og þing- flokksformaður, hafa skellt skuldinni á fjölmiðla. Sigmundur kvartar und- an loftárásum og Sigrún Magnúsdótt- ir þingflokksformaður segir fjölmiðla ekki skilja Framsókn og vill helst eign- ast sinn eigin fjölmiðil. „Fjölmiðl- ar skilja alveg Framsóknarflokkinn. Ég held hins vegar að margir innan flokksins þurfi að skilja betur eðli fjöl- miðla. Það þýðir ekki alltaf að vera að leita sökudólga í fjölmiðlum. Menn þurfa að líta í eigin barm og reyna að vanda sig betur í skoðanaskiptum og málflutningi. Fjölmiðlar eru ekkert að atast í fólki sem kemur bara heiðar- lega fram, er samkvæmt sjálfu sér og er ekki með neinar öfgaskoðanir.“ Þrátt fyrir dökkar horfur á lands- vísu er borgarstjórnarflokkurinn í „Þegar þú ert búinn að vera með einstaklingi í 25 ár þá er erfitt að hætta því allt í einu m y N d S ig tR y g g u R a R i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.